Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FJÖLMIÐLUN „Hugvekja“ MYNBLIST Sólon íslandus LJÓSMYNDIR Anna Maria Sigurjónsdóttir. Opið á tima veitingahússins til 17. mars. Aðgangur ókeypis. SÝNINGARSALURINN á efri hæðinni á Sólon íslandus er nak- inn, opinn og hrár, en þó virðast mjög fáir sem sýna þar leitast við að bæta þar úr og skapa mynd- verkum sínum meiri nálgun. Það gerir Anna María Sigur- jónsdóttir ei heldur, og þó eru ljós- myndir hennar einnig hráar og grófkornaðar og kæmust helst til skila í sérstöku og mjög lífrænu umhverfí. Hrátt og náttúrulegt umhverfí getur einnig verið líf- rænt, en það er salurinn ekki, heldur sem hálfköruð eða yfírgefín bygging þar sem mosi og litir veðr- unar hafa ekki enn náð að skapa tímalega fyllingu. „Kjamann í verkunum er að finna í hugrenningum mínum um efnishyggju nútímans; stöðuga sókn eftir efnislegum gæðum sem við höldum að við þörfnumst til þess að öðlast hamingju en einung- is grafa undan líkamlegri og and- legri tilveru okkar“. Þetta eru orð að sönnu hjá lista- konunni og sértækar gerviþarfir nútímans eru listamönnum áleitið viðfangsefni, sem nálgast það á margan hátt. Með beinni krufn- ingu, og leit að háleitum sannleika með því að vísa til dulda og heim- speki fornaldar bak við hversdags- legustu hluti, eða halda á vit laun- sagna miðalda. Til áréttingar vísar Anna María til hugvekju Frederick Sommers; „ótti, þrá, ringulreið, græðgi, ást, stríð, lífið, dauði, peningar, al- næmi, skeytingarleysi, hatur, vin- átta. Helförin, spilling, skuggar, hamingja, mannfyrirlitning, auð- MYND eftir Önnu Maríu legð, tómleiki, heilsa, vitleysa, hugsunarleysi . . . Orð túlka myndir hugans; ekkert verður sagt um það sem enga mynd hef- ur“. Óræði og umkomuleysi ein- kennir svo myndaröð listakonunn- ar, sem hangir skipulega á lang- veggnum, og hún sýnist í fýrstu vera brotabrot af fomri og moln- aðri myndastyttu, en reynist svo við nánari skoðun vera einingar lifandi manneskju, sem eru teknar úr rökréttu samhengi og myndað- ar sér, eða ofan í hver aðra: búk- ur, eyra fótur . . . Þetta gert svo grófkornað og fjarrænt að yfír- bragðið öðlast þá tímalegu fyllingu og nálgun sem sjálft umhverfí myndanna skortir. Það virðist mikil einlægni og djúp hugsun á bak við myndferlið auk dijúgrar verkkunnáttu, en ein- hvem veginn komast skilaboðin ekki nægilega til skila til skoðand- ans þótt það grípi hann, haldi hon- um föstum og verði til áleitinna hugleiðinga um fallvaltleik og til- gangsleysi Iífsins. En skyldi það ekki vera inntak- ið, meginveigur gjörningsins? Bragi Ásgeirsson Benny Andersen og Povl Dissing í Þjóðleikhúsinu DÖNSKU hljómlistar- mennimir Benny Anders- en og Povl Dissing halda tónleika í Þjóðleikhúsinu ásamt Jens Jefsen, þriðju- daginn 12. mars næst- . komandi. Aðeins verða þessir einu tónleikar í Reykjavík en þeir félagar spila einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum. „Andersen og Dissing eru eru líklega þekktastir hér á landi fyrir vísnabálk- inn Svantes viser og þeir hafa um árabil verið eitt vinsælasta tvíeykið í danskri vísnatónlist. Sam- starf þeirra hefur staðið allt frá því í byijun 8. ára- tugarins þegar sá fyrr- nefndi benti á Dissing sem vænlegásta guðföður Svantes. Benny Andersen hefur þann sjaldgæfa hæfíleika að skapa per- sónur í kvæðum sínum og ljóðum sem áheyrandinn samstundis úr sínu eigin dagsumhverfí og aðstæðum. Gald- urinn þar að baki er ekki síst hrein- skilni og heiðarleiki höfundarins og þessum sömu eiginleikum nær Povl Dissing í hljómlist sinni,“ segir í frétt Þjóðleikhússins. Svantes viser var fyrsta sam- starfsverkefni þeirra félaga og síð- an hafa hátt í 10 hljómplötur litið POVL Dissing, Benny Andersen og Jens Jefsen halda tónleika í Þjóðleik- húsinu á þriðjudag. þekkir hvers- dagsins ljós, hver annarri skýrari staðfesting á nánu