Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
- kjarni malsim!
Kynning á
SVELTE
líkamslínunni
frá DIOR
í dag og á morgun
kl. 13.00-18.00.
Glæsileg tilboð.
SNYRTIYORUVERSIUNIN
(jLESIfei: ___
ÍÍMSBBKi Sfmi 568 5 170
Finnski rithöfundurinn Paavo
Haavikko hlaut leikskáldaverðlaunin
Sýning'unni
„Tónlist í
grátónum“
að ljúka
SÝNINGU Einars Óla Einars-
sonar í Ljósmyndastöðinni
Myndási, Laugarásvegi 1,
lýkur föstudaginn 22. mars.
Myndirnar eru af innlend-
um og erlendum tónlistar-
mönnum, þekktum og minna
þekktum listamönnum.
Einar Óli stundaði nám í
ljósmyndun við Bournemouth
and Poole College of Art and
Design og útskrifaðist þaðan
sumarið 1995. Sýningin er
opin virka daga kl. 10-18.
Kristbergnr
sýnir á Sóloni
SÝNING á málverkum eftir
Kristberg Pétursson hefst á
Sóloni íslandus í Bankastræti
laugardaginn 23. mars. Verk-
in á sýningunni eru frá dvöl
listamannsins á Norrænu
listamiðstöðinni í Sveaborg í
Finnlandi á síðasta ári.
Einnig eru verk eftir Krist-
berg til sýnis á Kaffi Oliver
í Bankastræti og í húsnæði
Hafnarfjarðarleikhússins við
Vesturgötu í Hafnarfirði.
Sýningarnar standa um
óákveðinn tíma.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FRÁ uppfærslu Leikfélags ME á Sex persónum í leit að höfundi.
Sex persónur
í leit að höfundi
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAG Menntaskólans , á
Egilsstöðum sýnir um þessar
mundir leikritið Sex persónur í
leit að höfundi eftir Luigi Piran-
dello. Leikstjóri er Margret Gutt-
ormsdóttir og er hún jafnframt
þýðandi verksins.
Leikritið gerist í leikhúsi þar
sem verið er að æfa leikrit er
skyndilega birtist á sviðinu fjöl-
skylda í sorgarklæðum og leitar
höfundar síns. Smám saman kem-
ur í ljós hver saga þessarar fjöi-
skyldu er.
Uppsetning leikritsins er í hönd-
um nemenda Menntaskólans en
þeir hafa unnið við alla þætti
verksins, undirbúning og fram-
kvæmd. Með aðalhlutverk fara
Friðrik Atli Sigfússon, en hann
leikur föðurinn, Agnes Vogler í
hlutverki móðurinnar, soninn leik-
ur Unnar Geir Unnarsson, stjúp-
dóttirin er leikin af Kristínu Hólm
Þórleifsdóttur og í hlutverki leik-
stjórans er Ari Páll Albertsson.
Þetta er ijórða uppfærsla Mar-
gretar fyrir Leikfélag ME. Mar-
gret sagðist sátt við sýninguna,
æfingatímabilið hafí tekið á alla.
Hún segist ánægðust með að hafa
komið verkinu til skila til krakk-
anna. „Leikritið er þess eðlis að
ef ekki er hægt að glæða það lífi
kemst efni þess ekki áleiðis.“ Leik-
ritið er sýnt í Alþýðuskólanum á
Eiðum.
STJÓRN Leiklistar-
sambands Norður-
landa hefur ákveðið
að finnski rithöfund-
urinn Paavo Haa-
vikko muni hijóta
Leikskáldaverðlaun
Norðurlanda árið
1996 fyrir leikrit sitt
Anastasia og ég.
Paavo Haavikko er
fæddur 1931 oghefur
um árabil verið meðal
fremstu rithöfunda
Finnlands. Hann hóf
feril sinn 1951 með
útgáfu ljóðasafns.
Haavikko er talinn
fjölhæfastur finnskra
höfunda, því eftir
hann liggja auk ljóða smásögur,
skáldsögur, leikrit bæði fyrir
útvarp og svið, kvikmynda- og
sjónvarpshandrit, óperutextar
og sagnfræðirit. Höfundarverk
hans telur yffy 100 titla. Paavo
Haavikko hefur hlot-
ið margháttaða við-
urkenningu á höf-
undarferli sínum.
T.d. hefur hann í 9
skipti hreppt
„Finnsku bók-
menntaverðlaunin",
árið 1969 hlaut hann
þau fyrir leikrit sín.
„Leikritið Anast-
asia og ég segir frá
aftöku rússnesku
keisarafjölskyldunn-
ar og undankomu
tveggja yngstu
systkinanna, Anast-
asiu og Aleksejs. Þau
giftast síðan og eign-
ast saman soninn
Boris og taka þátt í uppbyggingu
Sovétrílganna eins og hverjir
aðrir heiðvirðir borgarar," segir
í kynningu.
