Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 11 Rýmingaráætlanir vegna snjóflóða kynntar íbúum 8 staða Hættusvæðum skipt í reiti til að tryggja öryggi íbúa REITASKIPT kort og rýmingar- áætlanir fyrir átta þéttbýlisstaði á Vestfjörðum, Norður- og Austur- landi verða kynntar heimamönnum í lok næstu viku. Veðurstofan hefur á undanförnum vikum unnið að gerð svokallaðra rýmingarkorta vegna snjóflóða og skriðufalla i samvinnu við almannavarnanefndir og íbúa á Patreksfirði, ísafirði, Bolungarvík, Flateyri, Súðavík, Siglufirði, Neskaupstað og Seyðis- firði en ekki er um snjóflóðahættu- mat að ræða. Efnt verður til borg- arafunda á hveijum stað þegar kortin verða gerð opinber. Gerð rýmingarkortanna er í sam- ræmi við ný lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og veigameira hlutverk Veðurstofu ís- lands í því sambandi og verður grip- ið til þeirra þegar hættuástand skapast. Hveijum þéttbýlisstað er skipt í reiti með tilliti til snjóflóða- farvega og snjósöfnunar á vissum stöðum og er skipting reitanna skil- greind á grundvelli skráðrar snjó- flóðasögu, þekkingar heimamanna á aðstæðum, skriðlengdar snjóflóða samkvæmt reiknilíkani og mats snjóflóðasérfræðinga á aðstæðum. Telji sérfræðingar að snjóflóða- hætta sé yfirvofandi samkvæmt veðurspá og athugunum á staðnum verða tilteknir reitir rýmdir sam- kvæmt skilgreiningu, en þeim er skipt í þijá flokka. Mun Veðurstof- an skera úr um það hveiju sinni hvort og hvar á að rýma og til- kynna almannavarnanefndum. Hættusvæði þrískipt Skipting reitanna er sem fyrr segir þríþætt. í fyrsta flokki eru reitir sem miðast við eldri flóð, þar sem hætta getur skapast við hóf- lega snjósöfnun. Rýmt verður á reitum í grennd við helstu farvegi snjóflóða, þar sem búast má við flóðum við margvíslegar aðstæður og mun oftar en annars staðar, eða í flokki tvö og þijú. Segir Magnús Jónsson veður- stofustjóri að búast megi við því að á þessum svæðum verði rýmt í 90-99% tilfella þegar hætta skap- ast, ef gæta eigi fyllsta öryggis en reitaskiptingin gengur mun lengra en _eldri hættumatskort. í öðrum flokki eru reitir sem miðast að mestu við lengstu þekkt flóð og önnur sambærileg svæði. A þessum reitum skapast hætta þegar snjósöfnun er mikil á upptakasvæð- um. Ekki verður rýmt þarna nema spáð sé veðri sem reynslan segir að hafi mikla snjóflóðahættu í för með sér. í flokki þijú eru reitir þar sem Morgunblaðið/Asdís MAGNUS Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, Magnús Jónsson veðurstofustjóri, Hafþór Jónsson, settur framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, og Tómas Jóhannesson hjá Veðurstofu. aftakaflóð eru hugsanleg við verstu aðstæður og þurfa heimildir ekki að geta flóða í grennd. Þessir reitir verða ekki rýmdir nema ætla megi af veðurspá og öðrum vísbending- um að mjög mikill snjór hlaðist upp í ofsaveðri eða sérlega óhagstæðum skilyrðum í hlíðinni fyrir ofan reit- inn. Reitir í þriðja flokki verða einn- ig rýmdir þegar snjóflóðahætta er talin geta skapast við mjög ólíkleg- ar aðstæður, þótt ekki sé um að ræða aftakaflóð. Víðast mun líða áratugur eða meira milli þess að rýma þurfi á þessum reitum. Ákvarðanir um að rýma verða teknar í samræmi við tiltæka þekk- ingu á því hvaða veður skapar snjó- flóðahættu og mat á aðstæðum. Ekki má