Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 48
&*4ÍF?***, -kjarniniálsim! rogtmfrlafrife ^mibvilíu^ - kjarni málsins! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Jóhannes Ivar fékk á sig hnút Flateyri. Morgunblaðið. LÍNUBÁTURINN Jóhannes ívar frá Flateyri fékk á sig hnút þegar skipverjar voru að draga línuna 35 sjómílur utan við Kóp síðdegis í gær. Skipið kom til Flateyrar í gærkvöldi. Bjarni Harðarson skipstjóri segir að haugasjór, norðaustan 10 vindstig hafi verið á miðun- um þegar línan var dregin. Varð að skilja eftir 25 bala eft- ir að hnúturinn reið yfir. „Ég stóð í lúgunni þegar hnútur kom á bátinn svo hann fór á hliðina," segir Erlendur Ingólfsson hásetL Hann segist hafa reynt að halda sér í en svo virðíst sem hann hafi slegist einhvers staðar utan í því hann hafi ekki vitað af sér fyrr en skipsfélagarnir voru að stumra yfir honum nokkru síðar. Farið var með Erlend til skoðunar á heilsugæslustöðina á Flateyri. Norðmenn og Rússar semja um síldarkvóta í Murmansk Sjávarútvegsráðherra segir Norðmenn stuðla að ofveiði NORÐMENN og Rússar komust að samkomulagi um síldarkvóta á fundi í Murmansk í gær. Rússar munu fá að veiða 150 þúsund tonn af norsk- íslenska síldarstofninum 1996, 120 þúsund tonn í norskri efnahagslögsögu og 30 þúsund tonn í sinni eigin, að því er norska fréttastofan NTB hafði eftir Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs. Halldór Ásgrímsson utanrikisráð- herra sagði að Norðmenn hefðu gefíð meira eftir í þessu samkomulagi, en þeir hefðu viljað, til að „halda eðlilegum samskiptum við Rússa". Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að þessi staða leiddi til umframveiði „sem er mjög óskyn- samleg og algerlega á ábyrgð Norðmanna". 1,2 milljóna tonna heildarkvóti Samkvæmt samkomulaginu munu Rússar og Norðmenn veiða 875 þúsund tonn af norsk- íslenska síldarstofninum 1996. Færeyingar og ís- lendingar gerðu kröfu um 330 þús. tonna kvóta þegar þjóðirnar fjórar ræddust við í Moskvu í janú- ar. Þar af fengju Færeyingar 85 þús. tonn og íslendingar 245 þús. tonn. Samanlagt væri því um að ræða 1,2 millj. tonna eða 200 þús. tonnum meiri heildarkvóta, en gert hefði verið ráð fyrir. Rússar höfðu krafist 200 þúsund tonna kvóta í viðræðum landanna fjögurra. Þeir veiddu 100 þús. tonn á síðasta ári og hefur kvóti þeirra því aukist um 50%. Olsen lýsti þessu sem hóflegu magni í gær, að minnsta kosti í samanburði við kröfur fslendinga og Færeyinga. „Það eru allir sammála um að skynsamlegasta nýtingin felist í milljón lesta veiði ef við ætlum að hafa hámarksafrakstur af stofninum til lengri tíma," segir Þorsteinn Pálsson. „Frá sjónarmiði okkar íslendinga skiptir það mjög miklu máli því að eini möguleikinn til að síldin taki upp gamlar gönguleiðir og komi á íslandsmið að einhverju marki er sú að stofninn stækki. Norðmenn virð- ast greinilega ætla að kotna í veg fyrir þetta með einhliða kvótaúthlutun." Þorsteinn sagði að Rússar hefðu reynt að miðla málum í síldarviðræðunum í Moskvu og stungið upp á því að öll ríkin lækkuðu kröfu sína hlut- fallslegaþannig að veiði færi niður fyrir milljón tonn. „Spark" í