Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 13 LANDIÐ Huppa frá Ytri-Reistará afurðamesta kýrin í fyrra Morgunblaðið/Kristján Eyjafirði með Huppu, sem mjólk- KRISTJÁN Pétursson bóndi á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi aði allra kúa mest í fyrra. Kýr Viðars í Brakanda mjólkuðu mest KÝRIN Huppa frá Ytri-Reistará í Eyjafirði mjólkaði mest íslenskra kúa á síðasta ári eða 10.103 kíló. Eigandi Huppu er Kristján Péturs- son. Afurðahæsta kúabú landsins í fyrra var bú Viðars Þorsteinssonar, Brakanda í Skriðuhreppi, en meðal- nyt kúa hans var 6.550 kíló. Þó að Huppa hafi mjólkað mikið á síðasta ári náði hún þó ekki að slá Islandsmet Snúllu frá Efri- Brunná í Dalasýslu sem hún setti árið 1994, en það ár mjólkaði hún 12.153 kíló. Önnur afurðahæsta kýr landsins var Rúna, sem er í eigu Bjarkar Snorrasonar, Tóftum í Stokkseyrar: hreppi. Hún mjólkaði 9.643 kíló. I þriðja sæti var Volga með 9.365 kfló, en hún er í eigu Reynis Gunn- arssonar, bónda í Leirulækjarseli í Álftaneshrepp. Volga var einnig í þriðja sæti árið 1994. Branda Stur- laugs Eyjólfssonar og Birnu Lárus- dóttur frá Efri-Brunná í Dölum er í fjórða sæti með 9.362 kíló. Fimmta er Eik Viðars Þorsteinssonar í Brak- anda í Skriðuhrepp með 9.033. Spesía Reynis í Leirulækjarseli er í sjötta sæti með 8.980 kíló. Viðar í Brakanda á kúna í sjöunda sæti, en það er Gola, sem mjólkaði 8.805 kíló. Dreyra Barkar á Tóftum var í áttunda sæti með 8.793 kíló. Ninja Hjartar Hjartarssonar frá Stíflu í Vestur-Landeyjum var í níunda sæti með 8.779 kíló. I tíunda sæti er Hjalla Hannesar Oiafssonar frá Afkomakúa- bænda versnar JÓN VIÐAR Jónmundsson, naut- griparáðunautur hjá Bændasam- tökunum, segir að skýrslur um afurðir mjólkurkúa á síðasta ári gefi til kynna að afkoma kúa- bænda hafi versnað verulega á siðasta ári. Meðalnyt íslenskra kúa hafi minnkað milli ára, en kjarnfóðurgjöf hafi hins vegar stóraukist og hafi ekki verið meiri í fimm ár. Meðalnyt íslenskra mjólk- urkúa var 4.132 kíló í fyrra. Árið 1994 var meðalnytin aftur á móti 4.147 kíló. Jón Viðar sagði að meðalnytin hefði minnkað í fyrra þrátt fyrir að bændur hefðu aukið kjarnfóðurgjöf sína verulega. Hún var 498 kíló á kú árið 1994, en 563 kíló í fyrra. Hann sagði þetta þýða að bændur hefðu þurft að leggja í aukinn kostnað við að framleiða mjólk- ina. Að auki hefði verð á kjarn- f óðri verið að hækka. Jón Viðar sagði að próteininni- hald mjólkurinnar hefði lækkað úr 3,39% árið 1994í 3,36% í fyrra. Þar sem greiðsla fyrir mjolk væri tengd próteininnihaldi þýddi þetta að bændur hefðu f engið minna greitt fyrir mjólk- ina. Jón Viðar sagði að ástæðan fyrir minni afurðum í fyrra væru slæm hey á Suður- og Vesturlandi. Afurðir kúa í þess- um landshlutum hefðu lækkað í fyrra á meðan afurðir kúa á Norðurlandi hefðu aukist. Þar hefðu hey verið góð. Þingeyskar kýr bestar Kýr í S-Þingeyjarsýslu mjólk- uðu mest allra kúa á landinu á síðasta ári. Kýrnar í sýslunni mjólkuðu að meðaltali 4.419 kíló. Næstar koma kýr í V-Húnavatnssýslu og Eyjafirði. .lón Viðar sagðist ekki vita til þess að kýr í neinni sýslu hefðu áður náð að skila jafn miklum afurðum eins og þingeysku kýrnar. Austvaðsholti í Landsveit með 8.651 kíló. Dreki og Brandur góðir Dætur tveggja nauta koma sér- staklega vel út í ár, en það eru Dreki og Brandur. Dreki er faðir • Rúnu og Volgu sem urðu í öðru og þriðja sæti. Brandur er faðir Bröndu og Eikar sem urðu í fjórða og fimrnta