Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 26
26 F'ÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ISLAND OG RIKJA- RÁÐSTEFNA ESB AEVRÓPURÁÐSTEFNU Norðurlandaráðs, sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, kom fram vilji af hálfu norrænna aðildarríkja Evrópusambandsins að hafa samráð við ísland og Noreg um málefni ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst síðar í mánuðinum, og taka tillit til hagsmuna þeirra. í þessu sambandi hefur sú hugmynd komið fram að sendiherrar íslands og Noregs í Brussel ræði málefni ríkjaráðstefnunnar við fastafulltrúa norrænu ESB-ríkjanna þriggja hjá Evrópusamband- inu, en þessir embættismenn hafa nú þegar mikið samband sín á milli. Þótt ríkjaráðstefna ESB verði ef til vill ekki sá vendipunktur í samrunaþróuninni í Evrópu, sem sumir hafa haldið fram, er ljóst að niðurstöður hennar geta skipt miklu máli fyrir íslenzka hagsmuni. Dagskrá ráðstefnunnar er enn ekki fullmótuð, en ýmis umfjöllunarefni hennar munu hafa áhrif á ísland. Þar ber fyrst að nefna umræður um breytingar á skipan evrópskra varnar- mála, einnig umræður um breytingar á samstarfi ESB-ríkjanna í dóms-, lögreglu- og innanríkismálum, hugmyndir um breytt lagakerfi ESB og um breytta ákvarðanatöku innan sambands- ins, en niðurstaðan í tveimur síðarnefndu málunum getur haft áhrif á framkvæmd EES-samningsins. Fram að þessu hefur ekki verið fyrirhugað að ræða breytingar á sjávarútvegsstefnu sambandsins á ríkjaráðstefnunni, en það gæti breytzt ef brezk stjórnvöld gera alvöru úr þeirri fyrirætlan sinni að taka upp hið svokallaða kvótahoppsmál á leiðtogafundin- um í Tórínó í lok mánaðarins, þar sem ríkjaráðstefnan verður sett. Það er þess vegna jákvætt að hin norrænu ríkin vilji hlusta á sjónarmið íslands og koma þeim á framfæri innan Evrópusam- bandsins. Það tækifæri er mikilvægt að nota sem bezt. Hins vegar má spyrja hvort íslenzk stjórnvöld séu nægilega vel búin undir slíkt samráð. Ríkjaráðstefnan hefst síðar í þessum mán- uði, en ekki hefur enn komið fram opinberlega hvernig ríkisstjórn- in skilgreini hagsmuni íslands í sambandi við ríkjaráðstefnuna. Skýr stefnumótun í þessum málum er ekki sízt mikilvæg vegna þess að áherzlumál Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands á ríkja- ráðstefnunni fara ekki endilega saman við helztu hagsmunamál íslands. Norrænu aðildarríkin munu því ekki gæta hagsmuna okkar sjálfkrafa, heldur verða íslendingar að setja það skýrt fram við þau hvað þeir telji skipta mestu fyrir íslenzka hagsmuni. S ALMONELLU ÁF ALL SALMONELLUSÝKINGIN á Landspítalanum er ekki einungis áfall fyrir innra eftirlit spítalans heldur ekki síður íslenskan matvælaiðnað. íslenskur matvælaiðnaður státar sig af því að standa vel hvað allar hreinlætis- og heilbrigðiskröfur varðar og yfirvöld hafa ekki síst á þeim forsendum lagt stein í götu innflutnings á erlend- um landbúnaðarafurðum, jafnvel frá Norðurlöndunum sem standa sig hvað best í þessum efnum. Tíðni salmonellutilfella virðist vera nokkuð jöfn milli ára en reglulega berast nýjar fregnir af sýktum matvælum og má nefna nýleg dæmi af kjúklingum og