Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NORSK STJÓRNVÖLD Á VILLIGÖTUM Ifyrradag skýrði Morgunblaðið frá því, að þrjú þúsund tonna munur væri á tilboði Norðmanna um þorskkvóta fyrir ís- lenzk skip í Barentshafi og lágmarkskröfu Islendinga um veiði- heimildir. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað krefjast íslenzk stjórnvöld 15 þúsund tonna veiði- heimilda en Norðmenn vilja ekki bjóða nema 12 þúsund tonn. Að auki viija þeir að helmingur þess kvóta verði veittur gegn kvóta á íslandsmiðum eða annars konar endurgjaldi. Þetta tilboð Norðmanna er fráleitt. íslenzk fiskiskip hafa síðustu ár veitt allt að 35 þúsund tonn af fiski í Smugunni, sem er alþjóðlegt hafsvæði. Hvernig í ósköpunum telja norsk stjórnvöld hægt að rökstyðja tilboð um 12 þúsund tonn og að endurgjald komi fyrir helming af því, jafnvel þótt það endur- gjald sé ekki nema að hluta til í raunverulegum verðmætum? Það er ekkert skrítið í ljósi þessarar þróunar, að sterk öfl í Noregi og þ.á.m. áhrifamiklir fjölmiðlar hafa sett spurninga- merki við afstöðu norsku stjórnarinnar í samskiptum við ísland og þá ekki sízt með tilliti til frændsemi og sameiginlegrar arf- leifðar, eins og t.a.m. Stavanger Aftenblad lagðu áherzlu á í forystugrein um þessi efni. Það er augljóst, að íslenzk stjórnvöld hafa teygt sig svo langt í samkomulagsátt, að það verður ekki auðvelt verk fyrir ráð- herra að útskýra hvers vegna við eigum að sætta okkur við 15 þúsund tonn, þegar við höfum veitt 35 þúsund tonn á alþjóð- legu hafsvæði. í þeim sviptingum, sem orðið hafa á milli okkar og Norð- manna á undanförnum misserum um^fiskveiðar á Norður-Atl- antshafi, þ.á m. í Smugunni, hefur lengi verið lengi haldið í þá von, að viðunandi samningar mundu takast á milli þessara vinaþjóða, sem eru tengdar sterkum böndum. Satt að segja hafa íslendingar ekki viljað trúa því, að ekki væri hægt að komast að samkomulagi við Norðmenn, sem báðir aðilar gætu verið sáttir við. Miðað við þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, er hins veg- ar ljóst, að samningar eru ekki á næsta leiti. Það er óhugs- andi með öllu, að íslenzk ríkisstjórn geti lagt fram til samþykkt- ar samkomulag sem nálgast eitthvað það tilboð, sem Norðmenn hafa lagt fram. Þess vegna er ekki tilefni til annars en svart- sýni um framhaldið í samskiptum okkar og Norðmanna í þess- um efnum. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jóhann A. Jónsson, formaður úthafsveiðinefndar LÍU, sem jafnframt er einn helzti frumkvöðull að veiðum í Smugunni, að samtökin hefðu stutt stjórnvöld í viðleitni til að ná samningum „en auðvitað hefur engan tilgang að vera að semja um lítið sem ekki neitt. Við höfum á seinustu tveimur árum veitt þarna 35 þúsund og 36 þúsund tonn. Það er ekki rökrétt meðan við getum haldið þess- um veiðum áfram, eins og allt bendir til, að semja okkur niður úr öllu valdi. Við höfum stutt samninga en okkur finnst þetta komið niður fyrir þau mörk, sem við eigum að sætta okkur við. Við höfum því hallast að því, að meðan afstaða Norð- manna breytist ekki í þessum viðræðum, sé rétt að leggja minni áherzlu á þær og veiða bara eins og mest við getum.