Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 39 IDAG BRIDS Umsjön Guömundur Páll Arnarson „Þú ert betri en enginn, makker. Minni spámenn hefðu látið mig leggjast til svefns með geim á hætt- unni á samviskunni." Þakk- læti vesturs var ósvikið. Hann hafði valið slæmt út- spil, sem hefði dugað sagn- hafa til vinnings á móti flestum varnarspilurum. Suður gefur; allir á hættu. Norður ? D72 V DG973 ? D95 ? K6 Vestur ? K9643 V 52 ? Á1083 ? 102 Austur ? 105 ? 4 ? K762 ? ÁG9853 Suður ? ÁG8 V ÁK1086 ? G4 ? D74 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Spaðaþristur. Suður drap tíu austurs með spaðagosanum heima og tók tvisvar tromp. Spil- aði svo tígli úr borði. Áætl- un sagnhafa var einföld. Hann ætlaði að reyna að byggja upp slag á tígul til að sjá fyrir einum spaða heima. Þessi ráðagerð heppnast ef austur lætur lítinn tígul. Vestur verður að taka tígul- gosann með kóng og gerir best í þvi' að spila lauftíu. En sagnhafi hefur öll völd. Ef austur tekur strax á laufásinn, fríast tveir slagir á lauf og þá má henda spaða úr borði niður í lauf- drottningu. Suður fær því slaginn á laufdrottningu og spilar tígli á níuna. Sama niðurstaða. En austur fann einu vörnina og uppskar þakk- læti og aðdáun félaga síns. Hann stakk upp tígulkóng og spilaði spaða. Vörnin var þá skrefi á undan á sagn- hafa. Pennavinir SEX ára sænskur piltur sem á heima skammt frá Helsingjaborg, hefur mik- inn áhuga á frímerkjum: Linus Bárström, Vastlyckegatan 11, 260 35 Ödákra, Sweden. LEIÐRETT Niðurfelling gjalda RANGAR tölur birtust í sérblaði Morgunblaðsins um fjármál fjölskyldunn- ar síðastliðinn sunnudag í korti lækkun fasteigna- skatts hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum í Reykjavík fyrir árið 1996. Réttar viðmiðunartölur eru eftir- farandi: • 100% lækkun fá ein- staklingar með tekjur allt að 640 þús. kr. og hjón með tekjur allt að 900 þús. kr. 80% lækkun fá ein- staklingar með tekjur frá 640-710 þús. kr. og hjón með tekjur frá 900-985 þús. kr. 50% lækkun fá ein- staklingar með tekjur frá 710-800 þús. kr. og hjón með tekjur á bilinu 985- 1.120 þúsund krónur á ári. Arnað heilla Ljósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. 'desember sl. í Grindavíkurkirkju af srí Jónu Kristínu Þorvaldsdótt- ur Marta Ríkey Hjörleifs- dóttir og Bragi Jónsson. Heimili þeirra er á Ásvöll- um 10B, Grindavík. Ljósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Anna Dóra Steingrímsdóttir og Magnús Ingvarsson. Heimili þeirra er í 0vre Torglate 9, 3050 Mjon- daien, Noregi. Ljósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. nóvember sl. í Útskálakirkju af sr. Kristni Ágústi Friðfinnssyni Signý Hermannsdóttir og Guð- jón Hjörtur Arngrímsson. Heimili þeirra er á Skaga- braut 25, Garði. Ljósm. Nýmynd, Keflavik BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. desember sl, í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Jónína Birgisdóttir og Skarphéð- inn Njálsson. Heimili þeirra er á Faxabraut 17,' Keflavík. COSPER STJÖRNUSPA ER ÞETTA rindillinn sem þú þorir ekki að biðja um launahækkun! HOGNIHREKKVISI ^PIZZA." VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur áhuga á mannúðar- málum og umbótum í samfélaginu. Hrútur (21.mars- 19. apríl) ffm^ Það eru gerðar miklar kröfur til þín í vinnunni, og þú þarft að leggja þig fram, því ráða- menn fylgjast með gerðum þínum. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Ef þér mislíkar eitthvað í fari ástvinar, ættuð þið að ræða málið í einlægni til að finna lausn áður en upp úr sýður. Tvíburar (21.maí-20.júní) íöfc Ágengni vinar getur komið þér í vont skap, en þú ættir ekki að láta það bitna á fjöl- skyldunni. Reyndu að slaka á í kvöld. Krabbi (21.júm-22.júlí) Hft§ Agreiningur kemur upp í vinnunni, sem þú ættir ekki að skipta þér af í bili. Seinna getur þú tekið að þér að miðla málum. Ljón (23.JÚH-22. ágúst) <f( Gættu þess að lesa vel smáa letrið áður en þú undirritar samning. Þótt allir séu á einu máli, getur ágreiningur kom- ið upp síðar. Meyja (23. ágúst - 22. september) <&£ Þér berst freistandi tilboð um starf, sem að hluta má vinna heima. Ræddu málið við fjölskylduna, og hlustaðu á góð ráð vinar. VÖg (23. sept. - 22. október) ]$$ Ferðalangar þurfa að sýna aðgát í fjármálum. Sumir gætu lent í því að týna veski eða að eyða of mikiu í inn- kaupin. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) <"$§ Þú ert að styrkja stöðu þína í vinnunni, og starfsfélagi kemur þér ánægjulega á óvart í kvöld. Sinntu skyldu- störfunum heima. Bogmaóur (22. nóv. -21.desember) ^O Hugmyndir þínar varðandi vinnuna eru góðar, en nú er ekki rátti tíminn til að koma þeim í framkvæmd. Vinur gefur góð réð. Steingeit (22.des. -'19.janúár) fl%) Þér hefur gengið vel að koma fjármálunum í rétt horf, og hefur nú peninga aflögu. I stað þess að eyða, ættir þú að fjárfesta. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) $7^ Það er ólíkt þér að vera með ástæðulausa afbrýðisemi í garð ástvinar, og þú ættir að hugsa málið. Þú réttir vini hjálparthönd. Fiskar (19. febrúar-20. rnars) -^ot- Stirðlyndur starfsfélagi gerir þér lifið leitt, en þú ættir ekki að hafa nein samskipti við hann. Þetta kemur hon- um í koll. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. Hvad mundir þú Kafa í matinn eftir að hafa unnið rúmlega 40 miiljóni í Víkingalottóinu? umrrm Til mikils að vinna! Alla midvikudagafyrirkl 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.