sviðahausum í því sambandi. Salmonella veldur ekki einungis þeim sem verða fyrir henni óþægindum heldur bíða matvælaframleiðendur einnig tjón henn- ar vegna. Eftir salmonellufaraldur árið 1987 hrundi til dæmis neysla á kjúklingakjöti úr 1.800 tonnum í átta hundruð tonn. Sigurbjörn Sveinsson læknir er ritaði skýrslu fyrir salmonellu- nefnd heilbrigðisráðuneytisins í kjölfar hópsýkingar í Búðardal 1987 sagði þar m.a.: „Nota verður þetta tækifæri til að benda á það hirðuleysi sem víða tíðkast við meðferð á úrgangi frá slát- urhúsum, vinnslustöðvum og fiskvinnslustöðvum. Er ljóst að þetta ráðslag dregur meindýrin að þessum framleiðslustöðvum og stóreykur hættu á smiti í fullunninni vöru.“ Haft er eftir Sigurbirni í Morgunblaðinu í gær að hann telji að breytingar hafi ekki verið gerðar í matvælaiðnaði í kjölfar hópsýkingarinnar í Búðardal. Áthugasemdir hafi mætt mikilli andstöðu í kerfinu vegna ótta við kostnað í tengslum við innra eftirlit. Þess er einnig skemmst að minnast að í upphafi ársins kom fram að fimmtíu fiskvinnslufyrirtæki uppfylltu ekki heilbrigðis- kröfur Evrópusambandsins. Af hálfu Evrópusambandsins hafa einnig verið gerðar athugasemdir við aðstæður í íslenskum slátur- húsum og einungis örfá sláturhús uppfylla kröfur þær sem gerð- ar eru vegna útflutnings á Evrópumarkað. íslenskir matvælaframleiðendur hafa ekki efni á að slá slöku við í þessum efnum. Það er ekki hægt að gera meiri kröfur til innfluttra matvæla en innlendra. Það er ekki heldur réttlætan- legt gagnvart íslenskum neytendum að minni kröfur séu gerðar til þeirra sláturhúsa er framleiða fyrir innanlandsmarkað en þeirra sem framleiða á erlenda markaði. Eigi Ísland að geta viðhaldið ímynd hreinleika og hollustu verður að vinna heimavinn- una fyrst. lAðalfundur Eimskips var haldinn í gær •Arið 1995 var ár umtalsverðrar hagræðingar og undirbúningur hófst að miklum breytingum Eímskíp hefur notið virkrar samkeppni ARIÐ 1995 var ár umtals- verðrar hagræðingar í rekstri Eimskips og undirbúningur hófst að miklum breytingum á ýmsum svið- um hjá félaginu. Árangur þessa starfs er nú að koma í ljós og á þessu ári er verið að hrinda í fram- kvæmd tveimur veigamiklum breyt- ingum á siglingakerfi félagsins, að því er fram kom í upphafsorðum Indriða Pálssonar á aðalfundi Eim- skips í gær. Indriði rifjaði upp að fyrri áfanga hefði verið hrint í framkvæmd í jan- úar 1996 með tilkomu strandleiðar. Á strandleið er siglt frá Reykjavík vestur og norður um land með við- komu á Isafirði, Akureyri og Eski- firði á leið til Færeyja, Bretlands og meginlands Evrópu. Strandleið styttir flutningstíma frá þessum höfnum til erlendra hafna úr sjö til tíu dögum í fjóra til sex daga. „Með þessari nýju siglingaleið er þjónusta Eimskips við landsbyggðina aukin verulega. Útflutningshafnir eru nú í hverjum landsfjórðungi. Sex vikna reynsla er nú komin á strandleiðina og hefur þjónustan fengið góðar viðtökur. Komið hefur berlega í ljós hve þessi aukna þjón- usta er mikilvæg. Sérstaklega var þetta áberandi á nýliðinni loðnuvert- íð þar sem félagið mun flytja nálægt 14.000 tonnum af frystri loðnu á mjög stuttum tíma.