Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 3.7 , < < AÐSENDAR GREIIMAR Einkavæðum félagslega húsnæðiskerfið ÞAÐ virðist standa fyrir dyrum enn ein breytingin á félagslega hús- næðiskerfinu. Félagsmálaráðherra hefur sagt að kerfið hafi þjónað fyrst og fremst byggingariðnaðinum og því sé nauðsynlegt að breyta því. Það var því undarlegt að heyra þær hugmyndir að breytingum sem komnar eru fram. Meginmarkmið virðist vera að þjarga þeim sveitarfé- lögum sem lengst hafa gengið í að nota félagslega húsnæðiskerfið tií að hlúa að byggingariðnaði í heima- byggð. Nokkur umræða hefur farið fram í þjóðfélaginu um húsnæðismál eftir að Neytendasamtökin birtu athugun á hvaða kostur væri ódýrastur frá sjónarmiði neytenda. Niðurstaðan var að Búseti er ódýr- asti húsnæðiskosturinn sem völ er á. Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs um niðurstöðu þessarar könnunar og því hefur verið slegið fram að eina ástæðan fyrir já- kvæðri niðurstöðu Bú- seta sé að Búseti njóti betri vaxtakjara og hafi aðgang bæði að húsa- leigu- og vaxtabótum. Þetta er mikil einföldun og veldur töluverðum misskilningi. Þessi út- koma virðist vera eitur í beinum margra hús- næðisnefnda sveitarfé- laga og þær virðast líta á Búseta sem sinn versta óvin. Er þessi óánægja vegna þess að Búseti leysi verr úr þörfum sinna félags- manna en húsnæðisnefndirnar? Það sem ætti að vera aðalatriðið í allri þessari umræðu er hvernig Stofna mætti 3-4 félög eða fyrirtæki um rekst- ur félagslegra íbúða, segir Gunnar Páll Pálsson, þar sem lág- markseining væri t.d. 500 íbúðir. húsnæðismálum iandsmanna er best borgið og það væri e.t.v. betra að sú umræða færi .fram áður en stór- vægilegar breytingar eru gerðar enn einu sinni á húsnæðiskerfinu. Því að það er margt gott í núverandi húsnæðiskerfi og það er réttara að þróa það áfram en að kollvarpa þvi. Sveitarfélög ættu að taka höndum saman með félagasamtökum eins og Búseta, samtökum nemenda, öryrkj- um o.fl. sem hafa aflað sér dýrmætr- ar reynslu i rekstri á íbúðarhús- næði. Stofna mætti 3-4 félög eða fyrirtæki um reksturinn þar sem lágmarkseining væri t.d. 500 íbúðir. Félagsmálastofnanir viðkomandi sveitarfélaga myndu síðan ákvarða og veita aðstoð til þeirra sem á þyrftu að halda í formi húsaleigu- bóta. Lítum á nokkrar staðreyndir: 1. Það hafa ekki allir efni á að kaupa íbúðir á frjálsum markaði. Samkvæmt úttekt Neytendablaðsins þá hefur fjölskylda sem er með minna en 150 þúsund króna mánað- artekjur engan möguleika á að kaupa á almennum markaði með húsbréfum til 25 ára, þrátt fyrir að hún hafi náð að spara sem svarar u.þ.b. 15% af kaupverði íbúðar, ekki einu sinni lélega íbúð. Með 250 þús- und krónur á mánuði er möguleiki á að kaupa þriggja herbergja íbúð. 2. Búseti og húsnæðisnefndir eru ekki í samkeppni. Báðir aðilar eru að vinna að lausn sama vandans. Það er ekki rétt að Búseti njóti í öllum tilfellum betri vaxtakjara en húsnæðisnefndirnar. Leiguíbúðir sveitarfélaganna eru með sömu vexti og Búseti. Ef bera á saman kosti, kjör og aðstæður hjá Búseta annars vegar og hjá húsnæðisnefndum hins vegar er nauðsynlegt að skoða fleira en vexti. Byggingasjóður verka- manna lánar aðeins einu sinni til búsetuíbúðar en ekki við hver eig- endaskipti eins og hjá húsnæðis- nefndunum. Kostnaður vegna galla, eigendaskipta og mistaka lendir al- farið á Búseta og félagsmönnum hans, ekki er hægt að velta slíkum kostnaði yfir á skattgreiðendur sveitarfélagsins. Eignarmyndun í félagslegum eignaríbúðum er stór- lega ofmetin, þar sem meðalíbúinn flytur á 5-10 ára fresti og eignarmyndun er nei- kvæð fyrstu 7-10 árin sé tekið tillit til af- skrifta. 