Morgunblaðið - 14.03.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 14.03.1996, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Norræn tónlistarkynning í London Islensk ópera flutt Morgunblaðið/Þorkell KARÓLÍNA Eiríksdóttir. Ikon frá Norður Rússlandi PERA Karólínu Eiríksdótt- ur, Mann hef ég séð, verð- ur flutt af Lontano-hópn- um í Riverside Studios í London í kvöld í tilefni af norrænni tónlistar- kynningu sem hófst síðastliðinn mánudag í London og mun standa til ársloka 1997. Óperan var fyrst sýnd á listahátíð í Vadstena í Sví- þjóð árið 1988 en verkið var samið sérstaklega fyrir hátíðina. Verkið hlaut góða dóma í sænskum og breskum blöðum á sínum tíma og segir Karólína að þeir séu að ein- hveiju leyti kveikjan að því að verkið er nú fært upp í London. Byggð á ljóðabálki Ramnefalk Óperan er byggð á samnefndum ljóðabálki eftir sænsku skáldkon- una Marie Louise Ramnefalk, sem einnig samdi óperutextann. „Um- fjöllunarefnið er sorg og söknuður konu sem misst hefur manninn sinn. Hún endurlifír gamla tíma og reynir um leið að sigrast á sorg- inni og sætta sig við orðinn hlut. Þetta er mjög tilfínningaþrungið verk og skemmtilegt að semja tón- list við það. Ég reyndi að túlka tilfínningar persónanna með tón- listinni; þannig endurspeglast mis- munandi blæbrigði textans í tón- listinni." Sænska sýningin kom til íslands sem gestasýning 1989 og var sýnd á Sumarlistahátíð sem hét Hunda- dagar. Þá gerði Messíana Tómas- dóttir nýja leikmynd og búninga við sýninguna. Verkið var þá tekið upp og sýnt í íslenska sjónvarpinu. Hluti af verkinu er á geisladiski með verkum eftir Karólínú en sá þáttur var fluttur á tónleikum í Washington-borg af hluta Sinfón- íuhljómsveitar íslands og Þóru Ein- arsdóttur, sópransöngkonu, haust- ið 1994 undir stjóm Osmo Vánská. Virtur hópur Karólína segir að hún hafi unnið verkið í nokkurri samvinnu við Ramnefalk og leikstjórann á sínum tíma en nú hafí hún hins vegar ekkert fylgst með undirbúningnum að uppfærslunni í London. „Eg fer út tæpri viku fyrir frumsýningu og mun auðvitað fylgjast með síð- ustu æfíngum en mun í sjálfu sér ekki hafa áhrif á mótun sýningar- innar, nema þá helst í sambandi við tónlistarflutninginn ef tónlist- arfólkið hefur einhveijar spuming- ar. Það er annars nauðsynlegt að höfundur gefi leikstjóranum og flytjendunum rými til að athafna sig með verkið.“ Lontano-hópurinn var stofnaður árið 1976 og hefur síðan einkum fengist við að flytja tónlist tuttug- ustu aldarinnar. í kynningu um hópinn segir að hann hafi notið virðingar fyrir störf sín en auk óperuuppsetninga hefur hann haldið ýmiss konar þematónleika í London, sett upp söngleiki, staðið fyrir tónlistamámskeiðum og tón- leikum víða um Bretlandseyjar og erlendis. Nýlega stofnaði hópurinn svo sína eigin hljómdiskaútgáfu. Fjögur hlutverk Fjögur hlutverk em í óperunni. „Stærst þeirra er hlutverk hinnar syrgjandi konu“, segir Karólína, „hlutverk mannsins er líka stórt en svo eru tvö minni hlutverk. Verkið er afstrakt að því leyti að persónumar hafa ekki nöfn, þau em Hann og Hún. Þannig verða aðalpersónumar að vissu leyti fjar- lægari okkur en hafa um leið al- mennari skírskotun. Aukapersón- umar em ýmist raunvemlegar per- sónur, óraunvemlegar eða þær em nánari útlistun á innri tilfinningum aðalpersónanna. í eitt skipti er tenórinn tákn dauðans." Aðalhlutverkið er sungið af ensku sópransöngkonunni Sarah Leonard. Hún nam söng við The Guildhall School of Music and Drama í London og hefur komið fram í mörgum stærstu ópera- og tónlistarhúsum í Bretlandi og Evr- ópu og tekið þátt í fjölda tónlistar- hátíða, meðal annars í BBC Proms og á Feneyjar bínalnum. Hún þreytti framraun sína á La Scala í Mílanó-borg árið 1989. Önnur hlutverk syngja enski baritóninn Mark Oldfield og landar hans Just- in Lavender tenór og Rebecca De Pont Davies mezzosópran. Odaline Martinez er hljómsveitarstjóri, Clare West er leikstjóri, Nigel Adey er höfundur leikmyndar og búninga og Paul Taylor er Ijósa- hönnuður. Þijár sýningar em fyrir- hugaðar, í dag og næstu tvo daga. Karólína sagðist ekki geta sagt til um hvaða þýðingu þessir tón- leikar í London hefðu fyrir sig. „Þeir munu sennilega fyrst og fremst hafa kynningarlegt gildi fyrir mig en ég býst ekki við að þeir hafí nein úrslitaáhrif á feril minn.