Morgunblaðið - 16.02.1996, Side 33

Morgunblaðið - 16.02.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 33 I I I I I ! I I I i I 5 í viðkynningu enda naut hann vin- sælda starfsfélaga og nemenda. Hann lét sig sjaldan vanta ef eitt- hvað var um að vera í heimi sagn- fræðinnar, bæði hér og erlendis. Alltaf var hann mættur á fundum Sagnfræðingafélagsins og tók þar virkan þátt í umræðunum. Hann hélt fyrirlestra á fjöldamörgum al- þjóðlegum þingum og var að venju mættur til leiks á norræna sagn; fræðiþinginu í Osló árið 1994. í fyrrasumar hélt hann ótrauður yfir Atlantshafið og var nær örugglega eini sagnfræðingurinn í heiminum sem kom til heimsþings sagnfræð- inga í Montréal með tvo fyrirlestra, annan samdi hann með Lofti Gutt- ormssyni, hinn með Ólöfu Garðars- dóttur. Þótt líkamlegt þrek hans hafði farið ört dvínandi var kraftur hans og dugnaður óviðjafnanlegur. Ekki kom það undirbúningsnefnd fyrsta íslenska söguþingsins á óvart, þeg- ar Gísli Ágúst varð meðal þeirra fyrstu sem skráðu sig sem fyrirles- ari, en þingið á að fara fram í maílok á næsta ári. Gísli Ágúst var með afbrigðum vinsæll kennari og voru þeir íjöl- margir nemendurnir sem völdu hann sem leiðbeinanda við lokarit- gerðir sínar. Hann var einmitt í miðju kafí við að leiðbeina nemend- um með BA-ritgerðir og var löngu búinn að ákveða hvað hann ætlaði sér að kenna næsta vetur. Vegna þess hve erfitt hann átti orðið með að tjá sig hafði hann tekið tölvu- tæknina í sína þjónustu og hugðist hafa nemendur sína í tölvupóstsam- bandi við sig. Var hann búinn að koma sér upp heimasíðu, fyrstur sagnfræðikennara. Hann ætlaði sér ekki að einangrast. Undanfarin tvö ár höfðu Gísli Ágúst og samstarfsmenn hans, Ólöf og Loftur, unnið að nýstárlegu rannsóknarverkefni um félags- tengsl í íslensku samfélagi. Þar leit- uðu þau svara við mikilvægum spurningum um innbyrðis tengsl einstaklinga og samskipti manna í íslenska bændasamfélaginu á tíma- bilinu 1801-1930. Rétt áður en Gísli Ágúst kvaddi þennan heim voru þau þijú að undirbúa nýtt rannsóknar- verkefni um þróun ungbarna- og barnadauða á íslandi á tímabilinu 1750-1950. Rannsóknarspurning- arnar eru einkar áhugaverðar og er ætlunin að bera niðurstöðurnar saman við þróunina á Norðurlönd- um í samvinnu við fjölda norrænna fræðimanna. Gísli Ágúst hélt ávallt reisn sinni. Hann gaf aldrei eftir og kom til vinnu til hinsta dags. Hann kom vel undirbúinn á alla skorarfundi og hafði ávallt eitthvað til málanna að leggja. Er hann lést var hann í rannsóknarleyfi, en slíkt leyfí fá kennarar eftir þriggja ára kennslu. Framundan var rannsóknarferð til Svíþjóðar. Daginn áður en hann féll frá voru óvenju margir sagn- fræðingar í heimsókn á skrifstofu hans í Árnagarði og var glatt á hjalla. Það er síðasta minning mín um Gísla Ágúst. Hann sat við tölv- una, umkringdur vinum og gerði að gamni sínu. í einkalífi sínu var hann mikill gæfumaður. Þau Berglind höfðu verið saman í 24 ár og eignast þrjú myndarbörn: Ásgeir, Sigrúnu Ingi- björgu og Sæunni. Missir fjölskyld- unnar er meiri en orð fá lýst. Fyrir hönd Sagnfræðistofnunar og sam- starfsmanna hans sendi ég allri fjöl- skyldunni innilegustu samúðar- kveðjur._ Gísli Ágúst Gunnlaugsson skilaði merku ævistarfi. Fáir