Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 31
30 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 31 jMwgmnfrliifrifei STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haligrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LESSKILNINGI ÁBÓTAVANT FULL ástæða er til þess að taka niðurstöður samanburðar- rannsóknar um lesskilning íslenskra og hollenskra nema í ensku við upphaf háskólanáms alvarlega. Stofnun í erlendum tungumálum við Háskóla íslands gekkst fyrir þessari rann- sókn, sem leiðir í ljós, að níutíu af hundraði hollenskra ung- menna, við upphaf háskólanáms, fá hærri einkunn í lesskiln- ingsprófi í ensku en fyrsta árs nemar við Háskóla íslands. Niðurstaðan er ótvíræð vísbending um laka enskukunnáttu íslenskra háskólanema, sem er grafalvarlegt mál, ekki síst, þegar það er haft í huga, að texti prófsins, sem lagður var fyrir nemana, er að sögn Jóns Skaptasonar hjá Stofnun í erlendum tungumálum við Háskóla íslands mun léttari en texti á ensku, sem háskólanemar þurfa að lesa við upphaf náms. Fjöldi íslensku fyrsta árs nemanna sem þreytti prófið var 659 en notast var við 640 úrlausnir og var meðalaldur nem- anna 23 ár. Það er þess virði að bera niðurstöðurnar saman við þær hollensku, sem eru frá árinu 1991, því Hollendingarn- ir voru einungis 18 ára gamlir og höfðu því ekki hafið há- skólanám sitt. Þrátt fyrir það að meðalaldur próftakenda hér á landi sé 5 árum hærri en þeirra hollensku, er niðurstaðan þeim hollensku ótvírætt í vil. Jón Skaptason gerði grein fyrir ýmsum fyrirvörum í tengsl- um við samanburðinn í Morgunblaðinu í gær, svo sem þeim, að hér á landi fer hærra' hlutfall útskriftarnema úr framhalds- skólum í háskólanám en í Hollandi, þeir íslensku bjuggu sig ekki sérstaklega undir prófið, en það gerðu þeir hollensku, og jafnvel hafi hluti íslensku nemanna tekið prófið við ófull- nægjandi aðstæður. Sjálfsagt er að taka tillit til þeirra fyrirvara sem stofnunin gerir, en eigi að síður hlýtur að felast áminning í niðurstöðum rannsóknarinnar, til þeirra sem stjórna og stunda ensku- kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi, um að taka þurfi til hendi á þeim vettvangi, til þess að íslenskir háskólanemar standi við upphaf náms jafnfætis háskólanem- um í helstu viðmiðunarlöndum okkar og byggi á jafn góðum grunni og þeir. Því er það spor í rétta átt, að Félag enskukenn- ara, sem efnir til ráðstefnu á morgun, ætlar meðal annars að fjalla um það hvort ástæða er til að taka upp samræmt próf í ensku í framhaldsskólum. Jafnframt er fullt tilefni til að kanna, eins og Jón Skapta- son bendir á í framangreindu viðtali, hvort lesskilningi al- mennt hefur hrakað og það væri hægt að gera með því að leggja sambærilegt próf með sambærilega þungum texta fyr- ir háskólanemana á íslensku. HÚSNÆÐIFYRIR KVIKMYNDASAFN LOKS er í sjónmáli lausn á viðvarandi húsnæðisvanda Kvikmyndasafns íslands og er það vel. Gengið hefur verið frá uppkasti að samningi milli menntamálaráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar um að Kvikmyndasafn íslands flytji til Hafnarfjarðar á næstu mánuðum. Samningsdrögin eru báðum aðilum til mikils sóma. Þessum samningsdrögum er ástæða til að fagna, því löngum hefur verið þrengt að starf- semi Kvikmyndasafnsins í takmörkuðum og ófullnægjandi húsakynnum. Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður safnsins, lýsir því í Morgunblaðinu í gær á hvaða hátt hagur safnins muni vænk- ast við fullnustu samningsins. Safnið fær frystiklefa í fyrrum frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir filmugeymslu, vinnuaðstöðu og skoðun kvikmynda og Bæjarbíó, sem á sér gagnmerka sögu sem kvikmyndahús, þar sem jafnframt verð- ur hægt að sýna muni og halda bókasafn. Þessi breyting mun hafa í för með sér gjörbreyttar og betri aðstæður fyrir starfsemi safnsins, sem um leið getur sinnt betur varðveislu og safnamálum kvikmynda en það hefur getað hingað til. Akvörðun Hafnarfjarðarbæjar um styrkveitingu til safnsins upp á 4 milljónir króna, ásamt því að leggja safninu til Bæjar- bíó, er lofsverður vitnisburður um framsýni ráðamanna þar í bæ og skilning á mikilvægi safnins. Auk þess mun starfsemi safnsins í Hafnarfirði án efa skila Hafnfirðingum margvísleg- um ávinningi þegar til framtíðar er litið og efla og glæða menningarlíf þeirra. Með nýjum og öruggum heimkynnum í Hafnarfirði verður Kvikmyndasafn íslands fært um að geyma og hlú að ávöxtum íslenskrar kvikmyndagerðar, þeirrar listgreinar, sem með hvað mestum blóma stendur á íslandi í dag. „Væntingamar hafa bmgðist“ Nadia Andrei Jevgení Arbatova Kozyrev Primakov BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Bill Clinton Bandaríkjaforseti glaðlyndir fyrir utan Hvíta húsið. Utanríkisstefna Jeltsíns upp á síðkastið hefur hins vegar ekki valdið mikilli gleði á Vesturlöndum. SAGA Rússlands hefur löngum einkennst af togstreitu milli fylkinga, er leita eftir eða hafna sambandi við Vestur- lönd. Þessa gætir enn eins og síðast mátti sjá þegar Andrei Kozyrev, fyrr- verandi utanríkisráðherra, sætti harðri gagnrýni fyrir að ganga um of erinda Vesturlanda. En gagnrýni á hann kom ekki aðeins frá Evrópu- fjandsamlegum þjóðemissinnum, heldur einnig frá umbótasinnum, sem hlynntir eru Vesturlöndum. Einn þeirra er Nadia Arbatova, yfírmaður Evrópudeildar IMEMO, þekktrar rannsóknarstofnunar um efnahags- mál og alþjóðatengsl, þar sem hún hefur haft augun á Suður-Evrópu, en hún er líka áhugaverður fulltrúi hinnar margumtöluðu rússnesku „int- elligensíu", sem gjarnan lítur á sig sem samvisku Rússlands. Og hér er ekki átt við langskólagengið fólk, heldur alla þá sem láta sig framvindu landsins einhveiju varða. Maður hennar er einnig fræðimaður, en situr nú í neðri deild þingsins, Dúmunni, fyrir Jabloko, Eplið, flokk frjáls- lyndra. Tengdafaðir hennar var einn- ig þekktur fræðimaður á sviði alþjóða- stjómmála og yfírmaður IMEMO. Rússar vonuðust eftir skjótri aðlögun að Evrópu Eftirmaður Kozyrevs er Jevgení Primakov og í tilefni mannaskipt- anna er ekki úr vegi að huga að þeirri stefnu, sem forveri hans Koz- yrev rak og sem var tekið fagnandi í Evópu, en af vaxandi gagnrýni heima fyrir. Arbatova er ekki í vafa um að í upphafi valdaferils síns 1991 hafi Boris Jeltsín og Kozyrev