Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flutti síðasta mál sitt fyrir Hæstarétti BALDVIN Jónsson hæstarétt- arlögmaður flutti sitt síðasta mál fyrir Hæstarétti í gær en hann er orðinn 85 ára gamall. Baldvin er þó ekki sestur í helg- an stein þvi hann starfar enn á sinni eigin lögmannastofu en segist ætla að fara að draga úr vinnu. „Eg hefði óskað þess að ég hefði verið að flytja fyrsta málið mitt fremur en það síðasta en því fæ ég ekki breytt,“ segir Baldvin. Passaði embætti fyrir Hermann Baldvin lauk laganámi frá Háskóla íslands árið 1937,26 ára að aldri, og réðst strax sem fulltrúi til Lögmannsins í Reykjavík og starfaði þar í þrjú ár. 1940 gerðist hann lögmaður Búnaðarbankans, „Ég passaði það embætti fyr- ir Hermann Jónasson, þáver- andi forsætisráðherra, sam- kvæmt samkomulagi okkar í igilli. Hann ætlaði sér þetta embætti þegar hann hætti í póli- tíkinni. Það var miklu moldviðri þyrlað upp í kringum þetta í blöðunum á þessum árum. Póli- tískir andstæðingar Hermanns sögðu að hann hefði ýtt efnileg- asta lögfræðing landsins út úr embætti þegar hann tók við því,“ sagði Baldvin. Hann hóf síðan rekstur sinnar eigin lögmannastofu sem hann hefur rekið síðan. Sjónvarpsfíkill í seinni tíð „Á þessum tíma var ég í svo mörgum öðrum störfum að ég hafði í raun engan tíma fyrir lögfræðina. Ég var formaður bankaráðs Landsbankans, Sjúkrasamlags Reykjavíkur og sat í Ríkisskattanefnd," segir Baldvin. Hann hóf að flytja mál fyrir Hæstarétti árið 1954. „Eg er síðasti lögfræðingurinn sem gekkst undir erfiðustu þrautina til þess að öðlast régtindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti. Það tók mig fimm ár. Síðan hélt Lögmannafélagið fund og benti á að það hefði tekið mig, og aðra sem á undan mér komu, fimm ár að öðlast þessi rétt- indi. Lögmannafélagið réðst harkalega á Hæstarétt vegna þessa og þá opnuðust allar gátt- ir,“ segir Baldvin. Baldvin er heilsuhraustur. Kona hans, Emilía Samúels- dóttir, lést fyrir rúmlega einu ári og býr Baldvin nú einn í fimm herbergja íbúð. Börn þeirra uppkomin eru þijú. „Ég er orðinn sjónvarpsfíkill í seinni tíð. Ég hef gaman af fornri menningu og auk þess finnst mér afskaplega gaman að M.A.S.H. þáttunum banda- rísku,“ segir Baldvin. Morgunoiaoio/ivnsuiin BALDVIN Jónsson flytur sitt síðasta mál fyrir Hæstarétti í gær. í bakgrunni frá vinstri eru hæstaréttardómararnir Hjörtur Torfason, Pétur Kr. Hafstein, Haraldur Henrýsson, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Kristinn Gunnarsson, Alþýðubandalagi Skerða þarf opin- ber lífeyrisréttindi EINN þingmanna Alþýðubandalags- ins lýsti þeirri skoðun á Alþingi á þriðjudag að vilji alþingismenn ekki afla tekna til að standa undir lífeyris- réttindum opinberra starfsmanna verði að skerða réttindin. Verið var að ræða frumvarp um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Nokkrir þingmenn Alþýðubandalags- ins gagnrýndu frumvarpið harðlega, einkum Ögmundur Jónasson. Kristinn H. Gunnarsson sagði hins vegar að stefna ætti að því að sam- eina verkalýðshreyfinguna og færa saman réttarstöðu ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum mark- aði. Þá ætti að dreifa valdi til ein- stakra stofnana ríkisins og taka strax á því gríðarlega vandamáli að veitt væru lífeyrisréttindi til opín- berra starfsmanna sem væru meiri en iðgjöld stæðu undir. „Að því marki sem frumvarpið fellur að þessum sjónarmiðum er það . til bóta,“ sagði Kristinn.. Hann bætti við að ýmis atriði í frumvarpinu væru óviðunandi, svo sem að opin- berir starfsmenn geti staðið utan