Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 21
LISTIR
Gull Og
íslenskar
gersemar
FÉLAG íslenskra gullsmiða og
Handverk - reynsluverkefni, standa
fyrir sýningu í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu í Reykjavík. Sýningin
verður opnuð í dag kl. 19 og stend-
ur til laugardagsins 6. apríl. Opið
er daglega kl. 13-18.
Sýningin er samstarfsverkefni
Félags íslenskra gullsmiða og Hand-
verks, þriggja ára reynsluverkefnis
á vegum forsætisráðuneytisins.
A þessari sýningu kynna 20 gull-
smiðir nýsköpun í gullsmíði þar sem
íslenskt hráefni fær að njóta sín.
Allir sýningargripirnir eru unnir sér-
staklega fyrir þessa sýningu og var
gullsmiðunum skylt að nota hráefni
sem fyrirfinnst í íslenskri náttúru, í
jurta-, dýra- eða steinaríkinu.
Einnig taka þrír aðilar sem vinna
úr íslensku hráefni þátt í sýning-
unni; S. Helgason í Kópavogi sem
vinnur úr íslensku grjóti, Sjávarleður
hf. á Sauðárkróki sem vinnur roð-
skinn og Sviðsmyndir sem vinna
meðal annars úr íslensku lerki.
Sviðsmyndir unnu að hönnun og
uppsetningu sýningarinnar. Styrkt-
araðilar sýningarinnar eru Samtök
iðnaðarins og Óryggisþjónustan hf.
------♦ ♦ ♦------
Tónleikar og
ljóðalestur
TÓNLEIKAR og ljóðalestur verða í
Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í
kvöld, fimmtudagskvöld. Flytjendur
eru Camilla Söderberg á blokk-
flautu, Snorri Örn Snorrason á lútu
og Arnar Jónsson leikari les ljóð.
Flutt verður tónlist eftir meðal
annars Jakob van Eyck, Ernst
Kráhmer og Femando Sor. Milli tón-
listaratriða verður lesið meðal ann-
ars úr Sonnettum W. Shakespeare
og ljóðum eftir Jónas Hallgrímsson
og Jóhann Gunnar Sigurðsson.
------♦■-♦-♦-----
„Hugrenning-
ar um manns-
líkamann“
KRISTÍN Reynisdóttir sýnir verk í
þrívídd, unnin í gips, málm og orð
á glugga í Ráðhúskaffi.
Sýningin er opin kl. 11-18 virka
daga og kl. 12-18 um helgar og
stendur til 30. marz.
Kristín sýnir einnig á matstofunni
Á næstu grösum, þar sýnir hún þrí-
víð verk unnin í gips og koparþynnur.
Matstofan Á næstu grösum er
staðsett á homi Klapparstígs og
Laugavegs, efri hæð, og er opið kl.
11-14 virka daga, kl. 17-21 sunnu-
daga. Sýningunni lýkur 12. apríl.
Panasonic
hljómtækjasamstæða SC CH72
Samstæða með 3diska spilara,
kassettutæki, 140W.surround
magnara, tónjafnara, útvarpi,
hátölurum og fjarstýringu.
BRAUTARHOLTI OS KRINGLUNNt
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
FRÁ skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar
í íþróttahúsinu á Selfossi.
Tónlist fyrir alla
Vel heppnaðir tónleikar
Sinfóníunnar á Selfossi
Selfossi.Morgunblaðið
NEMENDUR leikskóla, grunn- og
framhaldsskóla á Selfossi og í
Árnessýslu, alls um 2.600 talsins,
sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands í íþróttahúsinu á Sel-
fossi á mánudag og kunnu vel að
meta flutning hennar og kynn-
ingu á tónlistinni. Hljómsveitin
hélt tvenna skólatónleika og síðan
almenna tónleika um kvöldið und-
ir stjórn Lan Shui. Tónleikarnir
voru liður í verkefninu Tónlist
fyrir alla og tekist hefur vel í
framkvæmd.
Frekar dræm aðsókn var að
almennu tónleikunum um kvöldið
en hljómsveitin lék stórveí á þeim
tónleikum. Á efnisskránni voru
forleikur að Leðurblökunni, saxó-
fónkonsert eftir Ulf Adáker og
Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj.
Söngur kórs Fjölbrautaskólans
tókst með ágætum en hann söng
með hljómsveitinni undir sljórn
Jóns Inga Sigurmundssonar lögin
Kvæðið um fuglana, Úr útsæ rísa
„ íslandsfjöll og Hver á sér fegra
föðurland.
sagt hefur þaö verið um suðumesjamenn með (33(33'
skoðandi hestana í skagafirði með ssrnn
skagamenn, skagamenn skoruðu mörkin með esei
hjó biómunum og gufustrókunum í Hveragerði með cssi-n
í veiðinni eða á skeiðvellinum á Hellu með Gsai'
á skíðum ó ísafirði og í gegnum göngin með gsgd'
við sumarbústaðinn og Kerið í Gríinsnesi með gsgd
halló Akureyri og nœrsveitir með gsuv Fv
úti í Eyjum var Einar kaldi með gsrd'
á brúnni við Borgames og kannski verður Egill með gsgct
það er fallegt ó Stokkseyrarbakka með gsitd
við drangana í Vík og kannski ó hjóiabót með gsbx
ó Fjörðum og Héraði og jafnvei sést í Orminn með gsgd'
Norðurórdaiinn, ó Hvammstanga og ó Biönduós með qsgix
og ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík með gsgix
*** ! *
Á eftirtöldum stööum á landinu er hægt aö nota GSM:
Akranes, Blönduós, Bolungarvík, Borgarfjörður, Borgarnes, Borgarnes II, Dalvík, Egilsstaðir, Eskifjörður, Eyjafjörður, Eyrarbakki,
Garður, Geitháls, Grímsnes, Hella, Húsavík, Hvammstangi, Hveragerði, Hvolsvöllur, Höfn, Höfuðborgarsvæðið, ísafjörður, Lambhagi,
Langholt, Laugarvatn, Neskaupstaður, Njarðvík, Norðurárd./Stórholt, Ólafsfjörður, Reyðarfjörður, Sauðárkrókur, Selfoss,
Seyðisfjörður, Siglufjörður, Stokkseyri, Stykkishólmur, Suðurnes, Svínahraun, Varmahlíð, Vestmannaeyjar, Vík, Vogar, Þorlákshöfn.