Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 52
4- iwjfiili ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ MORCUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Formlegar samningaviðræður um þátttöku í Schengensamkomulaginu hafnar Island og Noregur fái að- gang að ákvarðanatöku Morgunblaðið/Kristinn Solana á Alþingi JAVIER Solana, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, kom í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Is- lands. Friðargæzla NATO í Bosníu var efst á baugi i viðræðum hans við íslenzka stjórnmálamenn. Sol- ana átti m.a. viðræður við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann skoðaði auk þess Alþingishúsið í fylgd Ólafs G. Einarssonar, for- seta þingsins, en hélt síðan til Danmerkur síðdegis í gær. ■ NATO mun handtaka../26 FORMLEGAR samningaviðræður Islands og Noregs við ríki Schengen- samkomulagsins um gerð samstarfs- samninga hófust í Haag í Hollandi fyrr í vikunni. Hollendingar fara nú með forystu í Schengen-ráðinu og hafa þeir lagt fram tillögur fyrir hönd Schengen-ríkjanna, sem bæði íslenzk og norsk stjórnvöld telja lofa góðu um að samkomulag geti náðst. Innan Schengen-svæðisins, sem tekur nú yfir tíu aðildarríki Evrópu- sambandsins, hefur eftirlit á innri landamærum verið afnumið, en eftir- lit á ytri landamærum svæðisins ver- ið hert á móti. Semji ísland og Noreg- ur um samstarf við Schengen verður eftirlit með vegabréfum ferðamanna, sem ferðast á milli þeirra og Scheng- en-ríkjanna, afnumið. Á móti munu ríkin tvö taka á sig margs konar skyldur, meðal annars gæzlu ytri landamæra Schengen-svæðisins. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins gera tillögur Hollendinga ráð fyrir því að ísland og Noregur fái fulltrúa í öllum nefndum og starfshópum Schengen, þar sem nýj- ar ákvarðanir eru undirbúnar, jafnt og aðgang að fundum Schengen- ráðsins, þar sem endanleg ákvarð- anataka fer fram. Enn er hins vegar ósamkomulag um hvernig þátttöku íslands og Nor- egs í hinni endanlegu atkvæða- greiðslu um nýjar ákvarðanir í Schengen-ráðinu verður háttað. Schengen-ríkin vilja ekki að ísland og Noregur, sem ríki utan ESB, geti hindrað ákvarðanir Schengen-hóps- ins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur því verið rætt um einhvers konar tveggja þrepa ákvarðanatöku, þar sem Schengen- ríkin ræði málin fyrst í sínum hópi og séu þau öll sammála sé hópurinn víkkaður út og ísland og Noregur bætist við. Island og Noregur fengju því ákveðin áhrif en ekki neitunarvald gagnvart ákvörðunum, sem snertu Schengen-ríkin. Þau gætu hins vegar hafnað því að taka sjálf á sig viðkom- andi skuldbindingar. Slík höfnun gæti hins vegar stefnt samstarfínu í hættu, með sambærilegum hætti og neitun EFTA-ríkja gagnvart regl- um Evrópusambandsins myndi stefna samningnum um Evrópska efnahagssvæðið í hættu. Schengen-ráðið ákvað í desember síðastliðnum að bjóða íslandi og Noregi til formlegra viðræðna um gerð samstarfssamninga. Ráðið ákvað þá jafnframt að stefna að því að löndin tvö gætu fengið áheyrnar- aðild að Schengen fyrir 1. maí. Hol- lendingar munu taka málið upp að nýju á aukafundi Schengen-ráðsins í Haag í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vill Holland leita eftir skýrara umboði til að halda áfram samningum við Island og Noreg í framangreindum anda. íslenzkir og norskir embættismenn sækja þessa dagana fjölda funda með Schengen-ríkjunum viðvíkjandi tæknilegri útfærslu væntanlegra samstarfssamninga. Þótt pólitískt samkomulag náist á næstunni er mik- il tæknivinna eftir. Gert er ráð fyrir að samstarfssamningamir taki ekki gildi fyrr en 1998 eða 1999. Hótelturn - Hafnarfjarðar Verksamn- ingi rift BÆJARRÁÐ Hafnarijarðar hefur rift samningum við Miðbæ Hafnar- fjarðar hf um byggingu hótelturns í miðbæ Hafnaríjarðar. Ingvar Vikt- orsson bæjarstjóri segir stefnt að því að afgreiða á aukabæjarráðsfundi næsta mánudag samninga við nýja aðila um áframhaldandi fram- kvæmdir. Ingvar sagði að samningum hefði verið rift þar sem ljóst væri að tíma- setningar, sem stefnt hefði verið að, hefðu ekki staðist og eins og staða málsins hefði verið orðin hefði ekki verið um annað að ræða en riftun til að tryggja þann framgang málsins að SÍF gæti flutt inn í turninn 1.-3. apríl næstkomandi eins og ráðgert er og samningar standa til. Bæjar- stjórinn sagði að Hafnarfjarðarbær hefði ekki orðið fyrir tjóni vegna málsins. Hann sagði ætlunina vera að ganga til samninga við þá undir- verktaka, sem Miðbær Hafnarfjarðar hafði á sínum snærum, um að þeir ljúki verkinu eins og að var stefnt. