Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 35 - AÐSEIMDAR GREINAR í þessari grein hvetur Sigurður Jón Olafsson til herferðar gegn einkabílismanum. urinn verði lokaður fyrir umferð bíla nema þeirra sem eiga þangað brýnt erindi. Á ég þar við þá sem eru að flytja vaming í búðir, strætisvagna og fatlaða ökumenn auk íbúa götunn- ar. Það hefur aldrei verið jafn líflegt á Laugaveginum og einmitt í þau fáu skipti sem hann hefur verið lokaður umferð bíla. Kjarni málsins er samt sá að það verður að stórefla almenningssam- göngur svo að þær verði raunveruleg- ur valkostur borgarbúa til að ferðast á milli hverfa. Strætisvagninn á að hafa forgang umfram einkabílinn. Einkabílar á göngustígum Síst hefur verið ofmælt um frekju einkabílista og tillitsleysi í garð gangandi vegfarenda en í umferðar- öngþveitinu fyrir jólin keyrði um þverbak. Við sem búum í gamla aust- urbænum urðum áþreifanlega vör við þessa frekju. Einkabílistunum nægði ekki að leggja undir sig stæði íbú- anna heldur voru gangstéttirnar bók- staflega þaktar þessum blikkdósum svo að vart var lengur pláss fyrir gangandi fólk. Af og til mátti sjá einstaka stöðumælaverði setja sekt- armiða á bílrúður en því miður voru það alltof fáir. Ekki sást til dráttar- bíla en þeir hefðu án efa ekki haft undan. Öllu sorglegra var þó að horfa uppá framkomu sumra einkabílista við kirkjugarðinn í Fossvogi á sjálfan aðfangadag jóla. Austan við kirkju- Með afskiptum Vil- mundar af stjómmálum, segir Halldór E. Sigur- björnsson, verða alger kaflaskipti. Vilmundar Gylfasonar og jafnaðar- menn allra flokka ættu á afmælis- ári flokksins að hugsa til hans og hvað betur hefði mátt fara. Og eins og við strákarnir forðum á „Rauða torginu", að sameinast um einn málstað — framgang jafnað- arstefnunnar yddaða af Vilmundi. íslenskir stjórnmálamenn nútím- ans og framtíðar ættu einnig að minnast og fylgja hinni afdráttar- lausu kröfu Vilmundar um heiðar- leika og traust siðferði í stjórnmál- um. Þá mun íslandi og ekki síst íslenskum almenningi vel farnast. Höfundur er þjóðréttarfræðingur og félagi l Alþýðuflokknum - Jafnaðarnmnnaflokki íslands. garðinn er nýlega búið að leggja stíg fyrir gangandi og hjólandi fólk sem tengist göngubrú yfir Kringlumýrar- brautina. Þessi stígur er greinilega merktur þannig að hann er aðeins ætlaður gangandi og hjólandi vegfar- endum en alls ekki vélknúnum öku- tækjum. Sumir einkabílistar virtu þessi merki að vettugi og sýndu þá dæmalausu frekju að aka eftir göngustígunum og máttu þeir sem þar voru á ferli þakka fyrir að vera ekki keyrðir niður. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar einhverjir þeirra óku yfir leiði einsog fram kom í fréttum. Hér var ekki um fatlað fólk að ræða heldur fólk á besta aldri, jafnvel ungt fólk. Að endingu Einkabílistamir hafa alltof lengi • vaðið uppi með frekju og tillitsleysi og virt sjálfsagðan rétt gangandi vegfarenda að vettugi og því miður komist upp með það. Það er kominn tími til að spyma við fæti. Það þarf að stórhækka sekt fyrir að leggja ólöglega. Það þarf að íjölga dráttar- bílum svo hægt sé að draga sem flesta bíla burt af gangstéttunum. Það þarf að fara í skipulega herferð gegn ofríki einkabílismans. En fyrst og fremst þarf að kenna þessum ökuþómm undirstöðuatriði í siðferði og tillitssemi í garð náungans. Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. I huga einkabílistans kemst ekkert annað að en „ég og bíllinn minn“ og það þarf sjálfsagt kraftaverk til að breyta slíkum hugsunarhætti. Höfundur er bókavörður. *©K) DíHW Skjótvirkur stíflueyðir Eyöir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Ðömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. JIÍMtttltMilfrÍfe- kjarni málsins! Rétti tíminn til að gera goð kaup! Tulip Vision Line Pentium 100 8 MB minni - 850 MB diskur 4 hraða geislaspilari SoundBlaster 16 hljóökort 15W hátalarar - Windows 95 MS Home heimapakkinn MS Works (ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur) MS Encarta - alfræðiorðabók MS Money - heimilisbókhald MS Scenes - undersea collection Megapak 3 <12 geisladískar stútfullir af leikjum) The Lemmings Chronicles TFX - Tactical Fighter Experiment The VORTEX - Quantum Cate II Cyclones - Jammit - Dragon's Lair Novastorm • Reunion - Megarace The Joumeyman Project Turbo kr. 179.900 m/15" lltaskjá kr 169.900 m/14'litaskiá Canon Canon BlC-70 Litableksprautuprentari fyrir heimilið 2ja hylkja kerfi 720 dpi upplausn 30 blaða arkamatari - 3 bls/mín kr. 22.950 mmm Litableksprautuprentari 4ra hylkja kerfi 720 dpi - 3 bls/mín 100 blaða arkamatari CorelDraw hönnunarpakkinn kr. 47.900 Opið laugardaga 10-14 NYHERJA bíuM' SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI569 7800 http://www.nyherji.is/vorur/ OLL VERÐ ERU STCR. VERD M VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.