“ Nýtt skip í Evrópusiglingum „Seinni áfangi nýja siglinga- kerfisins mun koma til framkvæmda um mitt ár 1996. Þá hefjast sigling- ar á tveimur nýjum áætlanaleiðum, svokallaðri Norðurleið og Suðurleið. Á Norðurleið verður siglt frá Reykja- vík til Hamborgar og Norðurland- anna með viðkomu í Færeyjum, en á Suðurleið verður siglt frá Reykja- vík og Straumsvík til Vestmanna- .eyja, Bretlands og meginlands Evr- ópu. M.a. vegna þessara breytinga á siglingakerfi Eimskips var í septem- ber á síðasta ári gengið frá samn- ingi um kaup á 12.500 burðartonna gámaskipi, sem nú er í smíðum í Póllandi. Kaupverð skipsins er um 1,6 milljarðar króna. Áætlað er að skipið verði afhent félaginu í júní næstkomandi. Hið nýja skip sem getur flutt liðlega 1.000 gámaein- ingar hefir meiri burðargetu en nokkurt annað skip sem félagið hef- ur áður átt. Þetta skip og annað sambærilegt sem tekið verður á tímaleigu munu sigla á Norðurleið," sagði Indriði. Þá rifjaði hann upp að félagið hefði á árinu 1995 byggt nýja þjón- ustumiðstöð fyrir frystivöru sem fékk nafnið Sundafrost. Ennfremur hefði verið undirbúin opnun vöru- dreifingarmiðstöðvar í Sundahöfn þar sem boðin yrði ráðgjöf og ný þjón- usta á sviði vörugeymslu og vörudreifingar. Undanfarna mán- uði hefði verið unnið að því að inn- rétta hluta af Sundaskála 2 í þessum tilgangi. Þessi aðstaða opnaði nýja möguleika fyrir innflytjendur til að auka hagkvæmni og lækka kostnað. Ennfremur hefur uppbygging staðið yfir á landsbyggðinni, einkum á Akureyri, ísafirði og Eskifirði. Tekjur erlendis jukust um 13% Áframhaldandi vöxtur varð í starfsemi félagsins erlendis á árinu 1995. Eimskip rekur nú 20 starfs- stöðvar í 11 löndum bæði austan hafs og vestan. Starfsmenn erlendis Eimskipafélafflð hefur í raun notið þess að virk samkeppni hefur ríkt á flutninga- markaðnum, ríkisafskipti verið nánast engin og frelsi ríkt á flestum sviðum. Meðal annars þess vegna hafa orðið stórstígar framfarir í flutningamálum landsmanna og framleiðni aukist þar meira en í mörgum öðrum starfs- greinum. Þetta kom fram í ræðu Indríða Pálssonar, stjómarformanns Eimskips, á aðalfundi félagsins í gær. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ aðalfundi Eimskips. Á myndinni er Indriði Pálsson, sljórnar- formaður í ræðustól en við borðið sjást m.a. þeir Hörður Sigur- gestsson, forstjóri og Kristinn Björnsson, stjórnarmaður. Mest fjár- fest í sjávar útvegi voru um 250 í árslok sem er liðlega fjórðungur af heildarstarfsmanna- fjölda. „Tekjur Eimskips og dótt- urfélaga þess af erlendri starfsemi námu liðlega 1,7 milljörðum króna árið 1995 sem er 13% meira en árið áður og nema þess- ar tekjur nú um 18% af heildartekjum Eimskips. Meðal þess markverðasta í starfsemi félagsins erlendis á síðasta ári voru kaup dótturfyrirtækis Eimskips í Rotter- dam, Eimskip Transport BV, á meirihluta í hollenska flutningsmiðl- unarfyrirtækinu Gelders spetra Shipping BV í Rotterdam. MGH Ltd., dótturfyrirtæki Eimskips í Bretlandi, hefur eflt starfsemi sína í Eystrasaltslöndunum og í Rúss- landi. Fyrirtækið opnaði á sl. ári skrifstofur í St. Pétursborg og Moskvu. Á