“ Stuðningur við þessi sjónarmið Jóhanns A. Jónssonar verður áreiðanlega mikill hér heima fyrir, nú þegar upplýst hefur ver- ið hver efnisleg staða er í samningaviðræðunum. En jafnframt hlýtur sú spurning að vakna, hvort við hljótum ekki að leita okkur öflugra bandamanna í þessum átökum við Norðmenn um fiskveiðar á Norður-Atlantshafi. Framkoma þeirra er slík, hvort sem um er að ræða fiskveiðar i Barentshafi eða í samn- ingum um síldveiðar. Þótt það sé vissulega óskemmtilegt að þurfa að leita banda- manna í viðureign við þjóð, sem er okkur jafn náin og Norð- menn eigum við ekki annan kost en að leita nýrra leiða til þess að tryggja hagsmuni okkar. Þess vegna er ekki úr vegi, að stjórnvöld meti þessa stöðu alla upp á nýtt í ljósi fenginnar reynslu af samningaviðræðum við Norðmenn. Það er ekki óhugs- andi, að í nálægum löndum sé að finna samherja, sem væru tilbúnir til að taka höndum saman við okkur íslendinga um að knýja fram sanngjarna skiptingu á þeim auðæfum, sem er að finna á alþjóðlegum hafsvæðum í Norður-Atlantshafi. Norðmenn eru þegar búnir að leggja meira undir sig af Norður-Atlantshafi en góðu hófi gegnir. Menn þurfa ekki ann- að en skoða kort af hafsvæðunum á milli Islands og Noregs til þess að sjá, hvílík misskipting þar er orðin. Yfirráðasvæði þeirra á þessum hafsvæðum byggjast að sumu leyti á hæpnum forsendum eins og við Svalbarða. Það er tími til kominn að meira og nánara samráð verði á milii þeirra þjóða, sem hér eiga hagsmuna að gæta. Því miður er ekki um annað að ræða en ísland taki upp harðari utanríkisstefnu á þessu sviði. Það er staða sem fáir, ef nokkrir, íslendingar hafa haft löngun til að kæmi upp. En fráleitar tillögur Norðmapna hafa því miður skapað þá stöðu. Hún er ekki okkar verk, heldur þeirra. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 27 Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í opinberri heimsókn á Islandi JAVIER Solana, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, NATO, kom í gær í opinbera heimsókn til íslands. í viðræðum hans við ís- lenzka stjórnmálamenn var frið- argæzla NATO í Bosníu efst á baugi. Solana greindi meðal annars frá því að NATO-liðið myndi ekki láta hjá líða að handtaka stríðsglæpamenn í Bosníu, ef þeir yrðu á vegi þess, Solana sagðist á fundi með blaða- mönnum hafa átt ánægjulega við- dvöl á íslandi í sinni fyrstu opinberu heimsókn hingað til lands. Hann sagði fundi sína með íslenzkum stjórnmálamönnum hafa verið já- kvæða og árangursríka. Rætt hefði verið um þau nýju verkefni, sem NATO þyrfti nú að takast á hendur, og hefði friðargæzlan í Bosníu verið efst á baugi. Jafnframt hefði verið rætt um stækkun Atlantshafsbanda- lagsins, tengsl þess við Rússland og fleiri málefni. Solana sagðist vilja þakka Islend- ingum þátttöku þeirra í friðargæzl- unni í Bosníu, en ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram aðstoð, sem einkum verður verkleg, auk þess sem rætt hefur verið um að Islendingar verði í alþjóðlegu lög- regluliði í Bosníu. Framkvæmdastjórinn lagði áherzlu á að friðargæzla alþjóðlegs herliðs undir stjórn NATO í Bosníu hefði gengið mjög vel á þeim stutta tíma, sem heraflinn hefði verið í Bosníu, og að í lok ársins yrði niður- staðan áreiðanlega sú að aðgerðin hefði heppnazt vel. Solana sagði Bosníuverkefnið það mikilvægasta, sem NATO hefði tekið að sér. Stríðsglæpamenn verða handteknir Solana sagði að á fundunum í gær hefði meðal annars verið rætt um stefnu NATO varðandi stríðsglæpa- menn í Bosníu. „NATO og alþjóðlega herliðið hafa það grundvallarhlutverk að tryggja öryggi á svæðinu, til þess að aðrir geti unnið sitt starf. NATO er ekki í Bosníu sem lögreglulið. Mikilvægasta hlutverk okkar er að byggja upp öruggt umhverfi, þannig að til dæmis Carl Bildt [yfirmaður uppbyggingarstarfs í Bosníu] hafi vinnufrið og lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Þetta er mikilvægasta verkefni okkar. En þar að auki eigum við mjög jákvætt samstarf við alþjóð- lega stríðsglæpadómstólinn í Haag, sérstaklega Goldstone aðalsaksókn- ara. NATO hefur gegnt lykilhlutverki í fyrsta mikilvæga viðfangsefni dóm- stólsins í Bosníu, sem er flutningur tveggja serbneskra stríðsglæpa- manna til Haag. Umboð herliðsins hljóðar þannig að ef þeir eru að sinna sínum störfum — sem eru ekki lög- reglustörf — og sjá eftirlýstan stríðs- glæpamánn, ber þeim að handtaka hann.