Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR INGVI GUÐMUNDSSON + Ingvi Guð- mundsson fæddist á Drangs- nesi við Steingríms- fjörð 9. nóvember 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 12. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guð- mundsson og Ragn- heiður Halldórs- dóttir frá Bæ í Steingrímsfirði. Ingvi var 10. í röð 13 systkina og eru tveir af bræðrunum enn á lífi. Ingvi kynntist konu sinni, Sig- ríði Ásgeirsdóttur, f. 14.4.1921, d. 10.5. 1995, á Akranesi. Þau giftu sig á Akranesi 9. mars 1940. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Ásgeir Björnsson og Sig- ríður Sveinsdóttir. Sigríður og Ingvi eignuðust 8 börn. Þau eru: 1) Sigurgeir, f. 21. sept. 1940, giftur Sigríði Þorvalds- dóttur, f. 28. jan. 1941, þau eiga fjögur börn. 2) Samúel, f. 19. febr. 1942, d. 22. mars 1963. 3) Ingveldur, f. 9. nóv. 1943. Fyrri maður hennar var Sigfús Steingrímsson, þau eiga tvö börn. Nú- verandi eiginmaður er Ólafur Eggerts- son, þau eiga tvö börn. 4) Guðmund- ur Ragnar, f. 21. maí 1945, giftur Unni Sveinsdóttur, f. 3. júlí 1946, þau eiga fimm börn. 5) Ásgeir Sigurbjörn, f. 2. maí 1947, gift- ur Lilju Sigurðar- dóttur, f. 6.9. 1951, þau eiga-tvö börn. 6) Halldór Hildar, f. 18. okt. 1952, giftur Bjamd- ísi Jónsdóttur, f. 5.5. 1954, þau eiga þijú börn. 7) Rakel Rut, f. 15. nóv. 1954. Fyrri maður hennar var Guðmundur Sum- arliðason, þau eiga fjögur böm. Núverandi eiginmaður Heiðar Kristinsson, f. 15.8. 1942, þau eiga eitt bárn. 8) Ragnheiður Andrea, f. 7. jan. 1958, hún á tvö börn. Sonur Ingva og Jó- hönnu Bjarnadóttur: Gylfi, f. 13. ág. 1956. Útför Ingva fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hvernig á maður að lýsa svo sérstakri persónu eins og þú varst, elsku pabbi. Með þennan styrk og glettni, sem þú hélst alveg til enda- loka, þrátt fyrir erfið veikindi. Þú kvartaðir ekki, þú varst ánægður með lífið og tilveruna og sagðir oft: „Maður má vera þakklátur fyr- ir þetta langt Iíf, gamalmenni eins og ég.“ En fyrir mér og öðrum sem þekktu þig varstu ætíð ungur í anda. Þú kunnir að njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða og hafðir áhuga á mörgu og tókst þér ýmis- legt fyrir hendur. Það hefur margt á daga þína drifið. Ég ætla bara að nefna nokkuð af því, sem þú starfaðir við á lífsleiðinni. Þú ólst upp í sveit og lagðir þitt af mörkum bæði til lands og sjávar. Seinna stofnaðir þú eigið fyrirtæki. Meðal annars fjárfestir þú í gijótmuln- ingsvél og vörubíl er síðan var not- að við hafnargerð á Akranesi, en þar bjóstu um árabil. Seinna gerð- ist þú rútueigandi og sérleyfishafi leiðina Reykjavík-Strandir um 11 ára bil. Síðan stofnaðir þú nagla- verksmiðju, seinna verslun, glugga- gerð og að lokum stundaðir þú ieigubílaakstur um margra ára skeið. Þú hafðir mikinn áhuga á stjórnmálum, íþróttum og varst fé- lagi í Gideon í 50 ár. Taflmennska var stór þáttur í lífi þínu, og þú notaðir hvert tækifæri sem gafst til að tefla við vini og vandamenn. Taflfélag Reykjavíkur gerði þig að heiðursfélaga 1991. Pabbi, ég sakna þín og sakna samverustundanna og þess tíma, er ég og bömin mín bjuggum á heimili þínu um eins árs skeið. Við eigum yndislegar minningar frá þeim tíma. Það var aldrei leiðigjarnt í návist þinni. Þú varst ætíð hjálp- samur, og lést skólagöngu barn- anna minna þig miklu skipta, eins og reyndar allra þinna barna. Ef einhver var veikur eða lá á sjúkra- húsi, vitjaðir þú hans. Elsku pabbi, þú lætur eftir þig stóra fjölskyldu og marga einlæga vini. Pabbi, þú ert í hjarta okkar og við vitum að þú hefur fengið þá hvíld, sem þér var kærkomin. Þú verður