Kveikjan að leikriti Haavikkos
var frétt í dagblaði árið 1991,
sem greindi frá því að hinn 13.
júlí sama ár hefði verið komið
með níu lík inn á borgarsjúkra-
húsið í Swerdiowsk (sem nú hef-
ur aftur hlotið sitt gamla nafn
Jekaterinburg). Daginn áður
hafði verið opnað grafhýsi nokk-
urt í grennd við þorpið Kopt-
schak, sem álitið var að hefði að
geyma líkamsleifar fjölskyldu
rússneska keisarans Nikulásar
II. í gröfina vantaði beinagrind
hins fjórtán ára gamla krónprins
Aleksejs og einnar konu.
Anastasia og ég var frumflutt
í Bonn í Þýskalandi 1994, en
hefur nú einnig verið sett upp í
Finnlandi.
Leikskáldaverðlaunin verða
afhent 12. júní nk. í Kaupmanna-
höfn, í upphafi Norrænna leik-
listardaga þar í borg. Fyrir hönd
Leiklistarsambands Islands sátu
í dómnefndinni þau Sigrún Val-
bergsdóttir og Þórhaliur Sig-
urðsson.
Finnski rithöfund-
urinn Paavo
Haavikko.
Ragnheiður í
Leigjandann
RAGNHEIÐUR Steindórs-
dóttir hefur nú tekið við hlut-
verki Chris í leikritinu Leigj-
andanum
sem Þjóð-
leikhúsið
sýnir um
þessar
mundir á
Smíðaverk-
stæðinu.
Það var
Anna Krist-
ín Arn-
grímsdóttir
sem áður iék Chris en Ragn-
heiður tók við hlutverkinu
fyrir nokkru.
Leigjandinn er breskt verð-
launaverk eftir Simon Burke,
spennuleikrit sem segir frá
ungri konu með vafasama
fortíð sem reynir að hefja
nýtt líf.
Ragnheiður
Steindórsdóttir
KARLAKÓRINN Fóstbræður.
Vortónleikar Fóstbræðra
SENN líður að 80. árlegu vortónleik-
um Fóstbræðra fyrir styrktarfélaga
og aðra tónlistarunnendur. Þeir
verða haldnir eins og undanfarin ár
í Langholtskirkju dagana 26., 27. og
28. mars kl. 20:30 og laugardaginn
30. mars kl. 15:30. Söngstjóri Fóst-
bræðra er Ámi Harðarson.
Á þessum tónleikum er lagavalið
fjölbreytt. Það einkennist fyrst og
fremst af íslensku efni. Þá eru á
efnisskránni nokkur lög sem flutt
voru á tónleikum kórsins í Digranes-
kirkju sl. haust. Þar eru meðal ann-
ars amerískir negrasálmar og lög úr
söngleikjunum South Pacific og
Show Boat.
Að vortónleikum loknum tekur við
undirbúningur að tónleikaferð til
Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og
Eistlands og verður hún dagana 23.
maí til 5. júní nk. Fyrstu tónleikar
kórsins í þeirri ferð verða í konsert-
salnum í Tívolí í Kaupmannahöfn 24.
maí. Ennfremur verða tónleikar
haldnir í Stokkhólmi, Uppsölum,
Turku, Helsinki og Tallinn eða sam-
tals 6 tónleikar. Meðal annarra tón-
leikasala sem sungið verður í eru
Jakobskirkjan í Stokkhólmi og
Tempelkirkjan í Helsinki.
„Efnisskrá kórsins í ferð þessari
er fjölbreytt, og er lögð áhersla á
að flytja bæði sígiida og nútímatón-
list eftir íslenska og skandinavíska
höfunda. Meðal höfunda má nefna
Þórarin Jónsson, Sigvalda Kaldalóns,
Bjarna Þorsteinsson, Jón Leifs,_Jón
Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Áma
Harðarson, Carl Nielsen, Olav Kiel-
land, Leevi Madetoja og Jean Sibel-
ius,“ segir í frétt frá kórnum.
tuHyiMfígf Stíf rúm eru betri fyrir bakið.
ÍÍÍS Vísindalegar kannanir sýna að til þess að hryggurinn
haldist í eðlilegri stöðu, verður rúmdýnan að gefa nóg eftir til að
herðar og mjaðmir sökkvi niður en um leið að vera það stinn að
hún leggist vel að mjóbakinu. Aðeins DUX-rúmin sameina þetta.
&sýfiff§í Venjuleg rúm í millistærð (Queen-size) hafa 375 - 900
fjaðrir. DUX-rúm af sömu stærð hefur 1680 - 3450 fjaðrir. Fleiri
fjaðrir þýða: jafnari stuðningur - minni mótstaða - betri blóðrás.
íjSí## ítifi <sg pfáísStt ttmtt þft nœtttfkýtfítftn.
pú htsínr eítír*