“ Svona haga menn sér ekki gagnvart samkomulaginu Morgunblaðið spurði Solana hvort hann teldi að NATO gæti haldið uppi trúverðugri friðargæzlu í Bosníu, án samstarfs við forystu Bosníu-Serba, sem hefur skorið á nánast öll tengsl við NATO. „Ef einn aðilanna brýtur reglur friðarsamkomulagsins og tek- ur til dæmis ekki þátt í fundum, sem hann á að taka þátt í samkvæmt Dayton-samkomulaginu, verðum við að iáta hann fara eftir samkomulag- inu. Bosníu-Serbar hafa ekki tekið þátt í sumum þeim fundum, sem þeim hefur borið skylda til. Þeir hafa ekki staðið við fundi með fulltrúum sambandsríkis múslima og Króata og jafnvel ekki með fjölþjóðaliðinu. Um helgina verður haldinn fundur með fulltrúum allra deiluaðila, sem tóku þátt í viðræðunum í Dayton, til þess að útskýra að svona hagi menn sér ekki gagnvart friðarsamkomu- laginu.“ Ætíð félagsleg hlið á hermálunum Solana sagði á blaðamannafundin- um að ísland hefði ætíð verið mikil- vægur hluti NATO. „ísland er ennþá mikilvægt aðildarríki og svo verður áfram í framtíðinni,“ sagði fram- JAVIER Solana svarar spurningum á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn SOLANA skoðar heimskort í utanríkisráðuneytinu með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, Helga Ágústssyni ráðuneytissljóra (t.v.) og Þorsteini Ingólfssyni, fastafulltrúa íslands hjá NATO (t.h.). NATO mun hand- taka stríðs- glæpamenn í Bosníu Friðargæzla NATO í Bosníu var efst á baugi í viðræðum Javiers Solana, framkvæmda- stjóra bandalagsins, við íslenzka stjómmála- menn. Olafur Þ. Stephensen fylgdist með opinberri heimsókn Solanas. JAVIER Solana og Davíð Oddsson ræddu saman í Stjórnarráðshús- inu í gærmorgun. Viðteknum sannindum alþjóðastjórnmála snúið við í Bosníuaðgerðinni JAMIE Shea, talsmaður Javiers Solana, framkvæmdastjóra NATO, og virtur fræðimaður á sviði alþjóðamála, hélt í gær er- indi á vegum Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs um friðargæzluaðgerð NATO í Bosn- íu. „Friðargæzluaðgerðin í Bosníu er ein mest heillandi tilraun í al- þjóðasljórnmálum um aldaraðir," sagði Shea. „Bosníuaðgerðin er nánast eins og smækkuð mynd af þeirri Evrópu, sem við viljum skapa. Það, sem okkur hefur ekki tekizt að fá til að ganga upp fræðilega á ótal fundum og ráð- stefnum, hefur nú skyndilega gerzt í raunveruleikanum. I Bosn- iuaðgerðinni er ýmsum viðtekn- um sannindum í alþj óðastj órnmál- um frá lokum síðari heimsstyrj- aidar skyndilega snúið á haus.“ Þau atriði, sem Shea nefndi í þessu sambandi, eru eftirfarandi: • HLUTLEYSI er ekki lengur . hindrun í vegi þess að ríki geti tekið þátt í alþjóðlegu hernaðar- samstarfi. Finnland og Svíþjóð taka nú þátt í friðargæzluaðgerð undir stjórn NATO og Sviss bauð jafnvel fram aðstoð sína, þótt sú hugmynd yrði ekki að veruleika. • I FYRSTA sinn taka öll sextán aðildarríki NATO þátt í sameig- inlegi'i hernaðaraðgerð. Áður hafa sex til átta ríki stundum tek- ið sig saman. Jafnvel Island tekur þátt ííiðgerðunum í Bosníu. • ÞÝZKALAND er það ríki, sem leggur til fjórðu stærstu hersveit- ina. Hveijum hefði dottið það í hug fyrir þremur eða fjórum árum? • FRAKKLAND liefur nú sett hersveitir sínar undir stjórn NATO í fyrsta sinn frá árinu 1966. Hersveitir Frakklands og Bret- lands eru undir sameiginlegri stjórn í fyrsta sinn frá því í Súez- stríðinu 1956. • BANDARÍKIN leggja fram færri hermenn, hlutfallslega, en til dæmis í Persaflóastríðinu. Að- gerðin gæti ekki