búast við því að allir reitir í sama flokki séu rýmdir í einu því hætta á snjóflóði er misjöfn eftir vindátt í hvetjum reit um sig. Einungis til bráðabirgða Magnús lagði áherslu á við kynn- ingu að einungis væri um bráða- birgðafyrirkomulag að ræða meðan verið væri að safna meiri þekkingu. Fleiri snjóeftirlitsmenn, nákvæmari rannsóknir á snjóflóðaveðrum og síritar úrkomu og snjódýptar myndu væntanlega auka nákvæmni snjóflóðaspáa og þegar varnargarð- ar kæmu til að auki yrði sjaldnar þörf á því að rýma, einkum í flokki eitt. Verið er, að sögn Hafþórs Jóns- sonar hjá Almannavörnum ríkisins, að undirbúa svipaðar áætlanir fyrir Ólafsvík, Ólafsljörð, Bíldudal, Eski- fjörð og Tálknafjörð. Reglugerð um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Tillögur lagðar fyrir Ofanflóðanefnd UMHVERFISRÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og eru þar meðal annars settar reglur um þátttöku Ofanflóða- sjóðs í gerð varnarvirkja og upp- kaup og flutning á húseignum í sveitarfélögum sem búa við snjó- flóðahættu. Samkvæmt reglu- gerðinni skal jafnan bregðast við snjóflóðahættu með því að reisa varnarvirki nema talið sé hag- kvæmara að kaupa eða flytja húseignir. Reglugerðin hefur þegar öðlast gildi. Samkvæmt lögum er Ofan- flóðasjóði heimilt að greiða allt að 90% af kostnaði við gerð varn- arvirkja vegna ofanflóða eða kaupa eða flutninga á húsnæði á hættusvsqði. Samkvæmt reglu- gerð skal kaupverð húseigna miða við staðgreitt markaðsverð sambærilegrar eignar í sveitara- Reisa skal vam- arvirki félaginu utan hættumarka. Þá skal að jafnaði bregðast við siy'ó- flóðahættu með því að reisa varn- arvirki nema það sé talið hag- kvæmara að kaupa eða flytja húseignir. Telji sveitarstjórn þann kost hagkvæmari til að tryggja öryggi íbúa á hættusvæð- um, skal hún gera tillögu, þar sem gerður er samanburður á kostnaði við kaup eða flutning á húsum og kostnað við gerð varn- arvirkja. Gert er ráð fyrir að tillögur sveitarstjórna um varnaraðgerð- ir verði lagðar fyrir Ofanflóða- nefnd, sem fer yfir framkvæmda- og kostnaðaráætlanir. Þátttaka Ofanflóðasjóðs í framkvæmdum öðlast gildi að fengnu samþykki nefndarinnar og staðfestingu umhverfisráðherra. Sveitarstjórnir annast fram- kvæmdir við gerð varnarvirkja og samninga um kaup eða flutn- ing húseigna. Náist ekki sam- komulag er þeim heimilt að taka eignir eignarnámi. Ofanflóða- sjóður greiðir kostnað við rann- sóknir sem miða að því að bæta hönnun varnarvirkja og hættu- inat. Ekki má byggja á óbyggð- um hættusvæðum eða þétta þá byggð sem fyrir er fyrr en tilskil- in varnarvirki eru komin upp. ASTOÐ3 Spæjarinn (Land's End) Hasarleikarinn Fred Dryer (sem jc margir þekkja I úr gömlu 1 * Hunter m þáttunum) leikur fyrrverandi löggu, Mike Land, sem gerist einkaspæjari á sólríkum ströndum Kaliforníu. Hasar og húmor á föstudagskvöldum. FOSTUDAGSKVOLD KL. 20:25 SPÆJARINN CLAND S END) Vöröur laganna (The Marshall) Winston Macbride er einn af þessum harösvíruðu lögreglumönnum sem gefast aldrei upp. Ef nauösyn krefur á hann það til aö sveigja lögin í þágu réttvísinnar. Spennandi og dularfull sakamál á miönætti á ^ laugardagskvöldum. LAUGARDAGSKVOLD KL. 00:00 VÖRÐUR LAGANNA CTHE MARSHALL) *Ef greitt er meö Áskrlftarslmi 533 5633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.