Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 19 LISTIR Ritskoð- arinn sýnir fyrir fullu húsi TÍKON Khrennikov er meistari jafnvægislistarinnar. Hann leiddi stéttarfélag sovéskra tónskálda í fjörutíu ár og varð frægur fyrir að standa rússnesku tónskáld- unum Dimitri Sjostakovich og Sergej Prokofjev fyrir þrifum. Nú er Khrennikov kominn aftur til Kremlar og hefur aldrei átt meiri velgengni að fagna. A meðan mörg af helstu andófs- skáldum Rússa, þar á meðal Alex- ander Solzhenitsyn, eiga erfitt uppdráttar og eru jafnvel höfð að háði og spotti maka hinir leiði tömu fylgisveinar sovét-kommún- ismans krókinn. Þetta á óvíða betur við en í til- felli Khrennikovs, sem nú er 82 ára. Nýr ballett hans um Napó- leon Bonaparte er nú sýndur fyr- ir fullu húsi í ráðstefnuhöll Kremlar, sem tekur sex þúsund manns í sæti, með styrkjum frá bandarískum loftræstitækjafram- leiðanda. Khrennikov getur sem sé þakk- að kapitalismanum, sem hann varði ævi sinni í að fordæma, að verk hans ná til eyrna almennings. Hann iðrast hins vegar einskis og er bjartsýnn um framtíðina. Loks er ég frjáls „Ég var kaffærður í pappírs- vinnu og ræðum," sagði Khrenn- ikov um starfið, sem Stalín valdi hann til að vinna og hann gegndi þar til Sovétríkin og stéttarf élag tónskálda hrundu árið 1991. „Nú ber ég aðeins ábyrgð á sjálfum mér. Loks er ég algerlega frjáls." Ballettinn um Napóleon fjallar um ævi eins helsta fjandmanns Rússa. Kremlarballettinn flytur hann í tónleikasal, sem reistur var á valdatíma Khrustsjevs. Á veggj- TÍKON Khrennikov var áratugum saman ritskoðari Kremlar- bænda. Nýjasti ballett tónskáldsins er nú fluttur fyrir fullu húsi innan Kremlarmúra. um gefur enn að líta merki Sovét- ríkjanna, hamar og sigð. Obeit á djassi Khrennikov lagði kapp á að koma í veg fyrir að sovésk tónlist „mengaðist" af djassi, „form- alisma" og tóntegundarleysi framúrstefnutónskálda og enn hefur hann óbeit á djassi. Napó- leon ber því vitni. Ballettinn er saminn í anda Ts jaikovskí js með voldugu hljómfalli. Khrennikov hefur samið mörg hundruð verk, allt frá þjóðdöns- um til kvikmyndatónlistar og óp- era. Sennilegra er þó að hans verði minnst fyrir ræðu, sem hann flutti árið 1948. Þar veittist hann að „formalisma" og verkum Sjos- takovich, Prokofjefs og annarra rússneskra tónskálda. Þessi ræða þótt gefa tóninn fyr- ir ritskoðun og kúgun, sem stóð yfir í Sovétríkjunum næstu ára- tugina. Khrennikov segir nú að hann hafi ekki skrifað þessa ræðu. Hún hafi verið fengin honum nokkrum klukkustundum áður en hann átti að stíga í ræðustól. „Mér þætti gaman að sjá ein- hvern fá skipun frá miðstjórninni og neita," sagði Khrennikov. „Þú varðst að lifa í þessu andrúms- lofti til að skilja hvað var á seyði." Khrennikov kveðst hafa reynt að hjálpa öðrum tónskáldum bak við tjöldin. Enginn gat sagt nei við Stalín „Enginn gat sagt nei við Stal- ín," sagði Khrennikov og dró fing- ur eftir hálsi sér eins og hnífs- blað. „Ég gerði hvað ég gat til að hjálpa starfsbræðrum mínum. Samviska mín er hrein." Ekki eru allir tónlistarmenn og -gagnrýnendur sammála honum um það. Galína Vishnevskaja, óperusöngkona og eiginkona sellóleikarans Mstislavs Rostropvich, segir í ævisögu sinni að Khrennikov hafi verið lævís og snjall og grafið undan læri- meisturum sínum, þar á meðal Sjostakovich. Rostropovich yfirgaf Sovétrík- in 1974, en kemur nú reglulega til baka til að koma fram. Khrenn- ikov f er ekki á tónleika Rostropovich, en segir þá eitt sinn hafa verið vini. „Sumir segja jafn- vel að ég hafi hjálpað honum af komast af stað," sagði Khrenn- ikov. • Byggt á International Herald Tribune. Farartæki fyrir heimilislausa LISTAMAÐURINN Krzysztof Wodiczko er búsettur í New York og hefur látið