farið fram án Bandaríkjanna, en það er ekki mikill munur á framlagi Breta, sem senda 14.000 hermenn, og Bandaríkjanna, sem senda 18.000. Evrópuríkin hafa axlað auknar byrðar. Þetta er vísir að því hvernig „Evrópustoð" NATO gæti þróazt. • AÐILDARRÍKI Friðarsam- starfs NATO í Austur-Evrópu taka nú þátt í hernaðaraðgerðum með NATO-ríkjum. Slíkt færir þau óumræðilega nær NATO. • RÚSSLAND tekur þátt í frið- argæzluaðgerðunum, undir stjórn bandarísks hershöfðingja, en engu að síður með sérstakt her- stjórnarskipulag. NATO hefur reynzt nægilega sveigjanlegt til að taka Rússland inn í aðgerðirn- ar og enn gengur samstarfið vel. Fyrirkomulagið fullnægir pólit- ískum þörfum Rússa og hernaðar- legum þörfum NATO-liðsins. Nú þarf að byggja á þessari reynslu til þess að útvíkka samstarf við Rússa á herinálasviðinu. • ISLÖMSK ríki, Jórdanía, Mal- asía, Egyptaland og Marokkó, taka þátt í friðargæzluaðgerð undir sljórn NATO. Ný tengsl og samstarf á sviði hermála eru nú fyrir liendi, þai- sein ekkert var fyrir. Shea sagði að Vesturlönd yrðu að tryggja að þessi smáekkaða mynd af betri Evrópu yrði að raunveruleika. „Við verðum að halda þessari samfylkingu saman, til þess að tengslin við Miðjarðar- hafsríkin, Austur-Evrópuríkin, Rússland og hlutlausu ríkin rofni ekki... Friðargæzluaðgerðin í Bosníu má ekki verða ævintýri til einnar nætur,“ sagði Jamie Shea. kvæmdastjórinn. „Ég vil þakka ís- lenzku þjóðinni fyrir framlag hennar til bandalagsins og framlag til friðar í Evrópu og í heiminum." Morgunblaðið spurði Solana hvort hann teldi réttlætanlegt að láta þær staðreyndir, að varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli væri mikilvæg gjald- eyristekjulind íslendinga og upp- spretta atvinnu á Suðurnesjum, hafa áhrif á viðræður íslands og annarra NATO-ríkja um fyrirkomulag mála í varnarstððinni á Keflavíkurflugvelli. „Á hermálum lands er alltaf hernað- arleg hlið, en það er líka félagsleg hlið, borgaraleg hlið, og það þarf að taka tillit til hennar líka,“ sagði Sol- ana. „Varnarliðið mun þróast hér og mun verða hér. Ég vil gjarnan fara út fyrir það svið, sem undir mig heyr- ir, og segja frá því að á leið minni frá Brussel var ég að ræða við hers- höfðingja Atlantshafsherstjórnar NATO [Sheean hershöfðingja], sem var einnig á leið hingað. Við ræddum á leiðinni um tengsl Islands og NATO pg hvað varðar tvíhliða samskipti íslands og Bandaríkjanna tel ég að núverandi viðræður [um endurskoð- un samkomulagsins um Keflavíkur- stöðina] muni ganga vel og að öll vandamál verði hægt að leysa.“ Greint fólk skiptir um skoðun Solana var andstæðingur NATO fyrr á árum. Á blaðamannafundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði skipt um skoðun. Solana svar- aði því til að sérhver einstaklingur skrifaði eigin ævisögu og sameigin- lega skrifuðu menn söguna. „Ég er ekki íhaldsmaður. Ég vil geta breytzt, ég vil geta skoðað hvað er að gerast í heiminum og dregið mínar ályktan- ir af þeirri skoðun,“ sagði Solana. „Gáfumaður á borð við hagfræðing- inn Keynes var eitt sinn spurður hvers vegna hann hefði skipt um skoðun á einhverju máli. Hann svar- aði: „Ef þú héldir að þú hefðir rangt fyrir þér, hvað myndir þú gera?“ Hann skipti um skoðun — það er það, sem greint fólk gerir.