Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 25
Hr. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR7.FEBRÚAR1996 25 LÆKNA Brir læknar álfstætt arfandi heimilis- 3knar 1990-94 silsugæslu- 3knar 1990-94 araf öldi starfandi éríræðinga leð samning við ryggingastofnun íkisins Föst laun ýmissa ríkisstarfsmanna í mars 1982 og.í janúar 1996 Mars Janúar '¦ 1982 1996 Sóknarprestar SiBI sóknarprestur, lægsti kr. 10.766 kr. 157.989 sóknarprestur, hæsti Verkfræðingar almennur, lægsti almennur, hæsti Hjúkrunarfræðingar almennur, hæsti deildarstjóri, hæsti Heilsugæsiulæknar H2-stöð, lægsti H2-stöð, hæsti 12.972 178.266 12.919 15.586 10.401 11.175 11.089 13.361 125.815 161.540 125.399 157.959 69.874 86.721 .c t CQ x14,7 x13,7 x9,7 x10,4 x12,1 x14,1 x6,3 x6,5 r tengjast ttu lækna sagði það sína skoðun að uppsagnir væru nokkuð harkaleg viðbrögð til að koma óánægjunni til skila. Réttara hefði verið að kanna hvort hægt væri með umræðum innan Læknafélagsins að fínna leiðir til að leysa þennan ágreining. Hann sagði að mjög lítil umræða hefði farið fram um þetta innan félagsins. Málið hefði borið á góma í hreinskilnislegum umræðum á síðasta aðalfundi Læknafélagsins og í framhaldi af því hefði verið skipuð nefnd til að ræða skipulagsmál lækna. Sú nefnd hefði verið að koma til síns fyrsta fundar nánast á sama tíma og heilsugæslulæknar hefðu tilkynnt uppsagnir sínar. Sigurður sagðist telja eins og Ólaf- ur að besta lausnin í málinu væri að auka frelsi og innleiða samkeppni milli lækna. Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands, sagði að ein- stakir hópar innan Læknafélagsins væru sjálfstæðir og þess vegna myndu heilsugæslulæknar hafa alla forystu um að leita lausna í þessu máli. Ef viðræður við stjórnvöld myndu hins vegar þróast á þann veg að til alvar- legs ágreinings kæmi um verkaskipt- inguna yrði Læknafélagið og einstakir hópar innan þess, að koma að málinu. Sverrir sagði að Læknafélagið styddi heilugæslulækna í baráttu þeirra. „Það hlýtur að koma inn í þessa umræðu hvernig uppbyggingu heilsugæslunnar yerður háttað þannig að hún verði hugsanlega hagkvæmari en hún er í dag, en skili þó sama ár- angri. Þá á ég við hvort rétt sé að hafa frjálsara kerfi með aðgengi fyrir sérfræðinga í heimilislækningum þó að þeir væru ekki í föstum störfum hjá ríkinu." Sverrir sagði að stefna Læknafé- lagsins væri sú að sjúklingur ætti að hafa heimild til að leita til þess lækn- is sem hann kysi helst. Ályktun þessa efnis hefði verið samþykkt á síðasta aðalfundi félagsins. Tilvísanadeilan skildi eftir sár Eins og flestum er í fersku minni gerði fyrrverandi heilbrigð- ------------- isráðherra, Sighvatur Björgvinsson, tilraun til að koma á tilvísanakerfi. Um þetta mál urðu gífurlega hörð átök, ekki aðeins í sölum Alþingis heldur ekki ? síður innan Læknafélagsins. Ollum sem Morgunblaðið hefur rætt við um þetta mál ber saman um að sár sem orsökuðust vegna tilvísanadeilunnar séu hvergi nærri gróin og sumir telja \ að deilan eigi þátt i uppsögnum heilsu- gæslulækna. Einn heimildarmaður úr læknastélt orðaði þetta svona: „Þessi harðvítuga tilvísanadeila á sinn þátt í uppsögnunum. Mörgum heilsugæslu- Lítið rætt um verkaskipt- ingu í Lækna- félaginu læknum finnst að þeir hafi beðið ósig- ur í málinu og eigi því harma að hefna." Sigurður Halldórsson, heilsugæslu- læknir á