Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Barokk á ísafirði TÓNLEIKAR á vegum Tónlistar- skóla ísafjarðar verða haldnir í ísa- fjarðarkirkju á sunnudag kl. 17. Efnisskrá tónleikanna er helguð tónlist fyrri tíma, nánar tiltekið barokktónlist, en svo er tónlistin frá tímabilinu 1600-1750 oft kölluð. Flutt verða verk eftir Bach, Hánd- el, Corelli, Rameau, Scarlatti og ýmsa minna þekkta höfunda. Leikið verður á orgel, fiðlur, selló, harmón- íku, flautu, blokkflautu, klarinett, trompet og gítar, auk þess sem nokkrir söngnemendur syngja. Þá leikur strengjasveit skólans verk eft- ir Bach, Hándel og Pachelbel undir stjórn Janusz Frach. Flytjendur eru nemendur skól- ans, aðallega þeir, sem lengst eru komnir á veg, en einnig koma fram nokkrir nemendur af yngstu kyn- slóðinni. Jónas Tómasson tónskáld mun kynna verkin og Ijalla um nokkur helstu stílkenni barrokktímabilsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Ljósmynd/Helgi Hinriks ÍBUAR í Oklahoma um miðja öldina. * Oklahoma í Islensku óperunni NEMENDAOPERA Söngskól- ans í Reykjavík frumsýndi síðastliðið föstudagskvöld í Is- lensku óperunni söngleikinn Oklahoma eftir Rodgers og Hammerstein í þýðingu Oskars Ingimarssonar og Guðmundar Jónssonar. Tvær sýningar voru um helg- ina og uppselt á báðar. Okla- homa verður því aftur á fjölum Islensku óperunnar næstkom- andi laugardagskvöld. Sýningin í íslensku óperunni hefst kl. 20 og er miðasala í óperunni. Miðaverð er 900 kr. TRÍÓ Ólafs Stephensens. 130 ára afmælis- tónleikar TRÍÓ Ólafs Stephensens kemur fram á 130 ára afmælistónleikum í kvöld í Norræna húsinu kl. 20.30. Tilefnið er sjötugsafmæli Guð- mundar R. Einarssonar, sem einnig fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sem tónlistarmaður og sextugsaf- mæli Ólafs Stephensens. Svo á Tómas R. Einarsson bara venjulegt afmæli á mánudaginn kemur! Efnisleg spor MYNPLIST Mokka — Ráðhúsið MYNDIR/LITSKYGGNUR Ósk Vilhjálmsdóttir. Opið á tíma Mokka og Ráðhússins til 16. apríl. Aðgangur ókeypis. MENN hafa vafalítið tekið eftir því að ljósmyndir á borðum og veggj- um eiga það til að gulna og dofna í römmunum. Astæðan getur legið í því að filmuvinnu hefur verið ábóta- vant, en einnig vegna þess að sólar- ljósið hefur upplitað myndina. Það er svo í anda tímanna, að nota þetta sérstaka ferli í upplitun mynda sem hnitmiðaða uppistöðu í listrænum gjörningi, svo sem á sér stað hjá Osk Vilhjálmsdóttur á veggjum Mokka kaffís og í Ráðhús- inu. Hvað myndirnar á Mokka snert- ir voru þær í litskyggnuformi límdar upp á stórar gluggarúður á sýningu í Berlín í hálft ár, þar sem þær upp- lituðust, dofnuðu og hefðu á endan- um horfið alveg. Osk og Hjálmar Sveinsson samstarfsmaður hennar völdu svo 29 skyggnur úr þessari sýningu af handahófi, létu stækka þær og prenta á pappír. Síðan skrif- aði Hjálmar texta í eins konar dag- bókarstíl við hveija þeirra. Þetta eru annars myndir sem keyptar eru hjá skransölum og eru sagðar koma úr dánarbúum, „not- aðar tækifærismyndir", sem einu sinni voru nýjar og ferskar. Virkar í tímanum og afmörkuðum hópi til óblandinnar ánægju, jafnframt vegs- ummerki og skjalfesting lífs og lífs- ferils viðkomandi, svo og um tíma- mót ýmiss konar. Gerendum var í mun að sýna fólk- inu sem tók þessar myndir virðingu og breyttu þeim í engu. Þær voru framkallaðar, prentaðar og skornar í sjálfvirkum vélum og eru ekki frá neinu afmörkuðu tímabili né landi. Oft er erfitt fyrir skoðandann að rýna í þessar uppiituðu myndir, sem eins og hafa misst sjálfsvitund sína og tilgang, en hér grípur texti Hjálmars inn, sem er í eins konar dagbókarstíl og hreyfir við hugar- flugi skoðandans. Oftar en ekki hitta hugleiðingamar og sú speki sem þær í bland innihalda í mark. Sýningin í Ráðhúsinu saman- stendur af heilum 9.500 myndum, sem þekja hluta af suðurglugga Tjarnarsalar þannig að dagsljósið sem kemur inn í salinn skín í gegn- um þær. Þegar dimmir snýst það við, því þá kemur ljósið að innan og varpar myndunum út á tjörn. Enn erfiðara er að rýna í litskyggnurnar og hér saknar skoðandinn hinna snjöllu texta á Mokka, en þó er ekki víst að það sé annað en andblær myndanna sem á að skila sér, og gerir það raunar á sérkennilegan hátt er gjörningurinn gengur