Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp um staðfesta sambuð rætt á Alþingi Kirkjan gagnrýnd fyrir að mæla gegn vígslu ÞJÓÐKIRKJAN var gagnrýnd á Al- þingi á þriðjudag fyrir að mæla gegn því að veita lagaheimild til kirkju- legrar vígslu samkynhneigðra. Verið var að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um staðfesta samvist, en samkvæmt því geta tveir einstaklingar af sama kyni fengið samvist staðfesta af borgaralegum yfirvöldum og njóta eftir það svip- aðra réttinda og eftir stofnun hjú- skapar, þó með nokkrum undantekn- ingum sem einkum varða ættleiðing- ar barna og tæknifijóvganir. Ekki er gert ráð fyrir kirkjulegir vígslumenn annist staðfestingu sam- vistar-frekar en á öðrum Norður- löndum þar sem sambærileg löggjöf hefur verið sett. í frumvarpinu kem- ur fram að leitað var álits biskups íslands á þessu álitaefni og í svar- bréfi biskups lýsir hann þeirri af- stöðu þjóðkirkjunnar að hún óski alls ekki eftir því og telji það mjög vafasamt að mælt verði fyrir því í lögum að veita heimild til kirkjulegr- ar vígslu samkynhneigðra. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalags, sagði það koma sér á óvart að kirkjunnar menn skyldu ekki taka því með afar jákvæðu og kristilegu hugarfari að veita samkynhneigðu fólki kirkju- vígslu. Össur Skarphéðinsson, þing- maður Alþýðuflokks, sagðist telja að heimild til kirkjulegrar vígslu ætti að vera fyrir hendi i frumvarp- inu og lýsti þeirri skoðun að fordóm- ar fælust í afstöðu kirkjunnar. Fleiri þingmenn tóku í sama streng. Fordómar og sérréttindi Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði m.a. að umtalsefni bréf, sem þingmönnum barst frá forsvarsmönnum trúar- safnaða, og sagði það eitt furðuleg- asta og ómerkilegasta bréf sem hefði komið inn um sína bréfalúgu. Einar sagði að bréfið hefði lýst fordómum, klæddum í guðfræðilegan og trúar- legan búning. Þarna hefði verið gerð tilraun til þess að dylja fordómana og undarlega afstöðu til einstaklinga í þjóðfélaginu og reynt að blekkja fólk til að ímynda sér að það væri ósamrýmanlegt kristni í landinu að styðja við mannréttindabaráttu sam- kynhneigðs fólks hér á landi. Fulltrúar allra þingflokka lýstu í meginatriðum yfir stuðningi við frumvarpið en sumir töldu að ganga ætti lengra en gert er í frumvarp- inu, einkum við að lögfesta rýmri ættleiðingarreglur en þar eru._ Sá eini sem talaði gegn því var Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem sagði það höggva að almennum réttindum og veita fá- mennum hópi sérréttindi. Árni sagði, að ef samkynhneigt fólk ætti að fá rétt til staðfestrar sambúðar, einskonar vígslu framhjá kirkjunni, væri spurning hvort ekki ætti að leyfa fjölkvæni og barnagift- ingar sem tíðkuðust víða um heim. Það kæmi ekki samkynhneigð við heldur sérréttindum og lífsstíl sem væri úr takt við þann grundvöll sem almennar leikreglur þjóðfélagsins byggðust á. Því yrði að fara mjög hægt í þessum efnum og stemma eins og hægt væri stigu við því að mál flæddu út um allt. Engin húsleit var gerð JÓN H. Snorrason, deildarlögfræð- ingur hjá RLR, sækjandi málsins gegn starfsmönnum sjávarútvegs- fyrirtækja vegna viðskipta við þýska fisksölufyrirtækið Lúbbert, segir það byggt á misskilningi hjá lögmanni fyrrverandi framkvæmdastjóra Osvarar í Bolungarvfk að við upphaf rannsóknar málsins hafi farið fram húsleit án dómsúrskurðar eða sam- þykkis húsráðanda. