Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Deildarstjóri innlendrar dagskrárdeildar Sextán manns vilja stöðuna SEXTÁN sóttu um stöðu deildarstjóra innlendrar dag- skrárdeildar Ríkissjónvarps- ins, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út í síðustu viku. Búist er við að Útvarpsráð veiti umsögn sína um um- sækjendur á næsta fundi ráðsins á miðvikudaginn í næstu viku og útvarpsstjóri gangi frá ráðningu dagskrár- stjóra í kjölfarið. Þeir sem sóttu um stöðuna eru eftirtaldir: Agnes Johan- sen, dagskrárstjóri bamaefn- is á Stöð 2, Ásgeir Valdimars- son, hagfræðingur, Ásthildur Kjartansdóttir, kvikmynda- gerðarmaður, Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, Einar Valur Ingimundarson, verkfræðing- ur, Halldór E. Laxness, leik- stjóri, Helgi H. Jónsson, fréttamaður, Helgi Péturs- son, markaðsstjóri, Hjálmtýr Heiðdal, kvikmyndagerðar- maður, Jón Gunnar Grjetars- son, sagnfræðingur, Óli Öm Andreasen, kvikmyndagerð- armaður, Sigurður Hr. Sig- urðsson, kvikmyndagerðar- maður, Sigurður Valgeirsson, ritstjóri Dagsljóss, Sólveig Pálsdóttir, leikari, Sveinn M. Sveinsson, kvikmyndagerðar- maður, og Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður. Benjamín dúfa á hátíð í Malmö ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð bama- og unglingamynda, sem haldin'er í þrettánda sinn í Malmö í Svíþjóð, hefst í þessari viku. Aðstandendur hátíðarinnar fóru fram á að fá að sýna mynd Gísla Snæs Erlingssonar, Benjamín dúfa sem opnunarmynd hátíðarinnar í dag. FRÉTTIR Reykleys- ið verð- launað Tóbaksvarnanefnd og Krabba- meinsfélagið söfnuðu ösku- bökkum í samvinnu við Apótek- arafélagið og íslenska útvarps- félagið á reyklausum degi í gær. Oskubökkunum var safnað í apótekum, sem jafnframt buðu afslátt af nikótínvörumý og bár- ust bakkar frá á þriðja hundrað einstaklinga, að sögn Hrundar Sigurbjörnsdóttur hjá Krabba- meinsfélaginu. Skiluðu sumir fleiri en einum. Einn þeirra sem kusu að losa sig við öskubakkann var Stefán Aðalsteinsson í Reykjavík en hann orti: Á öngul þinn ég bitran beit er barn ég lék að eldi og öskubakkinn argur leit i augu mér að kveldi. Krabbameinsfélaginu barst á þriðja hundrað yfirlýsinga frá reyklausum 8.-10. bekkjum grunnskóla landsins. Sjö reyk- lausir 8. bekkir og 50 reyklaus- ir einstaklingar í 9. og 10. bekk voru verðlaunaðir og hlutu nemendur í 8. bekkjum sem dregnir voru til verðlauna myndskreytta boli. Bekkirnir eru 8.SI í Réttarholtsskóla, 8.F Grunnskóla Grindavíkur, 8.ÞÓ Æfingaskóla KHÍ, 8. bekkur Stórutjarnaskóla, 8.GR Voga- skóla, 8.S Verkmenntaskóla Austurlands og 8. bekkur Laugagerðisskóla. Morgunblaðið/Frímann ÁTTUNDI F í Grunnskóla Grindavíkur var einn sjö reyklausra bekkja í grunnskólum sem hlutu verðlaunaboli fyrir að reykja ekki. Fiskveiðideilur Islands og Noregs Ráðstefna í Bodo JÓN Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu Sjáv- arútvegs- og tækniháskólans í Bodo í Noregi á morgun, föstudag. Um- fjöllunarefnið er fiskveiðideilur Is- iands og Noregs. Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum verða, auk Jóns Baldvins og Kristjáns, ýmsir norskir stjómmálamenn, sérfræðingar og talsmenn hagsmunasamtaka í sjáv- arútvegi. Þá munu þeir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja á Akureyri, og Páll Jóns- son, fyrrverandi Smugusjómaður og nemandi við norska háskólann, taka þátt í pallborðsumræðum. Morgunblaðið/Eyjólfur Magnússon HUNDRUÐ fugla urðu svartolíu að bráð um helgina, þeirra á meðal þessi langvia. Þegar svartolían er búin að vinna sigur á fuglinum ber brimið sandbreiðu að landi sem afmáir verksummerkin. Hundruð fugla verða svartolíu að bráð Á ANNAÐ hundrað olíublautra fugla fannst í fjörunni milli Skaftárósa og ósa Eldvatna síð- astliðinn mánudag og er um svartolíumengun að ræða, að sögn Eyjólfs Magnússonar, deild- arstjóra hjá Hollustuvernd ríkis- ins. Flestir fuglanna, aðallega langvía og fýll, reyndust dauðir að Eyjólfs sögn. Hollustuverndinni barst tilkynn- ing frá sýslumanninum í Vík á mánudag en þá höfðu bændur af Meðallandi gengið fram á fjölda olíublautra fugla milli Skaftárósa og Skarðsfjöruvita. Einnig spurð- ist til fugla í sama ástandi í fjör- unni fyrir neðan Vík. Enginn olíuflekkur Eyjólfur segir að flogið hafi verið yfír sjó við fyrrnefndar fjörur og fimm sjómílur frá landi en eng- inn olíuflekkur hafi fundist. Starfsmaður frá Hollustuvernd fór á vettvang á þriðjudag og segir Eyjólfur að þá hafi fundist um 30 dauðir fuglar og fjórir lifandi. Var vargur búinn að éta allt kjöt af hræjunum. „Olíunni hefur örugglega verið dælt frá skipi og fuglinn synt inn í flekkinn. Þegar hann fær olíuna á sig fer hann að landi til að reyna að hreinsa sig,“ segir Eyjólfur. Niðurstöður rannsóknanna bárust í gær og segir Eyjólfur að kannað verði hvaðan olían geti verið kom- in. Vill Hollustuvemd árétta enn einu sinni, eins og tekið var til orða, að sjófarendur hætti að dæla olíu í sjóinn og skaða umhverfið. Húsafriðunarnefnd ríkisins samþykkir að friða innra skipulag Miðbæjarskólans Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRIÐA á herbergjaskipan Miðbæjarskólans. Innviðir fari við útlit HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkis- ins hefur samþykkt að undirbúa friðun innra skipulags Miðbæjar- skóla. Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri Húsafriðunarnefnd- ar, tekur fram að innra skipulag og ytra útlit spili saman og ytra útlit hússins sé friðað. Hafíð sé samráð við Húsafriðunarnefnd í tengslum við fyrirhugaðan flutn- ing Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur í húsið. Starfsemi Náms- flokka Reykjavíkur verður áfram rekin í hluta hússins. Magnús sagði að Miðbæjarskól- inn væri elsta barnaskóiahúsið í Reykjavík. „Innra skipulag hefur verið eins frá upphafi og því ákjós- anlegt að hrófla ekki við her- bergjaskipan. Þá spila innra skipulag og ytra útlit auðvitað saman. Húsið er friðað að utan og inni eru gangar og skólastofur hvern með sinn fjórskiptan gluggann. Ef farið er að hræra í því yrði ytra útlitið einnig fyrir skaða,“ sagði Magnús. Mikilvægt að einhver starfsemi fari fram í húsinu Hann sagði að nefndin hefði ekki vald til að skipta sér af því hvers konar starfsemi færi fram í húsinu. „Æskilegt væri að þar væri skólastarfsemi, en mikilvæg- ast er að einhvers konar starfsemi fari fram í húsum sem við viljum varðveita." Magnús sagði að samráð vegna breytinganna væri hafið. Hann hefði ásamt Þorsteini Gunnars- syni, formanni nefndarinnar, sótt undirbúningsfund með byggingar- deild Reykjavíkurborgar og fleir- um. „Á fundinum voru viðraðir möguleikar á að setja upp einhvers konar milliveggi til að skipta skóla- stofum í skrifstofur. Við viljum helst ekki sjá milliveggi heldur finnst okkur eðlilegra að notast sé við skilrúm. Annars staðar í húsinu mætti koma fyrir viðtalsherbergi,“ sagði Magnús og tók fram að enn væri ekki ljóst hvað þyrfti að skipta mörgum stofum. Fleiri breytingar þyrfti að gera, t.d. koma fyrir lyftu og salemisaðstöðu fyrir fatlaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.