samstarfi þeirra og í hugum danskra aðdá- enda eru Dissing og Andersen óaðskiljanlegir. Hljómleikarnir í Þjóðleikhúsinu eru á vegum danska sendiráðsins og Þjóðleikhússins og er miðasala hafín. Tónleikarnir eru á Stóra sviðinu og heijast kl. 21.00. Dómara skjátlaðist í máli Busi- ness Week mrmmnm ■ nrmnmn ivtliaeaair 28. fetiru’ÍrisSB • g.m. • ilárp. Ofanfíóðaejóáur veltlr styrk fíl uppkaupa á húsum á hættusvæðum Stsftað 14. uíiBiB&ír 1SBS • Stni <56 45SD •tiMSSlSH • ttitljig; bBFsatr'iisaerpa fs • ferð kr. Uð a/*sk Rúmar570 milljúnir til uppkaupa í Súðavik og HnHsdal *««^* »&%»>*»** tm, n** ---- # *jé» S&WfciTtNw - -........ ...................., >**><*** *mrM. « m oaifmM **í<í»í .. *. r 'o / SðfiS <&■ ..•*&*£*. ■ . . ‘ -.i •»—i- ***** wntHMOonWÚI Atf «1 (MlirtláwM BB í heilu lagi á alnetið Cincinnati. Reuter. PRENTFRELSI hefur fengið mik- ilvægan stuðning frá áfrýjunar- dómstóli í Ohio, sem hefur úr- skurðað að óæðri dómara hafi skjátlazt þegar hann neyddi tíma- ritið Business Week til að birta ekki grein, þar sem hún byggðist á innsigluðu dómsskjali. Lögbannið andstætt slj ór narskránni Dómstóllinn segir að lögbann dómarans sé í andstöðu við stjórn- arskrána og að aldrei hafí átt til þess að koma. „Dómstóllinn hefur ítrekað með áhrifamiklum hætti þá rótgrónu lagareglu að hömlur á birtingu frétta séu nánast óhugsandi,“ sagði Floyd Abrams, sérfræðingur í lögum á þessu sviði. Abrams sagði að svo fast væri kveðið að orði í úrskurði áfrýjunar- dómstólsins að það gæti haft áhrif á ríkis- og alríkisdómara í gervöll- um Bandaríkjunum. Sex mánaða þref Málið hófst í september þegar John Feikens umdæmisdómari skipaði Business Week að birta ekki grein, sem hafði að geyma upplýsingar úr innsigluðum dóm- skjölum í máli fyrirtækisins Proct- er & Gamble Co. gegn Bankers Trust New York Corp. Procter & Gamble hafði höfðað mál gegn Bankers Trust, sem var gefið að sök að hafa selt afleiðslu skuldabréf án þess að útskýra áhættuna. Fréttamaður Business Week hafði fengið skjölin frá heimildarmanni. BÆJARINS besta sem er héraðs- fréttablað á ísafirði hefur sett blaðið á alnetið. Hægt er að skoða síðurnar í heilu lagi eins og frá þeim er gengið í prentaðri útgáfu blaðsins, með myndum og auglýs- ingum, og í lit þar sem það á við. BB er væntanlega fyrsta íslenska blaðið sem fer á alnetið í þessu formi. í síðustu viku setti BB blaðið inn á netið í tilraunaskyni og ósk- aði eftir viðbrögðum frá lesend- um. Siguijón J. Sigurðsson rit- stjóri BB segir að miklu fleiri hafi lesið blaðið en hann hefði átt von á, eða um 400 manns, flestir erlendis. Og margir hefðu lýst yfir ánægju með að geta fengið blaðið í þessu formi. Sigurjón segist hafa verið að íhuga það að koma blaðinu á netið um hríð. Nýlega hafi blað- ið tekið í notkun nýja útgáfu af umbrotsforriti sem gæfi mögu- leika á að ganga frá siðunum fyrir notkun á alnetinu og því hefði verið ákveðið að gera þessa tilraun. Efnið væri sent á netinu til Tölvuþjónustunnar Skerplu á Isafirði sem síðan gengi frá því til notkunar á al- netinu. Viðbrögðin hefðu verið það góð að eigendur blaðsins hefðu ákveðið að halda þessu áfram. Kynningá blaðinu BB kemur út á miðvikudögum en er sett inn á alnetið á föstu- dagsmorgnum. Ekki er tekið gjald fyrir notkun þess. „Mér finnst sjálfsagt að gefa fólki í öðrum landshlutum og erlendis tækifæri til að skoða blaðið, eftir að við erum búnir að selja það. Við lítum fyrst og fremst á þetta sem kynn- ingu fyrir blaðið og svo fá þeir sem auglýsa hjá okkur meiri aug- lýsingu," segir Siguijón. Til þess að lesa blaðið þurfa lesendur sérstakt lestrarforrit og er veittur aðgangur að því á síð- um BB á alnetinu. Einnig er vísað á önnur íslensk blöð, bæði héraðs- fréttablöð og dagblöð, og ýmsa erlenda fjölmiðla sem eru með þjónustu á alnetinu. Útgefendur Bæjarins besta reka prentsmiðju