Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 43 í j l I I I I I I I ! I I I I I í I I I I ; i i í i' MINNINGAR HREFNA S. * * MAGNUSDOTTIR KJÆRNESTED + Hrefna 1 Magnúsdóttir Kjærnested fæddist 28. mars 1926 í Hafnarfirði. Hún lést á öldrunar- lækningadeild Landspítalans 15. mars síðastliðinn. Foreldrar Hrefnu voru Emelía Lárus- dóttir, f. 7. júlí 1894, d. 17. júní 1957, og Magnús Kjær- nested, skipstjóri, f. 4. júní 1890, d. 8. apríl 1944. Þau eignuðust 6 börn, Málfríði, dó barn, Ragnar, fórst með Goða- fossi, Lárus, Jóhönnu, Hrefnu og Erlu. Hrefna giftist 8. júní 1944 Guðmundi Ásmundssyni hæstaréttarlögmanni, f. 8. júní 1924, d. 15. ágúst 1965. Þau eignuðust þrjú börn: Þau eru Steinunn, f. 25.10. 1944, læknaritari, gift Þengli Odds- syni, heilsugæslu- lækni, og eiga þau fimm dætur, Magn- ús, f. 25.5. 1951, svæfingalæknir, hans kona er Frið- rikka Guðmunds- dóttir, hjúkrunar- fræðingur, og eiga þau eina dóttur. As- mundur, f. 18.3. 1956, starfar hjá Olíufélaginu hf., ókvæntur og barn- laus. Arið 1971 giftist Hrefna Pétri Péturssyni, stórkaup- manni, f. 1.10. 1918. Hann á þrjá syni, Pétur, Einar og Stein- dór. Utför Hrefnu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kvæðið Skógarhind er ein fegursta perlan í seinni tíma skáldskap Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Mér verður hugsað til þessarar perlu er ég minnist mágkonu minnar, Hrefnu Sigurlaugar Magnúsdóttur Kjær- nested - Ebbu - sem andaðist 15. þ.m. „Svo flarar lífíð út...“ Margar myndir og minningar koma upp í hugann. Meðal þeirra fyrstu er mynd hennar við hlið þáverandi eigin- manns slns, glæsimennisins Guð- mundar Ásmundssonar, hæstaréttar- lögmanns, tvímælalaust eins snjall- asta lögmanns sinnar tíðar. Veit ég, að margir minnast þeirra hjóna sakir glæsileiks þeirra og jafnræðis í hví- vetna. Guðmundur lést langt um ald- ur fram 15. ágúst 1965, öllum harm- dauði. Sár harmur er nú kveðinn að börnum þeirra, Steinunni, Magnúsi og Ásmundi. Voru þau við dánarbeð móður sinnar er kallið kom sem og tvær frænkur, systurdætur, sem unnu Ebbu svo mjög. Seinni myndir og minningar, sem ég geymi um Ebbu eru svo tengdar því er leiðir okkar Erlu, systur henn- ar, lágu saman. Mun ég seint gleyma velvild hennar og hlýju í minn garð. Kynntist ég þá vel hennar miklu og góðu kostum, því sannarlega var Ebba vel af guði gerð eins og hún átti ætt til, gædd góðum gáfum og annáluð fyrir fegurð og yndisþokka. Stór var hún í ást sinni og kærleika, örlæti og ljúfmennsku. Nærvera hennar var góð. Kærleikur hennar til skyldmenna sinna og venslafólks var alla tíð með einstökum hætti. Oft nutum við Erla frábærrar gest- risni Ebbu og eftirlifandi eiginmanns hennar, Péturs Péturssonar, stór- kaupmanns. Sjálfur hefur Pétur nú um hríð Jegið á sjúkrabeði á Landspít- alanum. Innilegar samúðarkveðjur eru nú sendar Pétri sem og fjölskyldu og ættmennum þeirra öllum. En senn fer að vora. Er fuglar hefja flug og morgunsöng og fagna því, að Ijómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtæru lind öll, nema þessi eina, hvíta hind. En minningin um Ebbu mun lifa. Veri hún guði falin. Hallvarður Einvarðsson. Þitt haust var komið, en þá von vér ólum, Að enn þín nytum fleiri lífsins ár; Það brást - og stöðvun stunda þinna hjólum Vann stríðust hel og beisk oss vekur tár. Þú gjörðir löngum bjart á vegum vorum, Þú varst i kvennahópnum prýði sönn; Sem liljur greri’ hið góða í