Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR16. FEBRÚAR1996 23 AÐSENDAR GREIIMAR Samfélagsróstur í Reykhólahreppi ÉG BIÐ lesendur afsökunar ef þeim finnst ruglingslegar greinar mínar Róstur og Samfélagsróstur. Ég skrifaði þær sem eina grein, en reglur blaðsins um greinalengd ollu skiptingunni. I báðum greinum er vitnað í fréttaflutning Helga Bjarnasonar í Mbl. 5. janúar sl. og grein Magnús- ar á Seljanesi, „Omakleg aðför“, sem birtist í sama blaði fyrr. Hreppur fæðist Við stofnun hreppsins 1987 var aðeins ár frá síðustu kosningum, þ.e.a.s. hreppsnefndarmenn gömlu hreppanna höfðu umboð kjósenda til þriggja ára í viðbót. Þessir menn unnu að því undir stjórn og leið- sögu félagsmálaráðuneytis að sameina alla hreppana í A-Barð. í einn eftir nær einróma viljayfirlýs- ingu íbúanna um að svo yrði. Haldnir voru fundir og lögð í það vinna að velja úr þessum hópi framboð til einnar hreppsnefndar og tekið tillit til atkvæðavægis, bæði gömlu hreppanna og hvers einstaklings ári fyrr. Mikils þótti þeim vert, sem að unnu, að svo vel tækist að sátt yrði um innan þessarar dreifðu byggðar. Þó fór svo að upp komu raddir um ein- okun og ólýðræðisleg vinnubrögð. Enda bauðst fram annar listi. Sá kom einum manni að, Stefáni Magnússyni. Strax á fyrsta fundi þeirrar hreppsnefndar þegar Guð- mundur Ólafsson hafði verið út- nefndur oddviti, lagði hann (Guð- mundur) það til að við ynnum öll saman, þ.e. færum ekki að hafa neina minni- og meirihluta. Á þetta var fallist umræðulaust. Hrepps- nefndarfólkið var sátt við orðinn hlut úr því sem komið var og leit víst enginn svo á, að ætlunin hafi verið að stofna til einhvers inn- byrðis fjandskapar þó kjósendum væri gefinn breiðari kostur við að moða úr mannvalinu. Ég sat nær óslitið í hreppsnefnd frá 1966- 1994. Á síðustu 2 áratugum Flat- eyjarhrepps var lítið um að velja í kosningum og minna um getu en ráð. Mér var það ný tilfinning í fyrstu hreppsnefnd hins nýja hrepps að vera í aðstöðu til að gera eitthvert gagn. Vandaverk sveitarstjóra, Reinhards Reynis- sonar, var að safna saman í eitt fjárreiðum gömlu hreppanna. Sumar voru í sukki. Margra ára listar voru yfir óinnheimt gjöld. Gjaldendur margir í fullum rétti með að hunsa innheimtubréf yfir fyrndar skuldir. Áður en sýslu- skrifstofur tóku við gjaldheimtu, voru innheimtumenn misharðir við hyskna gjaldendur. Að kjörtímabili loknu virtist það ágreiningslaust hér innan sveitar að sveitarstjóri hefði staðið sig vel. Á þeim tíma- punkti má segja að það hafi verið farið að skýrast hvers hreppurinn væri megnugur sem fyrirtæki. Fjármálastjórn var í lagi og fram- kvæmdastefna samkvæmt efnum. í viðbót við það sem ég hef af verk- efnum nefnt má t.d. nefna skipu- lagsmál sem þá voru komin á veg og talsvert kostnaðarsöm. Svo láta menn sér sæma, svo enn sé vitnað í áðumefndar greinar, að tala um „fáheyrðan hrörnandi afkima“ og „mikil hnignunareinkenni". Virð- ingarverðir vitnisberar það. Árið 1990 byrjaði ballið Hinn 1. apríl (óheppilegt dag- val) efndi áhugafólk til fundar, til að vekja hreppsmálaumræðu, ekki þó á þeim fundi, heldur var á hon- um stofnað félag er hafa skyldi þetta hlutverk og stefna að fram- boði í komandi kosningum. Fundurinn var vel sóttur, en sveitungarnir bjugg- ust víst við einhveiju öðru en þar varð. Eitt er víst að þarna brugð- ust sumir ókvæða við tilgangi fundarins og að því er virtist vildu helst kryija öll mál til mergjar þá þegar. Myndaðist þá strax einhverskonar andóf gegn boðendum þessa fundar og félaginu nýja, Framtíðinni. Sjaldan hefi ég orðið jafn steinhissa. Fram- tíðin bauð fram F-list- ann og hann bar fram eða studdi meirihluti fráfarandi hreppsnefndarmanna og sveitar- stjórinn ásamt fleirum. Það skal é'g játa, að ég leit á það sem nokkuð sjálfsagðan hlut að þetta lið réði í hreppsnefnd áfram með tilliti til þess árangurs sem kominn var og ekki heilt kjör- tímabil að baki. Trúlega hafa fleiri litið svo á og það valdið því að málflutningur var með nokkurri Miðstjórnarvald