Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verslunarráð beindi spjótum sínum að stjórnvöldum á aðalfundi í gær Mikilvæg verk- efni bíða á sviði einkavæðingar Morgunblaðið/Kristinn KOLBEINN Kristinsson, framkvæmdastjóri Myliunnar hf. (t.v.) var lyörinn formaður Verslunarráðs íslands á aðalfundi ráðsins í gær. Með honum á myndinni er Einar Sveinsson, fráfarandi formaður. KJARNINN í ríkisrekstrinum í at- vinnulífinu er ennþá til staðar endá þótt nokkur ríkisfyrirtæki hafi verið seld. Ríkið er enn fyrirferðarmikið á fjármagnsmarkaðnum, á fjarskipta- markaðnum, í fjölmiðlun, verk- smiðjurekstri og síðast enn ekki síst í orkugeiranum. A öllum þessum sviðum bíða mikilvæg verkefni einkavæðingar. Þetta kom fram í ræðu Einars Sveinssonar, fráfarandi formanns Verslunarráðs íslands, á aðalfundi ráðsins í gær. Einar vék sérstaklega að umræðu um einkavæðingu bankanna og sagði m.a.: „Umræður um einka- væðingu ríkisbankanna hafa alltaf lent á miklum villigötum og snúist um það hvort til stæði að afhenda einhveijum tilteknum aðilum bank- ana á vildarkjörum. Sú umræða er lýsandi dæmi um það skilningsleysi sem ríkir um þróun fjármagnsmark- aðarins og hefur hamlað framförum á honum. Eignaraðild að íslenskum banka eða öðru íslensku fjármálafyr- irtæki verður í fyrirsjáanlegri fram- tíð ekki ávísun á sjálfskammtaðan arð. Til þess að þessi fyrirtæki geti gengið þurfa þau öll að ganga í gegnum miklar breytingar umfram það sem verið hefur að gerast á undanförnum árum. Það er harður slagur framundan hjá þessum fyrir- tækjum og þess vegna eru þau betur komin í höndum einkaaðila en ríkis- valdsins. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún vilji gera ríkisbankana að hlutafélögum og vissulega er það fyrsta skrefið. En næstu skrefin verður líka að stíga og koma þessum rekstri markvisst í hendur einkaað- ila.“ HLUTABRÉF í íslandsbanka lækk- Uðu í gær í fyrstu viðskiptum eftir að afkomutölur sl. árs voru birtar á þriðjudag. Urðu viðskipti með bréfin á genginu 1,52 en það fór hæst í 1,68 í janúar. Að sögn þeirra verðbréfamiðlara sem Morgunblaðið ræddi við eru þetta eðlileg og tímabundin viðbrögð við afkomutölum bankans. Skapast hafí væntingar á markaðnum um að hagn- aður bankans gæti numið á bilinu 430-470 milljónum króna á síðasta ári og því hafi fregnir af rösklega 330 milljón króna hagnaði valdið nokkrum vonbrigðum. Þrátt fyrir vonbrigði með afkomu bankans á nýliðnu ári virðist ríkja nokkur bjartsýni um afkomu þessa Takmarka þarf umfang skylduáskriftar RÚV Einar íjallaði í ræðu sinni um málefni ýmissa ríkisfyrirtækja og sagði m.a. að Verslunarráðið hefði hvatt til þess að Pósti og síma yrði breytt í hlutafélag. Mjög vel þyrfti síðan að skoða hvort ekki ætti að skipta fyrirtækinu upp í fleiri eining- ar. Þá væri Ríkisútvarpið önnur stofnun sem ekki hefði þróast í takt við tímann. „Á vegum þeirrar stofn- unar fer fram dæmigerður fyrir- tækjarekstur í samkeppi við einka- aðila á námkvæmlega sama starfs- sviði og ennfremur er samkeppni milli ljósvakamiðla og annarra teg- unda fjölmiðla. Samkeppnisstaða Ríkisútvarpsins við einkaaðila verður ekki jöfn meðan skylduáskrift er að sjónvarps- og hijóðvarpsrásum stofn- unarinnar. Því telur Verslunarráðið nauðsynlegt að takmarka verulega umfang skylduáskriftarinnar, en koma starfsemi þessa fyrirtækis sem mest á almennan grundvöll." Einar riijaði einnig upp að Versl- unarráðið hefði á sínum tíma sent erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem óskað hefði verið eftir athugun á fyrirkomulagi áfengisviðskipta á íslandi. Niðurstaðan hefði orðið ákveðin opnun á viðskiptum með þessar vörur en áfram þyrfti að halda á frjáisræðisbraut þangað til ÁTVR hefði verið lögð niður. Trúnaður rofinn Þá gagnrýndi Einar skattayfírvöld harðlega. Á árinu 1994 hefði verið sett sérstök reglugerð um frádráttar- bæran kostnað í atvinnurekstri sem komið hefði í stað meira en 30 ára árs. Meðal annars er bent á að nokk- ur kostnaður hafí fylgt flutningi bank- ans og dótturfélaga hans að Kirkju- sandi á síðasta ári en hagræðing vegna þessa muni skila sér á yfir- standandi rekstrarári. Gengi hlutabréfa í íslandsbanka fór hækkandi framan af árínu og náði hámarki þann 26. jar.