þínum sporum Af göfgi, tign og þýðri kærleiks önn. Svo vertu kvödd með hryggðarblöndnu hrósi; Vér hermum drottni lof, sem tók og gaf, Öll lífsins straumvötn hverfa að einum ósi, í undrasæinn, guðlegt kærleiks-haf. (Steingrimur Thorsteinsson.) Móðursystir okkar, Hrefna Magn- úsdóttir, lést í Reykjavík síðla kvölds 15. mars, nokkrum dögum fyrir sjö- tugasta afmælisdaginn sinn. Við frá- fall Ebbu hvarf stór hluti úr lífi okk- ar systranna. Eftir lifa skærar minn- ingar. Á einu augnabliki rennur allt hjá í ótal myndum, litbrigðum og skuggum, angan af liðnum tíma nær og fjær, heiðríkju minninganna og löngu hljóðnuðum hlátrum. Móðir okkar var yngst sinna systk- ina. Hún og Ebba vora mjög nánar. Þær voru ungar þegar foreldrar þeirra féllu frá. Elsta bróður sinn missa þær í stríðinu og elsta systirin flyst til útlanda og býr ytra, meginhluta ævinnar. En þær höfðu hvor aðra. Á uppvaxtaráram okkar var sam- gangur milli fjölskyldna þeirra systra mikill og daglegur. Á heimili Ebbu og Guðmundar á Hraunteignum átt- um við systkinin okkar annað heim- ili. Láras bróðir þeirra systra bjó einn- ig í sömu götu og var samgangur við hans böm töluverður. Þegar farið var í ferðalög var það sjálfsagður hlutur að systurnar héldu heimili hvor fyrir aðra. Er faðir okkar hafði lokið námi og var að koma undir sig fótunum, kom það í hlut eldri systurinnar að rétta þeirri yngri hjálparhönd. Einu sinni í viku var farið á Hraunteiginn þar sem Ebba bjó mestan hluta ævinnar og þvottur þveginn í stórri Westinghouse-þvottavél. Á meðan lékum við börnin okkur saman. Þegar rigndi hnýttu systumar á sig slæður og örkuðu út, okkur krökkunum til mikillar furðu. „Það er svo gott fyrir + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR RUTAR JÓNSDÓTTUR deildarstjóra á Skattstofunni í Reykjavík, Drekavogi 6. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Jón Sigurðsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Guðjón Ármann Guðjónsson, Hafsteinn og Arnar Freyr Ólafssynir. húðina,“ sögðu systumar og gengu hönd í hönd austur Laugardalinn. Ebba giftist Guðmundi Ásmunds- syni ung að aldri og átti með honum mörg hamingjurík ár og þrjú mann- vænleg böm. Á besta aldri fórst Guð- mundur í sviplegu slysi. Við fráfall hans fór kjölfestan úr lífi Ebbu. Ekk- ert var sem fyrr. Ebba syrgði Guð- mund lengi og sárt. Hún giftist síðar Pétri Péturssyni sem lifir konu sína. Ebba var höfðingleg kona í lund og örlát. Hún var undurfríð sem ung stúlka og á þroskaáram sínum glæsi- leg kona. Hún var ávallt tígulega búin og hafði til þess bæði efni og smekk. Hún var fagurkeri og lagði mikið upp úr því sem fagurt var. Oft spurði hún fyrst þegar barn kom í fjölskylduna hvort það væri frítt og hátt til hnésins. Reynslan kenndi þó okkur systram snemma að hún var glöggskyggn á innræti manna og mat það ofar öðrum kostum. Glögg- skyggni hennar mátti ráða af hrein- skilni sem hún hafði nóg af. Henni var gefíð hugrekki til að láta álit sitt í ljós þó það félli í grýttan jarðveg. Skoðunum sínum fann hún orð sem vora afdráttarlaus. Orðaval hennar var einstakt og hljómur óvenjulegur. Rík kímnigáfa og skemmtilegur frá- sagnamáti Ebbu, gerði návist við hana ætíð ánægjulega og eftirsókn- arverða. í samskiptum við okkur systur var Ebba mjög gefandi. Hún var óspör á hrósið. Sjálfstraust manns reis í háar hæðir og allt var mögulegt þegar komið var frá Ebbu. Við kveðjum með þeim orðum sem