sagnfræðing- ar höfðu náð jafn langt í að kynna íslenskar sagnfræðirannsóknir á alþjóðlegum vettvangi. Minning hans mun lifa í huga okkar sem eftir lifum og stórvirki hans í ís- lenskri sagnfræði munu varðveitast fyrir komandi kynslóðir. Anna Agnarsdóttir, forstöðum. Sagnfræðistofnunar. Góður drengur er fallinn í valinn fýrir illkynja sjúkdómi, sem lækna- vísindin standa máttvana gegn. Það er átakanlegt og sorglegt að sjá ungan mann i blóma og á hátindi ævi sinnar veslast upp eins og gerð- ist með minn gamla vin, bekkjarfé- laga og sessunaut úr menntaskóla. Okkar fýrstu kynni bar saman á Svínatúninu við Amarhraun í Hafn- arfírði, þar sem Gísli hafði útsýni úr foreldrahúsum út á túnið. Svínat- únið var sá kynningarvettvangur, sem allir strákar hittust í sameigin- legu áhugamáli, fótbolta. Þar var grunnur lagður að mörgum vænum dreng, því knattspyman laðar fram innri mann í hveijum og einum. í raun var og er þessi íþrótt á við heimspekiskóla. Hún elur upp félag- sanda og þroska, skapar hjálpfýsi, eflir baráttuanda, þjálfar hreyfilist, kennir að taka ósigri og sigri, m.ö.o. byggir upp einstaklinga, sem kom- ast vel af í mannlegu samfélági. Þetta var umhverfi Gísla og margra annarra drengja í þá daga. Ég sá strax góðan dreng, baráttuglaðan en sanngjaman, þar sem Gísli fór fýrir í íþróttum. Eitt sinn var okkur Gísla att saman til áfloga sem full- trúum tveggja fylkinga úr sitt hvom hverfinu. Til þessa leiks gengum við báðir ófúsir, en þar sem Gísli hafði betur, bað hann mig.seinna afsökun- ar. Bar ég alltaf virðingu fyrir hon- um eftir það. Svona getur hópurinn verið sterkt afl, en sem ungir dreng- ir gerðum við okkur ekki grein fyrir því þá. Þó við Gísli hefðum búið nánast í sama hverfí öll okkar æsku- ár, urðu kynni okkar ekki vemleg fyrr en á menntaskólaárunum. Þá tókst með okkur góður vinskapur, sem aldrei sló neinn fölva á. Það kom strax fram í skólanum að Gísli var afburðanámsmaður, því þar fór bæði saman mikil vandvirkni og metnaður. Hann var ótrúlega vel lesinn í íslenskum bókmenntum, langt umfram það sem til var ætl- ast af menntaskólanemendum al- mennt. Hann átti afskaplega létt með að skrifa lipurt íslenskt mál og það kom sér vel seinna því afköstin í fræðigrein hans em þvílík að marg- ur aldraður fræðimaðurinn myndi fullsæmdur af slíku ævistarfí. Gísli var m.ö.o. ritfær í betra lagi og það sem meira var að hann átti afar auðvelt með að orða hugsun sína í töluðu máli. Hann hafði þessa fljúg- andi mælsku, sem var aðdáunar- verð. Við bekkjarfélagamir töldum hann kjörinn í ýmis embætti skólans enda varð hann fljótlega ritstjóri skólablaðsins og það var bersýnilegt að þar fór hæfíleikamaður til trúnað- arstarfa hver svo sem þau yrðu seinna í þjóðfélaginu. Inn í frásagnarlistina, sem hann tamdi sér, kom þessi skemmtilegi húmor, sem alltaf var stutt í, fyndni sem aldrei var á kostnað annarra hvórki særandi né ögrandi. Hann hafði þessa Guðsgjöf að vera léttur í lund, æti'ð í góðu skapi en þó síkvik- ur, hugsandi og spyijandi eða m.