Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 39

Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 39 Músíktilraunir Sódavatn ► DÚETTINN Sódavatn úr Reykjavík leik- ur poppaða ambienttónlist. Aðalsteinn Guð- mundsson sér um hljómborðsleik en Þóranna Dögg Björnsdóttir syngur. Þau eru bæði á tuttugasta aldursári. Hi Fly ► DÚETTINN Hi Fly úr Reykjavík er skip- aður Garðari Kenneth og Krisljáni Erni sem báðir leika á hljómborð. Þeir félagar eru á 23. árinu og leika teehno-tónlist. Bee Spiders ► BEE Spiders úr Mosfellsbæ tekur nú þátt í Músíktilraunum öðru sinni. Hljómsveit- ina skipa sem forðum Adrian Smooth sem leikur á bassa, Jonee Bee sem leikur á gítar og Jimmy Spider sem leikur á trommup. Talsmaður sveitarinnar sagði hana leika p o p, en meðalaldur liðsmanna er 21 ár. Stelpur og strákar Panorama ► REYKJAVÍKURSVEITINA Panorama skipa Birgir Hilmarsson gítarleikari og söngvari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Nói Steinn Einarsson trommuleikari. Sveit- in leikur hrátt nýbylgjurokk og meðalaldur liðsmanna er tæp sautján ár. Síðastliðinn fimmtudag hófst í Tónabæ hljómsveitakeppni bíl- skúrssveita sem kallast Mús- íktilraunir. í kvöld heldur ------------------t----------- keppnin áfram og Ami Matthí- asson segir frá hljómsveitunum sjö sem etja kapp saman í kvöld. Á túr ►Á TÚR ER stúlknasveit úr Hafnarfirði og Kópavogi sem leikur óskilgreinda tónlist. Hljómsveitina skipa Elísabet Olafsdóttir söng- kona, Fríða Valdimarsdóttir píanóleikari og Kristbjörg Kristjánsdóttir sellóleikari. Þær stöllur eru allar á nítjánda árinu. MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir viku, en þá kepptu fyrstu sjö hljómsveitirnar af þrjátíu og í kvöld keppa aðrar sjö um sæti í úrslitúm. Ovenju margar stúlkur stíga á svið í kvöld, sem er vel því þær hafa of fáar tekið þátt í tilraununum til þessa. Áheyrendur velja sigursveitir hvers kvölds, en ef sérstakri dómnefnd líst sem svo á hún mögu- leika að hleypa hljómsveit áfram sem ekki hefur hlotið náð fyrir eyrum áheyrenda. Úrslitakvöldið gilda atkvæði dómnefndar síðan 70% á móti at- kvæðum áheyrenda til að tryggja að það sé ekki bara vinafjöld sem ráði úrslitum. Sigurlaun Músíktilrauna eru 25 hljóðverstímar í Stúdíó Sýrlandi, 2. verðlaun eru 25 tímar í Gijót- námunni og 3. verðlaun eru 20 tímar í Stúdíó Hljóðhamri. Athyglisverðasta hljómsveitin að mati dómnefndar fær svo 20 hljóðverstíma í Stúdíó Hellinum. Sigursveit hvers kvölds fær að auki tíu tíma frá Stúdíói Hellinum. Til viðbótar við þetta fær besti gítarleikari tilraunanna að mati dóm- nefndar gítar frá Hljóðfærabúð Steina, besti söngv- arinn Shure hljóðnema frá Tónabúðinni á Akur- eyri, besti bassaleikarinn úttekt frá Skífunni í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti trommuleikar- inn úttekt frá Samspili. Önnur verðlaun gefa Hard Rock Café, Pizzahúsið, Paul Bernburg, Rín og Japís. Fjömargir aðrir leggja tilraununum lið og má nefna að Flugleiðir veita afslátt af fargjöldum. í kvöld leikur sigursveit Músíktilrauna 1994, Maus, sem gestasveit áður en tilraunasveitirnar hefja leik sinn og á meðan atkvæði eru talin og hyggst leika ný lög í bland við eldri. Ormétinn ► KEFLAVÍKURSVEITIN Ormétinn er skipuð Arnari Má Frímannssyni bassaleikara, Inga Þór Ingibergssyni gítarleikara, Þórarni Karlssyni söngvara og Jóhanni D. Albertssyni trommuleikara. Þeir leika rokkaða tónlist og eru allir á fimmtánda árinu. Skvaldur ► ► ÚR NJARÐVÍKUNUM kemur hljóm- sveitin Skvaldur skipuð Björgvin E. Guð- mundssyni og Valgeir Sigurðssyni gítarlei- kurum, Ólafi Ingólfssyni trommuleikara, Kristjáni Guðmundssyni bassaleikara og Magna Frey Guðmundssyni söngvara. Sveitin leikur rokk í þyngri kantinum og nýbylgju, en meðalaldur piltanna er rúm átján ár. ÁBYR GÐAR | Á STÖÐ 3 í KVÖLD | Án ábyrgðar heitir nýr, íslenskur þáttur sem hefst á Stöð 3 í kvöld. Þar verða tekin fyrir þau mál sem eru í brennidepli í íslensku samfélagi og þau verða ekki tekin neinum vettlingatökum. Málalengjur og þvælingur er nokkuð sem engum líðst í Án ábyrgðar. Stjórnendur þáttarins verða ýmsir fjölmiðlamenn sem þekktir eru fyrir að tala tæpitungulaust og ganga hreint til verks. Þeir eru m.a: Gunnar Smári Egilsson Blaðamaður Andrés Magnússon Blaðamaður og dálkahöfundur Hrafn Jökulsson Ritstjóri Alþýðublaösins Fjalar Siguröarson Dagskrárgerðarmaður í kvöld er það Fjalar Sigurðarson sem tekur fyrir íslenskan sjávarútveg. Fjalar fær til sín þrjá valinkunna menn sem allir eru hagvanir og þekkja vel til í íslenskum sjávarútvegi. Þeir tala ákveðið og án ábyrgðar um siðlaust kvótakerfi, sóun á afla, hagsmunapot í fiskveiðistjórnun og láta vaða á súðum um allt þ sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi og einnig það sem vel er gert. I FIIVIIVITUDAGSKVÖLD KL. 22:45 I ÁN ABYRGÐAR_______________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.