Kópaskeri, sagði að tilvísana- deilan hefði leitt til þess að heimilis- læknar fóru að íhuga hvert stefndi yarðandi þjónustu heimilislækninga á íslandi. Hún hefði þannig flýtt því að heimilislæknar hefðu ákveðið að spyrna við fótum. Ákvörðun barnalækna um að setja upp sérstaka vaktþjónustu í barna- lækningum í Domus Medica hleypti einnig illu blóði í marga heimilis- lækna, en þeir reka Læknavaktina. Heilsugæslulæknar telja að barna- læknar hafi með þessu verið að færa sig inn á þeirra verksvið. Sverrir sagði ljóst að veik börn væru mjög stór hluti þeirra sjúklinga sem komið hafa á Læknavaktina. Með því að setja á fót vakt barnalækna væri því verið að bregðast við ákveð- inni þörf. „Ég held að það geti verið erfitt að stöðva ákveðna þróun sem á sér stað í þéttbýlinu og getur orkað tvímælis hvort það er rétt." Heilsugæslulæknar óánægðir með kjörin Óánægja heilsugæslulækna með skipulag læknisþjónustu utan sjúkra- húsa er ekki eina ástæða uppsagn- anna. Kjaramálin eiga þarna einnig stóran þátt, en heilsugæslulæknar hafa verið án kjarasamnings í rúmlega eitt ár. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er kjaraþáttur málsins einn helsti hvatinn að uppsögnum heilsu- gæslulækna á landsbyggðinni. Þar brennur spurningin um verkaskipt- ingu ekki á læknum, enda eiga íbúar á landsbyggðinni ekki kost á að leita til sérfræðinga nema að ferðast um langan veg. Samkvæmt athugun sem BHMR hefur gert fyrir Félag íslenskra heimil- islækna þurfa grunnlaun heilsugæslu- lækna næstum að tvöfaldast til þess að þau verði í samræmi við laun hjúkr- unarfræðinga og presta eins og þau voru fyrir 14 árum. Grunnlaun heilsu- ------------ gæslulækna eru um 86 þús- und krónur á mánuði. Til viðbótar fá þeir greitt fyrir vaktir og unnin læknisverk. Vaktirnar og læknisverkin leiða til þess að heildarlaun lækna eru víðast hvar þokkaleg. Katrín sagði að grunnlaun lækna væru hlægilega lág. Heilsugæslu- læknar væru hins vegar ekki tilbúnir að fara út í kjaraviðræður við ríkið fyrr en stefna stjórnvalda í skipulagi læknisþjónustu utan sjúkrahúsa lægi fyrir og læknar sæju að við þá; stefnu yrði staðið. Norðmenn afla sér óvina á öllum vígstöðvum Gagnrýni á stjórn- völd fer vaxandi Gagnrýni á sjávarút- vegsstefnu norskra stjórnvalda fer vaxandi heima fyrir, en málsvar- ar hagsmuna í sjávarút- vegi skora á stjórnina að hvika hvergi. STAÐA Norðmanna gagnvart nágrönnum sínum hefur verið mjög til umræðu í norskum fjölmiðlum undanfarna daga. í gær birtist leiðari í Stavanger Aften- bladet þar sem norsk stjórnvöld voru gagnrýnd harkalega vegna framgöngu sinnar í sjávarútvegsmálum og sagt að það sé „sérstaklega skammarlegt að við skulum vera svo nánasarlegir gagnvart Færeyingnm og íslending- um". Aftenposten gerði afstöðu Norð- manna einnig að umfjöllunarefni í leið- ara undir fyrirsögninni „Erfiður ná- granni". „Gleymt að velja sér bandamenn" Dagblaðið Nordlys í Tromso gagn- rýndi norsku stjórnina fyrir að hafa komið sér í „óþægilegan ágreining" við íslendinga, Svía, Dani og fisk- veiðiþjóðir Evrópusambandsins og sagði að Norðmenn hefðu gleymt að velja sér bandamenn. . I leiðara Aftenposten í gær segir að Norðmenn sýni ekki mikla stjórn- kænsku um þessar mundir: „Á nokkr- um köldum vetrarvikum hafa Norð- menn unnið það afrek að efna til il- linda við öll sín nágrannaríki." í leiðaranum eru deilur Norð- manna