Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Éignaðist dreng í sjúkrabíl í fyrrinótt Morgunblaðið/Ásdís KRISTÍN Magnúsdóttir, amma Gógó, dáist að drengnum í fangi mömmu sinnar. Silja Brá, 6 ára, situr í fangi Kristínar Óskar, sem líka fæddist í sjúkrabíl, og lengst til hægri er Lísa Rún, 10 ára. Gullmyndarlegur og heilbrigður „ÉG ER svo hamingjusöm að eiga fjögur heilbrigð og góð börn. Hann er svo gullmyndarlegur og heilbrigður," segir Linda Björk Hlynsdóttir um dætur sínar þrjár og nýfæddan son. Drengnum lá svo á að komast í heiminn að hann fæddist í sjúkrabíl í fyrri- nótt. Kristín Magnúsdóttir, móðir Lindu Bjarkar átti einnig barn í sjúkrabíl fyrir 29 árum. Linda Björk segist hafa gert áætlun til að styðjast við ef barn- ið fæddist áður en eiginmaður hennar, Guðlaugur Heimir Páls- son, kæmi til landsins en hann er væntanlegur á föstudag. Hann er pípulagningamaður og vinnur á Kamtsjatka. „ Við ákváðum því að mamma myndi aðstoða mig," segir Linda Björk. „Ég vaknaði með hríðir um fimm og fór fram úr um hálf sex. Þegar hríðirnar ætluðu ekki að hætta hringdi ég í mömmu korter í sex. Hún sá hvað verða vildi, vakti elstu stelp- una mína, 10 ára, og hringdi svo á sjúkrabíl." Fjöiskyldan býr í Smára- hvammi í Hafnarfirði og sjúkra- bíll frá slökkviliði Hafnarfjarðar sótti mæðgurnar. „Um leið og ég fór á börurnar var eins og barnið væri bara að koma. Ég fylgdist því ekki alveg með hvað var að gerast en ég held að við höfum tekið Emil Sigurðsson lækni upp í við Sólvang. Strákurinn kom svo í heiminn í Garðabænum við Silfurtúnið, eiginlega í þriðju hríð, kl. 6.38," segir Linda Björk. Sonur hennar var 3.445 gr eða tæpar 14 merkur og 51 sentímetri við fæðinguna. Sjúkraflutningamenn í ferðinni voru Kristján Þórðarson og Magnús J. Kristóf ersson. Kristín, móðir Lindu Bjarkar, skildi á milli. „Hún átti sjálf syst- ur mína í sjúkrabíl árið 1967. Þá var pabbi í sjúkrabílnum en fékk ekki að skilja á milli." Linda Björk segist hafa sagt manninum sínum frá fyrirvara- verkjum á föstudag og laugardag þegar hún hringdi í hann aðfara- nótt sunnudags. „Hann sagðist ætla að hringja eftir tvo daga og þegar hann hringdi í morgun [þriðjudagsmorgun], sem er kvöid hjá honum, fékk hann símanúmerið á spítalanum heima og hringdi í mig hingað. Við grét- um í símann. Hann er mjög lukku- legur," sagði Linda Björk. Borgarráð samþykkir að selja ASI Asmundarsal BORGARRAÐ Reykjavíkur sam- þykkti samhljóða í gær að selja Alþýðusambandi íslands Ásmund- arsal við Freyjugötu. Söluverðið er sama og borgin keypti húsið fyrir, 19,2 milljónir króna. Húsið stendur autt og hví ætti afhending að geta orðið fljótlega, að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns borgar- ráðs. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði að samkomulag um kaupin verði lagt fyrir miðstjórnarfund ASÍ eftir rétta viku. Verði það sam- þykkt er hugmyndin að flytja Lista- safn ASÍ í Asmundarsal. Núverandi húsnæði safnsins við Grensásveg sé ekki nógu hentugt fyrir starf- semina og þörf fyrir það til nota fyrir Tómstundaskólann. Benedikt sagði Listasafn ASÍ standa fyrir vinnustaðasýningum og væru um 40 slíkar í gangi nú vítt og breitt um landið. Málverka- geymsla og aðstaða til pökkunar málverka sé nú á 3. hæð ÁSI-húss-. ins. I Ásmundarsal fengist betri aðstaða fyrir málverkageymsluna og aðgengilegri auk þess sem þar væri þekktur sýningarsalur. Einnig sé þar pláss fyrir skrifstofu lista- safnsins. „Húsið hentar ákaflega vel, auk þess sem við væntum þess að geta útvíkkað starfsemina," sagði Bene- dikt. Hann sagði uppi hugmyndir um listkynningar fyrir böm og unglinga, sem bæði