Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 33
MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 33 MORGUNBLAÐIÐ I ; l :] ! í 4 4 4 4 4 4 4 4 ( < 4 i ( i i i ( i ( ( ( ( ANNA ARNADOTTIR + Anna Árnadótt- ir var fædd á Ytri-Rauðamel í Hnappadalssýsslu 26. júlí 1901 og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. febrúar 1996. Hún fluttist með for- eldrum sínum að Stóra-Hrauni 6 ára gömul. Foreldrar hennar voru hjónin sr. Arni Þórarins- son prófastur f. 20. jan. 1860, d. 3. feb. 1948 og Anna Mar- ía Elísabet Sigurðardóttir frá Syðra-Skógarnesi f. 22. feb. 1877, d. 22. maí 1958. Anna var fjórða í aldursröð 11 barna þeirra hjóna og lifa nú fjögur þeirra: Þóra, ekkja f. 1903, Ingibjörg, ekkja f. 1908, Guð- mundur, verslunarmaður f. 1910 og Einar pípulagningam. f. 1913. Anna giftist 1924 Páli Geir Þorbergssyni verkstjóra frá Syðri-Hraundal í Mýrasýslu f. 29. júní 1894, d. 17. maí 1979. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, sem upp komust. Þau eru: 1) Anna María Elísabet f. 8. sept. 1925, d. 19. okt. 1974, giftist Bergi Pétri Jónssyni flugum- ferðarstjóra f. 11. des. 1925. Börn þeirra eru: Páll Þór sjúkraliði, f. 3. feb. 1953, Rakel Olöf, grafískur hönnuður, f. 22. nóv. 1956 og á hún tvö börn. Anna Gyða leikskólakennari, f. 27. apr. 1965. Maki hennar er Eysteinn Sigurðsson, verka- maður f. 12. jan. 1954 og eiga þau eina dóttur. 2) Árni, fyrrv. sóknarprestur f. 9. júní 1927, kvæntur Rósu Björk Þorbjam- ardóttur fyrrv. endurmenntun- arstj. KHÍ. Börn þeirra eru: Þor- björn Hlynur sókn- arprestur, f. 10. mars 1954, kvæntur Önnu Guðmunds- dóttur, bókmennta- fræðingi og kenn- ara, f. 22. maí 1958 og eiga þau tvo syni. Þórólfur, framkvæmdastjóri, f. 24. mars 1957, kvæntur Margréti Baldursdóttur tölvunarfræðingi, f. 28. mars 1959, og eiga þau tvö böm. Anna Katrín háskólakennari í Bergen, f. 2. mars 1963, gift Guðmundi Val Stefánssyni, framkvæmdastj., f. 3. sept. 1955 og eiga þau 3 börn. Árni Páll, sendiráðsritari hjá NATO í Brussel, f. 23. maí 1966. Maki Sigrún Eyjólfsdótt- ir, f. 2. ágúst 1968. Þau eiga 3 börn. 3) Bjami, kennari við Fjölbr.skólann í Garðabæ, f. 18. júlí 1936, kvæntur Valborgu Þorleifsdóttur meinatækni, f. 31. okt. 1938. Börn þeirra era: Þorleifur tölvunarfræðingur, f. 24. okt. 1963. Maki hans er Hildur Ómarsdóttir, meðferð- arfulltrúi, f. 11. ágúst 1970. Hrefna tölvunarfræðingur, f. 14. júlí 1965, gift Bjarna Birgis- syni, tölvunarfræðingi, f. 9. des. 1964, og eiga þau tvo syni. Anna, leikskólakennari, f. 24. mars 1971. Maki hennar er Hlynur Hreinsson, viðskipta- fræðingur, f. 4. jan. 1969. Páll Geir háskólanemi, f. 31. júlí 1972. Utför Önnu Ámadóttur fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. mars, kl. 13.30. Anna Árnadóttir frá Stóra-Hrauni er fallin frá í hárri elli, án undan- genginna veikinda eða harmkvæla. Hennar endadægur var einfaldlega mnnið upp, svo hún gerði sér þess fulla grein en enga rellu, fremur en um vistaskipti milli húsa eða bæjar- hverfa væri að ræða. Þannig vissu raunar allir kunnugir, að það mundi verða og hlyti að verða, slík var fullvissan og trúnaðartraustið og vakandi vitund