Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 s 1 I TRIED BEIN6 A 5MEEP P06 ONCE.. J// 1-18 I USED TO 5TARE AT THE SHEEP LIKE THI5, BUT IT PIDN'T UJORK.. ~*3----------- THEY TH0U6MT I U)AS JU5T BEIN6 KUPE ! BREF TILBLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang:lauga@mbl.is Viðerumein ríkasta þjóð jarðar Ég reyndi einu sinni að vera fjárhundur... Ég var vanur að stara svona á kindurnar, en það hreif ekki... Þær héldu bara að ég væri dónalegur! Frá Guðmundi Rafni Geirdal: MIG grunar að mörg okkar geri sér ekki fyllilega grein fyrir hve langt við höfum náð sem þjóð þrátt fyrir alls kyns áföll á borð við loðdýra- og laxeldisævintýri og margt margt fleira. Eflaust hafið þið tekið eftir að á undan- förnum árum hafa borist fréttir um að ísland væri fremst í þessu og hinu ... miðað við höfðatölu, og síðan er hlegið að þessu, rétt eins og það hljóti að vera eitthvað að þessarri höfðatölu, því þetta geti ekki passað svona oft að við séum best í svona mörgu. Tilfellið er að oft er tilhneiging til að ef- ast um tölur ... einkum ef þær eru bornar fram af stjórnmála- mönnum, rétt eins og þeir kunni vart annað en að hagræða stað- reyndum (sem eflaust er oft rétt). í þeim tilfellum er oft leitað til hlutlausra fagaðila til að fá álit þeirra, meðal annars Háskóla ís- lands. Ég sat námskeið síðastliðið haust í almennri félagsfræði og að mati kennarans, dr. Stefáns Ólafssonar prófessors, þá hefur ísland risið upp úr því að vera eitt fátækasta land Evrópu um síðustu aldamót yfir í að vera eitt af ríkustu þjóðum jarðar. Hann sagði að það væri mismunandi í hversu hátt sæti ísland væri sett en miðað við margar forsendur og yfir nokkurra ára tímabil þá mætti almennt setja það í efstu 10-15 sætin, sem væri mjög gott fyrir eyþjóð sem byggði á einhæf- um atvinnuvegi, og hefði risið upp úr fátækt á mun skemmri tíma en aðrar. Reyndar sagði hann að framfarirnar hefðu verið það örar að það mætti fyllilega líkja þeim við þýska efnahagsundrið, eða þá það japanska. Við höfum vaxið hraðar en nágrannalöndin, og einnig hraðar en OECD-löndin (sem stundum eru kölluð klúbbur hinna ríku. Ekki amalegt það!). Hins vegar taldi hann að sjá mætti sterk einkenni nýríkrar þjóðar meðal okkar, en það er skilgreint sem þjóð sem er tiltölu- lega nýrisin upp úr fátækt talið í áratugum og í hvert sinn sem mikill tekjuaukr kemur inn í þjóð- félagið eða til einstaklinga innan þess er rík tilhneiging til að eyða tekjunum jafnskjótt í einhvers konar neysluæði. Jafnframt er fjárfest í hlutum sem auka ekki líkur á enn frekari hagvexti síðar meir. Féð er ekki heldur notað í að byggja upp þroskandi menn- ingu. Spurningiii er hvort við getum nýtt þessar upplýsingar til að staldra við og íhuga hvar við erum stödd nú. Mér sýnist á öllu að okkur hafi sem betur fer tekist að sigla fram úr síðustu erfiðleik- um okkar, sem voru á tímabili svo miklir að allmargir þingmenn, og jafnvel núverandi og þáverandi forsætisráðherra ræddu um hvort við yrðum gjaldþrota sem þjóð og færum sömu leið og Færeyingar. Þessu höfum við komist fram úr, hagvöxtur er kominn á og batnandi tíð í vændum og það allt til aldamóta, samkvæmt for- sætisráðherra okka'r og fleiri aðil- um sem um þetta hafa fjallað. En Davíð segir okkur einnig í síð- ustu áramótaræðu sinni að við ættum að ganga hægt um gleð- innar dyr, því alþekkt sé að all- margir hafi tilhneigingu til að hlaupa af stað í neysluæði um leið og hagvöxturinn vex um fá- ein prósent í stað þess að nýta hann til að bæta heildarstöðu sína á heilbrigðan hátt. Og þetta virðist því miður hafa gerst nú þegar. Eflaust hafið þið heyrt í Birgi ísleifi Gunnarssyni seðlabankastjóra í fréttum ný- lega þar sem hann sagði einmitt að það hefði verið reynsla manna að oft væri erfiðara að stýra í góðæri en á samdráttartímum. Taldi hann að allmargir virtust hafa ofmetið hin jákvæðu efna- hagsáhrif álversins og eytt um- fram efni og því þyrfti að hækka millibankavexti til að sporna gegn of miklu útstreymi af gjald- eyri. Ef við hugsum þetta aðeins þá telur Þjóðhagsstofnun að stækkun álversins geti leitt til um 1% aukningar á hagvexti á þessu ári. Höfum í huga að þetta er ávinningur sem er ekki kominn enn. Síðan ef við berum saman fréttir frá Seðlabankanum yfir vöruskiptajöfnuð síðustu mánaða þá má sjá um 28% aukningu á bílainnflutningi og um 10% aukn- ingu á innflutningi á mat og drykkjarvöru. Ef við setjum þetta í samhengi við launaumslagið þá þýddi þetta að launþegi sem fengi fyrirheit um 1% launahækkun eftir um eitt ár myndi gera innkaup fyrir 28 sinnum meira en launahækk- unina sem hann væri ekki enn búinn að fá! Þetta er ekki mikið merki um vit. Það er nákvæmlega á þennan hátt sem við gætum tapað góðærinu úr höndunum á okkar, loksins þegar það er kom- ið að. nýju. Ég legg því eindregið til að við sem þjóð einbeitum okkur að því að nýta góðærið til að hlúa að vaxtarsprotunum í núverandi stöðu okkar og horfa bjartsýn fram á veginn til stöðugt betri tíma, fyrir okkur sjálf, börn okk- ar og lífið sjálft. Með því getum við lifað við þá von að Island verði æ betri staður að búa á. Megi svo vera. GUÐMUNDÚR RAFN GEIRDAL Smiðshöfða 10,112 R. i < 4 i i 4 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.