sæti. Árið 1994 voru Sturlaugur og Birna frá Efri-Brunná með afurða- hæsta kúabúið á íslandi, en í fyrra' urðu þau í fimmta sæti. Viðar Þor- steinsson í Brakanda var með af- urðahæsta búið eða 6.550 kílóa meðalnyt. I öðru sæti er bú Jóns Eiríkssonar og Sigurbjargar Geirs- dóttur, Búrfelli í Ytri-Torfustaða- hreppi, með 6.465 kíló. Félagsbúið að Baldursheimi í Mývatnssveit er í þriðja sæti með 6.358 kíló. Gunn- ar Sigurðsson frá Stóru-Ökrum í Akrahreppi er fjórði með 6.273 kíló. Búið að Efri-Brunná er í fimmta sæti með 6.131 kíló. Ragnheiður Hjörleifsdóttir og Klemenz Hall- dórsson, "bændur á Dýrastöðum í Norðurárdal, voru í sjötta sæti með 5.877 kíló. Vilhjálmur Þórarinsson frá Litlu-Tungu II í Holtum yar í sjöunda sæti með 5.859 kíló. í átt- unda sæti var bú Kristjáns á Ytri- Reitará með 5.852 kíló. í níunda sæti var Óskar Kristinsson í: Dísu- koti í Djúpárhreppi með 5.851 kíló. Tíundi var Reynir í Leirulækjarseli með 5.795 kíló. Ég þakka ykkur, góðu vinir og skyldfólk, sem glöddu mig meÖ gjöfum, blómum og skeytum á 40 ára afmœlinu mínu 27. janúar í Mána- bergi. GuÖ geymi ykkur öll. Rósa Stefnisdóttir úr Laugardalnum. Við blöndum litinn... DU PONT bílalakk notað ai fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxaf'eni 12. Sími 553 8000 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SIGRÍÐUR Fanney, Steinrún Ótta, Rannveig, Oddný og Erla Dóra úr 7. bekk. Hippatískan í Nýung Egilsstöðum Félagsmiðstöðin Nýung á Egils- sf öðum starfar af krafti með unglingunum. Krakkar í 5.-7. bekk Egilsstaðaskóla héldu ný- lega diskótek þar sem hippatisk- an réð rikjum. Flestir komu á diskótekið klæddir í hippaföt eins og pabbi og mamma höfðu sjálf- sagt gert á sínum tíma og leikin var tónlist frá hippatímanum. SJUKRAHUSIÐ á Húsavík. Félag stofnað til stuðnings Sjúkrahúsinu á Húsavík Húsavík - Áhugamenn um óbreytt- an og efldan rekstur Sjúkrahússins á Húsavík, boðuðu hinn 1. febrúar til stofnfundar félagsskapar til að vinna að þeim málum en í fundar- boði benda þeir á að miklar breyt- ingar séu í vændum í heilbrigðis- málum. Á fundinum gerðust 150 manns stofnfélagar, búsettir víðsvegar í héraði. Fundurinn samþykkti lög fyrir félagið og í þeim segir: „Til- gangur félagsins er að efla starf- semi Sjúkrahússins á Húsavík og standa vörð um hagsmuni þess". Nýkjörna stjórn skipa formaður Guðni Kristinsson lyfsali, Húsavík, ritari Aðalbjörg Pálsdóttir, Valla- koti, gjaldkeri, Björn Guðmunds- son, Lóni, Böðvar Jónsson, Gaut- löndum og Jóhanna Aðalsteinsdótt- ir, Húsavík. aonGooo a-oaQooo JL HÁSSELBY HÖLL - menningarmiðstöð norrænu höfuðborganna - býður dvöl í lista-/fræðimannsíbúðinni VILLA BERGSHYDDAN. VILLA BERGSHYDDAN er endurnýjað hús frá 17. öld og telur þrjú herbergi, eldhús og vinnustofu, nálægt miðborg Stokkhólms. Lista- og fræðimönnum frá höfuðborgum Norðurlandanna gefst kostur á að sækja um dvöl þar á tímabilinu 15. apríl til 1. nóv. 1996, að jafnaði 10 daga hverjum, sér að kostnaðarlausu. Umsókn (á Norðurlandamáli), þar sem tiltekið er tímabilið sem óskað er eftir og markmið dvalarinnar, skal send til: Hásselby slott, Box520, S-162 15 VÁLLINGBY, Svíþjóð, fyrir 28. febrúar 1996. Sérstök umsóknareyðublöð þarf ekki. Ef þörf krefur eru nánari upplýsingar veittar í Ráðhúsi Reykjavikur, s. 563 2000, af Tóni Björnssyni, framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála. ^S^RSSSEl^í^ií'iSSíB msmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.