Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 53 FÓLK í FRÉTUM DIVINE Brown hefur heldur bet- ur haft nóg að gera síðan hún komst í heimsfréttirnar fyrir ör- stutt ástarævintýri með breska leikaranum Hugh Grant siðasta sumar. Fljótlega eftir það seldi hún sorpblaðinu News of the World sögu sína á 4,6 milljónir króna. Þá lá leið hennar til Bras- ilíu, þar sem hún þáði 1,3 milljón- ir króna fyrir að koma fram í undirfataauglýsingu. Eftir það lék hún í auglýsingu fyrir útvarps- stöðina KXZY í Kaliforníu. Hún hljómaði nokkurn veginn svona: Þulur: Frægir breskir leikarar vita það. Vinnuþjarkar í Suður- ríkjunum vita það. Ognúna er öllum heiminum kunnugt um það. Segðu þeim það, Divine! Divine: E-Zee erákjósanleg út- varpsstöð til að hlusta á ... í vinnunni . . . Divine aðstoðaði líka við að auglýsa opnun kynlífssjónvarps- stöðvarinnar Fantasy Channel í Bretlandi og var upp úr því ráðin sem fréttaritari hennar í Bandaríkjunum. Þar að auki hefur hún gefið út fyrstu hljómplötu sína, með laginu „The Real Story“. í því er saga kynna hennar af Grant rakin frá upphafi til enda. Einstæð móðir með þijú börn Hvað hefur hún gert við all- an peninginn sem hún hefur fengið upp á síðkastið? „Ég hef alltaf haft peningamál mín á hreinu. Ég legg þá inn í banka og borga reikningana. Ég á þrjú börn, þannig að peningarnir fara ekki í súginn." Hún lítur semsagt á sig sem útivinnandi einstæða móður. „Börnin mín búa hjá mér. Ég niyndi ekki vita mitt rjúkandi ráð ef svo væri ekki. Mamma ól mig nefnilega vel upp. Hún var aldrei atvinnu- Iaus,“ segir Divine og ekki er laust við að henni vökni eilítið um augu. „Ég var kölluð Pönnu- kaka þegar ég var lítil. Divine er bara sviðsnafn. Þau kölluðu mig Pönnu- köku vegna þess að ég vildi aldrei pelann. Ég fór strax í pönnukökurn- ar þegar ég var smábarn. Það var það eina semég lagði mér til munns. Ég var þrjósk, en líka trúuð. Uppáhalds myndin mín var Snæfinnur snjókarl, vegna þess að hann gaf margar jólagjafir.Hann var mjög gjafmildur. Ég er það líka. Ég er mjög gjafmild að eðlisfari." Hún er gjafmild Nauðsynlegt að lífga upp á tilveruna Ef hún rækist á Elizabeth Hur- ley, kærustu Grants, hvað myndi hún segja? „Ég myndi bjóða henni góðan dag. Svo myndi ég segja henni að hún yrði af og til að lífga upp á tilveruna." Lífga upp á til- veruna? „Ef maður vill halda í manninn sinn verður maður að kunna að hafa ofan af fyrir hon- um. Þetta snýst um að koma manninum sínum til. Maður verður að höfða til kynhvatarinnar, láta hann vita að „Elsk- an, þú þarft ekki að sækj- ast eftir neinu neins staðar. Vegna þess að það [sem þú sækist eftir] er hérna heima.“ Þetta er ástæðan fyrir öllum þessum fjölda venjulegra manna sem heimsótti okkur [vændiskon- urnar] þegar ég var á götunni. Giftra manna. Þetta er ástæðan fyr- ir gjörðum Hughs Grants. Það var ekki nógu mikið lífgað upp á tilveruna heima hjá honum. Þar var enga fullnægingu að fá. Og hann er svo kyn- þokkafullur!" 1NÉÍ&\. Byggt á Esquire TÓNLISTARSAMBAND alþýðu, Tónal, hélt 20 ára afmælistónleika í Há- skólabíói síðastliðinn laug- ardag. Á tónleikunum fluttu kórar og lúðrasveit sambandsins fjölbreytta efnisskrá, ýmist einir sér eða í sameiningu. Alls komu fram þrettán kórar og ein lúðrasveit. Lagið Vetrarmávur eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð eftir Jón úr Vör var frum- flutt og auk þess kom Sig- rún Hjálmtýsdóttir fram. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra og Rut Ingólfsdóttir eiginkona hans voru heiðursgestir. Garcia leikur lögreglumann ► S AMNINGAVIÐRÆÐUR við Andy Garcia um að leika í myndinni „Desperate Measures" eru nú á lokastigi. Myndin fjallar um lögreglumann og eltingarleik hans við glæpamann sem hefur líf sonar þess fyrrnefnda í hendi Sér. Sonurinn þjá- ist af hvítblæði. Leiksljóri myndarinnar er Barbet Schroeder, en handritshöfundar David Klass og Neal Jimenez. Schroeder, sem leikstýrði síðast Meryl Streep og Liam Neeson i myndinni „Before and After“, hefur einnig leikstýrt myndunum „Reversal of Fortune" og „Single White Female". Garcia er ekki óvanur því að leika lögreglumann, enda hef- ur hann verið í því gervi í myndunum „The Untouchables" og „Internal Affairs". Michael Keaton hefur tekið að sér hlutverk glæpamannsins, en hann lék síðast í myndinni „Multiplicity", sem frumsýnd'verður í sumar. Ráðgert er að tökur á „Desperate Measures" hefjist í lok maí eða byijun apríl. ANDY Garcia er ekki óvanur því að leika lög- reglumenn. Morgunblaðið/Þorkell HREYFILSKÓRINN flutti nokkur lög. Afmælistónleikar íkvöld milii kl. 19.30 og 22.00 ísíma55t 1012. Orator, félag laganema. Reuter Collins kynnir nýja bók JOAN COLLINS, leikkonan ung- lega, sést hér í sjónvarpsþættinum „Live with Regis and Kathie Lee“ ásamt stjórnanda þáttarins, Regis Philbin og gamanleikaranum Don Rickles. Joan er nú stödd í New York, þar sem hún kynnir nýjustu bók sína, „Infamous". Nýlega átti hún í málaferlum við útgáfufyrirtæki nokkurt, en hún hafði gert samning við það um að skila handritum að tveimur bókum. Að mati stjórnenda fyrirtækisins voru handritin ófullnægjandi og féllst rétturinn á að sú hefði verið raunin varðandi annað þeirra. Afigangseyrir: 400 kr. fyrir fúliorðna. 200 kr. fyrir 12 ára og yngri. Undarásir. Sýning Raffi Liven. Úrslit. Mótsslit. verður haldið í íþrótthúsi Hauka við Strandgötu laugardaginn 23. mars. Raffi Liven 8 DAN Heimsmethafi í að brjóta múrsteina. Heimsmetabók Guiness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.