alla ævi hennar um líf með eilífðarverum. Það er einfalt að skilgreina og staðsetja þá ágætu konu, sem hér um ræðir, Önnu Árnadóttur, próf- asts Þórarinssonar, sem kenndur hefur verið við Stóra-Hraun í Kol- beinsstaðahreppi, svo sem öll íjöl- skyldan með honum, en móðir henn- ar var Anna María Elísabet Sigurð- ardóttir. í þeim hjónum mættust ættir hans úr Ámes- og Rangár- vallasýslum, af Magnúsi Andrés- syni bónda og alþingismanni í Syðra-Langholti, Jórunni systur Tómasar Sæmundssonar og þar með Presta-Högna og Sigurði í Ásgarði langafa Jón Sigurðssonar forseta, og hennar úr Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum, af Kristínu ljósmóður í Skógamesi, sem séra Árni taldi sannheilaga, náfrænku Þorleifs læknis í Bjarnarhöfn og Þórðar alþingismanns á Rauðkolls- stöðum. Menntahefð úr hans ætt blandaðist þannig við mikinn and- legan kraft og dulræna hæfileika úr hennar frændgarði. Var því ekki að undra, að Anna yrði þeim gáfum gædd og kostum prýdd, sem raun varð á og hún miðlaði til sinna af- komenda. Séra Árni vígðist til Miklaholts árið 1886 og sat að auki Syðra- Skógarnes og Rauðamel áður en hann fékk Stóra-Hraun til ábúðar 1907. Börnin þeirra ellefu voru fædd á öllum fjórum stöðunum og nutu þeirrar náðar, og að sjálfsögðu myndarskapar foreldra og aðstand- enda, að komast öll upp. Anna var hin fjórða í röðinni og fyrsta af fjór- um til að koma í heiminn á Rauða- mel árið 1901, en hin síðustu fjögur létu það bíða Stóra-Hrauns. Skipt- ing hópsins í sex dætur og fimm syni gat ekki jafnari verið. Og hví- líkur systkinahópur, fjörmikill, frjöl- gáfaður, sagnafróður og söngelsk- ur. Samheldni þeirra og sívökult samband hélst alla ævi með lang- lífi. Stóra-Hraun var afar líflegur samverustaður fjölskyldunnar, einnig eftir að hún var að mestu flutt suður. Ætla mætti, að gnótt væri frásagna af börnunum í viða- mikilli ævisögu séra Árna, en þang- að inn komst aðeins það, sem féll að áhugamálum hans og sérstæðri lífsreynslu. Þar er raunar aðeins ein frásögn af Önnu, er hún var á fyrsta ári, og segir frá tilraun með gáfna- far læðu, sem kom fram við hana eins og barnfóstra. Um dæturnar uppkomnar er haft eftir séra Árna, að þær „runnu út eins og heitar bollur, því þær þóttu svo gott hold“. í þessu kom fram kímilegt viðhorf hans til jarðbundnari hliða mann- Iífsins, þar» sem ekki færi mikið fyrir mannviti og andlegum gildum. Anna átti þó eftir að reynast foreldrum sínum hin þarfasta á efri búskaparárum þeirra, er hún gekk í hjónaband með Páli Geir Þorbergs- syni, bóndasyni af Mýrum, sem gerðist ráðsmaður presthjónanna á Stóra-Hrauni. Hann var mjög hneigður til búskapar, hygginn og dugmikill. Þar fæddust þeim hjón- um tvö eldri bömin, Elísabet, 1925, og Ámi, 1927. Þau áttu þess þó ekki kost að halda þar áfram bú- skap, heldur héldu til Reykjavíkur um svipað leyti og gömlu hjónin. Þar gerðist Páll verkstjóri hjá Lýsis- samlagi ísl. botnvörpunga við góðan orðstír og þar fæddist yngsta bam- ið, Bjarni, 1936. Á sama ári byggðu þau í Norðurmýrinni á Mánagötu 16 og áttu þar heimili sitt alla tíð síðan. Það rúmaði tvær íbúðir og kjallara og bjuggu þau sjálf á