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á laugardag sagði Jóhann Hall- dórsson, hdl., verjandi fyrrverandi framkvæmdastjóra Ósvarar, í mál- flutningi að málið væri að miklu leyti byggt ofan á skjöl sem lagt hefði verið hald á við heimildarlausa hús- leit í upphafi rannsóknarinnar. Framkvæmdastjórinn framvísaði skjölum Jón H. Snorrason, stjórnandi lög- reglurannsóknarinnar og sækjandi málsins, segir að ekki hafi verið um húsleit að ræða. Rætt hafi verið við framkvæmdastjórann fyrrverandi á skrifstofu hans, eftir að farið var að rannsaka kæru bæjarstjórans í Bolungarvík um að undirritun hans hefði verið fölsuð á tilkynningu til Fiskistofu um framsal aflamarks. Þá hafi framkvæmdastjórinn fram- vísað skjölum til að staðfesta atriði í frásögn sinni. Á þeim skjölum hafi verið ap finna upplýsingar um við- skipti Ósvarar og Lúbbert. Þessi skjöl, sem framkvæmda- stjórinn framvísaði, hafi verið hald- lögð þar og þá án þess að um hús- leit hafi verið að ræða. Skrifað á staðlað eyðublað Skýrsla um haldlagninguna hafí hins vegar verið skrifuð á staðlað eyðublað frá RLR sem beri heitið „Húsleit/ha!d“. Á slík eyðublöð séu ritaðar skýrslur um húsleitir og þá muni sem haldlagðir séu við húsleit- ir og einnig þegar munir eða gögn séu haldlögð án þess að um húsleit hafi verið að ræða. Það hafi átt við í þessu tilviki en kunni að hafa valdið misskilningi hjá lögmanni framkvæmdastjórans fyrrverandi. Sendiherra Suður-Afríku Mikill vel- vilji í garð Norðurlanda ETTA er fyrsta diplómatíska staða mín og vissulega mikil breyting frá fyrra starfí," segir Stephen P. Gawe, sendi- herra Suður-Afríku í Ósló. Hann afhenti í síðustu viku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Suður-Afríku á íslandi. „Nú er ég fulltrúi allrar þjóðarinnar en ekki eins flokks einvörðungu. Ég er þó áfram háður því að fylgja fyrirmælum frá aðalstöðvum og að fram- fylgja stefnu ríkisstjómar- innar, sem nú er við völd. Segja má að hún bygg- ist í fyrsta lagi á því að tryggja þróun Suður-Afr- íku í þágu allra þeirra þjóða sem þar búa. Áður börðumst við fyrir því að efnahags- leg samskipti við Suður-Afríku væru sem minnst. Nú er markmið- ið að tryggja að Suður-Afríka gegni mikilvægu hlutverki sem fuligilt afrískt ríki og við viljum að fjárfestingar séu í þágu þjóðar- innar allrar. Telur þú eftir á að hyggja að Suð- ur-Afríka hafí beðið varanlegt efnahagslegt tjón vegna refsiað- gerðanna? Við vonum að áhrifrn verði ekki varanleg en auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir að þær skilji eftir ör. Ég er þó einnig sannfærð- ur um að alþjóðlegu refsiaðgerðim- ar hafi flýtt fyrir falli aðskilnaðar- stefnunnar. Án þessarar samstöðu væri ég eflaust enn í útlegð og margir vina minna í fangelsi. Norðurlöndin voru í framvarð- arsveit þeirra ríkja er börðust gegn aðskilnaðarstefnunni. Finnst þér þau að sama skapi vera jafnfljót að taka upp viðskipti við ríkið nú? Þau em ekki jafnfljót að því og við hefðum helst kosið. Norður- landabúar virðast vera varkárir að eðlisfari. Þeir ana ekki út í hluti. í Suður-Afríku er hins vegar að finna gífurlegan velvilja í garð Norðurlandanna. Nelson Mandela forseti hefur heimsótt Norðurlönd- in og á síðustu vikum hafa fjöl- margir norrænir þjóðhöfðingjar