Færeyinga og íslendinga? NTB heldur því fram að samkomulagið sé „án efa spark" í Færeyinga og íslendinga, sem hafi haldið því fram að Rússar væru á sínu bandi í viðræðunum og Norðmenn væru á góðri leið með að einangrast. „Við höfum ekki haldið því fram að, Rússar væru andstæðingar Norðmanna," sagði Halldór Ásgrímsson. „Sannleikurinn er sá að Norðmenn hafa verið með mikinn yfírgang í þessu síldarmáli í langan tíma og ekki viljáð virða rétt Islendinga. Þeir hafa neitað viðræðum í áratugi, þótt.við höf- um farið þess á leit hvert einasta ár. Það þarf engum að koma á óvart að þeir leggi ofurkapp á að halda eðlilegum samskiptum við Rússa, sem þeir hafa haft í mjög langan tíma, án þess að hafa neitt samráð um það mál hvorki við Islend- inga né Færeyinga," sagði Halldór. ;' .* '-'¦ !§?É • Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FIMM af skipverjunum sex sem voru um borð í Kofra er eldur kom upp í skipinu aðfaranótt mánudags. F.v. Þröstur Ólafsson vélslgóri, Pálmi Halldórsson bátsmaður, Jónas Jónbjörnsson matsveinn, Eyþór Scott stýrimaður og Jón M. Egilsson skipsfjóri. Gylfi Þórðarson yfirvélstjóri var farinn til síns heima. Kofri er talinn ónýtur ísafirði. Morgunblaðið. TOGARINN Bessi frá Súðavík kom með rækjuskipið Kofra í togi til ísa- fjarðar um.kl. 9.30 í gærmorgun, rúmum tveimur sólarhringum eftir að kviknaði i síðarnefnda skipinu er það var að veiðum um 100 sjómílur út af Skaga. Vegna veðurs gekk erfiðlega að koma Kofra til ísafjarðar en dráttar- taugin á milli skipanna slitnaði a.m.k. tvisvar. Logn var á ísafirði þegar skipin komu inn á Pollinn og lagði brunalykt frá Kofranum upp að bryggju. Rannsóknarlögreglumenn ásamt fulltrúa frá rannsóknarnefnd sjóslysa voru á Isafírði við komu skipanna og hófst rannsókn á upp- tókum eldsins um leið og Kofra hafði verið lagt að bryggju. Niðurstaða þeirrar rannsóknar Iá ekki fyrir í gærkvöldi en samkvæmt upplýsing- um blaðsins er skipið talið ónýtt. ¦ Bessinn lengi/6 Komum til heilsugæslulækna fækkaði umll%frá 1990 til 1994 Hlutur sérfræði- lækna stækkar Akureyrarbær selur öll hlutabréf sín ÖLL seljanleg hlutabréf í eigu FYamkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar verða seld á þessu ári samkvæmt —~ákvörðun bæjarstjórnar í gær. Stærsta hlutabréfaeign Akureyrar- bæjar er í Útgerðarfélagi Akur- eyringa, að nafnvirði tæpar 410 milljónir króna. Að sögn Gylfa Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra markaðsmála og forstöðumanns Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á Akureyri, voru engin ákvæði í samkomulagi SH og Akureyrarbæj- ar sem lögð.u kvöð á bæjarstjórnina um hvernig sölu hlutabréfa í ÚA yrði háttað. SH hefur því enga tryggingu fyrir viðskiptum við UA eftir að hlutabréfin verða seld. Að sögn Gylfa lá í anda samkomulags- ins að þegar og ef bréfin yrðu seld færu þau á opinn hlutabréfamark- að. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn lýstu harðri andstöðu við sölu hlutabréfa í ÚA í einu lagi á árinu. Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram bókun um að áfram yrðu hlutabréf bæjarins í atvinnufyrir- 'tækjum seld á árinu en áætlað sölu- verð væri um 1.450 milljónir króna. Eftir töluverðar umræður og fund- arhlé, þar sem menn báru saman bækur sínar, var samþykkt að selja öll seljanleg hlutabréf bæjarins en miða ekki við ákveðnar fjárhæðir heldur gengi þeirra bréfa sem skráð er á Verðbréfaþingi í febrúarbyrjun. ¦ ÖIl setfanleg hlutabréf/12 KOMUM sjúklinga til heilsugæslu- og heimilislækna utan læknavaktar fækkaði um tæp 11% frá árinu 1991 til ársins 1994. Komum sjúklinga til sérfræðilækna fækkaði einnig á þessum árum um tæp 3%. Á milli áranna 1993-94 fjölgaði komum til sérfræðinga hins vegar um 6%, en komum til heilsugæslulækna fækk- aði um 0,6%. Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagði þessar tölur sýna glögglega að stjórnvöld fylgdu í reynd ekki þeirri stefnu að sjúklingar ættu fyrst að leita til heim- ilislæknis áður en þeir leituðu til sér- fræðings. Mikil fjölgun sérfræðinga á meðan fjöldi heimilislækna væri óbreyttur leiddi eðlilega til þess að sérfræðingar fengju fleiri sjúklinga á kostnað heilsugæslunnar. Sérfræðingum með samning við Tryggingastofnun ríkisins fjölgaði úr 120 árið 1976 í 395 í fyrra. Fjöldi þeirra hefur rúmlega þrefaldast á 20 árum. Tölur um fjölda heimilis- lækna eru ekki tiltækar nema fimm ár aftur í tímann, en á þeim tíma hefur hann verið óbreyttur eða 150. Þessi fjölgun sérfræðinga þýðir að þeir vinna stöðugt fleiri læknisverk. Komur sjúklinga til sérfræðinga voru rúmlega 397 þúsund árið 1994, en 375 þúsund árið 1993. Komum til heilsugæslulækna fækkaði hins vegar milli þessára sömu ára úr rúm- lega 509 þúsund í rúmlega 506 þús- und. Athyglisvert er að á árunum 1991-93 fækkaði komum til heilsu- gæslulækna um 10% og komum til sérfræðinga sömuleiðis um 8%. Lík- legasta skýringin á þessu er hækkun á komugjöldum til heimilislækna og sérfræðinga árið 1992. Rúmlega 19% lækna hér á landi eru heimilislæknar og hefur þetta hlutfaíl lækkað um rúmlega 3% frá 1990. Katrín sagði að víða erlendis væri þetta hlutfall 40-60%. Komur til heilsugæsíu- og heimilislækna svo og sérfræðinga 1990-95 .„„ ^; , Til heilsugæslu- 600þus.komur .......•¦: ¦-?••: ¦ 567.059 oghejmiiislækna UpP!ýS'?ogsT^V / 506.521 vantar1990 \S—----------------_. 500—---------:SMH»fc r-Til sérfræðinga Grunnlaun heilsugæslulækna 86 þúsund á mánuði Mikil óánægja er meðal heilsu- gæslulækna með launakjör og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins á hún stóran þátt í þeirri miklu samstöðu sem heilsugæslulæknar hafa bundist um að segja upp störf- um. Frá árinu 1982 hafa grunnlaun heilsugæslulækna 6,5 faldast. Föst laun almennra hjúkrunarfræðinga hafa á sama tíma 12 faldast og föst laun presta hafa tæplega 14 fald- ast. Föst mánaðarlaun almennra hjúkrunarfræðinga eru á bilinu 82-125 þúsund á mánuði. Grunnlaun heilsugæslulækna eru hins vegar rúmlega 86 þúsund á mánuði. Lækn- ar hafa til viðbótar tekjur af vöktun og unnum læknisverkum. Heildar- tekjur þeirra eru breytilegar en al- mennt eru heilugæslulæknar með hærri heildartekjur en hjúkrunar- fræðingar og prestar. ¦ Uppsagnirnar tengjast/24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.