Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 15 LANDIÐ Skólaheimsókn í Byggðasafnið að Skógum Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Kirkjubæjarklaustri - Á dögunum fóru nemendur úr elstu bekkjum Kirkjubæjarskóla í heimsókn í Byggða- safnið í Skógum. Þar tók á móti þeim Þórður Tómas- son, safnvörður, sem fræddi nemendur um hina ýmsu hluti safnsins og fléttaði um leið inn í atvinnusögu hér- aðsins, landbúnaði og sjósókn, og benti á handverk, húsagerð, smíði skipa o.fl. Er ástæða til að hvetja skóla til þess að heimsækja þetta merkilega safn og ekki síst að fá fræðslu undir handleiðslu Þórðar sem kunnur er af störfum sínum. Nemendur fóru um allar vistarverur safnsins, allt frá skjalasafni og til Skógarkirkju sem er í byggingu. íbúðarhús- næði eykst í Gaulverja- bæjar- hreppi Gaulveijabæ - Nokkuð líflegt hef- ur verið í byggingu íbúðarhúsnæðis í Gaulverjabæjarhreppi á mæli- kvarða fámenns sveitarfélags. Fjögur íbúðarhús hafa risið hér undanfarna mánuði í sveitinni. Á bæjunum Hólmaseli og Árbæj- arhjáleigu hafa verið reist hús í viðbót við þau sem fyrir eru og því tvíbýlt á báðum bæjum. Á Eystri- Hellum er langt komin bygging húss í stað þess sem varð eldi að bráð í september sl. Loks er nýflutt inn í fyrstu kaup- leiguíbúðina á vegum Gaulveija- bæjarhrepps. Húsið er rúmlega 130 fm timburhús á tveimur hæðum. Byggt er í nágrenni Gaulverjaskóla, félagsheimilisins Félagslundar og Gaulveijabæjarkirkju samkvæmt skipulagi sem Verkfræðistofa Suð- urlands hefur annast. Er þar gert ráð fyrir alls sjö byggingarlóðum. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson NÝJA kaupleiguíbúðin í Brandshúsum, Gaulverjabæj- arhreppi. Sumarlest- ur barna á Selfossi Selfossi - Sumarléstur fer nú fram í þriðja sinn á vegum Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Um er að ræða lestrarhvetjandi námskeið með það að markmiði að viðhalda þeirri lestrarkunnáttu sem börnin hafa tileinkað sér í skól- anum. Námskeiðið miðast við 9-11. ára börn, en bæði yngri og eldri börn eru velkomin að vera með. Sumarlesturinn stendur yfir fram til 28. júní. Hver þátttakandi fær sérstakt bókasafnsskírteini og bók til að færa inn lesnar bækur svo og dagatal þar sem merktar verða inn uppákomur í tengsl- um við sumarlesturinn. í ár er sumarlesturinn unn- inn í samvinnu við Mjólkurbú Flóamanna, en þema þessa árs er: Mjólkin okkar. NICOLAS CAGE ELISABETH SHUE LEAVING OFURÖLVI Kvikmyndin „Leaving Las Vegas“ fjallar um mann, sem ákveður að drekka sig í hel í Las Vegas. Þar kynnist hann vændiskonu og úr verður ein sérstæðasta ástarsaga kvikmyndanna. Viðfangsefni SÁÁ er að hjálpa þeim, sem vilja losna úr viðjum vímunnar, mönnum á borð við söguhetju myndarinnar. SÁÁ mun njóta allra tekna af miðasölu á frumsýningu „Leaving Las Vegas“, í viðurkenningarskyni fyrir meðferðarstarf sitt. ✓ „Leaving Las Vegas“ hefur verið tilnefnd til fernra Oskarsverðlauna, þar á meðal fyrir besta leik aðalleikara og leikstjórn. Frumsýnd í Regnboganum föstudaginn 22. mars kl. 21.00. / / Miðasala á frumsýningu hjá SAA, Síðumúla 3-5, Úlfaldanum og Mýflugunni, Ármúlal7a og í Regnboganum. MEISTARINN EHF HANDSALI AUGLÝSINGAR - SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SJÓVÁ-ALMENNAR SÁA þakkar fyrir veittan stuðning Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.