“ NÚ LÍÐUR að lokum sýningarinn- ar íkon frá Norður-Rússlandi í Listasafni íslands sem hlotið hefur mikla aðsókn. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. mars nk. og verð- ur ekki framlengd. íkonasýningin kemur frá Ríkis- listasafninu í Norður-Rússlandi og var hún sýnd í Listasafninu í Tromso í Norð- ur-Noregi áður en hún kom hingað. „Flest verkin tilheyra hinum svokall- aða norður- rússneska íkonaskóla sem er einn af hin- um merku svæðisskólum innan rúss- nesku íkona- listarinnar. Verkin á sýn- ingunni gefa gott og skil- merkilegt yfír- lit um þróun íkonsins og innsýn í þá ijöl- breytni sem var möguleg innan hins stranga ramma og hefðar sem ræður upp- byggingu og myndefni íkonsins," segir í kynningu. Gefið hefur verið út rit með yfir- liti um öll íkonin á sýningunni, ásamt ítarlegum upplýsingum um myndefni þeirra. Þá em í ritinu greinar um eðli og stílþróun rúss- neska íkonsins. „í tilefni sýningarinnar hélt dr. Ulf Abel, yfirsafnvörður við Ríkis- listasafnið í Stokkhólmi og helsti sérfræðingur Svía í rússneskum íkonum, fyrirlestur um íkonið sem helgimynd rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar, en einnig kom hann inn á listræna þætti þess og áhrif á nútímamyndlist. Mjög góð aðsókn var að fyrirlestrinum og nutu gest- ir leiðsagnar hans um íkonasýning- una að honum loknum,“ segir í frétt frá safninu. Þá bauð Lisatsafnið upp á þá þjónustu í tengslum við íkonasýn- inguna að rússneskir sérfræðingar skoðuðu íkona sem em í einkaeign hér á landi. Góð aðsókn var og varð fjöldi manns frá að hverfa. Því hefur verið ákveðið að endur- taka þessa þjónustu laugardaginn 23. mars og hefst skoðun íkonanna kl. 10 um morguninn. Sérfræðing- amir meta ekki verkin til fjár en segja til um aldur þeirra, mynd- efni, skóla, ástand og málun. HAIMZ - KRIIMGLUKAST KRINGLUNNI Ullarúlpur, bláar og grænar, áður 15.900. Kringlukast 10.900. Stakir jakkar, nokkrar gerðir, áður 15.900. Kringlukast 8.900. Peysujakkar, áður 13.700. Kringlukast 7.900. Einnig Timberland skór á 30% afslætti á Kringlukasti. Norræn framtíðarsýn - síðasta sýningarhelgi NU FER hver að verða síðastur að sjá sýninguna Ný öld - Norræn framtíðarsýn, sem er samvinnuverk- efni fímm borga á Norðurlöndum. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag 17. mars. Sýningin hefur laðað að fjölda fólks sem ekki hefur áður komið í Listasafn íslands. Alls tóku um 500 unglingar á Norðurlöndum þátt í verkefninu, þar af 90 á íslandi. Næsta haust verður unga fólkinu boðið til Kaupmanna- hafnar að byggja í sameiningu Framtíðarborgina árið 2002, í 0ksnehallen, sem er nýtt sýning- arhúsnæði í miðborg Kaupmanna- hafnar. Sú sýning verður hluti af dagskrá Kaupmannahafnar sem menningarborgar Evrópu árið 1996. Þetta er stærsta verkefni sem Norræna ráðherranefndin hefur styrkt til barna- og unglingamenn- ingar á Norðurlöndum. Með því vill hún leggja áherslu á uppeldishlut- verk listsköpunar í skólum og sam- starf þeirra við menningarstofnanir. Helstu styrktaraðilar á íslandi em menntamálaráðuneytið og Reykja- víkurborg. „Ungu fólki hér á landi hefur ekki áður verið gefið slíkt tækifæri til að koma fram með hugmyndir sínar um framtíðina í listformi, þar sem fjöldi listgreina er tekinn með, auk tölvutækni. Þá hafa þau getað ræðst við í gegnum myndsíma og haft samband sín á milli á Intemet- inu og beint við hinar sýningamar á Norðurlöndunum," segir í kynn- ingu. Með því að fá húsrými í Lista- safni Islands hefur listsköpun ungs fólks fengið verðskuldaða athygli, að mati Listasafnsins. í tilkynningu frá safninu segir um þetta efni: „Algengt er að lista- söfn víða um lönd opni dyr sínar ungu fólki í stuttan, afmarkaðan tíma og helgi þá uppákomum af ýsmu tagi. Ein af meginskyldum Listasafnsins sem þjóðlistasafns er fræðsluhlutverk þess við almenning. Ungt fólk er stór hluti gesta safns- ins og hefur það á síðustu ámm sótt fræðslu safnsins svo þúsundum skiptir. Fræðslustarfsemi safnsins fyrir böm og unglinga er því ein virkasta menningarstarfsemi fyrir þau hér á landi. Þar hafa þau reglu- bundið fræðst um myndlistarsögu þjóðarinnar og samtímalist.“ Þú ert aldrei einn með CISCO C I S C 0 S Y S T I H S CISCO er mest seldi netbúnaöur í heiminum í dag. CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetiö og allar nettengingar. Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.