Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ NYJU NILFISK RYKSUGURNAR HAFA FEIKNA SOGAFL OG FULLKOMNASTA SÍUNARBÚNAÐ SEM VÖL ER Á* Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu heldur Nilfisk eftir 99,97% allra rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr millimetra (0,3 my). *í sænskri neytendaprófun (Konsumentverket) á 11 þekktum ryksugum var Nilfisk með HEPA-síu sú eina sem fékk toppeinkunn fyrir síunarhæfni. NV NILHSk - NU A FRÁBÆRU KYNNINGARVERÐI NILFISK gerð »» GM-300 GM-310 GM-320 GM-330 Verðlistaverð 24.750 28.400 31.350 33.920 Kynningarafsláttur 3.710 4.260 4.700 5.090 Afborgunarverð 21.040 24.140 26.650 28.830 Staðgreitt -5% 19.990 22.930 25.320 27.390 NILFISK fæst í 4 litum og 4 mismunandi útfærslum. Komdu og kynntu þér kostina. iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 i spnum eru margir ESJfl Suöurlandsbraut 2 ontanir í síma 568 9509 HLAÐBORÐ í HÁDEGINU Á KVÖLDIN 1 FURÐU FURÐUFISKADAGAR 15.-24. mors VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Er verið að meiða pabba? „í MYNDINNI Agnesi er hún látin eiga barn, sem er rifið úr höndum hennar þegar hún er send til aftöku. Mikið er gert úr því í mynd- inni, en sannleikurinn er annar. Agnes átti ekkert bam, en Natan átti aftur á móti tvö eða þijú börn með Skáld- Rósu og hafði hann litla dóttur sína um fimm ára aldur á Illugastöðum. Hann var sem sagt ein- stæður faðir. Litla stúlk- an var hrifsuð úr sínu rúmi um miðja nótt af Agnesi, Friðrik og Sig- ríði sem fór með stúlk- una í útihús við hliðina, meðan Agnes og Friðrik rotuðu Natan. Þegar Natan hrópar af sárs- auka, segir litla stúlkan: Er verið að meiða pabba? Hún heyrir sem sagt þegar faðir hennar er myrtur. Mikilvægt er að það komi fram að ekki var verið að brjóta á Agnesi með því að taka frá henni barnið, þar sem það var ekki til staðar. Hins vegar er verið að bijóta núna á afkom- endum Natans með því að nefna það ekki að hann hafi átt barn, og hvað þá sannleikann í málinu að barn hans hafi heyrt þegar faðir þess var myrtur. Per- sónu Natans eru þannig ekki gerð nógu góð skil í myndinni, bæði með því að taka frá þann þátt að hann var faðir, og eins með því að draga ekki .nógu skýrt fram hans stöðu sem eina læknisins í sveitinni." Ingibjörg Elín Sigurbj örnsdóttir. Tapað/fundið Peysa fannst GÓÐ peysa merkt Sigurði Helgasyni fannst á Þing- völlum sl. mánudag. Eig- andinn fær hana afhenta gegn greinargóðri lýsingu hjá Ásgerði í síma 553-0908. Gleraugu fundust RAUÐBRÚN gleraugu með koparlitum spöngum fundust á horni Kringlu- mýrarbrautar, Álftamýr- ar og Miklubrautar nýver- ið. Gleraugun eru með mjög sterkum gleijum. Ef einhver hefur týnt gleraugum sem þessi lýs- ing passar við getur við- komandi haft samband í síma 561-0005. Lyklakippa fannst á Lækjartorgi FJÓRIR lyklar á kippu fundust- fyrir viku síðan niðri á Lækjartorgi. Á kippunni stendur „Jesus cries for you“. Ef einhver hefur týnt lyklunum sín- um getur sá hinn sami haft samband í síma 568-8940 eftir kl. 16 á daginn. Lyklar fundust á Túngötu TVEIR lyklar á hvítri Is- landsbankalyklakippu ferhyrndri fundust á Tún- götu 7. mars sl. hjá gamla IR-húsinu, rétt hjá Landakotskirkju. Nánari uppl. í síma 552-1892. Gæludýr Köttur á þvælingi í Hafnarfirði BRÖNDÓTT fress, sem var með gula ól, er búinn að vera á þvælingi við Úthlíð 5 í Hafnarfirði. Uppl. í síma 555-1479 eftir kl. 18 á daginn. SKÁK llmsjón Margcir Pctursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í viður- eign stórmeistara og tölvu í Skákfélagi Intemetsins, ICC. Níundi stigahæsti skákmaður heims, Aleksei Shirov (2.690) hafði hvítt gegn skáktölvunni Ferret, sem er heimsmeistari smát- ölva í