Morgunblaðið - 14.03.1996, Side 17

Morgunblaðið - 14.03.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 17 MEYTEMPUR Níu hundruð svín á útsölu Aukið framboð á kjöti SVÍNAKJÖT verður á allt að 50% afslætti næstu daga. 900 svínum hefur verið slátrað og er búist við að birgðirnar klárist fyrir helgi. NEYTENDUM býðst nú að kaupa svínakjöt á lækkuðu verði eða með allt að 50% afslætti. Um 900 svínum hefur verið slátrað og er búist við að birgðirnar klárist um helgina. Kristinn Gylfi Jónsson formaður Svínaræktarfé- lags íslands segir, að framleiðendur hafi talið rétt að selja kjötið á lægra verði en venjulega sökum aukins framboðs. „Bænd- ur veita 30% kynningar- afslátt af kjötinu þessa vikuna en á síðustu vikum hafa þeir veitt 10-15% afslátt og vel hefur gengið að selja kjötið. Þetta tilboð á svínakjöti stendur eingöngu fram á helgina því við höfum frá áramótum verið með mjög hagstætt verð á kjötinu. Um er að ræða nýtt kjöt sem aldrei hefur verið fryst og þessa vikuna er á Suðurlandi verið að slátra þrefalt meira magni en undanfarn- ar vikur.“ Einar Jónsson hjá Nóatúni seg- ir að þeir séu með takmarkað magn af svínakjöti á tilboði. Kíló- ið af svínalæri er á 375 krónur en var á 485 krónur kílóið. Svína- kótiletturnar voru áður á 975 krónur kílóið en kosta núna 668 krónur kílóið. Einar segir að lækk- unin standi meðan- birgðir endast en hann býst við að það verði nú um helgina sem þær seljist upp. Hann segir að verð á unninni kjötvöru úr svínakjöti sé á niður- leið líka, verðið á beikoni og skinku lækkar hjá þeim fyrir helg- ina. Vinnsluvörurnar lækka líka Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus segir að vinnsluvaran í svínakjöti hafi verið að lækka hjá þeim að undanförnu um allt að 15-20% og hann segist halda að verðið á vinnsluvörunni fari áfram lækkandi. Svínakótiletturnar hjá Bónus eru á 543 krónur kílóið á til- boðsverði. Árni Ingvarsson innkaupamaður hjá Hagkaup segir að um sé að ræða lækkun á bilinu 20-52% og mestur afsláttur er á svínarifjasteik með puru. Hún kostar núna 229 krónur kíló- ið en var á 479 krónur. Þá er mikil verðlækkun á fyrsta fiokks lærisneiðum. Þar nemur lækkunin um 43%, þær voru áður á 869 en kosta núna 498 krónur kílóið. „Lækkunin er vegna mikils framboðs og hagstæðra magn- kaupa hjá okkur og hún kemur til með að vara fram á helgi eða meðan birgðir endast." Árni segir svínakjötsverð hafa sveiflast mik- ið það sem af er árinu og býst frekar við að lækkunin vari að einhverju leyti þó hún verði ekki jafn mikil og þessi tímabundna lækkun. Kröftug og áhrifarík heilsuefni frá - Pharma Nord - Danmörku Heilsuefni sem allir geta treyst. Náttúruleg bætiefni. Framleidd með ströngu gæðaeftirliti. Bio-heilsuefnin frá Pharma Nord njóta mikilla vinsælda hér á landi vegna gæða og virkni þeirra. BiO-CHRÓM BiO-GLANDÍN-25 BiO-CAROTEN BiO-CALCfUM BiO-HVfTLAUKUR BiO-ZÍNK BiO-E-VfTAM.525 BiO-FÍBER BiO-MARÍN Bio-Sclen +Zink , A .'tiW"*' . CAMAMl , E.vtismAl*' C} Bio-Biloba bætir minni og einbeitingarhæfni Bio-Qinon Q10 eykur orku og úthald Bio-Selen+Zínk er áhrifaríkt alhliða andoxunar heilsuefni Búið ykkur undir veturinn með heilsuefnum sem virka. Bio-Selen nmboðið Sími: 557 6610 Bio-heilsuefnin fást í: Heilsubúðum, mörgum apótekum og matvöru-mörkuðum. Besta Q-10 efnið á markaðnum segja danskir læknar. Mest selda Q-10 efnið á Norðurlöndum. Þrýstimeðferð við svefnleysi LANDSBJÖRG, landsamband björgunarsveita, hefur hafíð inn- flutning á svokölluðum Isocones- hnúðum sem er ætlað að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum með svefn. Hnúðarnir, sem eru úr gúmmíi, eru með áföstum plástri og festir á úlnliðinn, á stað sem kallast H7. Bletturinn H7 er á úlnliðnum innanverðum í holu fyrir neðan litla fingur innan á úlnliðsbeininu. Plasthnappurinn er límdur yfir staðinn á báðum úlnliðum rétt fyrir svefninn og hann á síðan að nudda punktinn yfir nóttina. Fyrstu sex næturnar eru hnúð- arnir notaði á hverri nóttu en næstu eina til þrjár vikurnar eru þeir notaðir aðra hveija nótt, allt eftir því hve alvarlegt svefnleysið er og hve lengi það hefur varað. Svefnleysisplástrarnir fást ein- göngu í apótekum víða um land. Þýsk hollustubrauð HAFINN er innflutningur á þýsk- um hollustubrauðum frá fyrirtæk- inu Delba. Brauðið er bakað úr grófu korni eftir sérstökum að- ferðum sem eiga að tryggja að sem mest af næringarefnum, vít- amínum og steinefnum haldist í brauðinu við bakstur. Engum rot- varnarefnum eða aukaefnum er bætt í framleiðsluna en vegna tækninýjunga í pakkningu geym- ist brauðið í 12 mánuði. Pakkn- ingarnar eru umhverfisvænar. Fimm gerðir af Delba brauði eru fáanlegar, heilkornabrauð, fjöl- kornabrauð, sólkjarnabrauð, rúg- brauð og brauðhringir. Brauðið fæst í Nóatúnsverslun- unum. komdu í f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.