Ebba kvaddi jafnan þá sem henni þótti vænt um: Vertu sæl, ástarkær- leikur. Anna Sigurveig og Ragna Olafsdætur. Ég var bara sex ára þegar Ebba frænka bauð mér í fyrsta skipti með sér á kaffíhús, en það átti hún eftir að gera oftar er ég stækkaði. Það sem einkenndi þessar ferðir á Lækjar- brekkuna, og líka þegar ég heimsótti hana á Hraunteiginn, var höfðings- skapur og rausn og hinn einstaki eig- inleiki hennar að koma alltaf fram við mig eins og ég væri fullorðin. Ekki var hægt að segja um Ebbu að hún gerði ekki mannamun, því að hún hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum og dró ekki dul á þær. Ebba hafði næmt fegurðarskyn og hafði sérstakt lag á að auka sjálfs- traust manns með jákvæðum og skemmtilegum ummælum og stóðu fáir henni á sporði hvað varðaði orð- heppni og hnyttni og þá var það ekki síður tónninn sem vakti hlátur. Þannig voru okkar kynni, hún veit- andi, hlý og umhyggjusöm, en ég þiggjandi. Mun ég ætíð vera þakklát fyrir allar þær góðu og skemmtilegu stundir, sem við áttum saman nöfn- umar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Vorið er skammt undan, maður fínnur ilminn af nývakinni jörðinni og bíður þess og hlakkar til að fyrstu farfuglarnir snúi heim. Á þessum síð- ustu dögum vetrar kveðjum við elsku- ERFIDRYKKJUR * Happdrætti Slysavarnafélags íslands Dregiö hefur veriö í öðrum útdrætti happdrættisins. Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aðilar hiutu vinning: 1. Ferð fyrir tvo í þrjár vikur til Mallorka eða Benidorm nafn: Guðbjörg Á Guömundsd. miði nr: 051563 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Lausasölumiðii miði nr: 140816 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Sigurbjörn Fanndal miði nr: Ú86791 lega ömmu okkar Ebbu. Hún bjó yfír meðfæddum þokka, svo falleg og kvenleg sem hún var - þó hún væri orðin mikið veik hvarf hann henni ekki. Við vorum alltaf svolítið montn- ar af því að eiga svona fallega ömmu. Meðan ömmur vinkvenna okkar sátu með fléttur, pijónuðu sokka og elduðu grauta - þá sveif amma um klædd nýjustu Parísartísku, með ilmvatns- angan og gull... Hún sagði mjög skemmtilega frá, hafði létta lund og góðan húmor. Hún bar ríka um- hyggju fyrir okkur stelpunum og lagði á það áherslu að vert væri að njóta augnabliksins - fara út að dansa og teyga af lífsins bikar. Hún elskaði allt sem var fallegt, og oft sá hún fegurð í hlutum og fólki sem enginn hafði gefíð sér tíma til að taka eftir. Líf ömrnu var ekki alltaf dans á rósum, en hún varð ung fyrir þeirri þungbæra sorg að missa mann sinn Guðmund, afa okkar. Við kynntumst honum aldrei en þó fínnst okkur við þekkja hann í gegnum ömmu og mömmu. Amma giftist síðar Pétri, en í honum eignuðumst við góðan afa. Hann hefur á þessum síðustu mánuðum staðið eins og klettur henni við hlið þrátt fyrir eigin veikindi. Við biðjum guð að styrkja hann. „... þá nær til jarðar himnaeldsins ylur er andinn fínnur til og hjartað skilur..." Elsku amma, við kveðjum með hjartans_ þökk, þínar Ása, Eva, Hrefna og Ragnheiður. Margar eru minningarnar sem koma upp í hugann þegar frétt um andlát berst. Þó að maður vissi að hveiju stefndi, er alltaf erfítt að horf- ast í augu við dauðann. Ebba föður- systir, eins og við systkinin kölluðum hana, var yndisleg og falleg kona. Hún skilur eftir sig margar og dýr- mætar minningar, frá því að við vor- um börn og líka þegar við urðum eldri. Hún bjó alltaf í sömu götu og