Morgunblaðið - 14.03.1996, Page 39

Morgunblaðið - 14.03.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 39 SIG URBJORN EINARSSON + Sigurbjörn Ein- arsson var fæddur í Reykjavík 6. apríl 1981. Hann Iést í Laugaskóla í Sælingsdal 8. marz síðastliðinn. Sigur- björn var sonur hjónanna Einars stúdents Sigfússon- ar frá Möðruvöllum og Onnu Maríu Eg- ilsdóttur frá Breið I Goðadalssókn. Fað- ir hans dó í des- ember 1989 af slys- förum og móðir hans í september á sl. hausti. Fósturfaðir hans var Eyjólfur Vilhelmsson búandi í Fögru- brekku í Staðarsókn í Hrúta- firði og átti Sigurbjörn lög- heimili þar. Utför Sigurbjörns verður gerð frá Fossvogskirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulegur ömmudrengurinn minn er farinn, sorg býr í hjarta og söknuðurinn er mikill. Ótímabært finnst okkur öllum, en kannski ekki óskiljanlegt. Hann sem svo ungur var, hafði lifað svo mikinn sársauka af þvílíkri hug- prýði og æðruleysi að mér fannst hann sýna meiri styrk og huggun handa öðrum sem væri hann ofar okkur. Staðfastur og óbifanlegur gekk hann leiðina sína. í júní mán- uði sl. fékk elskuleg móðir hans úrskurð um banvænan sjúkdóm, á sama tíma fékk hann sjálfur að vita, að hann þyrfti í aðgerð, sem óframkvæmanleg var hér á landi og ákveðin í Gautaborg. Um tíma lágu móðir og sonur hlið við hlið á Borgarspítalanum, hugguðu þau hvort annað og bæði gerðu Iítið úr því sem fyrir höndum var. Aðskiln- aðurinn óhjákvæmilegi var fram- undan, aðgerð í framandi landi 2. ágúst. Til þess dags sat hann hveija stund hjá móður sinni á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Heimili hans var sem oftast áður hjá mér og svo í Kögurseli 13 hjá syni mín- um Sigurði og konu hans Önnu, sem fylgdu honum síðan til Gautaborgar og studdu hann með hlýju og ást- ríki. Frá þeim fylgja honum hlýj- ustu kveðjur. Sigurbirni var fjölskylda og frændsemi mikið mál. Hann vildi hafa samband við skyldmenni sín. Til Svíþjóðar fór hann til skyldra sem var honum mikils virði, þar var föðurafi hans Sigfús B. Einarsson, sem tók honum opnum örmum sem og ijölskylda hans öll. Aðgerðin gekk að óskum og heimkomu þráði hann sem fyrst vegna mömmu sinnar. Hann fékk uppfyllta þá bæn sína að sitja hjá henni uns yfir lauk. Með einstakri ró og stillingu fylgdu bræðurnir þrír, Svavar, Sigfús og Sigurbjörn, henni til hinstu hvílu. Föður sinn Einar höfðu þeir nokkrum árum áður kvatt. Hvílustaður Sigurbjörns verður við hlið foreldra sinna og er það huggun. Framtíðaráform hans voru svo ótrúlega ákveðin og skýr og sárt er að fá ekki að styðja og styrkja hann í þeim. Hann stýrði sér sjálfur í þá höfn sem hann kaus að fara, í faðm móður sinnar og föður. Ég veit að hann treystir okkur sem hann fór frá, að við sýnum honum skilning og í anda hans séum fær um að ganga í gegnum þá sorg sem frá- fall hans er okkur, sem elskuðum hann svo mikið. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guð blessi drenginn minn. Amma Sigrún. „Vertu trúr alt til dauða og Guð mun gefa þér lífsins kór- ónu.“ Á síðasta vori, löngu fyrr en snjóa leysti, var sonarsonur Sigrúnar systur minnar eitt fermingarbarnanna í litlum hópi ungmenna í fámennri sókn norður í Hrútafirði. Foreldrar hans höfðu búið í fárra ára hjónabandi syðra, lengst af suður á V atnsley suströnd. Sigurbjöm var yngstur þriggja sona þeirra, en hinir bræð- urnir eru Svavar menntaskólapiltur og Sigfús, starfsmaður hjá Essó í Reykjavík. Móðir þeirra, Anna Mar- ía, sem var háð veikindum alla ævi, lézt á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði í september sl. aðeins 41 árs. Unglingur hafði