við Svía og önnur nágranna- ríki rakin, þar á meðál við íslend- inga. „íslendingar eru að venju ós- ammála og norsk viðvórunarskot duga ekki einu sinni til að fá íslend- inga til að gera sér að góðu að Norð- menn ráði í Smugunni og Síldar- smugunni," segir í leiðaranum. Norska stjórnin er gagnrýnd fyrir að þar sé hver höndin upp á móti annarri. Hún hafi enga samhæfða stefnu til að meta og tryggja norska hagsmuni til lengri tíma. Náttúruverndarsamtök hafa einnig gengið í gagnrýnendakórinn. Nátt- úruverndarsamtök Noregs hafa skor- að á norsk stjórnvöld að gefa eftir i fiskveiðideilum við nágranna sína og lýst yfir áhyggjum vegna síldar- og þorskstofna í Barentshafi. Í frétt í dagblaðinu Aftenposten á laugardag sagði að baráttan um fisk- inn hefði stefnt samskiptum Norð- manna við sína helstu granna í hættu: „Aleinir og án vonar um stuðning eiga Norðmenn á hættu að ágreining- urinn verði að opnu fiskistríðiá mörg- um vígstöðvum." Leiðari Stavanger Aftenbíadet í gær ber fyrirsögnina „Akkeri okkar í vestri" og segir að burtséð frá því hvernig sjávarútvegsráðuneytið hyggist haga samningum sínum við umheiminn sé „sérstaklega skamm- arlegt að við skulum vera svo nánas- arlegir gagnvart Færeyingum og ls- lendingum". . „Nirfill Norðursjávarins" Sérstaklega er til þess tekið að hafi það verið kappsmál Norðmanna að vernda auðlindir hafsins „hefðum við átt að reyna að fá fram annan tón, byggðan á sáttfýsi og trúnaði við nágranna okkar, en hefur ein- kennt þrætur undanfarinna ára". Norðmenn séu að taka á sig mynd „nirfils Norðursjávarins": „Okkur tókst með örlítilli frekju og mikilli heppni að skilgreina stóran hluta Norðursjávarolíunnar sem norskan, Aæí Norge-ísianti Uenighet om siitSeítvoter, om Srraitíhavet og om torskelixket * i SmuttbuBot i Isteixi Smtttltmveí r//J /+. . AaAa Norge-Russlanci Uenighet om sttóekvoter fmtaymw Norjje-Færeyene Ueni#>8t om sildtekvoter WWW^ Norge-Sverfge Ueníghet om kvoter og om totl pá jo«fcruks- , ogftskeprodukter FfT á Horge-EU Uenighet om sUdetwoter, om Smutthavet, samt «m toSsatser DAGBLAÐIÐ Aftenposten birti þetta kort af Noregi og nágranna- löndúnum um helgina. Kortið sýnir ágreining Norðmanna við ná- granna sína, en er úrelt að því leyti að í gær sömdu Norðmenn og Rússar um síldarkvóta. þótt sögulega sé hún evrópsk auð- lind, að ekki sé talað um alls heims- ins. Og við birgjum okkur rækilega af fiskinum. Norðmenn eiga sér sjálfir langa sjávarútvegssögu. Við höfum sótt sfld til íslands, þorsk til Grænlands, hörpudisk frá Ameríku og hval til Suðurheimskautsins. Þetta ætti að skuldbinda okkur til að sýna ofurlítið örlæti í garð nágranna, sem nú er. verr fyrir komið en okkur." Menningarleg rök í leiðaranum er einnig gripið til menningarlegra raka þegar stefna norskra stjórnvalda er gagnrýnd. Norðmönnum sé ofarlega í huga að vernda menningu sína og tungu og sætti sig við það að þeir þurfi að vera reiðubúnir til að greiða fyrir „menningarlegar varnir" rétt eins og hernaðarlegar. „I þeirri baráttu eigum við ekki betri samherja en Færeyinga og ís- lendinga," segir leiðarahöfundur Sta- vanger Aftenbladet. „Þeir eru með- vitaðri um menningarstöðu sína og þjóðarvitund, en nokkrar aðrar evr- ópskar þjóðir." Segir að menningarstarfsemi á íslandi stuðli að varðveislu sögu Norðvestur-Noregs og fyrir það ættu Norðmenn að vera afar þakklátir: „Það væri vanhugsað af okkur að kipga fótunum undan Færeyingum og Islendingum, okkar haldgóðu ak- kerum í hafinu í vestri." Ábyrgðarleysi íslendinga í leiðara norska sjávarútvegsblaðs- ins Fiskeribladet í síðustu viku kveður við annan tón. Þar er fjallað um síldar- viðræðurnar í Moskvu og komist að þeirri niðurstöðu, að Norðmenn hafi haft rétt fyrir sér í öllum atriðum en Færeyingar, Rússar og sérstaklega íslendingar sýnt mikið ábyrgðarleysi. „Ekkert samkomulag náðist í Moskvu um síldina eða þorskinn í Smugunni og það ber að harma. Án skynsamlegrar nýtingar munu stofn- arnir hrynja fyrr eða síðar. Það er þess vegna óskiljanlegt, að íslending- ar, Færeyingar og Rússar skuli taka skammtíma hagsmuni fram yfir langtíma afrakstur. Ætla mætti, að þjóðir, sem eiga allt sitt undir fisk- veiðum, bæru virðingu fyrir skyn- samlegri nýtingu en því er ekki að heilsa. Þær koma með þær óskamm- feilnu kröfur, að Norðmenn, sem hafa byggt upp síldarstofninn 1 30 ár, afsali sér stórum hluta hans," sagði meðal annars í leiðaranum. „Norðmenn hafa allan rétt sín megin" Leiðarahöfundur segir, að Norð- menn hafi lítinn skilning á framferði af þessu tagi. Þegar Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra íslands, saki Norðmenn um þvergirðingshátt, þá sé það aðeins til marks um græðgi Islendinga og fyrirlitningu á skynsam- legri veiðistjórn. „Norðmenn hafa allan rétt sín meg- in með 725.000 tonna síldarkvóta enda er hann ákveðinn með tilliti til þess hvar sfldin heldur sig. ísland, Færeyjar og Rússland eiga hér engan rétt og þegar íslenska sjávarútvegsraðherrann skortir röksemdir grípur hann til yfir- lýsinga, sem eiga betur heima manna í milli á sjónum eða á bryggjunni en í alþjóðlegum samskiptum." I leiðaranum segir, að Islendingar séu nú í fararbroddi á alþjóðavett- vangi í ábyrgðarlausri nýtingu físk- stofna eins og komið hafi í ljós í við- ræðum um Smuguna og sfldina. Þeir séu nú orðnir ágætir fulltrúar fyrir stefnu Evrópusambandsríkjanna, sem hingað til hafi verið talin sú alversta. „Sú afstaða Norðmanna í viðræð- unum í Moskvu að gefa ekkert eftir af 725.000 tonna kvótanum var ekki bara rétt. Hún var einnig skynsamleg og sýnir, að Norðmenn virða og fara ávallt eftir vísindalegu mati á stofnun- um," sagði í leiðaranum í Fiskeribladet Audun Marák, framkvæmdastjóri sambands norskra bátaútgerðar- manna, lýsti yfir því á þriðjudag að Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra íslands, færi með „innantómar hótanir" þegar hann segði að íslensk- um höfnum yrði lokað fyrir norskum bátum á grálúðuveiðum. „I fyrsta lagi landa norsk skip ekki grálúðu á Islandi og í öðru lagi hefjast grálúðuveiðar ekki fyrr en í maí," sagði Marák í samtali við norsku fréttastofuna NTB. „Hótunin um að loka okkur úti á íslandi et innantóm með öllu. Ummæli [Þorr steins] sýna að hann veit ekki urr hvað hann er að tala." Ummæli Þorsteins Pálssonar í sjónvarpsviðtali um að hafnbann yrði sett á norska báta á grálúðuveiðum undan austurströnd Grænlands hafa vakið athygli í Noregi. Einnig var tekið eftir því að hann sakaði Norð- menn um að hafa reynt að koma upp á milli íslendinga og Færeyinga mec því að bjóða Færeyingum að veið: úr norsk-íslenska síldarstofninum a> vild í norskri lögsögu ef þeir lokuði færeyskri lögsögu fyrir íslendingum i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.