Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens APhterja^ ættLeioirðu Ljóska oh,sure..sneak up BY THE TEACHER'S PESK, ANP PLU6 IN TOUR HAIRPRYERÍ TALK ABOUT 6ETTIN6 ME IN TROUBLE.. Ö, auðvitað, laumast upp að kennaraborðinu og setja hárþurrkuna þína í samband! Hvort ég komist vanda... theteacheralmost FAINTEP U)HEN 5HE SAU) ME CRAIULIN6 BY HER PE5K' hafi Það leið næstum því yfir kennarann þegar hún sá mig skríða framhjá borð- inu sinu. Hvernig fékkstu skólasljórann til að gera þetta? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1829 • Netfang: lauga@mbl.is Hvað gerir Alþingi? Frá Hallgrími S. Guðmannssyni: HINN 6. mars sl. var kynnt og rætt á Alþingi lagafrumvarp er kveður á um að tveim samkynhneigðum ein- staklingum verði heimilt að giftast. Frumvarpið sem ber heitið: Frumvarp til laga um staðfesta samvist, felur í sér sömu réttindi og skyldur og í hjú- skap - með vissum undantekningum þó. Að því er best verður skilið virtust fulltrúar ailra þingflokka fagna þessu furðulega frumvarpi, sem einhvetjum sjálfsögðum mannréttindum. Aðeins einn þingmaður sem tók til máls and- mælti frumvarpinu. Þingmaðurinn varaði réttilega við því fordæmi sem lagafrumvarpið gæfi og hættum sem það byði heim. Staðreyndin í þessu máli er auðvitað fyrst og fremst sú, að samkynhneigt lífemi (kynvilla) getur aldrei samrýmst kristnu siðferði og góðum siðum. Frumvarpið stríðir því í eðli sínu gegn kristnu siðferði og siðgæði. Blandist einhveijum hugur um þetta skal hon- um/henni bent á, að kynna sér vel það sem Nýjatestamentið hefur að segja í Rómverjabréfínu, 1. kafla, versunum 24-27, og í fyrra Korintubréfi, 6. kafla og versunum 9-20, um samkyn- hneigð og annan óæskilegan lífsstíl. Þama er m.a. að fínna þær forsend- ur og rök sem kristið fólk byggir af- stöðu sína á til umrædds lagafrum- varps um samkynhneigða. Mannrétt- indi eru ofarlega á baugi um þessar mundir í þjóðfélagsumræðunni, og það er vissulega vel, þar sem þau eiga við. Bent hefur verið á að samkyn- hneigðir njóta sömu, almennu mann- réttinda, rétt eins og aðrir einstakling- ar í þjóðfélaginu. Það er óveijandi að ætla sér að innleiða löggjöf í skjóli „mannréttinda", sem gengur þvert á almennt, viðtekið kristið siðferði. Kjami málsins hvað umrætt frumvarp snertir er nefnilega siðferðilegs eðlis. Langflestir landsmenn játa kristna trú og samkvæmt kristnum sið og skilningi, sem hefur boðskap Nýjatestamentisins (Biblíunnar) að leiðarljósi, er hjónaband og kynlíf eingöngu bundið við einn karlmann og eina konu. Sambúðarform tveggja einstaklinga af sama kyni - samkynhneigðra - hveiju nafni sem það nefnist, getur því ekki und- ir neinum kringumstæðum faliið að kristnu siðferði og siðgæði. Sé öðru haldið fram í þessu efni hlýtur það að vera utan við ramma kristins sið- ferðis og kristinnar trúar. Þetta sjónarmið verður löggjafar- valdið - Alþingi íslendinga - að taka með í reikninginn, ef það ætlar að styðja við bakið á heilbrigðu og fögru mannlífi og kristnu siðferði í landinu. Kristin gildi og menningar- arfur hafa reynst íslensku þjóðinni hvað heilladrýgst veganesti á veg- ferð hennar -T blíðu og stríðu. Við skulum einnig vera þess minnug að grunnlöggjöf allra siðmenntaðra þjóða er kenna sig við kristna trú, byggir að meira og minna leyti á boðorðunum tíu í Biblíunni. Verði umrætt frumvarp að lögum verður ekki annað séð en að ríkis- valdið hafi þar með viðurkennt, að samkynhneigð líferni sé eðlilegur lífsstíll. Með því væri þjóðinni lítill greiði gerður. Það er því augljóst að lagasetning af þessu tagi er í alla staði varhugaverð og gæti dreg- ið dilk á eftir sér. Háttvirtir þingmenn! Þjóðin hefur falið ykkur mikil völd og mikla ábyrgð. Gætið þess vandlega hvern- ig þið farið með þetta vald. Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið veitið lagafrumvarpinu um staðfesta sam- vist brautargengi. HALLGRÍMUR S. GUÐMANNSSON, Selfossi. Örstutt athugasemd til Þórs Sigfússonar ráðgjafa Frá Gísla Baldvinssyni: RÁÐGJAFI fjármálaráðherra gerir athugasemd við skrif mín í Mbl 12. mars sl. Athugasemdir hans eru ein- göngu bundnar við frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna enda á þessari stundu ljóst að forsætisráðherra hefur sópað frumvarpinu um Iífeyrissjóðsréttind- in út af borðinu (eins og hann gerði varðandi skatt á blaðsölubörn). Þar sem ráðgjafinn er kominn af góðu fólki finnst mér athugasemdir hans svaraverðar enda hugsanlegt að í mörgu séum við sammála. Grein mín byggðist á samlestri og skilningi mínum á báðum frumvarps- drögunum, þ.e. réttindi og skyldur og um lífeyrissjóðinn. Ég get verið sammála ráðgjafan- um að það sé óeðlilegt að menn haldi biðlaunum gangi þeir í annað (eða sama) starf. Einnig sammála honum að hefðbundinn réttur til launalauss leyfis falli niður. En, þegar samið hefur verið við opinbera starfsmenn þá hefur ríkið ávallt bent á þessa þætti (og fleiri) sem hluta hlunninda opinberra stars- manna. Öðrum atriðum svarar hann ekki og ef mér leyfist að líta á innlegg mitt sem hleðslu múrsteina þá stend- ur múrinn eftir þrátt fyrir að tveir útsteinar hafi fallið. Sá múr að tor- tryggni er sáð. Það á afar óheppileg- um tíma. Því verður ekki trúað að framlagning á þessum frumvörpum sé ekki annað en klaufaskapur ef litið er á tímasetninguna. Ritið sem ráðgjafinn sendi í hús starfsmanna ríkisins var ekki til þess fallið að lægja öldurnar. Auk þess andstætt þeim sem mest börðust fyrir bákninu burt. Þá var gagnrýnt að stjórnmálamenn notuðu skattfé almennings til þess að skýra mál sitt. Eða borgaði fjármálaráðherra upp- lýsingaritið úr eigin vasa? Færum ríkisreksturinn til nútímalegra hátta í samráði við opinbera starfsmenn. Skilaðu kveðju. GÍSLI BALDVINSSON, Akureyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.