Anna María trú- lofazt pilti á nágrannabæ nyrðra, Hrólfi Guðmundssyni á Lýtings- stöðum. Hann varð úti í skaðaveðri rétt fyrir hátíðar 1973, en sonur þeirra, Guðmundur Björgvin, drukknaði í Djúpadalsá tveggja ára. Auk meðfæddra veikinda var þetta mikil reynsla Önnu Maríu, sem hún bar þó af séf með ótrúlegri stillingu og trúarstyrk. Fyrir sjö árum kynntist hún Eyj- ólfi Vilhelmssyni frá Fögrubrekku í Bæjarhreppi. Bjuggu þau hin fyrstu árin á Hvammstanga, en settust svo að á föðurleifð hans. Ólst því Sigurbjörn upp með Eyjólfi frá sjö ára aldri. Vann móðir hans hörðum höndum fyrir drengjunum, síðast á Borðeyri og þótti bæði smekkvís og myndvirk, en gekk þó aldrei heil til skógar. Drengirnir ólust upp við þau býti og raunar mikla áhyggju og þann dauðans ótta, sem stöðugt vofði yfir. Eyjólf- ur reyndist einkum Sigurbirni hlýr og vinfastur. Eru sorgir hans mikl- ar eftir missi Önnu Maríu og svo sviplegt fráfall hins 14 ára ungl- ings. Sigurbjörn dó yfirbugaður af veikindum og dauðastríði móður sinnar, áhyggjum og kvíða. Þá hafði hann sjálfur farið tvisvar til Gauta- borgar, þar sem Sigfús Bergmann Einarsson afi hans er læknir, geng- izt undir skurðaðgerð, sem þó heppnaðist, en fékk góðan læknis- dóm nú í janúarlokin í hinni síðari Gautaborgarferð. Fór Anna mág- kona föður hans með honum hina fyrri og tvísýnu ferð, en þau hjónin Anna og Sigurður Sigfússon hafa reynzt bróðursyni hans frábærlega vel, trygglynd og styrk. Síðari ferð- ina mun nágranninn þeirra í Fögru- brekku, Gísli Jósefsson, hafa farið með honum, en grannar þeirra á öllum bæjum verið stoð og stytta Fögrubrekkufólksins í raunum og vanda hins síðasta og erfiða tíma og að vísu löngum fýrr. Unglingar úr Bæjarhreppi hafa notið skólavistar á Laugum í Sæl- ingsdal um mörg ár við gagnkvæm góðkynni. Dauði ungmennisins, frænda míns, er undantekning, sem á sína skýringu í hinu þrotlausa veikindastríði móður hans, skilnaði foreldranna og föðurmissi og svo áraun eigin veikinda og einstæð- ingsskap, er bræður hans voru báð- ir brottfluttir, þótt vel færi á með þeim Eyjólfi að því er virtist. Raun- ar höfðu hjónin Sveinbjörn Jónsson og Jóhanna Brynjólfsdóttir í Skál- holtsvík boðið Sigurbirni vist og veru, sem hann þó ekki þekktist til langframa, enda kaus hann það óháða líf og fijálsræði, sem hann naut í Fögrubrekku fremur en for- sjá og fyrirhyggju Skálholtsvíkur- hjónanna. Hafi þau heilar þakkir fyrir allt, sem þau gerðu drengnum til góðs og gæfu. Fermingarorðin og fyrirheiti þeirra frá hátíðardeginum í fyrravor eru mér efst í huga, þegar ég hugsa til örlaga Sigurbjörns og uppgjafar úr fjarlægu landi. Vertu trúr allt til dauða og Guð mun gefa þér lífs- ins kórónu. Lagði drengurinn sig fram í kverlærdómnum og tók ferm- ingunni af innileik og alvöru. Hann var trúr, þótt dauða hans bæri að með svo sviplegum hætti að þyngra er til að hugsa en tárum taki. Lífs- ins kórónan eru þeir endurfundir við móðurina, sem hann þráði og trúði svo staðfastlega á, enda ólst hann upp við þá eilífðartrú, sem móðir hans átti svo ríkulega og tók í arf eftir afa sinn og ömmu á Sauð- árkróki. Þótt svona færi, þykir mér, að fermingardrengurinn í Staðarkirkju í fyrravor hafi verið trúr allt til dauðans og er þess fullviss, að Guð hafi gefið honum þá lífsins kórónu, sem hann hefur þráð meir en nokk- ur hugði, vina og vandamanna. Kirkjuleg fær hann við hlið for- eldra sinna í Fossvogskirkjugarði. Svo er ömmu hans fyrir að þakka. Hún er einhver hin styrkasta kona í mótlæti og sorg, sem ég hef kynnzt í löngu prestsstarfi, en áður með foreldrum okkar heima á Möðruvöllum. Guð