Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 39 Músíktilraunir Sódavatn ► DÚETTINN Sódavatn úr Reykjavík leik- ur poppaða ambienttónlist. Aðalsteinn Guð- mundsson sér um hljómborðsleik en Þóranna Dögg Björnsdóttir syngur. Þau eru bæði á tuttugasta aldursári. Hi Fly ► DÚETTINN Hi Fly úr Reykjavík er skip- aður Garðari Kenneth og Krisljáni Erni sem báðir leika á hljómborð. Þeir félagar eru á 23. árinu og leika teehno-tónlist. Bee Spiders ► BEE Spiders úr Mosfellsbæ tekur nú þátt í Músíktilraunum öðru sinni. Hljómsveit- ina skipa sem forðum Adrian Smooth sem leikur á bassa, Jonee Bee sem leikur á gítar og Jimmy Spider sem leikur á trommup. Talsmaður sveitarinnar sagði hana leika p o p, en meðalaldur liðsmanna er 21 ár. Stelpur og strákar Panorama ► REYKJAVÍKURSVEITINA Panorama skipa Birgir Hilmarsson gítarleikari og söngvari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Nói Steinn Einarsson trommuleikari. Sveit- in leikur hrátt nýbylgjurokk og meðalaldur liðsmanna er tæp sautján ár. Síðastliðinn fimmtudag hófst í Tónabæ hljómsveitakeppni bíl- skúrssveita sem kallast Mús- íktilraunir. í kvöld heldur ------------------t----------- keppnin áfram og Ami Matthí- asson segir frá hljómsveitunum sjö sem etja kapp saman í kvöld. Á túr ►Á TÚR ER stúlknasveit úr Hafnarfirði og Kópavogi sem leikur óskilgreinda tónlist. Hljómsveitina skipa Elísabet Olafsdóttir söng- kona, Fríða Valdimarsdóttir píanóleikari og Kristbjörg Kristjánsdóttir sellóleikari. Þær stöllur eru allar á nítjánda árinu. MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir viku, en þá kepptu fyrstu sjö hljómsveitirnar af þrjátíu og í kvöld keppa aðrar sjö um sæti í úrslitúm. Ovenju margar stúlkur stíga á svið í kvöld, sem er vel því þær hafa of fáar tekið þátt í tilraununum til þessa. Áheyrendur velja sigursveitir hvers kvölds, en ef sérstakri dómnefnd líst sem svo á hún mögu- leika að hleypa hljómsveit áfram sem ekki hefur hlotið náð fyrir eyrum áheyrenda. Úrslitakvöldið gilda atkvæði dómnefndar síðan 70% á móti at- kvæðum áheyrenda til að tryggja að það sé ekki bara vinafjöld sem ráði úrslitum. Sigurlaun Músíktilrauna eru 25 hljóðverstímar í Stúdíó Sýrlandi, 2. verðlaun eru 25 tímar í Gijót- námunni og 3. verðlaun eru 20 tímar í Stúdíó Hljóðhamri. Athyglisverðasta hljómsveitin að mati dómnefndar fær svo 20 hljóðverstíma í Stúdíó Hellinum. Sigursveit hvers kvölds fær að auki tíu tíma frá Stúdíói Hellinum. Til viðbótar við þetta fær besti gítarleikari tilraunanna að mati dóm- nefndar gítar frá Hljóðfærabúð Steina, besti söngv- arinn Shure hljóðnema frá Tónabúðinni á Akur- eyri, besti bassaleikarinn úttekt frá Skífunni í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti trommuleikar- inn úttekt frá Samspili. Önnur verðlaun gefa Hard Rock Café, Pizzahúsið, Paul Bernburg, Rín og Japís. Fjömargir aðrir leggja tilraununum lið og má nefna að Flugleiðir veita afslátt af fargjöldum. í kvöld leikur sigursveit Músíktilrauna 1994, Maus, sem gestasveit áður en tilraunasveitirnar hefja leik sinn og á meðan atkvæði eru talin og hyggst leika ný lög í bland við eldri. Ormétinn ► KEFLAVÍKURSVEITIN Ormétinn er skipuð Arnari Má Frímannssyni bassaleikara, Inga Þór Ingibergssyni gítarleikara, Þórarni Karlssyni söngvara og Jóhanni D. Albertssyni trommuleikara. Þeir leika rokkaða tónlist og eru allir á fimmtánda árinu. Skvaldur ► ► ÚR NJARÐVÍKUNUM kemur hljóm- sveitin Skvaldur skipuð Björgvin E. Guð- mundssyni og Valgeir Sigurðssyni gítarlei- kurum, Ólafi Ingólfssyni trommuleikara, Kristjáni Guðmundssyni bassaleikara og Magna Frey Guðmundssyni söngvara. Sveitin leikur rokk í þyngri kantinum og nýbylgju, en meðalaldur piltanna er rúm átján ár. ÁBYR GÐAR | Á STÖÐ 3 í KVÖLD | Án ábyrgðar heitir nýr, íslenskur þáttur sem hefst á Stöð 3 í kvöld. Þar verða tekin fyrir þau mál sem eru í brennidepli í íslensku samfélagi og þau verða ekki tekin neinum vettlingatökum. Málalengjur og þvælingur er nokkuð sem engum líðst í Án ábyrgðar. Stjórnendur þáttarins verða ýmsir fjölmiðlamenn sem þekktir eru fyrir að tala tæpitungulaust og ganga hreint til verks. Þeir eru m.a: Gunnar Smári Egilsson Blaðamaður Andrés Magnússon Blaðamaður og dálkahöfundur Hrafn Jökulsson Ritstjóri Alþýðublaösins Fjalar Siguröarson Dagskrárgerðarmaður í kvöld er það Fjalar Sigurðarson sem tekur fyrir íslenskan sjávarútveg. Fjalar fær til sín þrjá valinkunna menn sem allir eru hagvanir og þekkja vel til í íslenskum sjávarútvegi. Þeir tala ákveðið og án ábyrgðar um siðlaust kvótakerfi, sóun á afla, hagsmunapot í fiskveiðistjórnun og láta vaða á súðum um allt þ sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi og einnig það sem vel er gert. I FIIVIIVITUDAGSKVÖLD KL. 22:45 I ÁN ABYRGÐAR_______________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.