vonast eftir skjótri og snarlegri aðlögun Rússlands að Vestur-Evrópu. Jeltsín er enn við völd og gæti náð endur- kjöri í sumar, en þeir sem lögðu upp í ferðina með honum hafa verið látn- ir fara eftir því sem hann hefur þurft að laga stefnu sína að breyttum að- stæðum heima fyrir. Breyttum að- stæðum, sem Arbatova álítur reynd- ar að megi rekja til mistaka hans og óheppilegrar stefnu. „Þeir Jeltsín og Kozyrev vonuðust til að Rússland gæti samlagast og gerst aðili að evrópskum stofnunum eins og Evrópusambandinu og Atl- antshafsbandalaginu. Þessu hefur reyndar síðar verið neitað, en það má minna á að 1992 hélt Jeltsín ræðu þar sem hann talaði um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Viku síðar leiðrétti Kozyrev þetta og sagði þessa setningu hafa verið vél- ritunarvillu. Lýðræði átti að koma á í snatri og sovéska hagkerfið átti að markaðsvæða jafnsnarlega. Eins og fyrirsjáanlegt var tókst þetta engan veginn, heldur leiddi til þeirra erfiðu aðstæðna, sem nú eru. Jeltsín og Kozyrev komu fram á sjónarsviðið í kjölfar upplausnar Sov- étríkjanna og eina stefna þeirrra var þessi skjóta aðlögun Rússlands að Evrópu. Öll áhersla var lögð á að sannfæra Vestur-Evrópubúa um að Rússland væri annað en Sovétríkin og að landinu væri treystandi. En miðað við ailar aðstæður var þetta gjörsamlega óraunhæf stefna og þegar ekki tókst að framfylgja henni leiddi það til svartsýni. Skipbrotið ýtti undir niðurlægingar- og höfnun- artilfinningar meðal Rússa og styrkti um leið þjóðernissinna. Það voru mistök að leggja aðeins áherslu á sambandið við Evrópu í stað þess að hugsa fyrir því að styrkja sambandið við fyrrum Sovétlýðveldin, sem við erum tengd bæði efna- hagslegum og sögulegum böndum. Utanríkisráðherrann og aðrir rússneskir leiðtogar voru tíðir gestir í London, París, Róm og Lond- on en sáust sjaldan í Prag eða Búda- pest. Erfiðleikar fyrrum Sovétlýð- veldanna eru að hluta til Rússum að kenna, því það hefði hjálpað þeim ef sambandið hefði verið styrkara. í Júgóslavíu var heldur ekki komið á neinum tengslum milli sambandsríkj- anna og niðurstaðan varð stríð. Við vorum þó heppnari, en hefðum þurft að gera meira, ekki síst á sviði efna- hagssamvinnu." En ertu viss um að það hafi verið áhugi í hinum löndunum á samstarfi við Rússland í Ijósi fyrri samskipta? „Já, það held ég eindregið, því þau Það þarf ekki að staldra lengi við í Rússlandi til að finna að margir Rúss- ar álíta að Vesturlönd hafi hafnað sambandi við Rússland. Að sumra mati hefur utanríkis- stefna Rússa undanfarin ár ýtt undir þessa höfn- unartilfinningu og leitt til svartsýni eftir vænt- ingar sem perestroikan vakti. Sigrún Davíðs- dóttir var í Moskvu ný- iega og ræddi við Nadiu Arbatovu, sérfræðing um Evróputengsl. hefðu séð sér hag í náinni samvinnu, ekki síst á sviði efnahagsmála eftir að efnahagssambandið Comecon var leyst upp. Áður höfðu Sovétríkin verið eins og stóri bróðir, sem hin löndin voru bundin. Við þurftum áfram hvert á öðru að halda, en stjórnvöld í Rússlandi hefðu átt að leggja drög að nýrri samvinnu á nýjum grundvelli gagnkvæmra hags- muna. Þetta vanræktum við og nú hræðast nágrannarnir okkur af því okkur hefur ekki tekist að koma á traustu lýðræði. Það er okkur að kenna að nágrannarnir óttast okkur og utanríkisstefna okkar hefði átt að beinast að því að koma á traustu jafnréttissambandi. Ég lít gagnrýn- um augum á stækkun Atlantshafs- bandalagsins, en hún er að hluta til okkur sjálfum að kenna, því okkur hefur mistekist að byggja upp traust.