Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að tengjast til- finningaböndum Morgunblaðið/Sig. Jóns HLUTI leikaranna í Strætinu ásamt leikstjóra sínum. Strætið í fokheldu Selfossbíói KVIKMYNPIR Bíóhöllin/Bíóborgin FAÐIR BRÚÐARINNAR II („The Father of the Bride II“) ★ ★ Leikstjóri: Charles Shyer. Handrit: Shyer og Nancy Meyers. Aðalhlut- verk: Steve Martin, Diane Keaton, Martin Short, Kimberley Williams, George Newbem. Touchstone Pict- ures. 1995. AMERÍSKAR bíómyndir hafa undanfarið verið að hækka hjá sér væmnistuðulinn. Kannski er forseta- tíð Clintons um að kenna en ódýr tilfinningasemi drýpur af hvíta tjald- inu eins og sýróp. Ef lokaatriðið í Ópus herra Hollands hefði verið öllu lengra hefði maður þurft að láta græða í sig nýja tárakirtia. Og þeir hefðu komið að fínum notum í fram- haldsmyndinni Faðir brúðarinnar II. í henni leikur Steve Martin einn væmnasta heimilisföður seinni tíma Hollywoodmynda sem bæði eignast barn og bamabam með tilheyrandi látum að ekki sé talað um tilfmn- ingasemi. Konan hans er reyndar Diane Keaton en hvað getur ekki gerst? Arnold Schwarzenegger var óléttur í „Junior“. Faðir brúðarinnar er fjölskyldu- gamanmynd og fyrir utan brandar- ana er hún mest um hvernig menn tengjast tilfinningaböndum á Holly- woodvísu. Þannig fjölskyldusögur eru einmitt mjög í fyrirrúmi vestra. Þær sýna venjulegt amerískt fjöl- skyldufólk gráta og hlæja undir gömlum popplögum þangað til mað- ur er sokkinn uppfyrir haus í Iöðri. Martin leikur Bömmermanninn svo- kallaða. Allt sem gerist í hans lifi er bömmer. Þannig fer hann á taug- um þegar dóttir hans tilkynnir að hún sé ólétt (samt er hún hamingju- samlega gift myndarmanni) og hryn- ur í gólfið þegar skömmu seinna konan hans, Diane Keaton, fær að vita að hún er ófrísk. Það var nógu slæmt að verða afi en að eignast nýtt barn er martröð Bömmer- mannsins. Margt er endurtekið úr fyrri myndinni. Þannig er faðirinn enn að kveðja harðgifta dóttur sína; skelfílegt saknaðaratriði undir körf- unni í bakgarðinum er dæmigert fyrir velluna. Martin Short endurtek- ur hlutverk sitt sem óþolandi ung- verskur veislustjóri nema það er orð- ið mun stærra og meira áberandi; Short eykur enn á stælana og er svo ýktur orðinn að hann minnir á teikni- myndafígúru. Keaton brosir og hlær og skemmtir sér en Steve Martin er mestanpart angistin uppmáluð. Stundum bregður fyrir raunveru- legri gamansemi og hún heldur myndinni á floti. Kaflinn með arab- anum sem kaupir hús Steve Martins er dæmi um velheppnað grín þótt einhveijum gæti orðið hugsað til kynþáttafordóma og asinn á liðinu þegar nálgast barnsburðinn er vel- heppnuð kómedía. Að mörgu leyti sver Faðir brúðarinnar II sig nokkuð í ætt við Níu mánuði og á það sam- eiginlegt með henni að hafa sæmi- legt skemmtigildi en ofskammtur af væmni gengur næstum af henni dauðri. Arnaldur Indriðason Selfossi, Morgunblaðid. FYRSTA leiksýningin í leikhúss- og bíósalnum á Selfossi fer fram 21. mars klukkan 20.00 þegar nemendur Fjölbrautaskóla Suður- lands sýna verkið Strætið eftir Jim Cartwright undir leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. í Selfossbíói er stærsta leiksvið utan Reykjavíkur, en húsið er að- eins fokhelt og hefur verið það mörg undanfarin ár. Hinir ungu leikarar og leikstjóri þeirra munu þvi brjóta blað í leiklistarsögu Sel- foss með uppsetningu verksins i húsinu. Leikaramir og þeir 30 ein- staklingar sem koma að uppsetn- ingu verksins hafa lagt mikið á sig við æfingar í ófullgerðum sal húss- ins þar sem hitastigið ræðst af veðrinu utandyra og leikaramir em oft fáklæddir á sviðinu. Strætið fjallar um raunvera- leikann og Olafur Jens leikstjóri sagði að við fyrstu sýn virtist efni þess fjarlægara raunveruleikan- um en það í raun væri. Það höfð- aði vel til fólks og það væri mjög gaman að takast á við uppsetn- ingu verksins. Strætið er fyrsta verkið sem Ólafur Jens leikstýrir, en hann hefur leikið með Leikfé- lagi Selfoss í mörgum verkum og staðið sig vel. Hann sagði mikinn áhuga á sýningunni og leiklist yfirleitt í Fjölbrautaskólanum. Ólafur Jens sagði húsið passa mjög vel fyrir uppsetningn verks- ins og ekki hefði komið til greina að sýna annarstaðar. Það væri mikill áhugi á húsinu og umræða í gangi um framtíð þess og nauð- syn að það komist í gagnið. „Við höfum fengið jákvæðar undirtekt- ir með það sem við erum að gera frá öllum sem koma að þessu. Við þurfum auðvitað að búa allt til sjálf þar sem húsið er bara fok- helt,“ sagði Ólafur Jens. Hann benti einnig á, eins og margir aðr- ir, að það væri full ástæða fyrir fólk að koma á sýninguna og sjá leikritið ásamt því að skoða húsið að innan og fá tilfinningu fyrir því að vera með þetta leikhús rétt við nefið á sér. Fyrirhugaðar eru fjórar sýning- ar á Strætinu, frumsýningin 21. mars, aðrar sýningar era 24., 26., og 27. mars. Gengið er inn í leik- húsið að norðanverðu en þar hafa nemendur útbúið inngang í húsið í gegnum ófrágenginn hluta húss- ins. Memitakröfur Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur ráðstefnu á ári símenntunar um menntakröfur atvinnulifsins á nýrri öld. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 22. mars kl. 14:00-17:00. Ráðstefnugjald erkr. 2.000,- Leitað verður svara við spurningunum: • Veit menntakerfið hverjar kröfur atvinnulífsins eru? .• Eiga menntastofnanir að ala upp starfsfólk fyrir fyrirtæki? • Til hvers ætlast atvinnulífið af skólum landsins? • Á atvinnulífið að hafa meiri áhrif á námsframboð skólanna? • Hvernig munu þarfir atvinnulífsins breytast í framtíðinni? • Verður krafa um aukna sérhæfingu menntunar? Ráðstefnustjóri: Sigriður Anna Þórðardóttir, alþingismaður og formaður menntamálanefndar alþingis. Dagskrá: Ávarp menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar Hverjar eru kröfur atvinnurekenda? Thomas Möller, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Islands hf. Stefnumótun samtaka atvinnulífsins í menntamálum. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf. Hlé, kaffi Eftir hverju er verið að leita? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, ráðgjafi hjá Hagvangi Kemur Háskólinn til móts við þarfir atvinnulífsins? Kristján Jóhannsson, lektor; viðskipta- og hagfræðideild FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Ráðstefnan er öllum opin Skötuselurinn er kvenkyns LEIKLIST Lcikdcild U M F Ármanns, Kirkju- bæjarklaustri FISKAR Á ÞURRU LANDI eftir Arna Ibsen Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Ljósamaður: Lárus Bjarnason. Förðun: Jóna Sigurbjarts- dóttir. Búningar: Sigfrið Kristins- dóttir. Sviðsmynd: Páll Ragnarsson, Ólafur Magnússon, Kolbjörn Akelie og Þröstur Guðþjartsson. Leikendur: Gunnar Jónsson, María Guðmunds- dóttir, Hlöðver Gunnarsson, Ema Margrét Jóhannsdóttir. Sýnt í Bæjar- . bíói, Hafnarfirði, 17. mars. NÚ FÁ æ fleiri íslendingar munnkiprur þegar minnst er á Arna Ibsen því það er að verða lýðum ljóst að maðurinn semur fyndin leikrit. Fiskar á þurru landi er ekki eitt hans nýjustu verka og má segja að þar sé hann að þreifa fyrir sér í kómíkinni, stilla streng- ina til að finna hvort á betur við hann og í hvaða hlutföllum, fars- Kóramót UM NÆSTU helgi koma saman tíu framhaldsskólakórar, samtals um 360 ungmenni víðsvegar að af land- inu, og stilla saman raddir sínar á kóramóti á Laugarvatni. Kórarnir syngja hvort tveggja saman og hver í sínu lagi á tónleik- um sem haldnir verða í íþróttahúsinu á Laugarvatni laugardaginn 23. mars kl. 17. Einnig munu kórarnir syngja saman við messu í Skálholts- kirkju sunnudaginn 24. mars kl. 14. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. inn, fáránleikinn, skopstælingin eða ádeilubroddurinn. Eitt fámennasta leikfélag lands- ins er starfrækt á Kirkjubæjar- klaustri og heitir Leikdeild Ung- mennafélagsins Ármanns. Þrátt fyrir mannfæðina hefur þetta leik- félag sett upp ýmis heil verk á undanfömum þremur áratugum og skotið inn smærri sýr.ingum þess á milli sveitungum sínum og nær- sveitungum eflaust til óblandinnar ánægju, því það er ætíð upplyfting af starfi af þessu tagi. Þröstur Guðbjartsson leiðbeinir Ármenningum að þessu sinni við Fiska á þurru landi. Þröstur hefur oft unnið vel með áhugamanna- og skólaleikhópum og vissulega má sjá hér takta sem einkenna leikstjórn ,hans. Leikararnir, sem eru aðeins Qórir, sýna allir fjör- lega spretti, hver með sínum hætti og ekki síst Gunnar Jónsson sem leikur einfeldninginn Knút, þann sem veit fátt um heimsins hagi en grunar sumt. Þó fannst mér á þessari sýningu í Bæjarbíói að leikararnir lékju hver í sínu horni á sviðinu en ekki saman. Vera má að um megi kenna óþekktu umhverfi, en eigi að síður ber að fagna því þegar leikfélög utan af landi leggja leið sína til Reykjavík- ur. Það er ekki heiglum hent í mörgum tilvikum og víst er að það kostar áræði, bæði listrænt og fjárhagslegt. En þeir, sem áhætt- una taka, vaxa af henni, og það færir okkur á mölinni heim sann- inn um það, höfum við ekki vitað það fyrir, að ýmislegt er brallað fyrir utan borgarmörkin sem vert er að gefa gaum. Guðbrandur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.