og ráðamenn heimsótt Suður-Afríku. Eru einhverjar líkur á að Mand- ela heimsækji ísland? Ég hef ekki heyrt neitt ákveðið um það. Ég vona hins vegar að íslendingar muni brátt skipa sendi- herra í Suður-Afríku en það gæti hugsanlega auðveldað slíka heim- sókn. Hvernig gengur að þínu mati að sætta þjóðir Suður-Afríku? Það hefur gengið framar öllum vonum. Samstöðu- stjómin hefur traust allrar þjóðarinnar. Á afmörkuðum svæðum er hægt að finna hópa sem vilja ekki taka þátt í þessari þróun. Má nefna Natal þar sem mikið er um ofbeldi. Við verðum hins vegar að sjá hlutina í víðara samhengi. Það hefur dregið þó nokkuð úr ofbeldi miðað við það hvernig ástandið _ var um miðjan síðasta áratug. Á sama tíma hafa stjórn- völd einnig víðtækari stuðning í þjóðfélaginu en þá. En er ekki raunin sú að ofbeldið hefur breytt um eðli? Ofbeldis- glæpir leysa pólitískt ofbeldi af hólmi, sem meðal annars hefur haft slæm áhrif á suður-afríska ferðamannaþjónustu? Ofbeldisglæpir eru orðnir alvar- legt vandamál. Þeir em hins vegar bundnir við nokkur afmörkuð ► Stephen P. Gawe er sendi- herra Suður-Afríku á Islandi með aðsetur í Ósló. Hann hóf störf í suður-afrísku utanríkis- þjónustunni árið 1994. Hann var um árabil í útlegð í Bretlandi og um skeið æðsti fulltrúi Afr- íska þjóðarráðsins (ANC) þar. Þá var hann fulltrúi ANC á Ital- íu áárunum 1991-1994. svæði og jafnast ekki út um landið allt. Það er því auðveldara fyrir stjómvöld að- ná tökum á þessu vandamáli. Verst er ástandið í kringum Jóhannesarborg og ná- grannaborgir og í Kwa-Zulu-Natal en þar er ofbeldið líka fyrst og fremst pólitískt. Að auki er stór hluti ofbeldisins innan hópa glæpa- manna. Fórnarlömbin era því ekki óbreyttir borgarar heldur aðrir glæpamenn. Gífurlegt atvinnuleysi hefur ver- ið nefnt sem skýríng á ofbeldinu. Sérðu einhveijar líkur á að stjórnin nái tökum á því máli? Stefna stjórnarinnar er sú að ýta undir fjárfestingar og stuðla að hagvexti. Meðal annars hefur verið lögð mikil áhersl á fjárfest- ingar í húsnæðiskerfinu. Um leið og við getum útvegað fólki hús- næði aukast möguleikarnir á at- vinnusköpun og hagvexti. Það ræður úrslitum að efla traust fjár- festa og þá ekki einungis erlendra fjárfesta heldur einnig suður-afr- ískra. Margir líta á Suður-Afríku sem hina efnahagslegu eimreið er geti dregið stóran hluta Afríku með sér. Virðist það vera þróunin? Ég vona að við munum geta ýtt undir aukna efnhagslega starfsemi annars staðar í Afríku og þá fyrst og fremst suðurhluta álfunnar. Þar sjáum við lykilinn að efnahagslegri þróun Afríku. Stefna suður- afrísku stjórnarinnar í efnahagsmálum er ekki óumdeild. Nýlega gagnrýndi til dæmis ráðherra þróunarmála í Bandaríkjunum Suður-Afríku og sagði landið ekki þurfa á þróunar- aðstoð að halda heldur breyttrí efnahagsstefnu. Slík gagnrýni á sér fyrst og fremst hugmyndafræðilegar rætur °g byggist ekki á staðreyndum málsins. Við höfum vissulega þörf fyrir ákveðna aðstoð til að ýta efnahagsþróuninni úr vör þannig að við getum orðið sjálfum okkur nægir. Við viljum ekki verða háðir þróunaraðstoð heldur á hún fyrst og fremst að vera skammtímala- usn. Ég liti á það sem fordæmingu ef einhver héldi því fram að við yrðum háðir þróunaraðstoð til langs tíma. „Þróunar- aðstoð er skammtíma- lausn“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.