“ „Rússland er ekki þróunarland“ Kozyrev hefur oft nefnt að Evrópa sé að missa af sögulegu tækifæri til að aðlaga Rússland Evrópu. Má þá ekki alveg eins líta svo á að slæm aðstaða Rússa nú sé Evrópu að kenna, að hún hafi hafnað Rússlandi eins og reyndar heyrist oft hér í Rússlandi? „Bæði og... en Evrópu- löndin skildu að skjót að- lögun var ómöguleg. Það tók Portúgal sautján ár að aðlagast hinum Evrópu- löndunum, þar sem sjö ár fóru í aðild- arviðræður og tíu í aðlögunartíma- bil. Samt var efnahagsástand þeirra mun betra en okkar. Mistök Evrópulandanna voru ekki að þau snerust gegn snarlegri aðlög- un Rússlands, heldur að þau studdu tákn um lýðræði en ekki lýðræðið sjálft. Með stuðningi sínum við Jelts- ín hafa Vesturlönd endurtekið mis- tökin frá Gorbatsjov-tímanum. Þau hafa stutt einstaka menn, ekki sjálft lýðræðið. í byijun þokaði Jeltsín Rússlandi í lýðræðisátt, en menn breytast og það á að dæma þá eftir verkunum einum saman. Þegar Jeltsín greip til vopna til að bæla niður andstöðu í október 1993 var litið svo á í Rússlandi að deilan stæði milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins, sem er heldur ekki óþekkt á Vesturlöndum. En það var heldur enginn Rússi í vafa um að Jeltsín greip til vopna af því hann hafði það á tilfinning- unni að Vesturlönd stæðu að baki honum. Þau álitu Jeltsín tákn lýð- ræðis og það hjálpaði. Ég var hér í borginni þá og fyrir mér var þetta ekkert annað en borg- arastyijöld. Ég ætla hvorki að rétt- læta þingið né Jeltsín og hans lið, en blóðugar aðgerðir voru bara ekki heppilegasta ráðið. Þess í stað hefði Jeltsín annaðhvort getað boðað til þingkosninga og forsetakosninga samtímis og þá farið fram sjálfur eða reynt að ræða málin frekar. Það hefðu verið lýðræðislegar leiðir. Vesturlönd bera ábyrgð á þessum tvískinnungi hér hvað lýðræðið varð- ar. Það sem er gott fyrir Evrópu er líka gott fyrir Rússland og öfugt. Það eiga ekki að gilda einhveijar sérstakar reglur fyrir rússneskt lýð- ræði og aðrar fyrir evrópskt, heldur á að dæma rússneskt lýðræði á evr- ópskum mælikvarða. Rússland er ekki eitthvert þróunarland." Sovétkerfið grundvallað á gömlum hugmyndum En nú er kominn nýr utanríkisráð- herra og hann hefur einmitt byrjað á að heimsækja nágrannalöndin. Að hverju þyrfti hann að einbeita sér? „Til þess að útskýra hvers vegna þörf er á breiðari utar.ríkisstefnu er nauðsynlegt, að leiða hugann að grundvallarhugmyndafræði Rúss- lands, sem er miklu eldri en Sovét- kerfið. Ég lít svo á að upplausn Sovétkerf- isins hafi ekki aðeins rústað því kerfi, heldur einnig rússnesku hugmynd- inni um Rússland sem Guðs útvalda land, landið sém færi sína eigin sér- stöku einstefnuleið. Þessi hugmynd var helsti tálminn á síðustu öld fyrir aðlögun Rússlands að Evrópu og það var orðið Ijóst í byijun þessarar ald- ar að hún stóð í vegi fyrir þróun Rússlands, þróun í átt til Evrópu. En þróunin frá þessari hugmynd var rofín með Októberbyltingunni. Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að Bolsévikkarnir, sem voru á móti zarnum og valdi hans, skyldu taka upp þessa einstefnuleið, sem hafði ráðjð ríkjum á keisaratímanum. Á Vesturlöndum heyrist gjarnan sú hugmynd að Sovétríkin hafi tapað kalda stríðinu og það leitt til upp- lausnarinnar. Það er ekki rétt, heldur tók að halla undan fæti þegar slökun- arstefnan kom til. Upplausn járn- tjaldsins gróf undan Sovétkerfinu, því járntjaldið hélt því saman. Kerfið þreifst við tveggja póla kerfi, þar sem efnahagslífíð var undirlagt her- gagnaiðnaðinum. Það grundvallaðist á því að Sovétkerfið stæði eitt og einangrað gegn umheiminum, sem er sama hugmyndin og sú gamla um Rússland sem Guðs útvalda land. Nú hef ég af því áhyggjur að mistök undanfarinna ára leiði til þess að þessi gamla hugmynd komist aft- ur á kreik og leiði til einangrunar Rússlands enn á ný. Öll utanaðkom- andi einangrun og höfnun mun leiða til þess að Rússland einangrist og það gæti haft mjög neikvæðar afleið- ingar. Það verður aldrei stöðugleiki í Evrópu án þátttöku Rússa og það verður aldrei lýðræði í Rússlandi án aðstoðar Evrópu. Framtíð Evrópu er óviss vegna evrópskra vanda- mála. En það eru til öfl í Evrópu, sem helst vildu einangra Rússland og rússnesk áhrif við fyrrum áhrifa- svæði Sovétríkjahna, svo Rússland yrði nokkurs konar stuðpúði Evrópu gegn múhameðstrúarmönnum. Þetta er hættuleg stefna, því hún leiðir til einangrunar Rússa og er vatn á myllu þeirra landa minna sem vildu sjá nýtt rússneskt heimsveldi rísa. Það sem þarf er því vel ígrunduð stefna, þar sem markmiðið væri að Rússland aðlagaðist Evrópu jafnt og þétt og að landið Evrópuvæddist smátt og smátt.. Þetta þarf að gerast á þremur sviðum. í fyrsta lagi þarf að köma á fót lýðræði í Rússlandi og hér geta Evrópulöndin hjálpað til með stuðningi við allar stofnanir þjóðfélagsins, til dæmis verkalýðs- félögin og aðra félagsstarfsemi, svo lýðræðið nái að gegnsýra þjóðfélag- ið. Hér á ekki að útiloka neinn, held- ur ekki kommúnistana, því ekki má gleyma að þeir eru fulltrúar fyrir verulegan hluta þjóðarinnar. í öðru lagi er þörf á að hrinda í framkvæmd samstarfi Rússa og Evr- ópusambandsins, sem lögð voru drög að á leiðtogafundinum á Korfu 1994 og það gæti orðið vísir að efnahags- legum stöðugleika. Sem stendur eru ESB og Rússland ójafnir aðilar og ESB verður fyrir alla muni að forð- ast að nýta sér ójöfnuðinn og fara með Rússland eins og þróunarland. Það myndi hafa slæm áhrif, því hér heyrist alltof oft að önnur lönd séu bara að nota Rússland. í þriðja lagi þarf að koma á samvinnu á sviði utanríkismála. Stækkun NATO gæti leitt til ögrana og nýrrar skiptingar Evrópu, en samvinna gæti dregið úr þessari hættu. Stærstu mistök Vesturlanda eftir upplausn Sovétveldisiná og áhrifa- svæða felast í því að skipta þessu sama svæði upp í stað þess að líta á það sem eina heild. Stækkun NATO tekur aðeins tii hluta þessa