3. Húsnæði á sér langan líftíma og því er nauðsynlegt við mat á hagkvæmni hús- næðisforma að skoða bæði stofnkostnað og rekstur. Hægt er með markvissri vinnu og langtímaáætlunum að ná niður byggingar- kostnaði. Á hveiju ári úthlutar stjórn Hús- næðisstofnunar lánum úr Byggingasjóði verkamanna. Framkvæmdaaðilar eiga afar erfitt með að skipuleggja hagkvæma byggingaráfanga með þessu fyrir- komulagi. Ef lánsloforð yrðu gefin til 2-4 ára mætti vafalaust byggja mun ódýrari félagslegar íbúðir. En í kjölfar stofnkostnaðar kemur við- halds- og rekstrarkostnaður sem er oft stórlega vanreiknaður. Búseti hefur í krafti stærðar sinnar samið um hagkvæmari tryggingar og með skipulögðu eftirliti hefur náðst að lækka hitunarkostnað. Viðhald hús- næðis er af sérfræðingum metið 1,5-2% af byggingarkostnaði á ári. Þannig að á um 50 árum greiða menn íbúðarverðið í viðhald. Ef tekst að lækka viðhaldskostnað þá skiptir það íbúa verulegu máli. 4. Til eru þijú megin húsnæðis- form; kaup, leiga og kaupleiga í ein- hverri mynd eins og t.d. hjá Búseta. Ýmsir kostir fylgja séreignarforminu en það hafa*' ekki allir efni á því. Séreignarstefnan hefur verið nær allsráðandi hér á landi. Leiguformið hentar þeim sem ekki hafa nægjan- legt eigið fé til kaupa, en því fylgja ýmsir ókostir sem eru í raun and- staða kosta séreignarformsins hvað varðar umgengni, ábyrgð og rekstr- arkostnað. Þriðja formið, kaupleiga, reynir að sameina kosti kaup- og leigukerfa. í dag eiga sveitarfélög hátt á annað þúsund leiguíbúðir þar sem tilviljun ræður oft leiguverði. Viðhalds- og rekstrarkostnaður er þar ærinn og sveitarfélögunum oft þung byrði. Samkvæmt upplýsingum frá Þróunarfélagi Reykjavíkur er víða erlendis verið -að hverfa frá rekstri sveitarfélaga á íbúðum og t.d. í Bretlandi hafa verið sett lög um að sveitarfélög megi ekki eiga íbúðarhúsnæði nema það hafi menn- ingarsögulegt gildi. Þar hafa menn, rétt eins og víða á Norðurlöndum, stofnað félög eða fyrirtæki um rekst- ur íbúða með það að markmiði að ná fram hagkvæmum rekstri. Það er tími til kominn að skoða fyrir alvöru kosti og galla mismun- andi húsnæðisforma hér á.landi, með það að leiðarljósi að skapa bestu og hagkvæmustu lausnina. Höfundur cr varaformaður Búseta, Rcykjavík. Gunnar Páll Pálsson Viðskipta- og tölvuskóiinn býður kvöld- námskeið (12 klst) fyrir aðeins kr. 9.000 J Word Hringdu og fáðu nánari upplýsingar (síma 569 7640 Vertu skrefi á undan með okkur! VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN <o> A JÝHERJl S*ÝZTS Ánanaustum 15 101 Reykjavfk Sími 569 7640 Sfmbréf 552 8583 skoli@nyherji.is i Falleg og gagnleg fermingargjöf - Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettíorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 4.600,- Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtíst vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáfan SIEMENS , Innbyggðir ofnar - þeir gerast ekki betri. O z z Orbylgjuofnar - mikið úrval og gott verð. Helluborð - treystu Siemens. Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum, helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum Gæða-eldunartæki til að prýða eldhúsið þitt. Þú átt það skilið. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 511 3000 ., Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs CC Borgarnes: Glitnir Borgarfjörðun Rafstofan Hvítárskála Heliissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður Guðni Hallgrimsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur Ásubúð isafjörður. Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur Rafsjá Siglufjörður: Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: UJ Öryggi Þórshöfn: Noröurraf Neskaupstaður Rafalda Reyðarfjörður U1 Rarvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson O Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn i Hornafirði: O Króm og hvítt . Vestmannaeyjar Tréverk EO Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga _ Selfoss: > Árvirkinn Grindavík: Rafborg Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjörður Rafbúð Skúla, Átfaskeiði Viljiröu endingu og gœöi I i Ift’pSftl W - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.