Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppni um íslenskan skógarhníf Geysilega mikil viðbrögð LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og Skógrækt ríkisins hafa hleypt af stokkunum samkeppni um hönn- um og smíði íslensks skógarhnífs (dálks) í tilefni af opnun „Islenskr- ar viðarmiðlunar". Olafur Oddsson, kynningarfulltrúi Skógræktar ríkisins, segir að geysilega mikil viðbrögð hafi verið við auglýsingu um samkeppnina í Morgunblaðinu um helgina. Ólafur sagði að tilgangurinn með samkeppninni væri tvíþættur. „Annars vegar viljum við með samkeppninni ýta undir hönnun og framleiðslu úr íslensku hráefni og hins vegar að fá vandaðan minjagrip til að nota í samskiptum við erlenda skógræktarmenn. Við Sendifulltrúar til Aserbaidsjan og Bosníu •TVEIR sendifulltrúar fóru ný- verið að starfa fyrir Rauða kross íslands og eru nú átta sendifulltrú- ar félagsins að störfum í fimm löndum. Birna Halldórsdóttir starfar nú í Bakú í Aserbaidsjan og Helga Þórólfsdóttir er komin til starfa í Bihac í Bosníu og Her- segóvínu. Hins vegar hefur Sigur- björg Söebech, hjúkrunarfræð- ingur, lokið störfum sínum á Vest- urbakkanum og Þórunn Svein- bjarnardóttir er á heimleið frá Tansaníu þar sem hún gegndi starfi upplýsingafulltrúa. Birna Halldórsdóttir sinnir dreifingu hjálpargagna í austur- hluta Aserbaidsjan, umhverfis Bakú. Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur staðið fyrir dreifingu matar og annarra hjálpargagna í landinu síðan 1993 og tekið þátt í upp- byggingu heilsugæslu og staðið að félagslegri aðstoð og fleiru fyr- ir gamalt fólk og lasburða og aðra þá sem minna mega sín. Helga Þórólfsdóttir kom heim í lok síðasta árs eftir að hafa ver- ið yfirmaður sendinefndar í Zugdidi í Georgíu. Verkefni henn- ar í Bihac felst í því að aðstoða við uppbyggingu Rauða kross fé- laga og meta þörf fólks fyrir að- stoð auk þess að vinna að dreif- ingu matvæla og hjálpargagna. Pjórir sendifulltrúar Rauðá kross íslands eru nú að störfum í lýð- veldum fyrrum Júgóslavíu. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! íslendingar höfum verið fremur fátækir af minjagripum í tengslum við skógrækt og eigum ekki eins og margar þjóðir sérstakan þjóðar- skógarhníf. Við svo búið gat ekki staðið lengur enda er hnífurinn hluti af ímynd skógræktarmanns- ins. Hann hefur hnífinn ávallt til- tækan ef á þarf að halda á göngu úti í náttúrunni,“ segir Ólafur. Eins og áður segir hafa verið mikil viðbrögð við auglýsingu um samkeppnina. Ólafur segir að ósk- að sé eftir ítarlegum upplýsingum og greinilegt að margir séu að undirbúa sig undir að smíða hnífa. Skógarhnífurinn á að nýtast vel til starfa í skógi og til útivistar. Hann má ekki vera lengri en 23 sm og hnífsblaðið ekki lengra en 12 sm. Hnífurinn þarf að vera gerður úr íslensku efni að undanskildu blað- inu. Aðeins má nota íslenskan við í skaft og íslenskt efni í slíður. Frestur til að skila inn hnífum er til 15. maí nk. Úrslitin verða til- kynnt á skógræktarráðstefnu í júni. Veitt verða 200.000 kr. verðlaun fyrir bestu tillöguna og viðurkenn- ingar fyrir aðrar athyglisverðar til- lögur. „íslensk viðarmiðlun“ Ólafur sagði að efnt væri til sam- keppninnar í tilefni af opnun „ís- lenskrar viðarmiðlunar". Hug- myndina að henni mætti rekja til fjölda fyrirspyrna frá handverks- mönnum um hvernig hægt væri að nálgast efniviðinn. „í framhaldi af því datt okkur í hug að gefa almenningi kost á því að losa sig við viðarúrgang hjá okkur. Við höldum viðnum saman og hingað Morgunblaðið/Hildigunnur Gunnarsdóttir ÁRANGURINN af starfi ís- lensks skógræktarfólks má m.a. sjá í Hallormsstaðaskógi. geta handverksmenn og aðrir svo komið og fengið við á lágmarks- verði. Viðurinn er til margra hluta nytsamlegur. Hann er t.a.m. hægt að nota í gluggaútstillingar, lítil garðhús eða hvers kyns listmuni," sagði Ólafur og tók fram að nú væri viðarúrgangur því miður lítið notaður. Hann sagði að unnið væri með hálfrar milljón króna fjárveit- ingu frá forsætisráðuneyti og stefnt að því að taka „íslensku við- armiðlunina" formlega í notkun í húsnæði Skógræktarinnar, Suður- hlíð 38, í mars. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 9 FRA DANIEL D. LJÓSAR SUMARDRAGTIR VERÐ KR 27.300 -vciiu vtMKumm- J VII Kd i TESS V N NEÐST VIÐ DUNHAGA SÍMI 562 2230 laugardaga kl. 10-14. Gallerí > Listhúsinu í Laugardni Gjafavörur í SÉRFLOKKI Myndlist, Leirlist Glerlist, Smíðajárn Listspeglar, Yindhörpur Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 82 milljónir Vikuna 8. til 14. febrúar voru samtals 82.480.611 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þar bar hæst Gullpottinn en einnig voru greiddir út veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Gullpottur í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 8. feb. Ölver................... 12.069.700 Silfurpottar í vikunni: 8. feb. Háspenna, Laugavegi..... 162.114 8. feb. Mónakó.................. 64.281 8. feb. Kringlukráin................. 68.359 8. feb. Kringlukráin................. 69.006 9. feb. Háspenna, Laugavegi..... 148.464 9. feb. Rauða Ijóniö................ 102.509 10. feb. Rauða Ijónið............ 104.058 10. feb. Pizza 67, Nethyl............ 117.031 10. feb. Álfurinn, Hafnarfirði ....... 50.748 10. feb. Næturgalinn, Kópavogi... 71.718 11. feb. Háspenna, Laugavegi..... 148.105 12. feb. Háspenna, Laugavegi...... 78.539 s 12. feb. Keisarinn.................... 71.306 § 13. feb. Gúlliver við Lækjartorg. 178.754 14. feb. Ölver....................... 189.669 g o Staöa Gullpottsins 15. febrúar, kl. 11.00 var 2.819.920 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf i 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.