svæðis, en til þess að viðhalda evrópsku varn- arsamhengi þarf að taka tillit til alls svæðisins. Annars skapast tómarúm og það gæti leitt til alvarlegra vand- ræða fyrir samband Rússlands og Vesturlanda." Gorbatsjov reyndi að breyta ásýnd Sovétrílqanna, ekki sjálfu kerfinu Þú nefndir áður að tilvistargrundvöll- ur Sovétríkjanna hefði verið skipting heimsins í tvær blokkir. En hvenær varð þér ljóst að Sovétríkin voru að liðast í sundur? „Það var 19. ágúst 1991, þegar valdaránið var gert gegn Gorbatsjov til að vernda Sovétkerfið. Gorbatsjov rak íjarska gætna innanríkisstefnu og þorði alls ekki að hrófla við sam- bandinu við Sovétlýðveldin af ótta við að það leiddi til upplausnar og hann gat til dæmis ekki hugsað sér efnahagslegt sjálfstæði Eystrasalts- landanna. En hann var of varkár og hefði átt að endurskoða sáttmála Sovétríkjanna um samband mið- stjórnarinnar við lýðveldin. Þegar kom fram á 1991 sá hann að eitthvað yrði að gera til að hindra upplausn og byijaði því að endur- skoða sáttmálann. En þessi endur- skoðun stöðvaðist með valdaráninu. Þótt það væri gert til að hindra upp- lausn, leiddi það síðan til hennar, því í kjölfarið lýstu Moldavía, Úkraína og fleiri lýðveldi yfir sjálfstæði. .Kommúnistar, þjóðernissinnar og aðrir sökuðu síðan Jeltsín um að hafa leyst Sovétríkin upp, en það er rangt. Hann skrifaði reyndar undir pappírana, en hin raunverulega upp- lausn varð 19. ágúst 1991. Harmleikur Gorbatsjovs var að hann leitaðist við að breyta ásýnd Sovétríkjanna, ekki sjálfu kerfinu. Hann ætlaði sér að koma á sósíal- isma með bros á vör og þess vegna hrinti hann af stað perestroiku og glasnost. En þróunin fór lengra en hann var tilbúinn til að fara. Hann var varkár kommúnisti og ekki und- ir það búinn að landið færi fram úr honum. Meðan á perestroikunni stóð vænti fólk breytinga í lýðræðisátt, mikið var rætt um stjórnmál og vænting- arnar héldust fram yfír upplausn Sovétríkjanna, en þær hafa brugðist. Okkur tókst ekki að breyta hagkerfinu þannig að það hefði í för mér sér efnahagsbata fyrir venjulegt fólk og þetta hefur leitt af sér svartsýni og fortíð- arþrá. Ég lít svo á að við séum enn á leið í lýðræðisátt og einmitt af því við erum á leiðinni er erfítt að skýra fyrir Rússum stækkun NATO. Af hvetju ætti hennar að vera þörf úr því enginn sagði neitt þegar Rússar réðust inn í Tsjetsjníu?“ Nú verða forsetakosningar í Rúss- landi í sumar. Hver býstu við að útkoma þeirra verði? „Það má búast við að Jeltsín vinni, mest vegna tregðulögmálsins. Sumir óttast kommúnista, aðrir þjóðernis- sinna og Zhirinovský. Jeltsín er full- trúi hins þekkta svo atkvæði greitt honum er atkvæði gegn hinu óþekkta, en ekki með honurn." Ekkí lýðræði án aðstoðar Evrópu Rússar og ESB starfi saman Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga til lengri tíma Reynir á styrk kjörinna fulltrúa Karl Björnsson, bæjar- stjóri á Selfossi, segir að fjárhagsáætlun til langs tíma sé nauðsynlegt stjórntæki við rekstur sveitarfélaga en það reyni á styrk kjörinna fulltrúa og embættis- manna. Finnur hann aukinn áhuga á því að fara að lagaákvæðum um gerð þriggja