Morgunblaðið - 16.02.1996, Page 1

Morgunblaðið - 16.02.1996, Page 1
92 SIÐUR B/C/D 39.TBL.84.ÁRG. FÖSTUDAGUR16. FEBRÚAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Zjúganov verður forsetaframbjóðandi kommúnista í Rússlandi Framboði Jeltsíns for- seta misjafnlega tekið Moskvu, Jekaterínborg. Reuter. Reuter BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, ræðir við fólk í Jekaterínborg í gær eftir að hafa lagt blómsveig að minnismerki um rússn- eska hermenn sem féllu í stríðinu í Afganistan. Flug- ritinn finnst Santo Domingo. Reuter. HLJÓÐMERKI hafa greinst frá flugrita farþegaþotunnar sem hrapaði í Atlantshafið við strönd Dóminíkanska lýðveld- isins í vikunni sem ieið, að sögn bandaríska sendiráðsins í Santo Domingo í gær. Merkin greindust með há- þróuðum leitartækjum banda- ríska sjóhersins, en nokkrir dagar gætu liðið þar til hægt verður að ná flugritanum af hafsbotni. Flugritinn, eða „svarti kassinn", gæti veitt mikilvægar upplýsingar um orsök slyssins, sem kostaði 189 manns lífið. Sérfræðingar um borð í leit- arskipi bandaríska sjóhersins, Seaward Explorer, eru að kanna á hvaða dýpi flugritinn er. Hugsanlega verður notað farartæki, sem hægt er að fjar- stýra frá skipinu, til að taka myndir af hafsbotninum áður en reynt verður að ná flugritan- um upp. Deilurnar í Bosníu Mikilvæg- ur skyndi- fundur Sarajevo. Reuter. TVEGGJA daga fundi forseta Bosn- íu, Króatíu og Serbíu var frestað um einn dag í gær, innan við sólarhring eftir að stjórn Bandaríkjanna hafði boðað leiðtogana til fundarins í því skyni að afstýra því að deilur yrðu friðarsamningunum, sem náðust í Dayton í Bandaríkjunum, að falli. Fundurinn átti að hefjast í Róm í dag en honum var frestað þar til á morgun. Susanna Agnelii, utanrík- isráðherra Ítalíu og formaður ráð- herraráðs Evrópusambandsins, verður gestgjafi forsetanna og fund- inn sitja einnig háttsettir embættis- menn frá Bandaríkjunum, Rúss- landi, Bretlandi og Frakklandi. Carl Bildt, milligöngumaður Evrópusam- bandsins, og fulltrúar friðargæslu- liðsins í Bosníu og Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu verða einnig á fundinum. Mikið í húfi Efnt er til fundarins á sama tíma og deilur um framsal meintra stríðs- glæpamanna, fanga og fleiri mál stofna Dayton-samningunum í hættu. Verði þessar deilur samning- unum að falli og reynist þeir aðeins tímabundið og dýrt vopnahlé gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir ríkin, sem hafa beitt sér fyrir friði í Bosníu, og Atlantshafsbandalagið. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók til að mynda mikla áhættu með því að senda hermenn til Bosníu og takist ekki að koma á varanlegum friði gætu sigurlíkur hans í forsetakosn- ingunum í nóvember minnkað. ■ NATO mun handtaka/26 ÁKVÖRÐUN Borís N. Jeltsíns Rússlandsforseta í gær, að bjóða sig fram til endurkjörs, var mis- jafnlega tekið og þykir ljóst að hann eigi erfiða baráttu fyrir höndum. Flestir leiðtogar um- bótasinna lýstu andstöðu við for- setann og sagði Jegor Gajdar, fyrrverandi forsætisráðherra, að Jeltsín hefði með þessu gert alvar- leg mistök. Kommúnistar kusu í gær Gennadíj Zjúganov flokks- leiðtoga sem frambjóðanda sinn í forsetakjörinu og sagðist hann telja Jeltsín vera „máttlítinn and- stæðing“. „Það er skylda mín sem stjórn- málamannsins er hratt umbóta- stefnunni úr vör að efla og treysta öll heilbrigð stjórnmálaöfl og koma í veg fyrir áföll sem gætu valdið borgarastyijöld,“ sagði Jeltsín í ræðu sem hann flutti þegar hann kynnti framboð sitt. Vinsældir Jeltsíns hafa minnkað mjög síðustu árin vegna efnahags- þrenginga og stríðsins í Tsjetsjníju. Umbótasinnar álíta margir að framboð hans verði að- eins til að kljúfa þá og geti seinni umferðin jafnvel orðið milli Zjúg- anovs og þjóðernissinnans Vladím- írs Zhírínovskíjs. Zjúganov nýtur SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun í Bandaríkjunum hef- ur Pat Buchanan unnið upp forskot Bobs Dole í prófkjörs- baráttu repúblikana í New Hampshire en Dole hefur nú blásið til sóknar gegn and- stæðingi sínum með nýrri aug- lýsingaherferð í sjónvarpi. Buchanan