efri hæðinni og höfðu kjallarann sem barnaherbergi og geymslur, en leigðu út miðhæðina, þegar fram leið einkum börnum og barnabörn- um. Þannig fóru saman hyggindi og nægjusemi og samheldni fjöl- skyldunnar tryggð með föstum samastað. í þessu umhverfí kynntist ég fjöl- skyldunni á því sæla sumri 1942, þegar íslendingar tóku út lúksus tvennra kosninga, meðan umheim- urinn átti í stórstyijöld. Föðurfjöl- skylda mín á Fáskrúðarbakka hafði verið í vinfengi við Stóra-Hraun, fermst hjá séra Árna og notið upp- örvunar hans til mennta. Sem Hólm- ari í nokkur ár hafði ég kynni af Þórami á Stóra-Hrauni, en þetta sumar komst ég í vegavinnu þar um slóðir og kynntist Árna Pálssyni og síðar foreldmm hans í heimsókn þar og komst í tæri við hinn fríða dætra- hóp, sem enn á ný var að vaxa upp á Stóra-Hrauni, en þar ljómaði allt í söng og gleðskap. Svo um haustið vildi svo til, að ég lenti í samlestrar slagtogi með Hreggviði, vini Áma í næsta húsi. Small þá hópurinn sam- an í klíku, sem kallaði sig Splæsfé- lagið og gerði sig heimakominn á báðum bæjunum. Heimili Ónnu og Páls stóð galop- ið vinum bama þeirra sem og stór- fjölskyldum beggja og gesti og gangandi yfirleitt og var öllum tek- ið af hjartahlýju og hlutdeild í kjör- um og örlögum. Anna vann aldrei úti svo mér sé kunnugt, heldur gætti bús og bama í fyllsta og besta skilningi og var ætíð á sínum stað reiðubúin til ráðgjafar og rökræðu, samúðar og gamanmála. Síminn var mikið notaður til fjarskipta um víðfeðma fjölskyldu og vinahóp, hvort sem spaugileg eða hryggileg atvik bar að höndum og kynni hann frá mörgu að segja, mætti hann mæla. Sagt er, að eitt sinn, er mik- ið lá við, hafi Betu verið fært bæði kaffi og matur að símanum. Yfír- Ieitt vann Anna úr slíkum efnivið af miklum húmor að hætti föður síns og hússins, að segja má. Fjöl- skyldan var með afbrigðum hljóm- elsk, dáði góða söngvara og þekkti sæg af lögum og textum. Helst var það Beta, sem spilaði á píanóið, en því var vel tekið; að aðrir gripu í það og lagið væri tekið. Fleiri ljúfar minningar leita á hugann en hér eru tök á að telja. Anna var mikil trúkona í rúmum og fijálslegum anda, gædd háleitri siðgæðisvitund. Hún tók þó mildi- lega á yfirsjónum fólks og barði ekki á því með biblíutilvitnunum, heldur var kærleikurinn í fyrirrúmi. Hún hafði eðlislæga tilfinningu og fullvissu um tilvist hins andlega heims og var jákvæð fyrir andlegum samböndum og dulrænni reynslu. Hún var ómyrk í máli um, að frek- ar vildi hún fylgja sonum sínum til grafar en sjá þá sökkva í drykkju- skap, en lítil var sú vínnautn, sem henni fannst ekki fullnóg. Þessi umgangur við eilífðarverur og til- hlökkun dýrðarinnar gat tekið á sig kímilega mynd eins og þegar haft var á orði, að það tæki af þeim sökum á hana að koma í kirkjugarð og líta opna gröf. Hin stóra sorg vitjaði hennar einu sinni með frá- falli Betu á besta aldri frá manni og börnum, en hún bar það furðu vel, studd sínum styrka trúar- grunni. Hún var ekki hraustleg að sjá, en alla tíð ótrúlega heilsugóð, svo varla varð misdægurt, enda gekk hún sínar tröppur og stiga fram í andlátið og sá að heita má um sig sjálf, utan þess