ára áætlana. Karl segir Helga Bjarnasyni frá reynslu Selfyssinga. Morgunblaðið/Ásdfe KARL Björnsson hefur sjálfur komið sér upp tækni til að sjá strax afleiðingar allra ákvarðana á fjárhag Selfossbæjar. VIÐ NÁUM ekki tökum á fjármálum sveitarfélag- anna nema með því að gera fjárhagsáætlanir til fjögurra ára eða lengri tíma og að kjörnir fulltrúar og embættismenn virði þær sem stjórntæki,“ segir Karl Björnsson, bæjarstjóri á Sel- fossi. Á undanfömum árum hefur hann varað við skuldasöfnun sveit- arfélaga og tvisvar verið fenginn til að lesa yfir hausamótunum á sveit- arstjórnarmönnum á árlegri fjár- málaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. í upphafi árs gera sveitarfélögin almennt fjárhagsáætlun fyrir það ár en fá gera einnig stefnumark- andi fjárhagsáætlun til þriggja ára til viðbótar þótt það sé skylt sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum. Nokk- ur sveitarfélög hafa verið að prófa sig áfram með þessa áætlanagerð á síðustu árum en fæst hafa sam- þykkt þær formlega í bæjarstjórn. Karl Björnsson segir að menn hafi verið að þróa aðferðir við þetta verk enda ekki verið til nægilega góð tæki til að vinna með. Tíu ára áætlun í nóvember síðastliðnum sam- þykkti bæjarstjórn Selfoss fjárhags- áætlun fyrir árin 1996-1998 en áður höfðu slíkar áætlanir verið hafðar til viðmiðunar án þess að fá endanlegt samþykki bæjarstjórnar. Jafnframt hefur verið unnið að gerð rammaáætlunar til lengri tíma, eða tíu ára, og voru drög að henni til umræðu í bæjarstjórn fyrir skömmu, einkum vegna ákvörðunar um það hvenær fært þætti að byggja nýjan skóla á Selfossi. Karl og Helgi Helgason bæjarrit- ari hafa unnið mest við áætlana- gerðina og nota til þess töflureikna. Karl segist ekki vera neinn tölvusér- fræðingur en hann hafi ákveðið að eyða í þetta tíma enda sé það mikil- vægt fyrir stjórnendur að koma sjálfir að slíkri vinnu, þeir fái meiri tilfinningu fyrir verkefninu. Hvenær á að byggja skóla? Hann byrjaði á því að fara yfir fjárhagsáætlanir og ársreikninga nokkur ár aftur í tímann til þess að meta og sjá þróun ýmissa fjár- hagsstærða. Það sé nauðsynlegur grunnur fyrir framhaldið. Bæjar- stjórn ákvað langtímamarkmið um skuldastöðu sveitarfélagsins, meðal annars út frá getu þess til að standa undir afborgunum og vöxtum. Karl segir að síðan hafi verið safnað ósk- um stjórnenda bæjarstofnana um framkvæmdir, kaup á búnaði og viðhaldi. Ekki sé hægt að verða við nema broti þeirra óska við gerð eins árs íjárímgsáætlunar en reynt að raða brýnustu nauðsynjum á næstu þijú ár. Bæjarstjórnin á Selfossi stefnir að því að lækka skuldir verulega á næstu árum, til þess að geta ráðist í byggingu þriðja skólans í bænum en það er orðið brýnt vegna fólks- fjölgunar og ákvæða laga um ein- setningu grunnskólans. Með aðstoð forritsins og gagnagrunnsins sem Karl hefur útbúið er á augabragði hægt að sjá afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Kjörnir fulltrúar og embættismenn sjá strax hvaða áhrif framúrkeyrsla eins árs hefði á vexti og greiðslubyrði næstu ár. Einnig er nauðsynlegt að bæta við rekstrarkostnaði vegna nýrra þjón- ustuþátta