Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að tengjast til- finningaböndum Morgunblaðið/Sig. Jóns HLUTI leikaranna í Strætinu ásamt leikstjóra sínum. Strætið í fokheldu Selfossbíói KVIKMYNPIR Bíóhöllin/Bíóborgin FAÐIR BRÚÐARINNAR II („The Father of the Bride II“) ★ ★ Leikstjóri: Charles Shyer. Handrit: Shyer og Nancy Meyers. Aðalhlut- verk: Steve Martin, Diane Keaton, Martin Short, Kimberley Williams, George Newbem. Touchstone Pict- ures. 1995. AMERÍSKAR bíómyndir hafa undanfarið verið að hækka hjá sér væmnistuðulinn. Kannski er forseta- tíð Clintons um að kenna en ódýr tilfinningasemi drýpur af hvíta tjald- inu eins og sýróp. Ef lokaatriðið í Ópus herra Hollands hefði verið öllu lengra hefði maður þurft að láta græða í sig nýja tárakirtia. Og þeir hefðu komið að fínum notum í fram- haldsmyndinni Faðir brúðarinnar II. í henni leikur Steve Martin einn væmnasta heimilisföður seinni tíma Hollywoodmynda sem bæði eignast barn og bamabam með tilheyrandi látum að ekki sé talað um tilfmn- ingasemi. Konan hans er reyndar Diane Keaton en hvað getur ekki gerst? Arnold Schwarzenegger var óléttur í „Junior“. Faðir brúðarinnar er fjölskyldu- gamanmynd og fyrir utan brandar- ana er hún mest um hvernig menn tengjast tilfinningaböndum á Holly- woodvísu. Þannig fjölskyldusögur eru einmitt mjög í fyrirrúmi vestra. Þær sýna venjulegt amerískt fjöl- skyldufólk gráta og hlæja undir gömlum popplögum þangað til mað- ur er sokkinn uppfyrir haus í Iöðri. Martin leikur Bömmermanninn svo- kallaða. Allt sem gerist í hans lifi er bömmer. Þannig fer hann á taug- um þegar dóttir hans tilkynnir að hún sé ólétt (samt er hún hamingju- samlega gift myndarmanni) og hryn- ur í gólfið þegar skömmu seinna konan hans, Diane Keaton, fær að vita að hún er ófrísk. Það var nógu slæmt að verða afi en að eignast nýtt barn er martröð Bömmer- mannsins. Margt er endurtekið úr fyrri myndinni. Þannig er faðirinn enn að kveðja harðgifta dóttur sína; skelfílegt saknaðaratriði undir körf- unni í bakgarðinum er dæmigert fyrir velluna. Martin Short endurtek- ur hlutverk sitt sem óþolandi ung- verskur veislustjóri nema það er orð- ið mun stærra og meira áberandi; Short eykur enn á stælana og er svo ýktur orðinn að hann minnir á teikni- myndafígúru. Keaton brosir og hlær og skemmtir sér en Steve Martin er mestanpart angistin uppmáluð. Stundum bregður fyrir raunveru- legri gamansemi og hún heldur myndinni á floti. Kaflinn með arab- anum sem kaupir hús Steve Martins er dæmi um velheppnað grín þótt einhveijum gæti orðið hugsað til kynþáttafordóma og asinn á liðinu þegar nálgast barnsburðinn er vel- heppnuð kómedía. Að mörgu leyti sver Faðir brúðarinnar II sig nokkuð í ætt við Níu mánuði og á það sam- eiginlegt með henni að hafa sæmi- legt skemmtigildi en ofskammtur af væmni gengur næstum af henni dauðri. Arnaldur Indriðason Selfossi, Morgunblaðid. FYRSTA leiksýningin í leikhúss- og bíósalnum á Selfossi fer fram 21. mars klukkan 20.00 þegar nemendur Fjölbrautaskóla Suður- lands sýna verkið Strætið eftir Jim Cartwright undir leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. í Selfossbíói er stærsta leiksvið utan Reykjavíkur, en húsið er að- eins fokhelt og hefur verið það mörg undanfarin ár. Hinir ungu leikarar og leikstjóri þeirra munu þvi brjóta blað í leiklistarsögu Sel- foss með uppsetningu verksins i húsinu. Leikaramir og þeir 30 ein- staklingar sem koma að uppsetn- ingu verksins hafa lagt mikið á sig við æfingar í ófullgerðum sal húss- ins þar sem hitastigið ræðst af veðrinu utandyra og leikaramir em oft fáklæddir á sviðinu. Strætið fjallar um raunvera- leikann og Olafur Jens leikstjóri sagði að við fyrstu sýn virtist efni þess fjarlægara raunveruleikan- um en það í raun væri. Það höfð- aði vel til fólks og það væri mjög gaman að takast á við uppsetn- ingu verksins. Strætið er fyrsta verkið sem Ólafur Jens leikstýrir, en hann hefur leikið með Leikfé- lagi Selfoss í mörgum verkum og staðið sig vel. Hann sagði mikinn áhuga á sýningunni og leiklist yfirleitt í Fjölbrautaskólanum. Ólafur Jens sagði húsið passa mjög vel fyrir uppsetningn verks- ins og ekki hefði komið til greina að sýna annarstaðar. Það væri mikill áhugi á húsinu og umræða í gangi um framtíð þess og nauð- syn að það komist í gagnið. „Við höfum fengið jákvæðar undirtekt- ir með það sem við erum að gera frá öllum sem koma að þessu. Við þurfum auðvitað að búa allt til sjálf þar sem húsið er bara fok- helt,“ sagði Ólafur Jens. Hann benti einnig á, eins og margir aðr- ir, að það væri full ástæða fyrir fólk að koma á sýninguna og sjá leikritið ásamt því að skoða húsið að innan og fá tilfinningu fyrir því að vera með þetta leikhús rétt við nefið á sér. Fyrirhugaðar eru fjórar sýning- ar á Strætinu, frumsýningin 21. mars, aðrar sýningar era 24., 26., og 27. mars. Gengið er inn í leik- húsið að norðanverðu en þar hafa nemendur útbúið inngang í húsið í gegnum ófrágenginn hluta húss- ins. Memitakröfur Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur ráðstefnu á ári símenntunar um menntakröfur atvinnulifsins á nýrri öld. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleiðum, föstudaginn 22. mars kl. 14:00-17:00. Ráðstefnugjald erkr. 2.000,- Leitað verður svara við spurningunum: • Veit menntakerfið hverjar kröfur atvinnulífsins eru? .• Eiga menntastofnanir að ala upp starfsfólk fyrir fyrirtæki? • Til hvers ætlast atvinnulífið af skólum landsins? • Á atvinnulífið að hafa meiri áhrif á námsframboð skólanna? • Hvernig munu þarfir atvinnulífsins breytast í framtíðinni? • Verður krafa um aukna sérhæfingu menntunar? Ráðstefnustjóri: Sigriður Anna Þórðardóttir, alþingismaður og formaður menntamálanefndar alþingis. Dagskrá: Ávarp menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar Hverjar eru kröfur atvinnurekenda? Thomas Möller, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Islands hf. Stefnumótun samtaka atvinnulífsins í menntamálum. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf. Hlé, kaffi Eftir hverju er verið að leita? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, ráðgjafi hjá Hagvangi Kemur Háskólinn til móts við þarfir atvinnulífsins? Kristján Jóhannsson, lektor; viðskipta- og hagfræðideild FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Ráðstefnan er öllum opin Skötuselurinn er kvenkyns LEIKLIST Lcikdcild U M F Ármanns, Kirkju- bæjarklaustri FISKAR Á ÞURRU LANDI eftir Arna Ibsen Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Ljósamaður: Lárus Bjarnason. Förðun: Jóna Sigurbjarts- dóttir. Búningar: Sigfrið Kristins- dóttir. Sviðsmynd: Páll Ragnarsson, Ólafur Magnússon, Kolbjörn Akelie og Þröstur Guðþjartsson. Leikendur: Gunnar Jónsson, María Guðmunds- dóttir, Hlöðver Gunnarsson, Ema Margrét Jóhannsdóttir. Sýnt í Bæjar- . bíói, Hafnarfirði, 17. mars. NÚ FÁ æ fleiri íslendingar munnkiprur þegar minnst er á Arna Ibsen því það er að verða lýðum ljóst að maðurinn semur fyndin leikrit. Fiskar á þurru landi er ekki eitt hans nýjustu verka og má segja að þar sé hann að þreifa fyrir sér í kómíkinni, stilla streng- ina til að finna hvort á betur við hann og í hvaða hlutföllum, fars- Kóramót UM NÆSTU helgi koma saman tíu framhaldsskólakórar, samtals um 360 ungmenni víðsvegar að af land- inu, og stilla saman raddir sínar á kóramóti á Laugarvatni. Kórarnir syngja hvort tveggja saman og hver í sínu lagi á tónleik- um sem haldnir verða í íþróttahúsinu á Laugarvatni laugardaginn 23. mars kl. 17. Einnig munu kórarnir syngja saman við messu í Skálholts- kirkju sunnudaginn 24. mars kl. 14. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. inn, fáránleikinn, skopstælingin eða ádeilubroddurinn. Eitt fámennasta leikfélag lands- ins er starfrækt á Kirkjubæjar- klaustri og heitir Leikdeild Ung- mennafélagsins Ármanns. Þrátt fyrir mannfæðina hefur þetta leik- félag sett upp ýmis heil verk á undanfömum þremur áratugum og skotið inn smærri sýr.ingum þess á milli sveitungum sínum og nær- sveitungum eflaust til óblandinnar ánægju, því það er ætíð upplyfting af starfi af þessu tagi. Þröstur Guðbjartsson leiðbeinir Ármenningum að þessu sinni við Fiska á þurru landi. Þröstur hefur oft unnið vel með áhugamanna- og skólaleikhópum og vissulega má sjá hér takta sem einkenna leikstjórn ,hans. Leikararnir, sem eru aðeins Qórir, sýna allir fjör- lega spretti, hver með sínum hætti og ekki síst Gunnar Jónsson sem leikur einfeldninginn Knút, þann sem veit fátt um heimsins hagi en grunar sumt. Þó fannst mér á þessari sýningu í Bæjarbíói að leikararnir lékju hver í sínu horni á sviðinu en ekki saman. Vera má að um megi kenna óþekktu umhverfi, en eigi að síður ber að fagna því þegar leikfélög utan af landi leggja leið sína til Reykjavík- ur. Það er ekki heiglum hent í mörgum tilvikum og víst er að það kostar áræði, bæði listrænt og fjárhagslegt. En þeir, sem áhætt- una taka, vaxa af henni, og það færir okkur á mölinni heim sann- inn um það, höfum við ekki vitað það fyrir, að ýmislegt er brallað fyrir utan borgarmörkin sem vert er að gefa gaum. Guðbrandur Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.