Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 15 URVERINU FFSI gefur út leiðbeinandi lágmarksverð á loðnu „Fullgóð loðna í bræðslu verðfelld um allt að 50%“ GEFIÐ hefur verið út leið- beinandi verð, sem jafn- framt er lágmarksverð, á loðnu upp úr sjó af Far- manna- og fiskimanna- sambandinu. Þar er höfð hliðsjón af áætlun um mjöl- og lýsisnýtingu í sjö- undu viku þessa árs, af- urðaverði og gengi ís- lensku krónunnar gagn- vart erlendri mynt, að því er segir í fréttatilkynningu frá FFSÍ. „Þetta eru þær forsend- ur sem liggja til grundvall- ar,“ segir Benedikt Vals- son, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. „Þær leiða til þess að leiðbeinandi lág- marksverð á loðnu til bræðslu, miðað við fram- leiðslu á standard-mjöli, yrði 5.300 krónur á tonn. Sé hins vegar framleitt hágæðamjöl úr loðnunni er leiðbeinandi lágmarks- verð krónur 6.745 á tonnið. Morgunblaðið/Sverrir JÓN Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Villijálmssonar hf. Ný bryggja bót fyrir netagerðina Sjálfsögð þjónusta Benedikt segir að það sé sjálf- sögð þjónusta við félagsmenn FFSÍ áð gefa þeim nýjustu upplýsingar um þær forsendur sem legið geti til grundvallar varðandi verðlagn- ingu á loðnu upp úr sjó. „Það sem við höfum fregnað um verðlagninu á loðnu upp úr sjó er ekki langt frá þessu leiðbeinandi verði,“ segir hann. „Til marks um það er að hjá SR-mjöli hafa menn tekið undir þá viðmiðunartölu að verðleggja hráefni til bræðslu sem 54% af FOB-verði bræðsluafurða.“ Benedikt segir að vandræða- gangur sé einna síst þegar allur farmurinn sé seldur í bræðslu. Hins vegar sé mikil óánægja meðal sjó- manna varðandi verðlagningu á loðnu til frystingar og þeirri loðnu sem flokkast frá í framleiðsluferlinu og fer í bræðslu. Verð til frystingar of lágt „Okkur sýnist af þeim tölum sem við höfum aflað okkur, sérstaklega í viðskiptum milli skyldra aðila í veiðum og vinnslu, að verið sé að greiða 20 til 30 krónur á hvert kíló af loðnu til frystingar," segir Bene- dikt. „Við teljum þó eðlilegt að þetta verð liggi á bilinu 37 til 40 krónur hvert kíló.“ Hann segir að fráflokkuð loðna hafi verið verðfelld allt niður í þijú þúsund krónur tonnið. „Við teljum það ekki forsvaranlegt vegna þess að gæði þeirrar loðnu eru ekki það mikið lakari en á loðnu sem fer beint til bræðslu," segir hann og vísar því til staðfestingar í athugan- ir sem gerðar hafa verið af Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. „Þannig að menn eru að verðfella fullgóða loðnu í bræðslu um allt að helming," segir hann. Einhliða verð- ákvörðun kaupenda „Þessi vandræðagangur varðandi verðlagningu á ekki einungis við um loðnugeirann heldur kemur þetta víða fyrir annars staðar í sjáv- arútveginum. Ég minni sérstaklega á það, að verð á rækju upp úr sjó er óeðlilega lágt um þessar mundir. Ástæðan fyrir því er einfaldlega einhliða verðákvörðun kaupenda." BÆJARSTJÓRN Neskaupstaðar hefur ákveðið að byggja á þessu ári bryggju framan við Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. Jón Ein- ar Marteinsson, framkvæmdastjóri, segir að það hjálpi fyrirtækinu að bæta mjög þjónustu sína við flot- ann. Skipin geti lagst þar að og næt- urnar verði hífðar beint inn í hús. Bindur hann vonir við að þessi framkvæmd verði lyftistöng fyrir netagerðina og viðskiptin aukist. Jón Einar og Síldarvinnslan hf. keyptu í haust um 85% hlutafjár í netagerðinni af stofnandanum, Friðriki Vilhjálmssyni, og á Jón Einar liðlega helming fyrirtækisins. Jón Einar er Norðfirðingur. Hann lærði netagerð hjá fýrirtækinu, nam sjávarútvegsfræði í Noregi í fímm ár og vann síðan hjá netagerð í Noregi, meðal annars við að þróa Sort-X smáfiskaskiljumar. Netagerð Friðriks Vilhjálmsson- ar er langstærsta netagerð Austur- lands og þjónar öllum fjörðunum. „Þetta leggst vel í mig. Fynrtækið stendur á traustum grunni. Ég mun reyna að veita sömu góðu þjón- ustuna og það er þekkt fyrir og reyna síðan að grípa þau tækifæri sem gefast," segir Jón Einar. í 'fyrirtækinu eru nú framleiddar seiðaskiljur fyrir rækjutroll og Jón Einar hefur umboð fýrir Sort-X smáfiskaskiljur fyrir fískitroll. Hann segir að íslensk skip muni taka smáfiskaskiljumar í notkun, það væri bara spurning. um tíma. Þegar af því yrði myndi hann fram- leiða þær í fyrirtækinu. Utsölulok laugardagur Utsölulok föstudagur ALLT FRAM Á GANG • ALLT Á AÐ SCUAST Gefðu þér tíma og Ifttu Inn • Gerðu góð kaup HÚlÍlH 10 fyrstu viðskiptavinir hverrar verslunar á útsölunni í dag, föstudag fá auka 15% afsl. við kassa af heildarupphæð. Opið virka daga 10.00-18.30 - Laugardaga 10.00-16.00 - Matvöruverslun 10.00-23.00 BORGARKRI 30 til allt að í Borgarkrínglunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.