“ Stuttur stanz Flugvél Solanas lenti á Keflavík- urflugvelli um klukkan hálfátta í gærmorgun. Heimsókn hans hófst á. fundi með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra í Stjórnarráðshúsinu, en að því búnu átti Solana fund með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í húsakynnum utanríkisráðuneytisins. Því næst fór framkvæmdastjórinn í skoðunarferð um Alþingishúsið, þar sem Ólafur G. Einarsson þingforseti tók á móti honum. Framkvæmda- stjórinn átti síðan fund með utanrík- ismálanefnd Alþingis og íslenzkum fulltrúum á þingmannasamkundu NATO. Hann snæddi hádegisverð í boði Davíðs Oddssonar í ráðherrabú- staðnum og var horfinn af landi brott að nýju klukkan hálfþijú síðdegis. Kjamorkuógn snýr aftur Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkj- anna, ritaði eftirfarandi grein í rússneska dagblaðið Óháða blaðið á þriðjudag. GORBATSJOV ritar greinina sem forseti Stofnunar fé- lagslegra og alþjóðlegra rannsókna, en hann hefur veitt henni forstöðu um nokkurra ára skeið. Óháða dagblaðið var stofnað á árum perestrojku og dregur ekki svo vitað sé taum neinna stjórnmálaafla í Rússlandi samtímans. Lesendahópur þess telur nokkrar milljónir, ekki að- eins í Moskvu heldur víðsvegar í Rússlandi. Morgunblaðið birtir hér lauslega þýðingu greinarinnar: „Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því hvernig fer með þróun afvopn- unarmála og hvort þessi þróun geti stöðvast eða gengið hægar, sem myndi hafa neikvæðar afleiðingar fyrir ástand heimsmála og alþjóðlegt hlutverk Bandaríkjanna. Östöðugleiki í Rússlandi eykur enn á þessar áhyggjur þeirra. Oldungardeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt START II samkomuiagið sem er vís- bending um að ráðamenn í Washing- ton séu tilbúnir til að standa við skuld- bindingar sínar og biðja Rússa að fylgja því fordæmi. En rússneska þjóðþingið á bágt með að samþykkja START II og er framferði Bandaríkjamanna ein ástæða þess að mínu mati. Þeir hegða sér á einn hátt varðandi kjarnorkuaf- vopnun og á annan hátt varðandi nýtt hlutverk NATO. Kannski halda Bandaríkjamenn að þessi tvískinning- ur þjóni hagsmunum þeirra, en ég efa að það sé rétt mat. Miklu mikil- vægara er að Bandaríkin, eitt mesta stórveldi heims, gegni aðhaldshlut- verki í heiminum og það geta þau ekki með því að taka ekkert tillit til hagsmuna annarra. Þótt ástandið sé að mínu mati ekki hættulegt enn sem komið er, tel ég ekki hægt að láta þessar tilhneiging- ar þróast, ef við viljum ekki glata öllum ávinningi af lokum kalda stríðs- ins. Hér er um hemaðarleg vandamál að ræða sem geta ekki verið efniviður í pólítíska leiki eða samkeppni flokka á milli. Ég held að Rússland eigi að standa við allar skuldbindingar um afvopnun og geti ekki sniðgengið þetta alþjóðlega vandamál. í Rúss- landi gætir hins vegar áhyggna um að þessu afvopnunarspili verði slegið fram í forsetakosningum í bæði Rúss- landi og Bandaríkjunum. Mergur málsins er sá að ég hef velt fyrir mér nokkrum spurningum um stöðu Rússlands í „Samstarfi í þágu friðar" og í sambandi við stækkun NATO. Þetta er einmitt ágreiningsefni. Staðreyndin er sú að bakslag hefur komið í þá alþjóðlegu stefnu sem mörkuð var í lok níunda áratugarins og við upphaf þess tíunda, með þeim afleiðingum að dregið hefur úr því gagnkvæma trausti og samstarfsvilja sem þá var við lýði. Afleiðing þessa er vaxandi óstöðugleiki í heiminum, ný óróasvæði koma fram og hlutfall hernaðarútgjalda fer einnig hækk- andi. Þeir möguleikar fyrir frekari stöðugleika í heiminum sem mynduð- ust við lok kalda stríðsins, eru kannski glataðir. Á þeim tíma hafði kjarnorkuógnin minnkað verulega, en ég tel hana vera að snúa aftur í nýrri mynd. Við sjáum nú fyrstu vísbend- ingar um þessa ógn, sem eru kannski ekki augljósar en þó greinanlegar. Við getum lika heyrt ummæli þess efnis að tilraunir sem gerðar voru áður til að bæta ástand i heiminum, til að eyða samkeppni á milli hernað- arbandalagá, hafi verið til einskis. Þess vegna hef ég áhyggjur af ástandi kj arnorkuöryggismála. Við fyrstu sýn virðist sú