Morgunblaðið - 16.02.1996, Side 6

Morgunblaðið - 16.02.1996, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 38 þúsund tonnum af loðnu verið landað á Eskifirði „Veisla síðustu sólarhringana“ Morgunblaðið/Ásdís LOÐNUFRYSTING fyrir Japan er hafin og fylgjast fulltrúar japönsku kaupendanna grannt með gangi mála. Engin loðna er fryst fyrir þá, standist hún ekki kröfur um ferskleika og gæði. Starfsmannafé- lag ríkisstofnana Kosið á milli tveggja for- mannsefna TVÖ framboð til nýs for- manns Starfsmannafélags ríkisstofnana komu fram á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins í gær. Uppstill- inganefnd gerði tillögu um Jens Andrésson, núverandi varaformann félagsins, en auk þess kom fram tillaga um Braga Michaelsson sem formann. Fékk Jens 74 at- kvæði og Bragi 32 atkvæði. Aðalfundur verður haldinn 28. mars Miklar breytingar verða nú á stjórn SFR vegna þeirr- ar reglu í félaginu að stjórnarmenn megi ekki sitja lengur en sex ár samfleytt. Sigríður Kristinsdóttir, sem verið hefur formaður félags- ins síðustu sex ár lætur af formennskunni og auk þess ganga úr stjórn fimm aðrir stjórnarmenn. Stjómin er skipuð sex aðalmönnum og fjórum varamönnum, auk formanns. Aðalfundur félagsins verður haldinn 28. mars næstkomandi. í síðasta lagi tuttugu og fimm dögum fyr- ir aðalfund þurfa framboð að liggja fyrir og þarf minnst fimmtíu meðmælendur til að bjóða sig fram. Ef fleiri en eitt framboð berast verður kosið um forystu í félaginu. „VERTÍÐIN hefur gengið vel,“ segir Emil Thorarensen, útgerð- arsljóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Hann segir að Hólma- borgin hafi byijað 3. janúar á flottrollsveiðum og landað í jan- úarmánuði rúmum sex þúsund tonnum. „Veiðarnar í nót byij- uðu rétt undir mánaðamótin og síðan má segja að það hafi verið góð veiði og sannkölluð veisla siðustu tvo sólarhringa," segir Emil, en þegar náðist tal af hon- um í gær var Jón Kjartansson á leið í land með fullfermi eða 1.100 tonn eftir tvö köst. A Eskifirði hefur verið landað upp úr sjó um 38 þúsund tonnum. Þar af hafa farið í frystingu um 1.100 tonn á Asíu og 500 tonn á Rússland. „Hrognafyllingin er 14,5% til 15%,“ segir Haukur Björnsson rekstrarstjóri. „Það má búast við því að héðan af fari mest á Japan og við stefnum á að verða ekki undir 2.000 tonn- um í útflutningi á frystri loðnu.“ Loðnuverðið viðunandi fyrir alla Aðspurður um verð á loðnu segir Emil: „Þetta er allt á sömu hendi þjá okkur. Við erum með útgerð og fiskvinnsluna í landi. Eg held að loðnuverðið sé viðun- andi fyrir alla aðila og þar með talda sjómennina. Við erum með talsvert hærra verð en manni skilst að sé greitt suður með sjó. Við greiðum ekki þijú þúsund krónur á tonnið hér heldur rúm- ar 5 þúsund krónur." Mokveiði á loðnumiðunum Mokveiði er nú á loðnumiðun- um. Loðnuflotinn var í gær að veiðum rétt austan við Hroll- laugseyjar, aðeins um eina mílu frá landi. Skipin fylla sig í tveim- ur og þremur köstum og vandinn er að passa að köstin verði ekki of stór. Mikil veiði var einnig í fyrri- nótt og mörg skip því á landleið eða á leið á miðin á ný. Siguijón Valdimarsson, skipsljóri á Beiti frá Neskaupstað, segir að nú sé enginn vandi að fá eins mikla loðnu og menn ráði við. Slíkt sé magnið. Hann segir loðnuna þok- ast vestur með landinu, en hún fari sér fremur hægt. Frysta eins og afköst leyfa Beitir flokkar loðnuna um borð. Síðan dælir hann flokkaðri loðnu um borð í frystitogarana, Gnúp og Örfirisey, sem frysta eins og afköst leyfa. Danska skip- ið Geysir, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað er með á leigu, sér svo um að taka „hratið" og flytja til hafnar til bræðslu. Hann fór síðast á Siglufjörð með loðnu til bræðslu og er á leið á miðin aftur. 