Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter. í átt til himins PETRONA-skýjaklúfarnir í Kuala Lumpur í Malaysíu eru óðum að taka á sig endanlega mynd en stefnt er að því að þeir verði fullbúnir fyrir árs- lok. Arkitekt bygginganna er Cesar Pelli. Þegar er búið að koma fyrir stálsúlu á öðrum skýjaklúfnum og hefur hann því náð endanlegri hæð, 451,9 metrum. Petrona-skýjakljúf- arnir eiga að verða hæstu byggingar heims en fulltrúar Sears-byggingarinnar í Chicaco, sem nú er hæsta bygging heims, véfengja raun- ar þá staðhæfingu. Segja þeir að Sears sé hærri en Petrona ef 20 metra stálvirki er heldur uppi sjónvarpsloftnetum sé talið með. Ebóla Rakíntíl áníðslu á náttúrunni Kinshasa. Reuter. HUGSANLEGT er, að upptök ebóla- sýkingarinnar megi rekja til þess, að jafnvægi náttúrunnar í skógum Afríku hafí verið raskað. Kom þetta fram hjá kunnum veirufræðingi í Zaire á alþjóðlegri ráðstefnu um sjúkdóminn í höfuðborg landsins, Kinshasa. Jean-Jacques Muyembe prófessor kvaðst telja, að ebólafaraldurinn mætti rekja til umhverfísskaða. Tók hann sem dæmi gullgrafara í Gabon, sem leituðu æ lengra inn í skógana. „Þeir höggva niður trén á báðar hendur, grafa upp jarðveginn og raska jafnvægi náttúrunnar hvar sem þeir fara. Við það hefur veiran leyst úr læðingi," sagði hann. Muyembe sagði, að svo virtist sem veiran lægi í dvala í skógunum. Endurnýjað samstarf stóru flokkanna í Austurríki Samkomulag um að lækka ríkisútgjöld Vín. Reuter. TVEIR stærstu stjómmálaflpkkamir í Austurríki, Jafnaðarmannaflokkur- inn og Þjóðarflokkurinn, náðu loks samkomulagi um nýjan stjómarsátt- mála í gær en þetta verður 14. sam- starfsstjóm þeirra frá stríðslokum. Franz Vranitzky kanslari og leið- togi jafnaðarmanna og Wolfgang Schussel, leiðtogi Þjóðarflokksins, sem verður varakanslari og utanrík- isráðherra, fögnuðu samkomulaginu sem sigri heilbrigðrar skynsemi en talsmenn stjómarandstöðunnar kváðust mundu beijast gegn niður- skurðinum, sem boðaður væri. Samkomulag flokkanna verður lagt fyrir þingið á þriðjudag en búist er við, að Viktor Klima fjármálaráð- herra muni leggja fram fjárlaga- frumvarpið viku síðar. Samkvæmt því verður fjárlagahallinn lækkaður um 636 milíjarða ísl. kr. á tveimur árum, ýmist með beinum niðurskurði eða auknum sköttum. Að auki verða tvö ráðuneyti, samgöngu- og fjöl- skyldumálaráðuneytið, lögð niður og sameinuð öðrum. Stuðningur við Evrópuhugsjón Þeir Vranitzky og Schussel ítrek- uðu stuðning sinn við Evrópuhug- sjónina en viku sér undan spuming- um um hlutleysi Austurríkis, sem hefur verið mikið deilumál. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu, að nýja stjórnin væri „sami grautur í sömu skál“ og opinberir starfsmenn, náms- menn og háskólakennarar ætla að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði. Opinberir starfsmenn mótmæla 20% háskólanema og hundruð kennara eru raunar í verkfalli til að mótmæla rúmlega 11 milljarða kr. niðurskurði á fjárframlögum til há- skóla og talið er, að 20-30.000 náms- menn muni taka þátt í mótmæla- göngu í næstu viku. I síðustu viku losuðu einstæðar mæður sig við óhreinar bleiur fyrir framan félags- málaráðuneytið til að mótmæla stytt- ingu fæðingarorlofs. Á Scandic Hótel Loftleiðum er glæsileg aðstaða til funda- og ráðstefnuhalds auk fyrsta flokks gistingar. Funda- og ráðstefnusalir Wm. ■: q' ' r „ j ■ *! WM eru nýuppgerðir og þeim fylgir i luíiíl p fullkomnasti tæknibúnaður sem völ er á og tækniþjónusta eins og best verðut á kosið. Á hótelinu er m. semnnnur H ennfremur framúrskarandi aðstaða til hvíldar og hressingar: Sundlaug, gufubað og rómaðir veitingasalir. WH - góikí aöslööu! - • Þeim sem mikið eru á ferðinni er gHHgll mm ' Sf ^ bent á að kynna sér fjölmarga kosti þess að gerast félagar í Vildarklúbbi Flugleiða. memnm-em' ... p ■ - *. > n > m> ^ít£AR|®gr ■ mmmm SCANDIC LOFTLEIÐIR P a n t a ð u s a l í t í m a o g s ím a 5 0 5 0 1 6 0 Hertar aðgerðir sam- þykktar FULLTRÚADEILD Banda- ríkjaþings samþykkti á mið- vikudag með 336 atkvæðum gegn 86 að efnahags- legar refsi- aðgerðir gegn Kúbu yrðu hertar og verða lögin nú send Bill Clinton for- seta til staðfestingar. Erlend fyrirtæki verða beitt refsing- um fyrir að eiga viðskipti við Kúbu og hafa Kanada og fleiri ríki harðlega mótmælt lögun- um. Roberto Robaina, utanrík- isráðherra Kúbu, ávarpaði á miðvikudagskvöld allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna og sagði það hafa verið „í þágu ættjarðarinnar" er flugherinn skaut niður tvær óvopnaðar vélar kúbverskra útlaga fyrir skömmu. Di Pietro með 56% stuðning NÝ könnun á Ítalíu sýnir að 56% vilja að Antonio Di Pietro saksóknari, sem frægur varð fyrir baráttu sína gegn spill- ingu, verði næsti forsætisráð- herra. Kosið verður 21. apríl. Ólífutrésbandalag miðju- og vinstriafla er með 46.3% fylgi og bandalag hægri- og miðju- manna undir forystu Silvios Berlusconis með 44,4%. End- urreistur kommúnistaflokkur Ítalíu er talinn með hinum fyrmefndu en hann ákvað i gær að ganga til kosninga- bandalags við Ólífutrésmenn í einmenningskjördæmum. Ný stjórn í Tyrklandi FIMM mánaða óvissuskeiði í Tyrklandi lauk á miðvikudag er Suleiman Demirel forseti samþykkti myndun nýrrar sam- steypu- stjórnar tveggja hægri- flokka, Föð- urlands- flokks Mes- uts Yilmaz og Sannleiksstígs Tansu Cillers, fráfarandi for- sætisráðherra. Verður Yilmaz í forsæti fyrstu tvö árin, þá tekur Ciller við. Stjórnin hefur ekki meirihluta en mun njóta hlutleysis eins af vinstriflokk- unum. Bailey í fangelsi BANDARÍSKI lögfræðingur- inn F. Lee Bailey, er frægur varð m.a. fyrir að veija leikar- ann og íþróttahetjuna O. J. Simpson í morðmáli, hóf á miðvikudag að afplána sex mánaða fangelsisdóm í Florida. Bailey var sakfelldur fyrir að neita að afhenda yfír- völdum þijár milljónir dollara, um 200 milljónir króna, er hann fékk frá fíkniefnasmygl- ara, Claude Duboc, er gengist hefur við afbrotum sínum. Bailey var veijandi hans. Yilmaz Robaina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.