Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 21 LISTIR Gull Og íslenskar gersemar FÉLAG íslenskra gullsmiða og Handverk - reynsluverkefni, standa fyrir sýningu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Sýningin verður opnuð í dag kl. 19 og stend- ur til laugardagsins 6. apríl. Opið er daglega kl. 13-18. Sýningin er samstarfsverkefni Félags íslenskra gullsmiða og Hand- verks, þriggja ára reynsluverkefnis á vegum forsætisráðuneytisins. A þessari sýningu kynna 20 gull- smiðir nýsköpun í gullsmíði þar sem íslenskt hráefni fær að njóta sín. Allir sýningargripirnir eru unnir sér- staklega fyrir þessa sýningu og var gullsmiðunum skylt að nota hráefni sem fyrirfinnst í íslenskri náttúru, í jurta-, dýra- eða steinaríkinu. Einnig taka þrír aðilar sem vinna úr íslensku hráefni þátt í sýning- unni; S. Helgason í Kópavogi sem vinnur úr íslensku grjóti, Sjávarleður hf. á Sauðárkróki sem vinnur roð- skinn og Sviðsmyndir sem vinna meðal annars úr íslensku lerki. Sviðsmyndir unnu að hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Styrkt- araðilar sýningarinnar eru Samtök iðnaðarins og Óryggisþjónustan hf. ------♦ ♦ ♦------ Tónleikar og ljóðalestur TÓNLEIKAR og ljóðalestur verða í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í kvöld, fimmtudagskvöld. Flytjendur eru Camilla Söderberg á blokk- flautu, Snorri Örn Snorrason á lútu og Arnar Jónsson leikari les ljóð. Flutt verður tónlist eftir meðal annars Jakob van Eyck, Ernst Kráhmer og Femando Sor. Milli tón- listaratriða verður lesið meðal ann- ars úr Sonnettum W. Shakespeare og ljóðum eftir Jónas Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson. ------♦■-♦-♦----- „Hugrenning- ar um manns- líkamann“ KRISTÍN Reynisdóttir sýnir verk í þrívídd, unnin í gips, málm og orð á glugga í Ráðhúskaffi. Sýningin er opin kl. 11-18 virka daga og kl. 12-18 um helgar og stendur til 30. marz. Kristín sýnir einnig á matstofunni Á næstu grösum, þar sýnir hún þrí- víð verk unnin í gips og koparþynnur. Matstofan Á næstu grösum er staðsett á homi Klapparstígs og Laugavegs, efri hæð, og er opið kl. 11-14 virka daga, kl. 17-21 sunnu- daga. Sýningunni lýkur 12. apríl. Panasonic hljómtækjasamstæða SC CH72 Samstæða með 3diska spilara, kassettutæki, 140W.surround magnara, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. BRAUTARHOLTI OS KRINGLUNNt Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í íþróttahúsinu á Selfossi. Tónlist fyrir alla Vel heppnaðir tónleikar Sinfóníunnar á Selfossi Selfossi.Morgunblaðið NEMENDUR leikskóla, grunn- og framhaldsskóla á Selfossi og í Árnessýslu, alls um 2.600 talsins, sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í íþróttahúsinu á Sel- fossi á mánudag og kunnu vel að meta flutning hennar og kynn- ingu á tónlistinni. Hljómsveitin hélt tvenna skólatónleika og síðan almenna tónleika um kvöldið und- ir stjórn Lan Shui. Tónleikarnir voru liður í verkefninu Tónlist fyrir alla og tekist hefur vel í framkvæmd. Frekar dræm aðsókn var að almennu tónleikunum um kvöldið en hljómsveitin lék stórveí á þeim tónleikum. Á efnisskránni voru forleikur að Leðurblökunni, saxó- fónkonsert eftir Ulf Adáker og Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj. Söngur kórs Fjölbrautaskólans tókst með ágætum en hann söng með hljómsveitinni undir sljórn Jóns Inga Sigurmundssonar lögin Kvæðið um fuglana, Úr útsæ rísa „ íslandsfjöll og Hver á sér fegra föðurland. sagt hefur þaö verið um suðumesjamenn með (33(33' skoðandi hestana í skagafirði með ssrnn skagamenn, skagamenn skoruðu mörkin með esei hjó biómunum og gufustrókunum í Hveragerði með cssi-n í veiðinni eða á skeiðvellinum á Hellu með Gsai' á skíðum ó ísafirði og í gegnum göngin með gsgd' við sumarbústaðinn og Kerið í Gríinsnesi með gsgd halló Akureyri og nœrsveitir með gsuv Fv úti í Eyjum var Einar kaldi með gsrd' á brúnni við Borgames og kannski verður Egill með gsgct það er fallegt ó Stokkseyrarbakka með gsitd við drangana í Vík og kannski ó hjóiabót með gsbx ó Fjörðum og Héraði og jafnvei sést í Orminn með gsgd' Norðurórdaiinn, ó Hvammstanga og ó Biönduós með qsgix og ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík með gsgix *** ! * Á eftirtöldum stööum á landinu er hægt aö nota GSM: Akranes, Blönduós, Bolungarvík, Borgarfjörður, Borgarnes, Borgarnes II, Dalvík, Egilsstaðir, Eskifjörður, Eyjafjörður, Eyrarbakki, Garður, Geitháls, Grímsnes, Hella, Húsavík, Hvammstangi, Hveragerði, Hvolsvöllur, Höfn, Höfuðborgarsvæðið, ísafjörður, Lambhagi, Langholt, Laugarvatn, Neskaupstaður, Njarðvík, Norðurárd./Stórholt, Ólafsfjörður, Reyðarfjörður, Sauðárkrókur, Selfoss, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Stokkseyri, Stykkishólmur, Suðurnes, Svínahraun, Varmahlíð, Vestmannaeyjar, Vík, Vogar, Þorlákshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.