stéttarfélaga. Kristinn sagði áð lífeyrismál opin- berra starfsmanna væri einn alvar- legasti vandi ríkissjóðs og myndi fara vaxandi að óbreyttu. Ekki yrði vikist undan því að grípa þar til aðgerða. Lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkis- sjóðs umfram það sem til væri í sjóði, næmu um 67 milljörðum og hækkuðu árlega um 3,6 milljarða umfram ið- gjöld. Auk þessara skuldbindinga væri áætlað að skuldbindingar stofn- ana B-hluta ríkissjóðs væru um 12 milljarðar. „Það gengur ekki að safna árlega upp skuldbindingum og vísa á fram- tíðina til greiðslu. Það er óviðunandi fyrir þá sem búa við lífeyrisréttindi sem takmarkast af iðgjöldum, að þurfa í framtíðinni að greiða sér- stakan skatt til að standa undir rétt- indum annarra. Það á ekki að veita betri lífeyrisréttindi en iðgjöld standa undir. Vilji alþingismenn viðhalda | óbreyttum réttindum opinberra starfsmanna ber þeim að afla tekna til að standa undir þeim. Vilji menn ekki afla nægilegra tekna verður að skerða réttindin," sagði Kristinn. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að hann hefði sem best: getað flutt ræðu Kristins, um það hvernig lífeyrismálin blöstu við full-. trúum landsbyggðarinnar og þess; fólks sem ekki væru opinberir starfs-1 menn. Andlát RAGNAR GUÐLEIFSSON RAGNAR GuðleifsSon, kennari og fyrrverándi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, er látinn á 91. aldursári. Ragnarý var fæddur í Keflavík 27. oktober 1905. Hann lauk kennaraprófi 1933 og starfaði sem kennari í Keflavík 1933-36 og aftur 1954-75. Ragnar var kosinn formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur 1935 og gegndi því embætti í 35 ár. Hann gegndi einnig trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- flokkinn og sat m.a. í flokksstjórn um áratugaskeið. Ragnar tók nokkr- um sinnum sæti á Al- þingi sem yaraþing-S^j maður á sjöúbda ára-í 1 tugnum. Ragnar-'sat í*|S bæjarstjórn Kéflavflcurfe frá 1938-1974 og varí , oddviti Keflavíkur--’3-, hrepps frá 1946-50. Hann var bæjarstjpri. fi,... Keflavík 1950-54. Ragnar var tví- j kvæntur. Fyrri kona hans var Guðbjörg Þórðardóttir, en hún. , lést 1939. Seinni kona hans var Björg Sigurð-K ardóttir kennari. Hún lifir mann sinní; Þau eignuðust eina dóttur, Sigrúnu.* Ragnar átti einnig einn stjúpson,| Sveinbjörn Jónsson. Fyrirhuguð samvinna og verkaskipting sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Reykjanesi Ekki allir á eitt sáttir um ágæti tillagnanna TILLÖGUR nefndar um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Reykjanesi mælast misvel fyrir meðal forráðmanna sjúkrahúsanna. Hrafnkell Óskars- son, yfirlæknir Sjúkrahúss Suður- nesja, gerir athugasemd við að leggja eigi skurðstofu sjúkrahússins niður og Árni Sverrisson, fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, lýsir yfir óánægju sinni með að gert sé ráð fyrir að leggja niður bráðavaktir á lyflæknadeild. Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir til- lögurnar almennt skynsamlegar. Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Landspítalans, vildi ekki tjá sig um tillögurnar þar sem hún hefði ekki fengið þær frá ráðherra. Góður umræðugrundvöllur „Ég get ekki annað en fagnað því að vilji er til að líta á málið frá þessu sjónarhomi og horfa um leið til framtíðar," sagði Jóhannes Pálmason. „Þarna er kominn mjög góður umræðugrundvöllur, sem hægt er að byggja á um málefni sjúkrahúsanna." Sagði hann að eftir væri að ræða einstök efnisatriði tillagnanna. Skýrslan væri vel unnin og nefnd- inni til sóma en þarna væru atriði sem þyrfti að skoða og komast að sameiginlegri niðurstöðu um. Átt undir högg að sækja Hrafnkell Óskarsson segir að til- lögurnar hafí sérstaklega verið kynntar fyrir yfirstjórn Sjúkarhúss Suðurnesja. „Það sem snýr að okk- ur er að við erum með lítið sjúkra- hús og höfum átt undir högg að sækja," sagði hann. „Hér er rekin fæðingarþjónusta og almenn deild og til þess að styðja við hana höfum við verið með fimm skurðdaga á viku. I undirnefnd um skurðlækn- ingar var lagt til að skurðstofuvakt- ir verði lagðar niður.