ö.o. einkar jákvæða útgeislun. Gísli var eldhugi, hann hugsaði hratt og mér fannst hann jafnvel stundum fram- kvæma á enn meiri hraða. Bekkjar- systkini hans töldu víst að hann yrði lögfræðingur og þingmaður með tímanum, en hann trúði mér fljótlega fyrir því að hugurinn stefndi í sagnfræði og fræði- mennsku. Hún átti hug hans allan og rúmlega það fannst okkur félög- um hans. Gísli var næmur á umhverfí sitt. Hann áttaði sig fljótlega á því, er ný stúlka settist í okkar bekk, að þar fór óvenjuleg hæfíleikamann- eskja, sem síðar varð eiginkona hans. Hversu oft litum við ekki hvor á annan með spurn í augum, þegar hún skilaði skriflegum verkefnum, sem voru þrefalt lengri að vöxtum en okkar eigin. Þau felldu fljótt hugi saman enda bæði afar snögg og þroskuð að átta sig á löngun og tilfínningum sínum. Þau urðu sam- rýnd hjón enda með ótrúlega líkar eigindir og skap, bæði kappsöm, ljóngreind og skarpskyggn á að- stæður og samferðamenn. Þótt Gísli hafí farið til náms í Englandi eftir stúdentspróf rofnaði samband okkar ekki alveg. Móttökur hans voru ógleymanlegar, er ég heimsótti hann til Norwich. Þá bjó hann einn á háskólagarðinum og þó viðdvöl mín hafí verið stutt, var auðséð að hann átti fjölda vina og var hvers manns hugljúfi. Þrátt fyrir að hvor hafí farið sína leið og liðið hafí langur tími milli endurfunda, var alltaf fylgst vel með úr fjarlægð og spumir hafðar uppi um líðan og gang mála hjá hvorum fyrir sig. Það var því einkar ánægju- legt að heyra þegar þau hjón hugð- ust flytja til Svíþjóðar 1984. Þá vor- um við nálægt hvor öðmm og gátum rifjað upp minningar frá skólaárun- um. Þau hjónin bjuggu þá í Stokk- hólmi en við í Uppsala, þar sem Gísli varði doktorsritgerð sína 1988. Menntaskólaárin voru Gísla og Berglindi kær upprifjun enda höfð- k um við félagamir afar gaman af að rifja upp ýmis atvik, sem áttu sér stað í B-bekknum. . * Það má segja að auðvitað hefðu menn getað hist oftar og alltaf mátti gera betur, en á það ber líka að horfa að Gísli var óhemju upptek- inn við sína fræðiiðkun, sem krafð- ist síns tíma. Það kom fyrir að ég hitti hann á förnum vegi hér áður fym. Þá hafði hann setið við skriftir fram eftir nóttu dag eftir dag og síðan var hann mættur til kennslu dag hvem. Ég spurði af hveiju hann legði þetta á sig. Svarið var einfalt. Þetta var bara svo skemmtilegt og spennandi. Auðvitað var það öfunds- vert að hafa slíka atvinnu, þar sem maður gleymdi stað og stund. Stundum flögraði að mér sú spum- ing hvort Gísli ofgerði ekki heilsu sinni. En hann skellti bara í góm og sagði að þetta væri allt í fína lagi, þetta væri svo gaman. Mér varð eins og öðmm verulegt áfall að sjá vin minn veikjast af hin- um illvíga sjúkdómi, sem hann barð- ist svo hetjulega gegn til hins síð- asta. Það var aðdáunarvert að sjá baráttuviljann og æðruleysið endur- speglast í óhemju vinnusemi og af- köstum á sviði sagnfræðinnar. Ég vil að leiðarlokum þakka sam- fylgdina og bið þess að Guð styrki Berglindi, bömin og fjölskyldur þeirra í hinni djúpu sorg. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Magnús Brynjólfsson. Kveðja frá Sagnfræðinga- félagi Islands Við lát dr. Gísla Ágústs Gunn- laugssonar er fallinn frá mikilvirkur sagnfræðingur, sem sett hefur sterkan svip á fræðasamfélag sagn- fræðinga mörg síðustu ár. Gísli Ágúst dvaldist erlendis við nám og störf á ámnum 1973-76. Þremur árum síðar lauk hann cand.mag. prófí í sagnfræði við Háskóla íslands og það ár, 1979, var hann einnig kjörinn formaður Sagnfræðingafé- lags íslands. Formennsku gegndi hann í tvö ár og var þar í forystu í öflugu félagsstarfi. Gísli Ágúst var alltaf virkur í starfí sagnfræðingafélagsins eftir það, kom á flesta fundi þess og tók virkan þátt í umræðum og faglegu starfí allt til hinsta dags. Tengsl hans við erlenda fræðimenn vom mikil og tók hann þátt í mörgum sagnfræðiverkefnum, norrænum og alþjóðlegum. Gísli Ágúst var hlýr persónuleiki og fljótur að kynnast fólki. Margir félagsmenn vom samferðarmenn hans á sagnfræðiþingum erlendis, sem hann sótti ötullega og reyndist góður félagi. Þar á meðal má nefna heimsþing sagnfræðinga, norrænu aðferðafræðiþingin og norrænu sagnfræðingaþingin. . Áhugamál Gísla Ágústs á fræða- sviðinu vom mörg og var hann jafn- an boðinnog búinn að miðla af þekk- ingu sinni til annarra. Em þeir ófá- ir sem fengu ábendingar frá honum sem þeim nýttust í eigin rannsókn- um. Sagnfræðingar munu minnast Gísla Ágústs sem vinar og fræði- manns sem var hvers manns hug- ljúfi. Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Islands sendi ég aðstandendum Gísla Ágústs innilegar samúðarkveðjur. Hrefna Róbertsdóttir. • Fleiri minningargrcinar um Gísla Ágúst Gunnlaugsson bíða birtingar ogmunu birtast í biaðinu næstu daga. t Hjartkær eiginmaður minn, TORFI SIGURJÓNSSON, Miðhúsum, Garði, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja 13. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Sæmundsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR HAFSTEINN VALDIMARSSON frá Rúfeyjum, Breiðafirði, siðar Hnúki, Dalasýslu, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Kristín Gunnarsdóttir, Hörður Þorsteinsson, Sigurður Óli Gunnarsson, Ólafia Ingibjörg Ingólfsdóttir, Pétur Gunnarsson, Helga Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Valdimar Gunnarsson, Guðrún Linda Karlsdóttir og barnabörn. t Bróðir okkar, VALDIMAR SIGURÐSSON frá Sigurðsstöðum, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 24. janúar sl. Bálför hefur farið fram að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug við andlát hans. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða og Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur. Systur hins látna. t Faðir okkar og tengdafaðir, SKÚLI ÞÓRÐARSON sem lést 8. febrúar sl., verður jarðsung- inn frá ísafjarðarkirkju á morgun, laug- ardaginn 17. febrúar, kl. 14.00. Ágústa Skúladóttir, Kjartan T. Ólafsson, Svandis Skúladóttir, Páll Theodorsson, Skúli Þ. Skúlason, Maria Jóakimsdóttir, Árni Skúlason, Laufey Þorsteinsdóttir, afa-, langafa- og langalangafabörn. t Systir mín, ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstaðarhlið 45, sem lést í Landspítalanum föstudaginn 9. febrúar sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag.föstudaginn 16. febrúar, kl. 15.00. Jóhannes Guðmundsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, sem andaðist fimmtudaginn 8. febrúar, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Vesturgötu 15, Ólafsfirði, ferframfrá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar eru afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á dvalarheimiliö Hornbrekku. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.