árinu stofnaði MGH jafn- framt landflutningafyrirtækið East Transportation Ltd. í Bretlandi. Aukning varð einnig mikil á starf- semi félagsins í Færeyjum og á Nýfundnalandi. Eimskip hefur náð góðri fótfestu á báðum þessum stöð- um. Eimskip skilgreinir Nýfundna- land, Grænland, ísland, Færeyjar og vestur- og norðurströnd Noregs sem sinn heimamarkað. Þessir markaðir eru í mörgu líkir okkar íslenska flutningamarkaði. Þeir byggjast mikið á flutningum á sjáv- arafurðum. Á þessu svæði á félagið því að geta nýtt þekldngu sína og starfsgetu sjálfu sér og öðrum til hagsbóta,“ sagði Indriði. Hörð samkeppni á flutningamarkaðnum Indriði vék sérstaklega að sam- keppnisaðstæðum í flutningum á aðalfundinum og sagði m.a.: „Sam- keppni hefur verið hörð á flutninga- markaðnum eins og undanfarin ár, en félagið hefur haldið þar sínum hlut. Samkeppni er ekki eingöngu í siglingum heldur einnig í flutnings- miðlun, landflutningum, vöru- geymsluþjónustu og margvíslegri annarri starfsemi sem tengist flutn- ingum. Að okkar mati er samkeppni nauðsynleg og tryggir að stjórnend- ur leiti ávallt nýrra leiða til að auka hagkvæmni og bæta þjónustu. Þessi samkeppni var að nokkru leyti hvat- inn að þeim breytingum sem orðið hafa hjá félaginu undanfarin ár. Eimskipafélagið hefur í raun notið þess að virk samkeppni hefur ríkt á flutningamarkaðnum, ríkisafskipti verið nánast engin og frelsi ríkt á flestum sviðum. Meðal annars þess vegna hafa orðið stórstígar framfar- ir í flutningamálum landsmanna og framleiðni aukist þar meira en í mörgum öðrum starfsgreinum. Það er hins vegar athyglisvert að samkeppnin hefur verið að færast út fyrir hin venjubundnu svið eins og tíðkast yfírleitt á samkeppnis- mörkuðum. Eimskip hefur óhjá- kvæmilega dregist inn í slík átök, enda viðskiptahagsmunir félagsins miklir. Ýmsir atburðir síðustu vikna og mánaða eru dæmigerðir fyrir þau skörpu skil sem eru að myndast milli fyrirtækja. Það er umdeilanlegt hvort þessi þróun sé æskileg til lengri tíma litið.“ Fjárfest í sjávar- útvegi á sl. ári Burðarás hf., eignarhaldsfélag um hlutabréfaeign Eimskips í öðrum félögum, fjárfesti í hlutabréfum fyr- ir 471 milljón króna á sl. ári. og seldi bréf fyrir 59 milljónir. Viðbót- arfjárfesting nam því liðlega 400 milljónum króna. Fram kom í máli Indriða að yfir 90% af eign Burðaráss eru bundin í félögum sem skráð eru á hluta- bréfamarkaði. Bókfært verð hluta- bréfaeignar Burðaráss, sem er bund- ið í félögum sem skráð eru á hiuta- bréfamarkaði, nemur 1.827 miiljón- um. Markaðsverð þessara sömu bréfa um sl. áramót nam um 3.017 milljónum. Gengi hlutabréfa sem voru í eigu félagsins hækkaði frá ársbyijun 1995 til ársloka um 789 milljónir. Hækkunin er ekki færð til tekna í ársreikningi heldur eingöngu arðstekjur og söluhagnaður hluta- bréfa sem nam 90 milljónum. „Á síðasta ári var fjárfest mest í hlutabréfum í sjávarútvegsfyrir- tækjum. í árslok 1995 voru 20% af eignum Burðaráss í slíkum félögum. Rekstur margra sjávarútvegsfyrir- tækja hefur farið batnandi á undan- förnum árum og arðsemi þeirra á að geta aukist enn frekar í framtíð- inni í kjölfar tæknivæðingar, sam- starfs