upp. Jafnframt virka skyggnurnar á glugganum eins og áleitin og marg- ræð mósaikmynd og hér er ekki svo lítið af hnitmiðaðri uppbyggingu og fagurfræði á ferðinni. Maður er vel sáttur við þennan gjörning og innsetningu vegna hins sjónræna innihalds og mörkuðu vinnubragða. Einnig komst ég ekki hjá því að verða var við að fram- kvæmdin vakti viðbrögð hjá fólki, sem er meira en sagt verður um obbann af því sem sjáöldrin hafa minnst við undanfarið. Vel er búið að sýningunum og skýringartextar í látlausri skrá fræðandi og til fyrirmjmdar. Bragi Ásgeirsson QUesílequr bavnAfatticuðu. Sumavímcuv t'conufv ringlunni, sími 568 668j „Strætið“ í Mánagarði Hornafirði - Leikfélag Horna- fjarðar hefur sýnt Strætið í leikstjórn Guðjóns Sigvalda- sonar við góða aðsókn undan- farnar vikur. Sýningin vekur ekki bara athygli fyrir góðan leik þeirra 30 leikara sem fara með hlutverk heldur Iíka fyrir vandaða og sérstæða leik- mynd. Dómnefnd frá Þjóðleik- húsinu sótti Ieikfélagið heim á dögunum til að dæma verkið til sýnis í Þjóðleikhúsinu í vor en þess má geta að Leikfélag Hornafjarðar van fyrst áhu.ga- leikfélaga til að sýna í Þjóð- leikhúsinu vorið 1994, Djöfla- eyjuna eftir Einar Kárason. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna því að síð- ustu sýningar eru í kvöld og annað kvöld. HINIR árvissu tónleikar hinna ýmsu hljómsveita Tón- menntaskóla Reykjavíkur verða haldnir á laugardag. Blásarar og strengjasveit Tónmennta- skólans HLJÓMSVEITARTÓNLEIKAR á vegum Tónmenntaskóla Reykjavíkur verða haldnir á laugardag kl. 14. Þetta eru hin- ir árvissu tónleikar ýmissa hljómsveita skólans. Fram koma yngri og eldri strengja- sveit og yngri og eldri blásara- sveit ásamt léttsveit skólans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Farand- sýningin „Á norrænni slóð“ FARANDSÝNINGIN „Á nor- rænni slóð“ verður opnuð sam- timis alls staðar á Norðurlönd- unum laugardaginn 23. mars á norrænum degi. Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra opnar sýninguna hér á landi kl. 14 í Héraðsbókasafni Kjósarsýslu, Þverholti 2, Mos- fellsbæ. í kynningu segir: „Sýningin er hluti af Nordliv-verkefni Norrænu félaganna sem er ætlað að efla umræðu um það sem sameinar Norðurlöndin og skilur þau að og hvaða máli samvinna skiptir fyrir okkur. Á sýningunni eru ljósmynd- ir, teikningar og kort ásamt texta og má líkja henni við ferðalag um sögu Norðurland- anna. Viðkomustaðirnir sýna okkur þróun landanna til dags- ins í dag. Á leiðinni er dregin upp mynd af sameiginlegri fortíð, góðri sem slæmri. En einnig þeirri einstöku aðstöðu sem Norðurlandabúar eru í til að hafa áhrif á framtíðarþróun í Evrópu og heiminum. Það getum við aðeins með því að vita hver við sjálf erum, hvað við stöndum fyrir og hvað við getum lært af öðrum." Farandsýningin „Á nor- rænni slóð“ verður á ferð um landið næstu tvö árin og verð- ur sett upp á byggða- og bóka- söfnum og í skólum víða um land. Maraþon- tónleikar LÉTTSVEIT Tónlistarskólans í Keflavík heldur maraþontón- leika á sal Tónlistarskólans við Austurgötu 13 á laugardag frá kl. 14-20. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík er 20 manna sveit undir stjórn Karenar Stur- laugsson. „Hljómsveitin spilar tónlist frá fimmta áratugnum, „Big Band Swing“ og önnur vinsæl lög líðandi stundar,“ segir í kynningu. Þetta er liður í fjáröflunar- starfi sveitarinnar vegna fyrir- hugaðrar ferðar til Orlando, vinabæjar Keflavíkur, í maí. Léttsveitin verður rneð kaffi- og vöfflusölu á meðan mara- þontónleikarnir standa yfir. Einnig gefst tónleikagestum færi á að kaupa sér lag, stjórna sveitinni og fleira í þeim dúr. Tréskurðar- sýning NEMENDUR Hannesar Flosasonar sýna tréskurðar- verk í íspan húsinu við Smiðju- veg í Kópavogi næstkomandi laugardag og sunnudag kl. 14-18 báða dagana. Þetta er áttunda sýning skurðlistarskóla Hannesar frá byijun 1972. Þar er nú í boði námsbraut í 7 stigum með allt að 250 verkefnum, sem hæfa öllu áhugafólki um tréskurð- arlist. Símbréfalist SÝNING á list í formi símbréfa og símsvaraskilaboða verður opnuð á laugardag kl. 16 í Sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Sýningin stendur til tnið- vikudagsins 3. apríl og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.