gefi einnig henni lífsins kórónu, eftir allt sem yfir hefur gengið og nú síðast við jarð- neska burtför hins unga sonarson- ar. Úr fjarlægð sendum við Guðrún samúðarkveðjur í bæn og lofsöng um trúna þessa lífs og annars. Um kórónu lífsins í sjálfum dauðanum. Ágúst Sigurðsson, \ Prestbakka. + Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, ÞORSTEINN ÁGÚST BRAGASON, Vatnsleysu, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 16. kl. 13.30. mars Halla Bjarnadóttir, Bragi Þorsteinsson, Ragnheiður Bragadóttir, Eymundur Sigurðsson, Inga Birna Bragadóttir, Kristrún Bragadóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AVONA J. JENSEN, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. mars kl. 13.30. Erla Þorvaldsdóttir, Ása Hilmarsdóttir, John Þórður Kristinsson, Ása M. Kristinsdóttir, Hans Jakob Kristinsson, Þórir Indriðason, Hanna Indriðadóttir Coare, Dennis Coare, barnabörn og barnabarnabörn. LEVI DIDRIKSEN + Leví Didriksen fæddist í Reykjavík 21. júní 1995. Hann lést í Reykjavík 12. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Heidi og Schumann Didriksen. Útför Levís fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Mér er þungt um hjartað að skrifa minn- ingarorð um elskuleg- an lítinn frænda minn, Leví Didrik- sen, sem er látinn eftir erfið veik- indi aðeins átta mánaða gamall. Leví fæddist með sjúkdóm sem enginn mannlegur máttur gat lækn- að. Drottinn hefur tekið hann til sín og hlíft honum við frekari þján- ingum í þessum heimi. Eftir sitja ungir foreldrar og sjá á eftir frum- burði sínum. Það er þungbærara en orð fái lýst. En það er alltaf ljós í myrkrinu ef við trúum á Jesú og mátt hans til að lækna öll sár. Þrátt fyrir Læknar þrautir sínar brosti Leví og fagnaði for- eldrum sínum þegar þau með einstökum dugnaði sinntu honum á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hann lá í heilan mánuð tengdur við vélar um allan líkamann. Síð- ustu sólarhringana var hann heima hjá for- eldrum sínum í sínu rúmi í notalegu og ró-' legu umhverfi og naut umhyggju pabba og mömmu. og hjúkrunarfólk barnadeild og gjörgæsludeild Land- spítalans, svo og sjúkrahúsprestur, gáfu Heidi og Schumann kraft og styrk, svo og fyrirbænir fjölda fólks. Ég bið góðan Guð að halda utan um bróður minn og mágkonu og leyfa minningu um fallegt barn að blómstra. Elsku litli Leví minn, frænka kveður þig og ég sé fyrir mér að Ingvar og Beinta og aðrir ástvinir leiði þig inn í dýrðina. Rúna „fastur“. t Útför RAGNARS JÓNSSONAR frá Hólmi á Mýrum, til heimilis á Skjólgarði, Höfn, verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Aðstandendur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÞORGRÍMUR JÓNSSON bóndi, Kúludalsá, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 15. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er góð- fúslega bent á Sjúkrahús Akraness. Margrét A. Kristófersdóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, RÚNAR PÉTUR YOUNG, Lindsay, Ont., Kanada, lést 6. mars. Útförin fór fram í heimabæ hans. Birna N. Young, Aaron R. Young, Jennifer Boksman, Njáll Þ. Young, Helen G. Young. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARSIBIL BERNHARÐSDÓTTUR kaupkonu frá Kirkjubóli, Valþjófsdal. Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks í Hlíðarbæ og Hrafnistu Reykjavík. Helga Hjörvar, Úlfur Hjörvar, Birgir Hjaltalin, Helga Sigurðardóttir, Bernharð Hjaltalín, Gerður Hjaltalín, Vilberg Sigtryggsson, Torfi Hjaltalin, Anna Hjaltalin, Stefán Jósafatsson, Stefán Hjaltalín, Svanhvít Jakobsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.