“ Hrafnkell sagðist hafa gert tvær athugasemdir við tillögur nefndar- innar, sem hann hafi óskað svara við, en ekki fengið. Tillögurnar geri ráð fyrir aðgerðum á kvensjúk- dómadeild en hvorki verða heimilað- ar aðrar almennar skurðaðgerðir né bæklunaraðgerðir. „Þannig að ég á von á að það verði unnið betur úr þessu,“ sagði hann. „Það hefur komið fram að við séum með ákveðna yfirbyggingu og mátti skilja það þannig að um sérhæfðar aðgerðir væri að ræða en svo er ekki. Við gerum engar sérhæfðar aðgerðir en skerum upp við botn- langa, gallblöðrum og tökum æxli. Það eru engin skynsamleg rök fyrir því að hætta svo einföldum aðgerð- um. Skurðstofan hjá okkur er ódýr- ari og legudagar einnig.“ Þá sagði hann að tillögurnar gerðu ráð fyrir að sinna ætti öldruð- um og langlegusjúklingum. Á fímmta hundrað manns væru árlega lagðir inn á almennu deildina, þar af væru um tvö hundruð bráðatil- felli. Lungnasjúklingar og sjúkling- ar með annarskonar sýkingar sem væru tiltölulega auðveldar viðfangs væru lagðir inn en svo virtist sem ekki væri tekið tillit til þess. „Þá er spurningin, ef við eigum einung- is að sinna langlegu- og öldrunar- sjúklingum og hætta að taka inn krabbameinssjúklinga eins og nú er gert, hvort þessir sjúklingar eigi að fara úr sinni heimabyggð síðustu vikurnar og leggjast inn í Reykja- vík. Ég held að nefndin hafi ekki áttað sig á þessu,“ sagði Hrafnkell. Rökstuðning vantar Árni Sverrisson, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspí* ala í Hafnar- firði, sagði að þar væru menn ósátt- ir við að í tillögunum kæmu fram sambærilegar hugmyndir og í til- lögum tilsjónarmanns frá því í haust um að leggja niður bráðavaktir á lyflæknadeild. Óskað hafi verið eft- ir rökstuðningi að baki þessari ákvörðun, sem enn hafi ekki feng- ist. Heilbrigðisráðherra hafí skipað fagnefnd fyrir áramótin og var nið- urstaðan sú að sjúkrahúsin í Reykjavík yrðu að fá aukið fjár- magn til að geta sinnt aukinni þjón- ustu. Sparnaður yrði því enginn. „Nú höfum við fengið það staðfest að hvorki er ijárhagslegur né fag- legur ávinningur af þessari breyt- ingu,“ sagði hann. „Svo virðist sem búið sé að taka um þetta ákvörðun fyrir lögnu að einungis tvö sjúkra- hús sinni bráðavöktum burtséð frá því hvort það sé dýrara. Þá viljum við meina að fólkið sem notið hefur þessarar þjónustu hér á svæðinu muni fá verri þjónustu en ella og| við erum ósátt við það.“ Árni sagðist vera sérstaklega ánægður með að þessar hugmyndir sem þarna væru komnar fram væru frá upphaif til enda unnar af starfs- fólki í heilbrigðiskerfinu. Nefndi hann sem dæmi um áhugaverða tillögu að gert væri ráð fyrir að myndaðir yrðu kjarnar sérfræðinga sem færu á milli stofnana. „Þetta er hugsað fyrst og fremst á skurð- læknasviðinu þar sem sjúkrahúsin| verða flokkuð niður til ákveðinna aðgerða og síðan færast sérfræð-T, ingarnir á.milli stofnana eftir þvi|. sem við á,“ sagði hann. „Ég heldl að þetta eigi eftir að skila sér'íf sparnaði og hagkvæmni þegar til. lengri tíma er litið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.