og sameiningar fyrirtækja og vaxandi sjávarafla. Þrátt fyrir frem- ur erfitt ár í bolfiskvinnslu eru mörg öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins að skila góðri eða þokka- legri afkomu. Hlutabréfamarkaður- inn hefur átt sinn þátt í að styrkja stöðu fjölmargra fyrirtækja og opn- að þeim möguleika á að afla eigin fjár. Það er áhugavert fyrir Eimskip að vera þátttakandi í þess- ari þróun og auka tengsl sín við þessa mikilvæg- ustu atvinnugrein þjóðar- innar og njóta á sama tíma góðrar arðsemi af fjárfestingum sínum.“ Umræða um afkomu jákvæðari í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Indriði athyglisvert hve umræða um rekstur, stjórnun og afkomu fyrir- tækja hefði breyst mikið og orðið jákvæðari. „Aukinn skilningur er á mikilvægi hagnaðar og umfjöllun fjölmiðla er orðin ábyrgari og fag- legri. Hlutafjáreign fyrirtækja í öðr- um fyrirtækjum er talin eðlileg og oft hefur slíkt leitt til aukinnar hag- kvæmni og samstarfs fyrirtækja auk HLUTHAFAR Eimskips fylltu Súlnasal Hótels Sögu. Á myndinni má m.a. sjá þá Einar Sigurðsson og Sigurð Helgason hjá Flugleiðum. 10 stærstu hluthafar Eimskips Eignarhl., Hluthafi -t- Eignarhlutur, % Sjóvá-Almennar hf. 202,1 Háskólasjóður Eimskips 88,6 Lífeyrissj. verslunarmanna 66,6 Db. Halldórs H. Jónssonar 42,8 Sameinaðir verktakar hf. 34,9 Indriði Pálsson 29,4 Hlutabréfasjóðurinn hf. 27,9 Lífeyrissj. Eimskipafél. ísl. 25,3 Margrét Garðarsdóttir 23,1 Ingvar Vilhjálmsson sf. 21,4 1 1996 12,37 | tSSÖ SSBfSIS'v:A 12,35 5,42% 5,39% BMnwii 4,08 IllSÍSi 4,23 Bfevtaa 2.62 2,62 Hjg 2,13 2,13 1,80 1,80 BH 1,71 1,37 1,55 1S|1,41 1,41 H|1.31 1,35 S Heildarhlutafé er að nafnverði kr. 1.633.824.698 þar af eiga 10stærstu hiuthafar 34,4% Eignarhlutur MMMIM í öðrum fyrirtækjum Félög á hlutabréfamarkaði ‘ Eignar- hlutur Bókfært verð milljónir kr. Flugleiðir hf. 34,0% 842,2 (siandsbanki hf. 5,8% 216,3 Skeljungur hf. 11,7% 169,6 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 9,6% 153,3 Haraldur Böðvarsson hf. 10,5% 109,8 Marel hf. 40,4% 98,8 Tollvörugeymslan hf. 42,4% 72,1 Síldarvinnslan hf. 6,5% 56,4 Skagstrendingur hf. 13,2% 56,3 Útgerðarfélag Akureyringa hf. 2,3% 49,1 Grandi hf. 1,6% 43,7 Árnes hf. 9,6% 25,3 5 önnur fyrirtæki á hlutabréfamarkaði* 85,2 m QAMTAI Q- 1.978,1 Félög utan hlutabréfamarkaðar ® oAIVIIALo. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hf. 18,5% 40,8 Slippstöðin Oddi hf. 20,5% 16,8 Vöruflutningamiðstöðin hf. 29,8% 12,0 . Tækniþróun hf. 29,0% 6,1 Skyggnir hf. 50,0% 5,1 Tollvörugeymsla Austurlands hf. 28,3% 1,4 Disacco GSS NV, Beigíu 25,0% 1.6 Disacco GSS Airfreight NV, Belgíu 25,2% 1.0 26 önnur fyrirtæki utan hlutabréfamarkaðar* 113,0 QAMTAI Q- 197,8 / * Nánarí upplýsinaar ekki fáanleaar oAIVI lALo. EIMSKIP- m Bókfært verð hlutabréfa sem skráð eru á hlutabréfamarkaði nam 1.978 milljónum króna í árslok 1995. Miðað við upplýsingar frá Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum má ætla að markaðsverð hlutabréfanna sé um 3.239 millj. kr. í árslok 1995. í ársbyrjun var markaðsverðið talið 1.994 millj. kr. Á árinu voru keypt hlutabréf fyrir 393 millj. kr. í