að litið var títt til hennar. Svo skýr var hún í kollinum, að níræð hélt hún glimr- andi ræðu í afmæli bróður síns. Prestsdóttirin Anna hefur ávaxt- að sitt pund vel með því að verða prestsmóðir og prestsamma, auk alls annars atgervis afkomenda, sem hún hefur átt æði dijúgan hlut að því að koma á legg. Okkur er því öllum þökk í huga er við kveðj- um hana að leiðarlokum. Megi henni verða að von sinni um góða heimkomu. Blessuð sé minning hennar. Bjámi Bragi Jónsson. í dag kveðjum við hinstu kveðju ömmu okkar Ónnu. Á þessum tíma- mótum finnum við bæði til gleði og eftirsjár. Hvað er til dásamlegra en fá að lifa í nær 95 ár og halda andlegu atgervi sínu og það að geta hugsað um sig sjálfur? Amma fékk æðstu ósk sína upp- fyllta að verða ekki ósjálfbjarga og öðrum háð. Trúlega hefur hún lifað síðustu árin meira af vilja en mætti því líkami hennar var orðinn þreytt- ur og slitinn. Áhugi ömmu á lífínu var óvenju mikill og alltaf fann hún eitthvert tilefni til að lifa fyrir. Ein- hver í fjölskyldunni að koma frá útlöndum eða barn í vændum. Frásagnargáfa hennar og hvern- ig hún gerði óspart grín að sjálfri sér var með slíkum ólíkindum að hún hreinlega sogaði að sér fólk. Heimili ömmu á Mánagötunni hefur verið sem menningarmiðstöð í ára- tugi. Ótrúlegt þykir okkur að allt þetta fólk hafi komið til hennar af skyldurækni. Margir hafa búið þar og slitið sínum barnsskóm auk þess að hafa komið þar við allt sitt líf. Mánagötu-heimsóknirnar hafa ávallt skilið eftir sig skemmtilegar sögur af einhveiju tagi, fræðslu eða umhyggjusöm varnaðarorð. En stundum misskildum við umhyggju ömmu vegna óumburðarlyndis okk- ar og skilningsleysis á því af hvaða kynslóð hún var og öllum þeim þjóð- félagsbreytingum sem hennar kyn- slóð hefur upplifað. Auk þess vildi hún reyna að koma okkur systkin- unum í móðurstað. Á þessum stund- um hitnaði í kolunum en það var alltaf stutt í fyrirgefninguna. Það verður örugglega erfítt fyrir okkur og marga aðra að hugsa sér Mánagötu 16 án ömmu. Auðvitað hlaut að koma að því fyrr eða síðar þó að í hugum okkar hafí hún ver- ið ódauðleg, svo marga feigðar- draumana hafði hún lifað af. Við erum þakklát fyrir það hversu lengi við fengum að hafa hana og njóta veraldlegra og and- legra gjafa hennar. Við kveðjum ömmu með þakk- læti og stolti og sendum henni ferðabæn sem móðir okkar kenndi okkur ungum. Ó, Drottinn, virstu að mér gá, ó, Drottinn, leið mig til og frá, hönd þín mig vemdi hvar ég fer, háskanum vísi burt frá mér. Ó, Drottinn, skildu ei við mig, einkafórunaut kýs ég þig. (Sig. Jónsson) Að lokum viljum við þakka starfsfólki á deild A6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir einstaka um- hyggjusemi í garð ömmu og okkar allra. Páll, Rakel og Anna Gyða. Anna Árnadóttir, föðursystir mín, er látin á 95. aldursári. Þrátt fyrir háan aldur var minni hennar óskert og sótti maður til hennar fróðleik um hvað sem var, bæði gamalt og nýtt. Hún var stórbrotin og litrík persóna, sem alls staðar var tekið eftir. Þó að Önnu lægi ekki hátt rómur var einhver drama- tískur hljómur í rödd hennar er gerði það að verkum meðal annars að maður varð að hlusta, en frá- sagnarmáti og skopskyn hennar var svo frábært og næmt, að enginn efi er á því að hún sá hlutina í mun skýrara ljósi en flestir aðrir. Anna giftist Páli Þorbergssyni frá Hraundal, síðar yfirverkstjóra hjá Lýsissamlaginu. Páll var ein- stakt prúðmenni og mikill öðlings- maður. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Stórahrauni, en fluttu síðari til Reykjavíkur, fyrst að Lamba- stöðum á Seltjarnarnesi, en seinna byggði hann hús á Mánagötu 16, en þar bjuggu þau æ síðan. Eftir að Anna og Páll fluttust til Reykja- víkur dvaldi Anna oft á sumrin með börn sín hjá foreldrum mínum á Stórahrauni. Við Elísabet dóttir þeirra (er dó langt um aldur fram) vorum mjög nánar vinkonur og eft- ir að ég fluttist með föðurforeldrum mínum til Reykjavíkur í skóla má - heita að Mánagötu-heimilið væri mitt annað heimili. Margir voru þeir er áttu athvarf hjá Onnu og Páli um lengri eða skemmri tíma, bæði skólapiltar, vinir barna þeirra og frændfólk. I þeirra huga var þetta sjálfsagður hlutur og öllum tekið af jafn mikilli hlýju. Anna fylgdist með menntun og hag afkomenda sinna og bar mjög fyrir bijósti allt er þeim viðkom, enda mátu þau hana mjög mikils, virtu og elskuðu. Ég undraðist einn- ig hvað vel hún fylgdist með okkur ættingjunum. Önnu var ekkert óviðkomandi, þjóðmálin og heimsmálin voru henni hugleikin og ræddi hún þau af*' kappi. Anna frænka hélt reisn sinni til hins síðasta. Nú er hún horfin yfir landamæri lífs og dauða í trú á annað líf og leiðsögn drottins. Við kveðjum hana öll með sárum sökn- uði, því hér kvaddi kona í blóma lífsins 94 ára. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, hér er átt við andann en ekki árin. Kristín Þórarinsdóttir frá Stórahrauni. Nú er föðursystir min Anna Árnadóttir öll, á nítugasta og fimmta aldursári, södd lífdaga. Ekki brá mér við þá andlátsfregn, enda við öllu að búast á þeim aldri. Södd lífdaga segi ég því þegar ég sótti hana í saltaðan sel hjá foreldr- um mínum í fyrra, neitaði hún að spenna á sig öryggisbeltið — sagð- ist vera alveg sama þótt hún dæi. Auðvitað er harmur kveðinn að hennar nánustu, en þó er hún okk- ur öllum, bæði ættingjum og vinum, jafnódauðleg og Egill Skallagríms- son. Og skilur ekki eftir sig neitt tómarúm frekar en hann. Hnyttin tilsvör hennar og skörp greind með^ ómælanlegri kímnigáfu, lifa með okkur áfram. Kannski er missirin mestur fyrir Ingibjörgu systur hennar, sem í hárri elli hefur brotist frá Sauðár- króki, minnst tvisvar á ári og oft sárlasin, til að þræta við systur sína um alla skapaða hluti og óskapaða. Já, kannski er hennar missir mest- ur. En ég er viss um að Anna verð- ur leidd í helgan stað hinum megin graf ar, sem ein af furðum tilverunn- ar og meistarasmíð skapara henn- ar. Andi hennar lifí. Krislján Guðmundsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ASTRIDAR GUÐMUNDSSON, Hjarðarhaga 40. Sérstakar þakkir fær sr. Frank M. Halldórsson. Aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURHÖNNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Húsavík. Olena Jónsdóttir, Einar Fr. Jóhannesson, Þórunn B. Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.