Morgunblaðið - 16.02.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 16.02.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 13 LANDIÐ Jökulsá - Víðidalur, 13,3 km, er stærsta jarðvinnuverk austfirskra verktaka Kvenfélagskonur gefa o g styrkja Stykkishólmi - Kvenfélagið Hring- urinn hefur starfað af dugnaði und- anfarin ár og látið mörg mikilvæg málefni hér í bæ til sín taka. Á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var nýlega, var samþykkt að veita styrki og gjafir til nokkurra aðila. Akveðið var að leggja 100.000 kr. til kaupa á áhöldum í skólaeld- hús Grunnskólans í Stykkishólmi. Einnig var samþykkt að styrkja rannsóknarstofu Sjúkrahússins og kaupa nýja fullkomna þvottavél fyr- ir dvalarheimiii aldraðra. Þá afhentu kvenfélagskonur björgunarsveitinni Berserkjum viðbótarbúnað í sjúkra- börur sem þær gáfu á síðasta ári. Kvenfélagskonur hafa verið dug- legar við fjáröflun alls konar og hafa bæjarbúar tekið vel á móti þeim í því starfí. Þórhildur Páisdóttir lét af stai-fi formanns og við tók Alma Di- egó. Með Ölmu í stjórn eru Sesselja Pálsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Kristborg Haraldsdóttir, Sigurbjörg Jóhanns- dóttir og Sigríður Pétursdóttir. Morgunblaðið/Árni Helgason KVENFÉLAGSKONUR í Stykkishólmi gefa Björgunarsveitinni Berserkjum tæki til starfseminnar. Á myndinni er Kolbeinn Björns- son bundinn í sjúkrabörur og styrkar hendur kvenfélagskvenna og björgunarsveitarmanna veita honum stuðning. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SOKUM fjárskorts hefur ekki reynst unnt að ljúka framkvæmdum við slökkvistöðina fyrr en nýlega. Egilsstöðum - Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum gerði verksamning við Vegagerð ríkisins um framkvæmdir á hringvegi Jökulsá - Víðidalur, 13,3 km. Sveinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Héraðsverks, segir óvenjulegt að dýrasti kosturinn sé valinn þegar tilboðum sé tekið. Guð- mundur Svavarsson, umdæmisverk- fræðingur hjá Vegagerðinni á Akur- eyri, segir aðalástæðuna fyrir valinu að nokkrir hinna verktakanna hafi ekki haft reynslu af því að vinna jafn stórt verkefni. Þetta er stærsti verksamningur sem fyrirtækið hefur gert og stærsta jarðvinnuverk aust- firskra verktaka síðan jarðgöng voru gerð í Oddsskarð. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á kr. 99.391.000,- eða um 61,36% af kostnaðaráætlun og var það sjö- unda í röðinni. Kostnaðaráætlun verksins var áætluð kr 161.955.700,-. Hæsta tiiboð var kr 126.995.300,- og lægsta tilboð hljóð- Breyttar áherzl- ur með útboð aði upp á kr. 77.416.180,-. Alls buðu 24 aðilar alstaðar af landinu í verkið. Sveinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Héraðsverks, segir óvenjulegt að dýrasti kosturinn sé valinn þegar tilboðum sé tekið en greinilegt sé að Vegagerðin er að tileinka sér ný vinnubrögð. Sveinn segir mikilvægt fyrir Héraðið að fá þetta verk og fyrirtækið byggi á góðri reynslu og samstarfi bæði við Vegagerð ríkisins og Flugmálastjórn en Héraðsverk hefur unnið stærri vegavinnuverk á Austurlandi á undanförnum árum og vann m.a. undirbyggingu nýrrar flugbrautar á Egilsstöðum fyrir Flugmálastjórn. Gert er ráð fyrir að verk við hringveginn hefjist í júní 1996 svo fremi sem frost verði farið úr jörðu. Fyllingum verði