ekki einn, því nú hafið þið mamma sameinast á ný. Guð veri með þér, þess óskar þín dóttir, Ragnheiður og barnabömin Philip og Nathalie. Ingvi Guðmundsson, afi minn og alnafni, er nú lagstur til hinstu hvílu, sem mér þykir mjög sorg- legt. Mínar fyrstu minningar um afa voru þegar við fluttum frá Sví- þjóð. Þá fluttum við heim til afa og ömmu í Álftamýrinni, fyrsta hálfa árið eða svo. Afi og amma voru mjög svo trúrækin og minnist ég þess að við fórum ávallt með bænir saman bæði kvölds og morgna og gleymdist það aldrei. Fljótlega flutti ég og fjölskylda mín upp í Breiðholt í okkar eigin íbúð. Við afi héldum þó góðu sambandi á mínum fyrstu uppvaxtarárum, en þegar unglingsárin gengu í garð flosnaði smátt og smátt upp úr því, því miður. En það var alltaf mjög sérstakt samband á milli mín og afa og það samband rofnar aldr- ei. Ég mun ávailt geyma þig í hjarta mínu, afi minn. Ingvi Guðmundsson, „Nafni“. Kveðja frá Gídeonfélögum Ingvi Guðmundsson, Gídeonfé- lagi í 50 ár, er látinn 82 ára að aldri. Ingvi Guðmundsson var áhugamaður um útbreiðslu Bibl- íunnar og var einn þeirra er sóttu kynningarfundi sem Vestur-íslend- ingurinn Kristinn Guðnason hélt hér í ágústmánuði 1945. Erindið var kynning á félagi, sem nefnt var Gídeon, sem hafði það að markmiði sínu að útbreiða Guðs heilaga orð og ávinna menn fyrir Krist. Ekki komst Ingvi á stofnfundinn, en hann hafði lofað Olafi Olafssyni kristniboða, sem aðstoðað hafði Kristin við að kalla menn til fund- ar, því að vera með frá upphafi. Ingvi gekk síðan formlega til liðs við félagið 11. júlí 1946. Ingvi var aldrei í forystu félags- ins og náði ekki að sækja fundi nú hin síðari ár. Það þýðir þó ekki að hann hafi verið áhugalaus. Hann var trúfastur fyrirbiðjandi, hringdi oft í okkur til að fá fréttir og heyra í okkur hljóðið. Hann lagði mánað- arlega fram sinn fjárhagslega skerf til eflingar starfi félagsins. Hann sagðist vera í skuld sem hann gæti aldrei fullgreitt eða þakkað. Hann hafði ungur lært að fela sig Drottni í bæn og sagðist biðja til hans daglega, fyrir sér og sínum og þeim málefnum sem honum voru kær. „Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara eins og þú hefur heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálp- ræði þitt, sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða ljós til opinberun- ar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum ísrael." Við biðjum góðan Guð að blessa 4- Jónatan Lárus ' Jakobsson var fæddur að Torfu- staðarhúsum í Mið- firði 22. september 1907. Hann lést á t Hrafnistu í Reykja- vík 13. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jakob Þórðarson bóndi þar og víðar í Mið- firði, f. 3. nóv. 1860, d. 16. apríl 1924, og Helga Guðmunds- dóttir, f. 13. des. 1877, d. 6. mars 1958. Systkini hans eru: Marinó, f. 1908, d. 1989. Guðrún, f. 1910, d. 1974. Þuríð- ur, f. 1911, d. 1912. Elín Sigríð- ur, f. 1914. Þuríður, f. 1919, og Benedikt Þórður, f. 1920. Fyrri kona Jónatans var Svanhvít Stefánsdóttir, f. 15. mars 1918. Þau slitu samvistum. Foreldrar hennar voru Stefán Magnússon, bóndi í Lambhaga og Péturskoti í Garðahreppi, Gull., og Jóhanna Jóhannsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Jakob, f. 19. apríl 1937, var kvæntur Birnu Hervarsdóttur. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Haf- steinn, Svanhvít, Jón, Sóley og Guðmunda. 2) Sigrún, f. 26. sept. 1938, d. 11. jan. 1947. 