úar er það fór í 1,68. Undanfama viku hefur það lækkað úr 1,60 í 1,52, eða um liðlega 5%. Viðbrögð hlutabréfamarkaðarins hafa síðan endurspeglast í viðskiptum með hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn ehf., stærsta hluthafa íslandsbanka. Þar hefur komið fram skörp lækkun á gengi bréfanna eftir töluverðar hækkanir frá áramótum. gamallar reglugerðar. Þessi reglu- gerð hefði verið mikil framför og henni væri ætlað að gera skýrt hvað mætti draga frá tekjum og hvað ekki. „í framhaldi af setningu þessarar reglugerðar mæltist fjármálaráðu- neytið til þess við skattyfirvöld að hún yrði höfð til hliðsjónar vegna eldri mála án þess að reglugerðin sem slík gilti aftur fyrir sig. Nú hefur FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti í ræðu sinni á aðalfundi Verslunarráðs í gær yfir áhyggjum af háu vaxtastigi hér á landi. Sagði Finnur að nú væri svo komið að raunvextir hér á landi væm um 3% hærri en almennt gerð- ist í hinum vestræna heimi. „Miðað við lönd eins og Bandaríkin, Þýska- land eða Japan þýðir það að vaxta- stig er hér tvöfalt hærra en þar. Augljóslega hafa hinir háu vextir hér á landi lamandi áhrif á fjárfest- ingu,“ sagði Finnur í ræðu sinni. Sagði hann þetta háa vaxtastig hér á landi skaða samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, þar sem það drægi úr fjárfestingu og þar með hagvexti. Afleiðing þessa væri auk- ið atvinnuleysi og efnahagsleg stöðnun. Sagði Finnur allar forsend- ur vera fyrir hendi til að vextir gætu lækkað. Verðbólguhraðinn væri minni en margir hefði talið, lánsfjárþörf ríkissjóðs hefði ekki verið minni um langt skeið, stöðug- leiki væri á vinnumarkaði og inn- streymi gjaldeyris væri nú meira en útstreymi þannig að ekki yrði séð að þörf væri á háu vaxtastigi til að tempra viðskiptajöfnuðinn. hins vegar komið á daginn að skatt- stofur og yfirskattanefnd hafa þessi tilmæli að engu og með því hefur verið rofinn ákveðinn trúnaður milli atvinnulífsins og skattyfirvalda. Það hlýtur að vera mjög bagalegt þegar það verður útbreitt viðhorf í atvinnu- lífinu að fyrirtæki njóti almennt ekki eðlilegs réttaröryggis í samskiptum sínum við skattyfirvöld." Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkar Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur lækkað á ný á undanfömum dögum og stendur hún nú í 5,82%. Hefur krafan þá lækkað úr 5,93% á undanf- arinni viku. Enn er ávöxtunarkrafan þó talsvert hærri en í byrjun nóvem- ber á síðasta ári, er hún var 5,57%. Þeir verðbréfamiðlarar sem Morgun- blaðið ræddi við reikna þó með því að krafan muni lækka enn frekar á næstunni og segja þeir lækkunina geta verið á bilinu 0,1-0,3%. Bent er á að aðstæður séu mjög hagstæðar fyrir frekari lækkun um þessar mundir. Framboð á húsbréf- um er fremur lítið auk þess sem reiknað er með því að aukinn þi-ýst- ingur stjórnvalda muni leiða til vaxtalækkana. Þá er talið að ávöxt- unarkrafa spariskírteina ríkissjóðs muni einnig taka að lækka, eftir að skiptikjörum Lánasýslu ríkisins lýkur, en í dag er síðasti dagurinn sem eigendum spariskírteina gefst kostur á því að fá ný ríkisverðbréf á skiptikjörum í stað spariskírteina sem komu til innlausnar þann 1. febrúar. Forstjóri Hagkaups Ekki selt undir kostn- aðarverði ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hag- kaups, vísar