350.000 tonn veidd Loðnuafiinn frá áramótum er nú um 180.000 tonn og frá upp- hafi vertíðar síðastliðið sumar hafa um 350.000 tonn af loðnu borist hér á land. Því eru eftir um 550.000 tonn af leyfilegum heildarafla. Kosningar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar á mánudag og þriðjudag Þrír gefa kost á sér í formannskjöri Grétar Jón Marías Sjöfn Magnússon. Sveinsson. Ingólfsdóttir. KOSNINGAR til stjórnar Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar fara fram á mánudag og þriðjudag 19. og 20. febrúar. Þrír eru í fram- boði til formanns, Grétar Jón Magn- ússon, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Marías Sveinsson, starfsmaður Strætisvagna Reykja- víkur, og Sjöfn Ingólfsdóttir, núver- andi formaður félagsins. Að auki er kosið um helming tíu manna stjórnar félagsins og eru sjö manns í kjöri um þau fimm sæti. Þau eru: Guðrún Guðjónsdóttir, Helgi Eiríksson, Jakobína Þórðar- dóttir, Jónas Engilbertsson, Óskar D. Ólafsson, Pétur-Ingi Frantzson og Örn Steinsson. Rúmlega 3.100 manns eru á kjör- skrá, en kosningarnar fara fram í húsnæði Bandalags starfsmanna ríkis og bæja að Grettisgötu 89. Kjörstaður er opin frá 15-20 á mánudag og frá 09-20 á þriðjudag og verða atkvæði talin á þriðjudags- kvöld þegar kjörstað hefur verið lokað. Ekki ánægður með stjórnarfyrirkomulagið Grétar Jón Magnússon, starfs- maður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, segir að hann gefi kost á sér í for- mannskjöri vegna þess að hann sé alls ekki ánægður með stjórnarfyr- irkomulagið i félaginu, en hann sé búin að starfa í tvö ár sem trúnaðar: maður og fulltrúi sinnar deildar. í félaginu væru fimmtán deildir og þær væru ólíkar innbyrðis. Stjórn- unin þyrfti að vera miklu víðtækari þ.e.a.s að formaður og stjórn félags- ins ættu að vera í miklu nánara sambandi við deildirnar til dæmis með heimsóknum til þess að vera í betra sambandi við félagsmenn. Grétar sagði að ef hann næði kjöri myndi hann beita sér fyrir að ná meiri samstöðu á milli deildanna og að upplýsingastreymi frá ein- stökum deildum til stjórnar yrði meira. Þá myndi hann ekki síst beita sér fyrir því að sú stefna yrði tekin upp í félaginu að það væri ákvörðun félaganna hvað gert yrði, en ekki ákvörðun einhverra örfárra manna. Grétar bætti því við að hann hefði ekki lofað félögum neinum launahækkunum. Hins vegar yrði að berjast fyrir því að sómasamleg laun fengjust greidd. Félagar í Starfsmannafélaginu hefðu verið að dragast aftur úr. Það tengdist því að út úr félaginu hefðu farið deildir sem hefðu stofnað sérstök félög og gert síðan betri samninga í kjölfarið. Hann ætlaði hins vegar alls ekki að splundra félaginu, held- ur að reyna að ná meiri samstöðu milli deildanna og gera félagið sterkara en það væri í dag. Grétar sagði að sá hópur sem styddi hann og hefði óskað eftir að hann gæfi kost á sér væri hópur sem hefði verið að hittast í allan vetur. Það hefði alltaf verið að fjölga í þeim hóp og sagðist hann vonast til þess að félagar í Starfs- mannafélaginu Iáti verða af því að