3) Stefán Jóhann, f. 25. júní 1940, kvæntur Ásu Benediktsdóttur. Börn þeirra eru: Sig- rún, Sigurður Bene- dikt og Svanhvít. Seinni kona Jónatans var Margrét Auðuns- dóttir, f. 28. maí 1912, d. 10. febr. 1972. Foreldrar henn- ar voru Auðunn Ingvarsson bóndi og kaupmaður í Dalseli undir Eyjafjöllum og Guðlaug Helga Hafliðadóttir. Börn þeirra eru: 1) Auður Helga, f. 5. apríl 1953, gift Aðalsteini Guðmundssyni. Börn þeirra eru: Margrét, Berglind, og Ásgeir. 2) Sigrún Ólöf, f. 29. apríl 1954, gift Gesti Björnssyni. Börn þeirra eru: Björn og Margrét Jóna. 3) Benedikt Theodór, f. 8. nóv. 1960, kvæntur Grétu Lárus- dóttur. Börn þeirra eru: Signý Björk, Bjarki Már og Anna Mar- grét. Barnabarnabörnin eru 7. Jónatan stundaði nám í Al- þýðuskólanum á Hvítárbakka 1925-26. Hann tók gagnfræða- próf frá MA 1931 og kennara- próf 1934. Hann var kennari í Staðarskólahéraði V-Hún. 1931-33 og 1934-38, Fremri- Torfustaðahreppi 1938-40 og 1942—45 (jafnframt Ytri-Torfu- staðahreppi 1938-40), skóla- stjóri Drangsnesi 1941-42, kennari við barnaskólann í Vest- mannaeyjum 1945-49, Jaðri við Reykjavík - 1949-51, V-Eyja- fjallahreppi 1951-52, skóla- stjóri A-Eyjafjallahreppi 1952-53, skólastjóri barnaskól- ans í Fljótshlíð 1953-71. Búsett- ur í Reykjavík frá 1971. Útför Jónatans fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) JÓNATANLÁRUS JAKOBSSON minninguna um hinna góða dreng Ingva Guðmundsson og þökkum þá eftirbreytni sem hann sýndi okkur og kenndi með sinni hógværð, ein- lægni og fyrirbæn. Aðstandendum Ingva Gúð- mundssonar sendum við bestu kveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs um alla framtíð. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrimur Pétursson.) Kári Geirlaugsson, Sigurbjörn Þorkelsson. Ástkær afi minn, Ingvi Guð- mundsson, lést hinn 12. mars síð- astliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Elsku afi minn, nú ert þú farinn frá okkur yfír móðuna miklu. Þú kvaddir okkur án nokkurrar hræðslu við það sem verða vildi. Þú varst í raun búinn að bíða eftir þeirri stund að veikindum þínum myndi linna. Nú hefur sá dagur .loks runnið upp. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín mjög en hugga mig við orð þín. Þau orð er þú sagðir mér fyrir ári. Þá sagðir þú að ég ætti ekki að gráta þegar þú dæir því þú værir búinn að lifa lífinu. Þú vildir að ég yrði sterk og hugsaði um hvað þér liði vel að losna úr öllum þessum veikindum. Þú hefur ekki kviðið dauðanum heldur sagt að þinn tími væri kom- inn og hann væri aðeins framhald lífsins. Einnig bættirðu við fyrir stuttu að við myndum sjást aftur. Þú værir bara að fara til ömmu og svo myndum við hittast seinna. Ég veit þú ert hérna á meðal okkar ennþá og verður alltaf. Þú munt vemda okkur og hjálpa okkur í gegn um raunir okkar. Elsku afi minn, nú kveð ég þig í síðasta sinn með söknuði. En ég mun hugsa til orða þinna og þín í hvert skipti sem ég þarf huggun. Vertu sæll elsku afi minn, ég kveð þig með Davíðs- sálminum sem þér þótti svo vænt um. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Unnur Stella. í dag kveðjum við afa okkar Jón- atan í hinsta sinn. Við viljum þakka honum fyrir allar samverustundirn- ar. Afi hafði mikinn áhuga á lestr- arnámi okkar og vildi að okkur gengi vel í skólanum. Hann sagði okkur oft sögur frá því í gamla daga, en minni hans á gamla tíma var betra en á nútímann, síðustu árin. Nú vit- um við að honum líður vel. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Björn og Margrét Jóna. Nú þegar afi okkar, Jónatan L. Jakobsson, er fallinn frá langar okk- ur að minnast hans í fáeinum orðum. Þegar við munum fyrst eftir afa var hann kominn á efri ár og heilsan farin að gefa sig, sérstaklega minnið síðustu árin. Þrátt fyrir það fylgdist hann með okkur. Afi hafði mikinn áhuga á því hvemig okkur gengi í skólanum og spurði mikið út í nám- ið, enda var hann kennari. Þegar við vorum yngri hafði hann gaman af því að kenna okkur margföldunar- töfluna og þuldi hana með okkur aftur á bak og áfram. Hjónaminning Þótt við vissum öll að afi væri mikið veikur, brá mér samt mjög cr ég frétti að hann væri látinn. Kannski var það vegna þess að hann hafði meiri lífsvilja en nokkur önnur manneskja sem ég þekki. Hann var mjög ákveðin manneskja og lét engan vaða yfir sig; en hann var einnig mjög glaðvær og fylgdist ávallt vel með öllu sem var að ger- ast í kringum hann. Það var vegna hans sérstæða og glaðværa skap- lyndis sem mér þótti svo vænt um hann og ég er viss um að fleiri eru mér sammála um það. Á meðan aðrir hefðu gefist upp, lét hann ekkert buga sig og hann gat alltaf fundið eitthvað jákvætt við allt. Hann var mér alltaf mjög góður og minnist ég þess sérstaklega þeg- ar ég var í pössun hjá afa og ömmu þegar ég var lítil. Hann tefldi mikið og man ég eftir því þegar við syst- ir mín vorum oft að dást að verð- launagripunum hans. Það er ekki oft sem börn eiga sameiginlegt áhugamál með afa sínum, en við afi höfðum bæði mikinn áhuga á tónlist og voru það góðar stundir er ég spilaði á orgelið og hann var að gefa mér góð ráð, hvort sem ég var að spila á það eða semja. Afi og amma dvöldu yfirleitt hjá okkur á jólunum, en það voru eng- in jól án þeirra. Afi og amma voru mjög trúuð og það var ekki nærri því eins hátíðlégt ef þau hlustuðu ekki á jólamessuna með okkur og sungu „Ó, dýrð í hæstu hæðum“ með okkur. Eiginlega get ég ekki minnst afa án þess að minnast ömmu. Ég var skiptinemi í Frakklandi þegar hún dó í fyrra og ég tók það mjög nærri mér að hafa ekki verið hér nálægt. Amma var alltaf mjög sérstök í mínum augum, ekki aðeins fyrir það að við vorum alnöfnur, heldur var hún mér mjög góð. Áður fyrr fékk ég alltaf að koma í pössun til ömmu á fimmtudögum og þá spjölluðum við mikið saman og hún kenndi mér margt. Sigga amma var mjög góð og trúuð kona, auk þess sem hún var ákveðin (en samt á annan hátt heldur en afi). Ég man þegar hún kynnti mig fyrir vinum sínum sem „nöfnu sína“ með stolti; hún kallaði mig aldrei neitt annað, en það gerði samband okkar svo sér- stakt. Það var alltaf gott að koma til ömmu og minnist ég hennar með trega, en það er alltaf erfiðast að kveðja þá sem manni þykir vænst um. Ég veit að hún er nú ánægð hjá guði. Afi og amma eru nú bæði farin, óg finnst mér nú heldur tómlegt hérna, en ég mun aldrei gleyma þeim. Blessuð sé minning þeirra. S. Andrea Ásgeirsdóttir. Afi átti mikið af bókum og voru flestir veggir þaktir bókahillum í íbúðinni hans. Bækurnar voru líf hans og yndi og eyddi hann dijúgum tíma í að handfjalla þær og binda inn. Einnig hafði hann mikla ánægju af því að spila, sérsaklega brids og vildi hann að við lærðum þetta skemmtilega spil, en ekki gafst tími til þess. Hann var vel hagmæltur og átti auðvelt með að setja saman stök- ur og gerði mikið af því hér áður fyrr. Þó að minnið hafi verið farið að gefa sig mundi afi ýmsa atburði í smáatriðum frá æskuárum sínum að norðan. Minnisstæðastar eru sög- urnar þegar hann fór í göngur eða fór fótgangandi milli landshluta og lenti í slæmum veðrum. Einnig sagði hann okkur frá því þegar hann var í fótbolta í sveitinni og spilaði á vinstri kanti. Við höfðum gaman af þessum sögum og' munum seint gleyma þeim. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú líður afa okkar vel og við þökk- um fyrir allar samverustundirnar. Blessuð sé minning hans^ Margrét, Berglind og Ásgeir.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.