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segist telja allar líkur á því, að Mík- haíl S. Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, þiggi boð um að koma til íslands og taka þátt í hátíð- arhöldum í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá fundi hans og Ronald Reag- ans, fyrrum forseta Bandaríkjanna, í Reykjavík. Þátttaka hans myndi tryggja þátttöku annarra mikil- vægra manna sem verið hefur rætt við, segjr forsætisráðherra, en sendi- herra Islands í Moskvu, Gunnar Gunnarsson, fundaði með Gorbatsj- ov á miðvikudag og afhenti honum bréf frá forsætisráðherra og borgar- stjóranum í Reykjavík vegna þess að ríki og borg hafa ákveðið að taka höndum saman um að minnast þess STÆRÐARMUNURINN skiptir ekki öllu máli í því hver aðstoðar hvern. Hér er það sá litli sem er að hjálpa þeim stóra við að koma að í október eru 10 ár liðin frá því að fundur leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna var haldinn í Höfða. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir, að á fundinum með Gorbatsjov hafi komið komið fram að hann hefði verulegan áhuga á málinu og hann hefði tekið sérstaklega fram að sér litist vel á hugmyndina og þætti við- eigandi að halda upp á afmæli fund- arins. Sérstakar kringumstæður eina hindrun „Gorbatsjov kvaðst hins vegar ekki svara því endanlega hvort hann kæmi, fyrr en eftir tíu daga, en þó gæti hann sagt strax að vilji sinn stæði til að þiggja boðið og einungis Litli o g stóri sér fyrir í Hafnarfjarðarhöfn, en þegar Ragnar Axelsson ljós- mjög sérstakar kringumstæður gætu orðið til þess að hann myndi ekki koma. Þegar leið á samtalið sagði hann að þetta væri atburður sem hann myndi alls ekki vilja missa af og tók jafnframt fram að ef hann kæmi í september til taka þátt í fundarstörfum, hefði hann áhuga á að skilyrði yrðu sköpuð til að hann gæti skoðað landið og kynnt sér það betur en hann gat fyrir tíu árum,“ segir Davíð. „Við teljum því allar líkur til þess að hann muni þiggja þetta boð og taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af þessu afmæli, sem myndi tryggja þátttöku annarra mikilvægra manna sem rætt hefur verið við.“ Með sérstökum kringumstæðum myndari Morgunblaðsins var á ferðinni í Hafnarfirði í gær var hafnsögubáturinn að lóðsa rúss- neskan togara inn til löndunar. er Gorbatsjov væntanlega að vísa til komandi forsetakosninga í Rúss- landi, en hann hefur ekki tekið af- stöðu til þess hvort hann fer í fram- boð eða ekki. Davíð kveðst ekki líta svo á að hátíðarhöld vegna afmælis- ins séu háð komu Gorbatsjovs og hægt verði að halda upp á það þótt hann boði forföll. Forsætisráðherra bjartsýnn „Engu að síður er ljóst að fundur- inn fær meiri þýðingu ef ánnar aðal- þátttakandinn í leiðtogafundinum fyrir áratug er á staðnum til að fjalla um hann og þróun mála síðan. Mér finnst því þessi viðbrögð Gorbatsjovs afar mikilvæg og er bjartsýnn," seg- ir Davíð. Þj óðhagsstofnun Gert ráð fyrir 4,4% atvinnu- leysi í ár ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að atvinnuleysi á þessu ári verði 4,4%. Þessi spá er byggð á könnun sem stofnunin gerði á atvinnuástandi í janúar. Atvinnuleysi í fyrra var 5%. Samkvæmt könnuninni var at- vinnuleysi nú í janúar 6%, en var 6,7% í janúar í fyrra. Þjóðhagsstofnun hefur undanfar- in ár gert könnun á atvinnuhorfum á vinnumarkaði. Könnunin er gerð þrisvar á ári, í janúar, apríl og sept- ember. 240 fyrirtæki eru spurð hvort einhveijar breytingar á starfsmannahaldi hafí verið æski- legar í mánuðinum miðað við um- svif. Fyrirtækin eru í öllum greinum atvinnulífsins nema landbúnaði, fiskveiðum og opinberri þjónustu. Sjúkrahús eru þó með. Starfsfólki fækki um 130 Könnunin leiddi í ljós að atvinnu- rekendur töldu æskilegt að fækka starfsfólki um 130 manns á landinu öllu, það er um 0,2% af áætluðu vinnuafli. 70 voru á höfuðborgar; svæðinu og 60 á landsbyggðinni. í janúar í fyrra töldu atvinnurekend- ur sig þurfa að fækka starfsfólki um 380. Vilji til fækkunar kom helst fram í verslun og veitinga- starfsemi og byggingastarfsemi. Atvinnurekendur í iðnaði töldu sig þurfa á fleira starfsfólki að halda og vildu ráða 25 starfsmenn til viðbótar. Á sama tíma í fyrra vildu iðnrekendur fækka starfsfólki um 130. I öðrum greinum verður einnig vart við bata. Ástand í versl- un og veitingastarfsemi og bygg- ingastarfsemi hefur hins vegar versnað frá sama tíma í fyrra. Að mati Þjóðhagsstofnunar eru horfur um sumarstörf svipaðar og þær voru um þetta leyti í fyrra. Gorbatsjov kveðst áhugasamur um íslandsheimsókn vegna afmælis leiðtogafundar Vill ekki missa af afmælinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.