fjölmenna á kjörstað, þannig að það komi greinilega fram hver sé vilji félagsmanna. Harðari launastefna Marías Sveinsson, starfsmaður Strætisvagna Reykjavíkur, segir að ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að gefa kost á sér sé að ijöldi fólks hafi skorað á hann í kjölfar þess að ljóst var að það kæmi til kosninga í félaginu. Menn hafí óttast að framboð Grétars Magnússonar yrði ef til vill eitthvað misheppnað og því hafí verið geng- ið á hann. „Eg hugsaði málið vel. Ég er búin að vera lengi hundóá- nægður með félagið mitt. Ég hef lent í deilum við Sjöfn, samanber strætódeiluna, og ég er með allt aðrar áherslur. Eg vil breyta og gera félagið miklu opnara og því sló ég til og fór í framboð," sagði Marías. Hann sagðist einnig vera andvíg- ur því hversu erfitt væri fyrir hinn vénjulega félagsmann í verkalýðs- hreyfingunni að komast í framboð. Hann sagði að hans helsta baráttu- mál í félaginu væri að hann vildi taka upp miklu harðari launastefnu. Samflotsstefnan væri löngu búin að ganga sér til húðar. Þá vildi hann taka upp opnari vinnubrögð í félaginu og fara meira út á meðal fólksins. Einnig vildi hann koma upp aðstöðu fyrir einstakar deildir félagsins sem væru fimmtán tals- ins, þannig að þær hefðu betra tækifæri til þess að sinna sínum sérmálum með félagið að bakhjarli. Marías sagði að sér fyndist líka óeðlilegt að ellilífeyrisþegar í félag- inu sem mynduðu eina stærstu deild þess ættu ekki fulltrúa í stjórn fé- lagsins. Lífeyrisgreiðslur væru ákveðin prósenta af launum starfs- manna og því væri eðlilegt að full- trúar lífeyrisþega ættu kost á að hafa áhrif á mótun launastefnunnar í félaginu. Kjaramálin á oddinum Sjöfn Ingólfsdóttir, núverandi formaður félagsins, sagðist gefa kost á sér til áframhaldandi forystu í félaginu vegna þess að hún hefði áhuga á að halda áfram því starfi sem hún hefði verið að vinna. Hún hefði verið í þessum störfum í nokk- ur ár og teldi sig hafa ráðið nokkuð vel við þau verkefni sem við hefði verið að glíma á undanförnum fimm árum. Hún sagði að það gæfi auga leið hver væru helstu baráttumálin í stéttarfélögum hveiju sinni. Það væru kjaramálin í heild sinni, bæði þau laun sem greidd væru og eins livað fengist fyrir þau laun sem fólk fengi í hendurnar. Þetta hefðu verið meginverkefnin og yrðu það ávallt. Aðspurð hvort það hefði komið henni á óvart að það skyldi koma til kosninga í félaginu, sagði hún það ekki vera. Hins vegar hefði ýmislegt í aðdragandanum komið henni í opna skjöldu. „Þegar á stað er farið er þetta bara ágætt mál. Það gefst ágætt tækifæri til þess að ræða við félagsmenn. Þetta er búið að vera fróðlegt og maður hefur aflað sér reynslu,11 sagði Sjöfn. Aðspurð um málefnaágreining í kosningabaráttunni sagði hún að það væri kannski eðlilegt að nýir menn teldu að breytinga væri þörf. Spurningin væri hins vegar hvort breytingar væru gerðar breyting- anna vegna eða hvort það væri málefnalegur rökstuðningur á bak við þær. Sjöfn sagðist vona að kosninga- baráttan skildi ekki eftir sig sár. Félagar í Starfsmanafélagi Reykja- víkurborgar ættu svo margt sam- eiginlegt. Kosningabaráttan yrði til þess að skerpa línurnar en að henni lokinni stæðu allir upp sáttir. „Við sitjum hér hópur af hressu fólki og vinnum að því að ég nái hér góðri kosningu og göngum að því verki með bros á vör,“ sagði Sjöfn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.