Reykjavíkur- borg og ASÍ hefðu mikinn áhuga á. Alfum kennt um bilanir í tveimur ýtum í Leirdal TVÆR ýtur, sem notaðar hafa ver- ið til þess að ryðja moid upp að hól í Leirdal í Kópavogi, hafa þráfald- lega bilað þegar þær nálgast hólinn. Kenna menn álfum um bilanirnar en sögur eru um mikla álfabyggð einmitt í þessum hól. Jón Ingi Ragn- arsson, verkstjóri hjá Kópavogsbæ, segir að síðastliðin átta ár hafí ver- ið unnið að því að fylla upp í dal- inn. Þessa dagana sé verið að fylla upp með mold í Leirdahnn sem verð- ur tekinn í notkun sem kirkjugarður fyrir Kópavogsbúa árið 2001. Þegar komið er inn í Leirdal blas- ir við Búddalíkneski uppi á einum hólnum. Skáhallt fyrir neðan líkn- eskið er álfahóllinn sem nú er verið að ryðja mold að. Jón Ingi segir að notaðar séu tvær misstórar ýtur við verkið. Þær hafa bilað oft sinnis þegar Hjörtur Hjartarson ýtumaður ryður nálægt hólnum. Bilanirnar eru smávægilegar og þykja nokkuð und- arlegar. Yfirleitt fer eitthvað úr sambandi eða rör fara í sundur. Minni ýtan, sem er nýuppgerð, hef- ur verið á svæðinu við þetta verk- efni í mörg ár og bilaði þá aldrei. Síðustu daga hefur hún bilað þrisv- ar sinnum og alltaf þegar hún er nærri hólnum. Stærri ýtan hefur bilað tvisvar sinnum þegar hún hef- ur nálgast hólinn. „Ýtumaðurinn er ekki mjög spenntur fyrir því að ýta mikið að hólnum og við ætlum að færa hann til á annað svæði. Hann hafði sjálf- ur orð á því að ef hann hyrfi ein- hvern daginn þá vissu menn hvar hann væri að finna. Dæmi væru um að menn hefðu horfið inn í álfhóla." Mikil álfabyggð er í Kópavogi og dregur ein gatan þar í bæ, Álfhóls- vegur, nafn sitt af álfum. Aldrei hefur verið hróflað við borgunum svokölluðu, klöppum þar sem Kópa- vogskirkja stendur. Jón Ingi segir að gömul kona hafí séð rnikla flutn- inga álfa frá hóinum síðastiiðið haust og taldi hún að einhverjir hafi orðið eftir sem nú séu að verja híbýli sín. „Við ætlum að vita hvort við get- um ekki náð sáttum við álfana með því að færa okkur um set um tíma. Ég hallast helst að því að þarna sé eitthvað sem við getum ekki út- skýrt," sagði Jón Ingi. Þingmenn ræða réttindi og skyldur fjölmiðlamanna við heimildarmenn sína ALÞINGISMENN ræddu í gær hvort nauðsynlegt væri að tryggja betur með lögum aðstöðu blaða- manna og annarra fjölmiðlamanna við starfa sinn, þar á meðal rétt fjóimiðlamanna til að verja nafn- leynd heimildarmanna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka, sagði það vera eðli fjölmiðlastarfa að afla upplýsinga, afhjúpa spillingu og veita ríkisvaldinu aðhald. Skerðing á rétti fjölmiðlamanna til upplýs- ingaöflunar gerði þeim ókleyft að sinna því hlutverki. Ásta Ragnheiður sagði að þessi réttur blaðamanna væri mun betur tryggður í nágrannalöndunum en hér á landi og mikilvægt væri fyrir lýðræðið og frjálsa fjölmiðlun að fjölmiðlamenn hér nytu sambæri- legrar verndar og blaðamenn í ná- grannalöndunum. Réttur blaðamanna eða almennings Hún vitnaði m.a. í grein eftir Ólaf Jóhannesson prófessor sem hann ritaði 1969 um prentfrelsi og nafnleynd. Þar sagði Ólafur að lög- gjafinn ætti að viðurkenna skýrt og ótvírætt nafnleyndarrétt blaða- manna. Sá réttur eigi ekki aðeins að ná til blaðamanna sjálfra, heldur einnig til heimildarmanna blaða- manna sem gefa þeim munnlegar upplýsingar. Ekki ætti að gera aðr- ar undantekningar frá þessum rétti Nafnl á að vera tryggður en almannahagsmunir krefðust og ekki ætti aðeins að vera um rétt að ræða heldur skyldu. Tilefni umræðunnar í gær var þingsályktunartillaga sem Ásta Ragnheiður og fjórir aðrir þing- menn hafa lagt fram um að nefnd endurskoði gildandi löggjöf um vemd trúnaðarsambands fjölmiðla- manna og heimildarmanna. Þar verði métið hvort þörf sé á frekari löggjöf sem tryggi aðstöðu blaða- manna og annars fjölmiðlafólks við starfa sinn, svo sem vernd gagna og vernd starfsstöðvar þeirra o.fl. gegn rannsóknaraðgerð yfirvalda. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalagsins, sagð- ist vera mótfallinn orðalagi tillög- unnar þar sem lögð væri áhersla á að tryggja rétt blaðamanns og að verja nafnleynd heimildar- manna. Þingmenn hlytu að reyna að setja löggjöfina fram þannig að tryggt væri eftir föngum að upp- lýsingar kæmust eftir löglegum leiðum út, hvorí heldur væri til fjöl- miðla eða annarra aðila. Ekki væri hægt að hvetja löggjafann til að setja lög til að verja lögbrot en oft og tíðum væri það lögbrot að koma upplýsingum til fjölmiðla, t.d. úr bankakerfinu. Kristinn sagði eðlilegra að hafa löggjöfina með þeim hætti, að við ákveðnar aðstæður, ef almanna- hagsmunir krefðust þess, hefðu menn heimild til að koma upplýsing- um á framfæri og gætu við þær aðstæður notið nafnleyndar. Spennandi mál Kristín Ástgeirsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, sagði að um væri að ræða spennandi og þarft mál sem fjallaði um grundvallaratriði f blaðamennsku. Hún sagði að ýmislegt annað væri vert að athuga í þessu sam- hengi og velti því fyrir sér hvort .ástæða væri til að setja sjálfstæða löggjöf um fjölmiðla, m.a. til að skilgreina hlutverk þeirra og vernda 'rétt. Kristín benti m.a. á nauðsyn þess að setja lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda og tóku fleiri þingmenn tóku undir það. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sagði að það vera nauðsynlegan rétt fjöl- miðlamanna að þeir njóti mjög víð- tæks og almenns réttar varðandi trúnað við heimildarmenn sína. Guðmundur Ámi sagði einnig að þessi þáttur málsins væri aðeins einn af mörgum sem sneru að sam- skiptum fjölmiðla og opinberr,a aðila og samskiptum fjölmiðla og al- mennings og nefndi í því sambandi fréttaflutning af harmrænum at- burðum þar sem fjölmiðlar hefðu farið yfir strikið. Þá væri ábyrgð fjölmiðla mikil undir þeim kringumstæðum að stuðst væri við upplýsingar ónafn- greindra heimildarmanna. Bæði þyrftu fjölmiðlarnir að svara fyrir þær upplýsingar og lesa úr því hvað satt væri og rétt, því dæmi væru um að ónafngreindir heimildarmenn reyndu að koma á framfæri upplýs- ingum sem væru ekki sannleikanum samkvæmar. Nýlegt tilefni í þingsályktunartillögunni er Iagt til að 53. grein laga um meðferð opinberra mála verði skoðuð sér- staklega. I lagagreininni er fjallað um vitnaskyldu fjölmiðlamanna og viðurkenndar starfsskyldur fjöl- miðlamanna um trúnað við heimild- armenn. Jafnframt er kveðið á um undantekningar, svo sem þá að fjölmiðlamanni sé skyltað bera vitni vegna brots gegn þagnarskyldu í opinberu starfi, enda sé vitnisburð- ur nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins og ríkir hagsmunir í húfi. Tilefni tillögunnar var að Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgun- blaðsins, var í desember sl. kölluð til að bera vitni hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í máli sem spannst út frá skrifum um endalok Sam- ,bands íslenskra samvinnufélaga og uppgjöri á skuldbindingum þess við Landsbankann. Agnes neitaði að gefa upp nafn á heimildarmanni sínum en RLR krafðist þess þá að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um vitna- skylduna. Héraðsdómur útskurðaði að Agnesi væri skylt að bera vitni en Hæstiréttur komst að gagn- stæðri niðurstöðu og taldi að ekki hefði verið sýnt nægilega fram á hagsmuni rannsóknaraðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.