félögum á hlutabréfamarkaði. Hörð sam- keppni í flutningum þeirrar arðsemi sem felst í hlutafjár- eign í traustum félögum. Umtals- verður hluti hlutafjáreignar lands- manna er í höndum einstaklinga og mikilvægt er að stjórnvöld stuðli áfram að aukinni hlutabréfaeign al- mennings. Ég er þeirrar skoðunar að bein þátttaka almennings með hlutabréfaeign í fyrirtækjum sé mjög æskileg og þurfi að aukast. Það eykur áhuga alls almennings fyrir viðgangi, vexti og jákvæðri þróun íslensks atvinnulífs." Vaxtarmöguleikar utan hefðbundinna Islandsflutninga Undir lok ræðu sinnar vék Indriði Pálsson að framtíðarverkefnum Eimskips og sagði gert ráð fyrir svipuðu flutningsmagni til og frá landinu á yfirstandandi ári og árið á undan. „Unnið verður áfram að því takmarki að efla alhliða flutn- ingaþjónustu. Vaxtarmöguleikarnir liggja aftur á móti utan hefðbund- inna sjóflutninga milli íslands og annarra landa. í markmiðsáætlun félagsins til næstu ára er lögð áhersla á fjölmörg stefnumarkandi viðfangsefni. Þróun fyrirtækisins í átt að alhliða flutningaþjónustufyr- irtæki gengur eins og rauður þráður í gegnum alla starfsemi félagsins.“ Sljórn heimilað að kaupa bréf í félaginu sjálfu Á fundinum var samþykkt að greiða 10% arð og auka hlutaféð um 20% með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafnframt var samþykkt að heimila stjóm á næstu __ 18 mánuðum að kaupa hlutabréf í félaginu sjálfu allt að 98 milljónum króna að nafn- verði. Má kaupverð bréfanna eigi vera hærra en 10% yfír meðalsölu- verði, skráðu hjá Verðbréfaþingi ís- lands á síðasta tveggja vikna ti'ma- bili áður en kaupin eru gerð. í þessu skyni er félagsstjórn heimilt að ráð- stafa allt að 700 milijónum króna til slíkra hlutabréfakaupa. Stjórn Eimskips var endurkjörin en í henni sitja þeir Gunnar Ragn- ars, Kristinn Björnsson, Jón Ingv- arsson, Jón H. Bergs, Indriði Páls- son, Garðar Halldórsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Benedikt Sveinsson og Baldur Guðlaugsson. Góð afkoma varð af rekstri á síðasta ári A' FKOMA Eimskips var góð á árinu 1995 sem skapar félaginu skilyrði til fjár- festinga og aukinnar þjónustu. Unnið hefur verið að mörgum nýjum verkefnum og munu sjást umtalsverðar breyting- ar í starfsemi Eimskips á næstu misserum þar sem þjónustan verður aukin og nýir þjónustuþættir í flutningatengdri starfsemi bætast við. Þetta kom fram í ræðu Harðar Sigurgestssonar, forstjóra félags- ins, á aðalfundinum í gær. Rekstrartekjur Eimskips námu alis liðlega 9,5 milljörðum króna á síðasta ári og stóðu nánast í stað frá árinu áður. Þegar einungis er litið á beinar tekjur af flutningum kemur í ljós að þær lækkuðu um 260 milljónir króna milli áranna 1994 og 1995 eða um 3%. „Þessi lækkun skýrist af lækk- andi flutningsgjöldum, en jafnframt af minni útflutningi á sjávarafurð- um á árinu 1995,“ sagði Hörður í ræðu sinni. „Minni útflutningur skýrist af minni afla úr Barentshaf- inu sem fluttur var til landsins og út aftur og jafnframt af verkfalli sjónianna um þriggja vikna skeið, sem þýddi minni afla af Reykjanes- hrygg, en ella hefði verið. Tekjur af annarri starfsemi hækka