stefna, sem mörkuð var í viðræðum Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, allt frá Genf og Reykjavík, bera árangur, t.d. þegar litið er til START I-samkomu- lagsins, auk þess að hafa jákvæð áhrif á önnur ríki með tilliti til alþjóð- legra samskipta, m.a. þau ríki sem ætluðu að nálgast kjarnorkuvopn. Samkomulag varð um að stórveldin tvö hefðu sett alþjóðlegar viðmiðanir um viðeigandi hegðun í kjarnorku- vopnamálum og önnur ríki áttu að taka tillit til þeirra viðmiðana. En Sovétríkin hafa hrunið og af- leiðingar hrunsins höfðu í för með sér neikvætt ástand og óöryggi fyrir heimsmálin. Hlutverk Rússlands breyttist og ný ríki með eigin kröfur og þjóðernismarkmið komu fram á sjónarsviðið. Spurningin er hvort hægt sé að tryggja alþjóðlegt öryggi með fyrrverandi samkomulögum og samningum. En í stað þess að leysa vandamáiið með því að svara þessum spurningum, notfærðu menn sér endalok Sovétríkjanna afar opinskátt og sömuleiðis óstöðugleika og veik- leika rússneskra stjórnmála. Þetta voru alvarleg mistök sem ieiddu til vantrausts og grunsemda í Rússlandi gagnvart Bandaríkjunum og einnig til vantrausts í alþjóðlegum samskipt- um í heild sinni. Þetta er slæmt mál fyrir alla heimsbyggðina. I augum uppi liggur að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna — eins og samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna áður — hafa ekki ein- vörðungu tvíhlíða þýðingu. Frakkar hófu kjarnorkutilraunir og Kínverjar tregðast við að hætta þeim. Jafnvel Bandaríkjamenn lýsa sjálfir yfír að möguleiki sé á að nýjar kjamorkutil- raunir hefjist neðanjarðar. Það er einnig skelfilegt í þessu sambandi að viðbrögð í Bandaríkjunum við kjarn- orkutilraunum Frakka voru mjög veik. Kannski ætla þeir að nota niður- stöður frönsku tilraunanna. Hvers má þá vænta frá öðrum þjóðum? Hví skyldu önnur ríki virða bann við dreif- ingu kjarnorkuvopna, þegar helstu kjarnorkuveldin líta eins og áður á kjarnorkuvopn sem leið til að ná fram pólitískum markmiðum sínum? Þessi tvöfeldni er ekki aðeins á sviði kjarnorkuvopna. Þegar önnur ríki sjá hvernig stórveldin keppa um vopnamarkaðinn, er eðlilegt að þau láti ekki þann möguleika af hendi að hagnast sjálf á vopnasölu. Aukning vopnabirgða á einum stað leiðir til uppsöfnunar vopnabirgða á öðrum stað. Bandaríkin hafa til dæmis hjálp- að Pakistönum um vopn og því ekki furða að Indveijum bregði við tilraun- ir með eldflaugar sem geta borið kjarnorkuodda. En hvað er til ráða? Ég svara því svo til að nota þurfi Sameinuðu þjóðirnar til að annast alvöru stjórnmál og nota ekki gamlar viðmiðanir þegar um er að ræða al- þjóðlegt stjórnmálaástand. Slysið í Tsjernóbyt sýnir mönnum að kjarn- orkuvopnabirgðir okkar eru nægar til þess að eyða öllu kviku á jörðinni margsinnis. Þess vegna er augljóst að lialda þarf áfram á braut kjarn- orkuafvopnunar, standa við og fram- kvæma samninginn um bann við dreifingu kjarnorkuvopna og herða eftirlit við framkvæmd samningsins. Einnig þarf að eyða öllum efasemdum um nauðsyn á banni við kjarnorkutil- raunum. Sömuleiðis þarf að forðast ónauðsynlegt fjaðrafok í tengslum vic samninginn um bann á uppsetningi gagnflaugakerfa. Eg veit að sumir segja að flýtir sé ónauðsynlegur; heimurinn sé óstöð- ugur, hætta sé á að ný átök blossi upp sem geti ógnað öðrum ríkjum, matvæla- og útflutningsbirgðir eru takmarkaðar, mikil hætta er á að fólksfjölgun fari úr böndunum, gjáin á milli norðure og suðurs fari líka stækkandi o.s.frv. En allar þessai yfirlýsingar snúa sjónum okkar aftu um áratugi, til nýrra styijalda, til líf: þar sem vænta má nýrra hamfara heiminum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.