áhugamannaflokki 1995. Um er að ræða hráa þýðingu á virðulegum titli tölvunnar, sem þýðir þó ekki að hún sé „áhuga- skáktölva" og vinni á dag- inn við útreikninga og ann- að en tefli á kvöldin. Þetta er hins vegar keppni forrita sem ekki eru á almennum markaði. Ferret er þó mjög öflugt forrit, skrifað fyrir Unix vélar, sem skákþáttur- inn hélt reyndar að gætu varla flokkast undir smatölvur. í haust vann Ferret stórmeistarann Boris Gulko í samskonar ein- vígi. En Shirov var vel undirbúinn. Hann hefur stillt liði sínu upp til árás- ar og nú kemur höggið: 27. Rf5!! - gxf5 28. gxf5 - Rh5 29. Bg7+! - Rxg7 30. Dh6 - Hg8 31. f6! - Bxf6 32. Dxf6 - Be8 og tölvan gafst upp, því nú fór reiknigetan að bera árangur og hún sá fram á að vera óveijandi mát í fjórða leik eftir 33. Hxg7! Shirov tefldi skákina í „hreinum anti-tölvustíl“. Einn þeirra fyrstu til að sýna fram á slíkan veikleika tölvuforrita var íslenskur skákáhugamaður, Eyjólfur Ármannsson. Skákir hans gegn tölvum birtust t.d. í erlendum fagtímaritum. Á morgun skulum við skoða seinni skák Shirovs við Ferret. Farsi Víkveiji skrifar... IKJÖLFAR morðanna hrotta- legu í Dunblane í Skotlandi í síðustu viku er Thomas Hamilton réðst með alvæpni inn í barnaskóla í þorpinu hafa orðið talsverðar umræður í Bretlandi um skotvopn í eigu einstaklinga. Umræður af þessum toga mættu gjarnan fara fram hérlendis og ef grannt væri skoðað kæmi örugglega ýmislegt í ljós hér á landi varðandi vopnaeign landsmanna. xxx * ASAMA tíma og harmleikur- inn í Skotlandi átti sér stað voru starfsmenn á blaðinu Vestra á Isafirði að ganga frá til prentun- ar ágætu viðtali við Atla Rúnar Stefánsson, sem á eitt stærsta byssusafn á íslandi í einkaeign. Margt athyglisvert kemur fram í þessu viðtali og m.a. segir Atli Rúnar frá því að hann eigi gott samstarf við yfirvöld og reyni að vinna með þeim. „Ég held að þau séu eins sann- gjörn í minn garð og þau geta ver- ið. Ég hef þá reynt að sýna á móti að ég gangi sómasamlega frá þess- um hlutum og hugsi vel um þetta. Svona safn er orðið þess eðlis að það verður að hiíta einhveijum regl- um. Það er nokkuð öruggt gagn- vart innbrotum og öðru að ég held að það verði ekki tryggt öllu betur. Eg held líka að safnarar eins og ég séu að gera yfirvöldum nokkurn greiða með því að hirða óæskilega hluti úr umferð. Þegar slíkir hlutir eru komnir í hendurnar á safnara eru þeir settir á skrá svo auðvelt á að vera eftir það að fylgjast með þeim,“ segir Atli Rúnar. xxx IVIÐTALINU kemur fram að engin heildarskrá sé yfir byssu- eign í landinu, en skotvopnaskrár séu færðar heima í héraði. Hann er spurður hvort mikið sé af óskráð- um byssum í umferð: „Ég held að það sé geysilega mikið af byssum úti. Við getum kannski frekar orðað það þannig að það er mjög mikið af óskráðum byssum til, en þær eru kannski ekki svo mikið í umferð. Menn eiga þetta oft sér til ánægju, eða fólk situr uppi með þetta og veit ekkert hvað það á að gera við gripina. Það sem ég hef handleikið sjálfur hér mjög nálægt ísafirði, skiptir tugum af óskráðum byssum.“ Aðspurður um hvort eitthvað sé hér af öflugum vopnum segir hann að ef svo sé þá fréttist ekki af því. Vélbyssur og önnur slík tæki liggi að minnsta kosti ekki á lausu. Hins vegar sé mjög mikið af skammbyss- um af öllum tegundum og gerðum og sumt mjög gamalt og hafi aldrei verið skráð. „Sumt er nýtt og enn er verið að flytja inn,“ segir Atli Rúnar Stefánsson í samtalinu í Vestra. Víkverji dagsins er þeirrar skoð- unar að margt sem fram kemur í þessu samtali, _t.d. um skráningu vopna í eigu íslendinga, sé þess eðlis að yfirvöld hljóti að skoða þessi mál náið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.