og gerir áætlanakerfið ráð fyrir því. Þó bæjarstjórnarmenn á Selfossi væru sammála um nauðsyn skólans urðu þeir sammála um að taka hann hann ekki í notkun fyrr en árið 2001, þegar þeir höfðu prófað sig áfram með það hvað fjárhags- staða bæjarins leyfi. Það þýðir að mögulegt er að byija _ á fram- kvæmdinni árið 1999. Áætlað er að skólinn kosti 250 milljónir kr. og þegar hann er settur inn á áætl- un einu eða tveimur árum of snemma, áður en búið er að greiða fyrri skuldir nægjanlega mikið nið- ur, sést hvað það hefur afdrifarík áhrif á fjárhag bæjarins í framtíð- inni. í þessu tilviki margborgar sig að brúa bilið með ódýrum bráða- birgðalausnum. Reynir á fulltrúa „Svona vinnubrögð reyna mjög á kjöma fulltrúa í sveitarstjórnum. Þeir verða að setja sér markmið um þróun fjármála sveitarfélagsins. Og þeir þurfa að forgangsraða verkefn- um þó það sé erfitt og geti kostað það að áhugamál þeirra lendi utan áætlunartímabilsins. Sveitarstjórn- armenn sem gangast undir þessi vinnubrögð geta ekki lofað hinu og þessu óábyrgt, þeir verða að sýna kjósendum fram á að sveitarfélagið hafi efni á því eða þá hveiju eigi t að fresta á móti. Annars geta menn ( lent í hinum verstu ógöngum með ; ijármálin eins og dæmin sanna,“ segir Karl. t Hann hælir bæjarstjórnarmönn- ’ um á Selfossi. Segir að þeir hafi : haft vissa fyrirvara þegar gengið í var frá langtímaáætlun fyrr í vetur í en svo hafi komið í ljós við gerð | fjárhagsáætlunar fyrir árið 1996 i að hún félli svo til alveg að fyrsta ári langtímaáætlunarinnar. Ætti að vera skilyrði fyrir iánveitingum Karl Björnsson er í stjórn Lána- sjóðs sveitarfélaganna. Hann segir að verið sé að breyta umsóknar- eyðublöðum sjóðsins og á nýja form- inu sé gert ráð fyrir því að níenn tilgreini upplýsingar úr þriggja ára áætlunum. „Eg tel að þeir sem lána sveitarfélögunum fé ættu að óska eftir slíkum upplýsingum þannig að þeir geti sjáifir metið áhrif lánveit- inga sinna fram í tímann,“ segir hann. Almennt hafa sveitarfélög ekki gert fjárhagsáætlanir til langs tima, það hafa stóru sveitarféiögin á höf- uðborgarsvæðinu til dæmis enn ekki gert, en Karl telur að aukinn áhugi sé hjá þeim að taka alvarlega laga- ákvæði um þriggja ára fjárhags- áætlun. Hann segir að allmargir sveitarstjórnarmenn, meðal annars borgarfulltrúar í Reykjavík, hafi haft samband við sig til að fá áætl- anir Selfossbæjar til skoðunar og telur að það sé til marks um að breytingar séu að eiga sér stað. Hann segir líka að nýjustu upplýs- ingar bendi til þess að sveitarstjórn- armenn séu að ná betri tökum á fjárhag sveitarfélaganna eftir fram- kvæmdagleði undanfarinna ára sem því miður hafi allt of oft verið lítil eða engin innistæða fyrir. Haldið áfram „Mér finnst viðbrögðin hér á Selfossi vera á þá leið að ólíklegt sé að menn vilji hverfa frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið,“ segir hann. Þetta eigi ekki einung- is við bæjarstjórnarmenn heldurl einnig stjórnendur bæjarstofnanaj sem nú geti skipulagt starf sitt l lengra fram í tímann í ljósi þeirraj fjárveitinga sem þeir viti um á| næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.