sig hlutskipti heim- ilislausra varða. Eitt af verkum hans er allrahanda farartæki fyrir heimilislausa. Á daginn má nota farartækið til að safna í hinu og þessu og að nóttu til er hægt að leggjast þar til svefns. Wodiczko, sem er frá Varsjá, segir farartæk- ið „pólitískan verknað", sem með „verkfærum fagurfræðinnar" fletti ofan af miskunnarleysi þjóðfélags, sem láti viðgangast að senda mörg hundruð þúsund manns í félags- lega útlegð. Ekki er hafin fjölda- framleiðsla á farartækinu, en í list- heiminum hefur því verið sýndur Mígrensamtökin vílja vekja athygli á breyttu símanúmeri i < Simatimi á mánudögum kl. 18-20. Krullukoll- urandi KVIKMYNDIR Rcgnbogi nn: Kvik- my ndahátíö 2 0 th Ccntury Fox WEE WILLIE WINKIE • •'/2 Leikstjóri John Ford. Handritshöf- undur Julien Josephson. Kvikmynda- tökustjóri Arthur Miller. Tónlist Al- fred Newman. Aðalleikendur Shirley Temple, June Lang, Victor McLag- len, C. Aubrey Smith, Michael Whal- en, Cesar Romero. Bandarísk. 20th Century Fox 1937. Svart/hvít áhugi. Nútímalistasöfn í Lyon og Genf keyptu sitt hvort farartækið fyrir um 3,4 milljónir króna stykk- ið. EITT stærsta og litríkasta kvik- myndaver í Hollywood, 20th Cent- ury Fox, bryddar uppá skemmti- legri nýjung,: dustar rykið af nokkr- um ellismellum. Myndum sem nutu mikillar aðsóknar í langri sögu fyr- irtækisins frekar en unnu til verð- launa á kvikmyndahátíðum. Það kemur síst á óvart að Shirley Temple, ein vinsælasta stjarna kvik- myndaversins fyrr og síðar, stingur hér upp sínum fræga, krullaða kolli og það í myndinni sem margir teja hennar bestu. Wee Willie Winkie er lauslega byggð á samnefndri sögu hins ástsæla rithöfundar Rudiyard Kipling og segir okkur af telpu- hnátu sem flyst ásamt móður sinni að rótum Himalayafjalla þar sem afi hennar (C. Aubrey Smith) stjórn- ar afskekktri deild Bengalhersveit- arinnar frægu. Hún eignast hug og hjörtu stríðsmannanna og uppreisn- arforingjans (Cesar Romero), gerir sér lítið fyrir og afstýrir blóðugum átökum á milli Bretanna og upp- reisnarmanna. Mikil flóð hafa runnið til sjávar á þeim hartnær sex áratugum sem liðnir eru frá frumsýningu W. W. W. og forvitnilegt að bera saman vinnu- brögðin nú og þau sem hér blasa við og hljóta að teljast fornaldarleg. Myndin er öll tekin í Kaliforníu, það var ekki verið að þeytast með tugi manna yfir hálfan hnöttinn á þess- um tíma, bakgarðurinn látinn nægja. Sú ofurvirðing og stór- stjörnusess sem Temple hefur notið kemur vel í ljós. Það snýst allt um þá stuttu sem sýnir umtalsverðan stjörnusjarma og skyggir á meðleik- arana sem fá minna að segja í fram- vindu myndar sem telst 'nokkuð barnaleg á tíunda áratugnum. Það er enginn annar en John Ford sem leikstýrir undir handleiðslu sjálfs Darryls F. Zanuck og enn einn ris- inn sem gerði garðinn frægan hjá Fox, tónskáldið Alfred Newman (sem m.a. samdi kynningarstef 20th Century Fox, er hlýtur að teljast það besta í heimi), sér um músikina af alkunnri smekkvísi. Góðkunnur og traustur Ford-leikari, Victor McLaglen, kemur talsvert við sögu, en þeir Ford voru einmitt nýbúnir að ljúka við The Informer, .þegar hér var komið sögu. Það er jafnan gaman að C. Aubrey Smith, og svo er einnig hér. Annar karlpeningur er hinsvegar heldur slaklegur. Skemmtileg innsýn í löngu horfna veröld genginna stjarna, frásagnar- máta og vinnubragða. Sæbjörn Valdimarsson FLÍSASKERAR OGFLÍSASAGIR mm i ivv StórhÖfða 17, við Qullinbru, sími 567 4844 V "1 m ^TX- ^m^ • • Eigum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar stoð- og hjálpartæki sem létta störfin, auka öryggi og afköst. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KOP. • SIMI564 4711 • FAX 564 4725

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.