pabbi. Það vora ekki fáar heimsóknimar sem hún kom í, og alltaf færandi hendi, til pabba, hún vissi hvað honum þótti gott að fá vindil og súkkulaði. Og þegar við pabbi fórum út að ganga var komið við á Hraunteigi 11 og þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Hún bar mikla umhyggju fyrir bróður sín- um, hún vissi að hann var mikið veik- ur og hann dvaldi oft á sjúkrahúsi, en svo missti hún heilsuna, og lenti með bróður sínum á sama sjúkrahúsi og á sömu deild í Hátúni lOb. Þá sá maður hvað þeim þótti vænt hvora um annað, og það var yndislegt að hlusta á þau tala saman, þau skildu hvort annað svo vel. Fyrir hönd pabba, sem nú dvelur á Hrafnistu, og getur ekki fylgt henni í dag, vil ég þakka þér, elsku Ebba, allt sem þú gerðir fyrir hann og okkur. Ég sendi Pétri og börnum hennar og flölskyldum þeirra hjartans samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Eniilia Kjærnested. Elskuleg föðursystir mín, Hrefna S. Magnúsdóttir, er látin. Mikil eft- irsjá og söknuður fyllir huga minn er ég hugsa aftur tii bernskuáranna á Hraunteignum. Stutt var á milli heimila foreldra minna og frænku og mörg voru spor- in okkar systkina til Ebbu, eins og hún var kölluð, og Guðmundar á Hraunteig 11. Má með sanni segja að alltaf vorum við velkomin á glæsi- legt heimili þeirra og líta má á það sem forréttindi að hafa kynnst þessu góða fólki. Eitt var það á heimilinu sem hafði sérstöðu og dró mig oft þangað en það var að hjónin áttu sjónvarp. Ekki spillti tjómaísinn heldur ánægjunni og margar vora ferðimar í leikhús eða í bíó. Allt var þetta veitt af hlýju og án nokkurrar tilætlunar af þeirra hálfu. Ebba var á undan sinni samtíð bæði í klæðaburði og í heimilishaldi og hver hlutur valinn af þekkingu og smekkvísi til að fylla inn í myndina. Frænka var glæsileg kona er bjó Guðmundi og bömum sínum gott heimili og bera afkomendur þeirra þess glöggt vitni. En lífinu ej^sjaldnast lifað án sorg- ar og erfiðleika og það fékk frænka mín svo sannarlega að reyna. Guð- mundur drakknaði í Leirvogsá 15. ágúst 1965 aðeins 41 árs og varölluni harmdauði, slíkur mannkostamaður sem hann var. Þá var .eins og ský drægi fyrir sólu þegar kjölfesta fjöl- skyldunnar féll frá. En tíminn læknar öll sár og frænka míp náði fótfestu að nýju, studd af bömum sínum og Pétri Péturssyni, síðari manni sínum. Það var alltaf jafnánægjulegt að heimsækja Ebbu eftir að ég fluttist að heiman, en ferðimar vora ekki eins tíðar og forðum daga. Alltaf brosti hún sínu fallega brosi og göf- ugt var hjarta hennar og enn var hún gefandinn en ég þiggjandinn. Ebba var sannarlega ljós í lífí okkar systkin- anna. Elsku Pétur, Steina, Maggi og Addi, innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum. Guð blessi minningu Hrefnu S. Magnúsdóttur Kjærnested. Magnús Kjærnested. 4 4 m ÚFtVALS-FOLK Ferðaklúbbur allra 60 ára og e/dri r í i « a . í ir#H i r Skemmtikvöld Úrvals-fólks í Hreyfilshúsinu föstudagskvöldið 29. mars kl. 19. Þetta verður eftirminnilegt Úrvals- fólks kvöld með góðum mat, rífandi stemmningu og skemmtilegu fólki. • Þríréttuð sælkeramáltið • Góð skemmtiatriði • Sigurður Guðmundsson - alltaf í sérflokki • Happdrætti með veglegum vinningum • Dansað fram á rauða nótt Tryggðu þér miða i tíma! Verð aðgöngumiða aðeins 1.950 kr. Forsala aðgöngumiða á skrifstofu Úrvals-Útsýnar Lágmúla 4, sími 569 9300. ^ÚRVAL-ÚTSÝN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.