lokið um miðjan október og verki verði að fullu lokið með einfaldri klæðningu fyrir 1. september 1997. Áætlað er að um 15 vinnuvéiar þurfi og að um 30 manns starfi við verkið. Héraðsverk samanstendur af eig- endum vélavinnutækja á Fljótsdals- héraði og var fyrirtækið stofnað 1988. Hluthafar eru um 30 talsins. Stjórn Hérðasverks skipa Ingólfur Bragason formaður, Einar Bjarna- son, Helgi 'Hrafnkelsson, Rúnar Kjartansson og Sigurþór Sigurðsson. Guðmundur Svavarsson, umdæm- Ný slökkvi- stöð VÍgð Siglufirði - Ný slökkvistöð var formlega tekin í notkun á Siglu- firði fyrir skömmu. Flutt var með starfsemi og tæki slökkviliðsins inn í húsið ófrágengið árið 1989, siðan hefur verið unnið í því en vegna fjárskorts var ekki unnt að ljúka framkvæmdum fyrr en sl. haust. Siglufjarðarkaup- staður hefur alfarið kostað fram- kvæmdir. Húsið, sem er um 260 fermetr- ar að stærð, hýsir tæki slökkvi- liðsins sem eru m.a. tveir slökkvi- bílar, sérútbúinn tækjabíll og einnig er sjúkrabíll bæjarins geymdur þar. I slökkviliðinu á Siglufirði starfa 23 slökkviliðs- menn auk Kristins Georgssonar slökkviliðsstjóra. Aætlun um neyðar- hjálp sett upp fyrir Fljótsdalshérað Egilsstöðum - Rauðakrossdeild Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri hefur sett upp áætlun um neyðarhjálp. Deildin réð Karen Erlu Erlingsdóttur í haust til að vinna að því að setja upp þessa áætlun og skipulag ijöldahjálparstöðvar. Starf þetta var kynnt á fjölmennum fundi nýverið þar sem Karen Erla kynnti skipulag áætlunarinnar og þá aðila sem koma að henni,. stjórn deildar- innar, flokkstjóra, sjálfboðaliða og stuðningsaðila. isverkfræðingur Vegagerðarinnar á Akureyri, sagði að gögn frá verk- takafyrirtækjunum væru trúnaðar- mál og ættu ekki erindi í fjölmiðla. „Ef hins vegar á að nefna aðalástæð- una get ég sagt að hér er um að ræða mjög stórt verk og nokkrir verktakanna höfðu ekki unnið svo stór verk áður. Samt var gerð sú krafa í útboðsgögnunum að verktaki hefði unnið sambærilegt verk,“ sagði Guðmundur og nefndi lág tilboð. Hann játti því að lægstu tilboðin hefðu jafnvel verið óeðlilega lág. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á rúm 47% af kostnaðaráætlun." Hann sagði að segja mætti að um nýja stefnu væri að ræða. „Fyrst þegar Vegagerðin byrjaði á útboðum var lægsta tilboði yfirleitt verið tekið. Nú hafa áherslurnar aðeins breyst,“ sagði hann. „Ætli við verðum ekki að segja að við höfum haft slæma reynslu af því að taka alltaf lægsta tilboði sama hversu lágt það var.“ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir KAREN Erla Erlingsdóttir, framan við Menntaskólann en þar verður fjöldahjáiparstöð ef á þarf að halda. Fj öldahj álparstöð í kynningu neyðarhjálparinnar kom fram að aðalstöðvar fjölda- hjálparstöðvar verða í Menntaskól- anum á Egilsstöðum og í barnaskól- anum til vara. Einnig tekur áætlun- in til þess hvort aðstoða þurfi fólk úr næsta nágrenni eða lengra frá. Ennfremur hvernig brugðist er við ef flugslys verða. Til fundarins komu tveir fulltrúar frá Rauða krossi ís- lands. Kristján Sturluson kynnti hvernig Rauði krossinn kemur að almannavörnum og hvert væri hlut- verk deildanna. Stefán Stefánsson sagði frá reynslu sinni af hjálpar- störfum og svaraði fyrirspurnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.