hreppsskrifstofu var ekki það sem vantaði, segir Jóhannes Geir Gíslason í þessari síðari grein um ágreiningsmál í Reykhólahreppi. léttúð í upphafi þeirrar óvægnu og persónulegu kosningabaráttu sem varð. Þegar svo mótframboðið L-list- inn stóð uppi sem sigurvegari taldi það fólk sér ekki hagstætt að end- urráða sveitarstjórann, sem ekki studdi það í kosningum. Frumkvæði að umsókn Bjarna P. (sem þá hafði beðið lægri hlut í pólitískum átökum fyrir sunnan) um sveitarstjórastarfið kom héðan að heiman, sagði hann sjálfur. Hreppsnefndin tók til starfa og strax fór ekki milli mála, að flokks- dyggðin réði ef í odda skarst. Jafn- vel til að gera að litlu stefnu, sem áður var komin á veg ef hún var ekki réttum einstaklingum hag- stæð. Þó svo hinir sömu hefðu áður hunsað samráð um málið. Listakosningar hafa þann kost að með þeim bjóðast til starfa þeir sem það vilja. Munur er hinsvegar á hvort félagsleg ábyrgðartilfinn- ing ræður þeim vilja eða glýja upphefðar og eiginhagsmunapot. Hart er þegar kunningjar verða að andstæðingum af því að bjóða sig fram hvor á sínum lista, sem þó hafa engan málefna- eða stefnulegan mun. í grein Helga sem ég nefndi í upphafi er kynning á L- og N-list- um frá 1994 eftir landsmálastefnu fólks. Þarna kem ég af fjöllum og efa réttmæti þessarar skilgreiningar. Þetta sýnir hugsunarhátt manna sem alltaf eru með dilkadrátt til að mynda sér andstæð- inga. Þá er haft eftir Bjarna að þegar hann kom til starfa hafi vantað „miðstjórnar- vald hreppsskrifstofu" og að „kaupfélags- valdið“ hafi öllu ráðið. Víst kom það fyrir á fundum að saman- burður á rekstri hrepps og kaupfélags varð að hitamáli. Eg var svo einfaldur að halda, að þetta stafaði af virðingu fyrir hinu vel rekna kaupfélagi, sem læra mætti af. Hafi það verið „miðstjórnarvald hreppsskrifstofu" sem við höfum búið við síðustu árin, þykja mér atburðir síðustu vikna sanna, að það var ekki þetta sem okkur vant- aði. Eftir kosningarnar 1994 var sagt við mig að blessunarlega hafi kosningabaráttan verið heiðarleg að þessu sinni. Mitt mat er það, að engin kosn- ingabarátta hafi verið. Sveitar- stjóri og oddviti sendu út áskoran- ir til kjósenda um að duga þeim til að halda fram sinni djörfu um- bótastefnu. Þeir fengu sitt tæki- færi. Þeir unnu sinn varnarsigur. Mótframboðið mætti áróðri þeirre með tómlæti. Kjósendur höfðu sitt val. Ábyrgð og viðbrögð Við sem skipuðum minnihluta hreppsnefndar 1990-1994 stóðum linlega á bremsunni og verðum að bera ábyrgðina eða maklegt ámæli af því, sem og því að vinna ekki traust meirihluta kjósenda 1990. Gott var að harðara fólk bauðst fram 1994. Vafasöm þykja mér viðbrögð minna ágætu sveitunga við brott- hvarfi sveitarstjóra úr starfi. Blaðaskrif með villandi upplýsing- um, vildarvinaupphlaup og undir- skrift fjölda manna lít ég á sem stuðningsyfirlýsingu við hressileg- an félagsskap án þekkingar á hin- um raunverulegu sakarefnum. Þetta gerði málið meira áberandi og þar með sárara fyrir þolend- urna. Þetta verkar á mig eins og kvikindishrekkur við þá sem ætlun- in var að verja. Flest það sem hér hefur verið drepið á hefur lengi verið mér umhugsunarefni. Svo vildi ég að yrði með fleiri án öfga og sárinda. Sárindalaust eða óumdeilanlegt verður ekkert sem gert er. Síst það, sem núverandi hreppsnefnd- armeirihluti er að gera til bjargar. En víst er, að það er ekki allra kosta völ og engar óara-lausnir sem duga. Sveitungum mínum óska ég gengis, ekki veitir nú af. Höfundur er bóndi og fyrrv. hreppsnefndarmaður. Trefjagifsplötur til notkunar á veggi, loft og gólf .. í:\ / „V f * 'i L_ i b J # ELDTRAUSTAR * HLJÓÐEINANGRANDI * MJÖG GOn SKRÚFUHALD # UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 120 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640/568 6100 Jóhannes Geir Gíslason í tilefni svefnherbergisdaga fengum við Andreu Gylfadóttur til að hanna draumasvefnherbergið sitt í verslun okkar. Komdu og sjáðu árangurinn. o o .... ÁMnttwra-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.