því alfarið á bug að fyrirtækið hafi stundað þá við- skiptahætti að verðleggja ákveðnar vörutegundir undir kostnaðarverði, eins og talsmenn dagvörukaup- manna halda fram. Eins og fram kom í viðskipta- blaði í gær fullyrti Friðrik Friðriks- son, kaupmaður, á morgunverðar- fundi Kaupmannasamtakanna í síð- ustu viku að bæði Hagkaup og Bónus stunduðu slíka viðskipta- hætti og löðuðu þannig viðskipta- vini til sín á fölskum forsendum. „Þessar dylgjur sem fram komu í þessari frétt í viðskiptablaðinu eru rangar," sagði Óskar. „Þær hafa komið fram áður en hafa aldrei verið studdar neinum rökum. Hag- kaup hefur það á stefnu sinni að vörur séu ekki seldar undir kostnað- arverði. Þessir aðilar sem þarna hafa farið fram hafa ekki bent á nein slík dæmi. Hins vegar mun Bónus hafa allt aðra stefnu sem ég hef ekki tilefni til að fjalla um. Mér þykir einnig vera kominn tími til að fjölmiðlar hætti að láta menn komast upp með það að fara fram með órökstuddar dylgjur og birta það gagnrýnislaust." Ráðstefna um öryggi á alnetinu SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG íslands efnir dag, föstudaginn 16. febrúar til ráðstefnu sem heitir ,Öryggi á Intemetinu - hættulegir eða hættu- lausir viðskiptahættir" og- verður sjónum þar einkum beint að notkun tölvuneta til hverskonar viðskipta. Aðalræðumaður verður Phil Zim- mermann sem mun halda erindi í tveimur hlutum um stöðu dulritunar í nútímasamfélagi, rétt einstaklings- ins og ríkisins. Heitir erindið ,The social implications of cryptography in modern democracy". Philip Zimmermann öðlaðist heimsfrægð þegar bandarísk yfir- völd ákváðu að láta rannsaka dreif- ingu hans á forriti sínu PGP. PGP eða ,Pretty-Good-Privacy“, gerir tölvunotendum kleift að dulrita gögn á þann hátt að utanaðkomandi aðil- ar komist ekki í þau, segir í frétt. Bandarísk stjórnvöld flokka dulrit- unarforrit eins og PGP sem hergögn og sækja verður um sérstakt leyfi til að flytja út slíkan hugbúnað. Philip Zimmermann dreifði for- riti sínu PGP á alnetinu (Interaet- inu) og hefur eflaust ekki gert sér grein fyrir öllum látunum sem það átti eftir að valda, segir ennfremur í frétt skýrslutæknifélagsins. Ráðstefnan, Öryggi á Internetinu, verður haldin á Grand Hótel Reykja- vík og stendur frá kl. 13-17. Hagnaður Saab minni Stokkhólmi. SAAB Automobiler AB, eign Investor AB og General Motors, hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi hafí minnkað um 34% vegna færri pantana. Hagnaðurinn nam 275 milljónum sænskra króna samanborið við 418 milljónir króna ári áður. Hagnaður fyrir skatta miðað við árið allt minnk- aði í 148 milljónir króna úr 702 millj- ónum króna 1994. Aukin samkeppni og sterkari króna drógu einnig úr hagnaði að sögn fyrirtækisins. Sala á fjórða ársfjórðungi 1994 var óvenjumikil, þar sem búizt var við mikilli eftirspurn í ársbyrjun 1995 að sögn Keith Butler-Wheelhouse, forstjóra Saab. Guðmundur Hauks- son til SPRON STJÓRN Spari- sjóðs Reykja- víkur og ná- grennis (SPRON) hefur ráðið Guðmund Hauksson í starf spari- sjóðsstjóra frá ogmeð 1. ágúst nk. Þá lætur Baldvin Tryggvason af störfum, en hann varð sjötugur þann 12. febrúar sl. Guðmundur er 46 ára að aldri og viðskiptafræðingur að mennt. Guðmundur Hann hefur áður m.a. starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar, bankastjóri Út- vegsbanka ís- lands og fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, en frá 1. maí 1991 hefur hann gegnt starfi forstjóra Kaupþings. Eiginkona Guðmundar er Áslaug Viggósdóttir, fulltrúi hjá Geisla- vömutn ríkisins. Baldvin Vonbrigði með af- komu Islandsbanka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af háu vaxtastigi hér á landi Vextir helmingi hærri hér en í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.