er þar Iýst sem „of öfgafullum“ til að gegna emb- ætti forseta og vakin er at- mun meiri stuðnings í skoðana- könnunum en forsetinn. Miðjumaðurinn Víktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra og flokk- ur hans lýstu þegar yfir stuðningi við Jeltsín í gær og hið sama gerði lítill umbótaflokkur Borís Fjod- orovs, fyrrverandi fjármálaráð- hygli á því að hann hélt því eitt sinn fram í blaðagrein að konum væri ekki eðlislægt að vera leiðtogar. Ennfremur er hann sagður hafa hvatt til þess að kjarnorkuvopn yrðu seld til Tævans, Suður-Kóreu og Japans en Buchanan sagði það algjöran tilbúning. Mynd- in er af Buchanan á kosninga- fundi í New Hampshire, en þar fer prófkjör fram á þriðjudag. herra. Grígoríj Javlínskíj, leiðtogi öflugasta umbótaflokksins, er sjálfur í framboði og sagðist telja sigurlíkur Jeltsíns afar litlar. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti for- seti Sovétríkjanna gömlu, hefur velt fyrir sér framboði þrátt fyrir miklar óvinsældir. Hann var ekki Ian Lang viðskiptaráðherra kynnti lokaskýrslu rannsóknar- nefndar undir forystu sir Richards Scotts dómara og sagði niðurstöðu hennar þá að ráðherrarnir hefðu ekki villt um fyrir þinginu vegna málsins. „Það var ekkert samsæri, engin yfirhylming," sagði hann. Ráðherrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa reynt að leyna þingið því að breska stjórnin hefði leyft sölu á vopnum til íraka á síðasta áratug. John Major forsætisráð- herra skipaði nefndina í nóvember 1992 eftir misheppnaða málsókn yfirvalda gegn þremur stjómendum breska fyrirtækisins Matrix Churc- hill, sem voru sakaðir um ólöglega vopnasölu til íraks. Fyrir réttar- höldin höfðu ráðherrar bannað að skjöl, sem hinir ákærðu báðu um, yrðu lögð fyrir réttinn vegna örygg- ishagsmuna Bretlands. Áður en réttarhöldunum lauk var orðið ljóst að stjórnin vissi um vopnasöluna og fynverandi ráðherra upplýsti að í vafa um sigurlíkur forsetans. „Jeltsín er búinn að vera og sama er að segja um stefnu hans“. Ráðamenn Vesturveldanna hafa sætt gagnrýni margra stjórnmála- skýrenda að undanförnu fyrir ofuráherslu á stuðning við Jeltsín. Embættismaður í Hvíta húsinu, er ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í gær að forsetakosningarn- ar væra mál rússnesku þjóðarinn- ar og bandarísk stjórnvöld myndu vinna með þeim leiðtogum sem kjörnir yrðu með lýðræðislegum hætti. Sjónvarpssljóri rekinn Jeltsín skýrði frá því í gær að hann hygðist reka stjórnanda ann- arrar rásar ríkissjónvarpsstöðvar landsins, Oleg Poptsov, vegna „ónákvæmni“ í fréttaflutningi. Poptsov sagði fyrir rúmu ári að staða sín væri í hættu vegna um- fjöllunar rásarinnar um átökin í Tsjetsjníju. Ljóst er .að sjónvarp mun gegna mikilvægu hlutverki í kosningabaráttunni vegna þess hve víðlent Rússland er og því erfitt fyrir frambjóðendur að ná til kjósenda um allt landið. ■ Sagður gera út af við ríkið/17 stjómin hefði heimilað hana með leynd. Mennirnir voru því sýknaðir. Waldegrave ekki vikið frá Aðstoðarmenn Majors sögðu að hann bæri enn fullt traust til Will- iams Waldegrave aðstoðarfjár- málaráðherra, sem var talinn í mestri hættu vegna málsins, og honum yrði ekki vikið frá. I skýrslunni segir að Walde- grave hafi vitað að stjórnin slakaði á banni við sölu á vopnum til íraks en hann hafi þó ekki gerst sekur um „fláráðan ásetning" með því að skýra ekki þinginu frá breyting- unum og segja stefnu stjórnarinnar óbreytta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórnina um að fara rangt með niðurstöðu skýrslunnar og hvöttu Major til að víkja ráðherrum frá vegna málsins. Stjórnin hafði átta daga til að lesa skýrsluna áður en hún var birt en þingmenn aðeins þrjár klukkustundir. Reuter Hörð hríð gerð að Buchanan * Skýrsla um vopnasölu Breta til Iraks Sögð hreinsa breska ráðherra London. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKA stjórnin sagði í gær að þriggja ára rannsókn á vopnasölu til Iraks hefði hreinsað ráðherra af ásökunum um að hafa reynt að hylma yfir þátt stjórnarinnar í sölunni og villa um fyrir þinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.