og segir Sigur- jón að þeir séu að koma þjónustu sinni á því sviði einnig inn á alnet- ið. Prentsmiðjan hefur einkum unnið fyrir Vestfirðinga en einnig sveitarfélag á Grænlandi. Hægt verður að panta prentverk á net- inu og vonast Siguijón til að fá aukin verkefni með þeim hætti. Níu sjónvarpsrásir o g allar eins HÉR eru níu egypskar sjón- varpsrásir og þær eru allar undir opinberri stjórn. Mér skilst að einkastöð væri óhugsandi. Margir hafa tök á að ná öllum mögulegum alþjóðlegum stöðvum með tilheyr- andi útbúnaði og kostnaði og CNN er mjög vinsælt hjá þeim sem ná því. Allur þorri manna lætur egypsku rásirnar níu duga og þær sjónvarpa flestar frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Efni margra þessara rása er í fljótu bragði séð afar keimlíkt. Það er mikið um fræðsluefni, trúarlegar dagskrár, umræðuþætti og eygpska framhaldsþætti og egypskar kvikmyndir. Fræðsluefni er m.a. kennsla í tungumálum, einkum ensku og stærðfræði, umræðuþættir eru um listviðburði, alþjóðamál og þess háttar. Svo eru spumingaþættir, bílaþættir, ferðaþættir og þar fram eftir götunum. Langvinsælasta efnið eru sýn- ingar frá fótboltaleikjum og öðrum íþróttaviðburðum, svo sem veggja- tennis - enda er haft fyrir satt að Múbarak spili veggjatennis á hveijum morgni áður en hann fer í vinnuna. Síðan eru svo ábyggilega næstar á vinsældalistanum egypsku myndirnar og myndaflokkarnir. Kvikmyndagerð er með miklum blóma og egypskar kvikmyndir fara um allan arabaheiminn og einnig nokkuð til Indlands og kannski víðar. Á dögunum gerði Jó- hanna Kristjónsdóttir dálitla grein fyrir dag- blaðaflórunni í Egypta- landi. Nú sest hún fyrir framan sjónvarpsskjá- inn og skoðar það sem þar er að finna. Furðulegar fréttir Fréttir eru alveg einstaklega furðulegar hér. Hver fréttatími hefst undantekningarlítið á því að skýra frá hvað Múbarak forseti hefur aðhafst þennan og þennan daginn, hveija hann hefur hitt og hvað hann hefur sagt hvar. Síðan kemur röðin að því að segja frá hvað forsætisráðherrann hefur verið að gera og svo koll af kolli. Það eru undantekningar frá þessu en þær eru sjaldgæfar. Sem dæmi um hvemig sjónvarpið sagði frá jarðskjálfttunum hér sl. haust var birt fyrst mynd af forsetanum og sagt að hann fylgdist grannt með björgunarstarfi og hefði óskað eftir því að fá sem gleggstar frétt- ir af jarðskjálfta sem hefði orðið þá um morguninn. Og þegar Yitzak Rabin, forsætisráðherra Israels, var myrtur, var byijað að lesa upp yfirlýsingu Múbaraks um að hann harmaði að Rabin, forsætisráð- herra hefði skömmu áður fallið fyrir hendi morðingja o.s.frv. Á einni eða tveimur rásanna eru sýndir enskir eða bandarískir framhaldsmyndaflokkar, en það virðist ekki fylgja neinum lögmál- um hvenær þeir eru sýndir og stundum er hætt að sýna þátt án þess að skýringar séu gefnar. Er- lendar kvikmyndir eru líka annað kastið en þær sem ég hef séð eru yfirleitt ekki merkilegar. Stuttir fréttatímar á ensku og frönsku eru daglega á einni rá- sinni. Þar er einnig gefin glögg mynd af því sem Múbarak hefur verið að fást við. Einnig hafa frétt- ir af málefnum Bosníu verið fyrir- ferðarmiklar. Iðulega sagt frá Clinton Bandaríkjaforseta eða Chirac. Málefnum þessara heims- hluta hér gerð nokkur skil. Evr- ópufréttir eru almennt ekki fyrir- ferðamiklar, hvorki á innlendu né erlendu rásunum. Þó kemur það fyrir. Og ég heyrði fyrst fréttir af snjóflóðunum á Flateyri í eypsku fréttunum hér og síðan voru frásagnir af þeim ásamt myndum bæði í ensku og frönsku fréttunum. En þó maður fylgist með fréttum að staðaldri hér í sjónvarpi og færi sig á milli rása eftir fréttatím- um fær maður ekki samfellu í frétt- ir annars staðar en hér - og þær eru þó með þessum annmörkum sem ég lýsti - því þeim er ekki fylgt eftir nema í stöku tilvikum. JK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.