aftur á móti um 214 milljónir á milli ár- anna sem er 19% aukning. Stærsti hluti þessarar aukningar kemur af starfsemi dótturfélaga Eimskips erlendis." Jákvæð umskipti á fjármagnslidum Hörður skýrði ársreikning fé- lagsins fyrir hluthöfum á fundinum og benti á að rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda hefði orðið 873 milljónir árið 1995 Markaðsvirði hlutabréfa í öðrum fyrirtækjum komið yfir 3 milljarða króna en var 985 milljónir árið áður. Hagnaður af meginstarfsemi Eim- skips hefði því lækkað um 112 milljónir á milli áranna 1994 og 1995, en sé 213 milljónum króna hærri en árið 1993. Verulega jákvæð umskipti urðu hins vegar á liðnum fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, en hann var 164 milljónum jákvæðari á árinu 1995 en árið áður. Þessi umskipti skýr- ast einkum af hærri tekjum af hlutabréfaeign félagsins bæði auknum arðgreiðslum og söluhagn- aði hlutabréfa. Lokaniðurstaða rekstrarreikn- ingsins er hagnaður að fjárhæð 602 milljónir sem samsvarar 6,3% af heildarrekstrartekjum. Árið 1994 var sambærilegur hagnaður 557 milljónir sem var 5,8% af rekstrar- tekjum. Árðsemi eiginfjár Eimskips á árinu 1995 eftir reiknaða skatta var 12% sem er sama arðsemi og árið áður. „Er þessi niðurstaða í samræmi við markmið Eimskips um að reksturinn skili a.m.k. sambæri- legri arðsemi og almennt er gerð krafa um í fyrirtækjarekstri í ná- lægum löndum." I efnahagsreikningi kemur fram að eignarhlutir í félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði era bók- færðir á 1.978 milljónir en aðrir eignarhlutir á 157 milljónir. Mark- aðsverð fyrrgreindra hlutabréfa sem skráð voru á verðbréfamarkaði var áætlað 3.239 milljónir í árslok 1995. Er þetta hækkun á áætluðu markaðsvirði þeirra um rúmar 1.200 milljónir frá árinu áður. Þar af eru um 800 milljónir tilkomnar vegna hækkunar á gengi hluta- bréfa. Helstu fjárfestingar Eimskips í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 1995 voru framkvæmdir í Sundahöfn, fjárfestingar í gámum og kaup á nýjum hafnarkrana sem kostar rúmlega 200 milljónir króna uppkominn. Framkvæmdir við Sundafrost og Sundaklett ásamt öðrum framkvæmdum á Sunda- hafnarsvæðinu námu um 450 millj- ónum á árinu 1995. Hörður skýrði einnig út niður- stöðu sjóðsstreymisyfirlits en þar kemur fram að veltufé frá rekstri nam samtals 1.836 milljónum á árinu 1995. „Þessi tala, veltufé frá rekstri, er einn þýðingarmesti mæli- kvarðinn á árangur af rekstri fé- lagsins. Það er félaginu mikilvægt að þessi fjárhæð sé hverju sinni sem hæst. Viðunandi veltufé frá rekstri skapar það svigrúm sem Eimskip hefur haft til fjárfestinga og ann- ars uppbyggingarstarfs á síðustu árum.“ Æðstu stjórnendur með 50 milljóna laun Loks kom fram að laun stjórnar, forstjóra og fjögurra framkvæmda- stjóra Eimskips vegna starfa fyrir félög innan samstæðunnar námu alls 49 milljónum króna á árinu. Að stærstum hluta eru það laun forstjóra og framkvæmdastjóra fé- lagsins en um 9 milljónir eri greiðslur fyrir stjórnarsetur í Eim- skip, Burðarási og dótturfélögum , Bretlandi og Hollandi. H-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.