Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ verður að skipta um stellin í þeim. Það gengur hreint ekkert að naga . . . Austurstræti í nýjan búning í TILLÖGU að breyttu Austurstræti er gert ráð fyrir að akrein- in verði færð nær suðurhlið götunnar og að þar verði stöplar undir myndverk. Norðan við götuna er gert ráð fyrir gangandi umferð og sölubúðum. BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu að breytingum á Austurstræti frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist eftir 17. júní og að í fyrsta áfanga verði Austurstræti frá Lækjargötu að Pósthússtræti. Um 40 milljónum króna verður veitt til verksins í ár. Að sögn Guðna Pálssonar arki- tekts verður í fyrsta áfanga unnið að endurbótum á Austurstræti frá Lækjargötu að Pósthússtræti en sjálft Lækjartorg bíður síðari tíma. Gert er ráð fyrir að norðan við göt- una verði komið fyrir ljósastaurum með góðri lágri lýsingu og tijáröð eftir allri götunni að Ingólfstorgi. „Akreinin verður eins sunnarlega í götunni og unnt er en gangstéttin breikkuð norðan við götuna, þar sem er skjól og menn geta notið sólar,“ sagði Guðni. Engir kantsteinar verða í götunni, en pollar munu afmarka ökuleiðina. Borð úti á gangstétt Guðni sagði að hugmyndin væri að á góðum dögum yrði gatan opin fyrir alla aðstandendur hennar, svo sem veitingahús og verslanir með sína sölu. Veitingahúsin gætu þá sett upp borð á gangstéttinni norðan við götuna jafnvel þótt þau séu stað- sett sunnan við götu. „Það er al- gengt erlendis að borð séu sett út þar sem sólar nýtur og það ætti einn- ig að geta gengið hér,“ sagði hann. Enn fremur er gert ráð fyrir að norðan við götuna verði komið fyrir símaklefum, pylsusölu og öðrum sölubúðum en þess verður gætt að gönguleiðin verði ávallt fijáls. Sunn- an við götuna er gert ráð fyrir bíla- stæðum og þar er lagt til að settir verði upp stöplar, þar sem koma má fyrir listaverkum. „Þarna mætti koma fyrir nokkrum stöplum og skapa þannig götunni sérstöðu um- fram aðrar," sagði Guðni. Nv sendlnaa frá Libra Vorum að taka upp stóra sendiingu frá Libra. Buxna- og pilsdragtir ásamt síðum og stuttum kjólum í lit við. Stærðir 36-46. Opið í dag, sunnudag.frá kl. 13-17 mraarion Iþróttahreyfingin á villigötum? Sigrar deyfa sársaukann ■! .... Brynjar Harðarson BRYNJAR vakti at- hygli í úrslitaleikjun- um gegn KA á dög- unum, þegar Valsmenn fögnuðu Islandsmeistara- titli. Jón Kristjánsson þjálf- ari er einnig leikmaður og Biynjar atjórnaði liðinu af röggsemi af varamanna- bekknum. „Formannsstarfið er fjölbreytt," sagði Brynjar er minnst var á þetta atriði. Það er rnikið starf að stjóma stórri deild í íþrótta- félagi. Hvað er það sem fær fólk til þess? „Ætli það sé ekki helst að hæfileikinn til að segja nei sé ekki nógu mikill. Það helgast náttúrlega af því að svona félag sem maður hef- ur leikið með og tengst allt sitt líf skiptir miklu máli. Mönnum er ekki sama um það.“ Fjárhagsstaðan er víða slæm í íþróttahreyfmgunni og var það t.d. hjá handknattleiksdeild Vals þegar þú tókst við, ekki satt? „Það er hóflega orðað. Sam- kvæmt viðskiptafræðilegum lög- málum er svona staða ekkert annað en gjaldþrot, þegar skuldir eru famar að nema hátt í tvöfaldri veltu — en menn hafa ekki látið rekstur svona félags lúta þeim lög- málum beint og það er bæði kostur og galli.“ Hvað veldur og hvað er til ráða? „íþróttahreyfíngin er á algjörum villigötum varðandi stjómskipulag. Starfíð byggist á sjálfboðaliðum, félögin era rekin samkvæmt sam- þykktum sem gerðar vora einhvem tímann í fymdinni en hafa þróast eins og annað í þjóðfélaginu — allt nema uppbygging félaganna. Það er grandvallarvandamál að ákvarð- anataka, ábyrgð og stefnumörkun er í algjörum molum. Ef það er í góðu lagi er það vegna þeirrar heppni að góðir menn eru við stjómvölinn hveiju sinni. Félögin eru farin að takast á við verkefni sem eru af allt öðru tagi en áður og þau ekki í stakk búin að taka við þeirri þróun." Hvers vegna ekki? „Því er ekki flókið að svara; um leið og þjálfarar verða hátt launað- ir, leikmenn fá meira og minna allir greiðslur, dómarar eru orðnir töluvert hátt launaðir og félögin þurfa að inna af hendi miklar greiðslur til að reka heildarsamtök- in [HSÍ] hætta þau að valda hlut- verki sínu. Annars vegar er félags- legur pakki og hins vegar fjárhags- hliðin sem er orðin þannig að félög- in ráða ekki við hana. Þótt ég segi þetta græt ég ekki og heimta að ríki og borg hlaupi undir bagga. Hreyfíngin þarf að breytast; það þarf að myndast afl innan félag- anna, sem sér til þess að það séu ekki leikmenn og þjálf- ari sem ráða því hvort farið er til útlanda í ferðir, eða hitt og þetta gert sem ekki eru til peningar fyrir, heldur að stjóm stjómi félag- inu og hafi til þess völd. Og í dag það ekki hægt nema með atvinnu- mönnum. Það verður að fara að reka félögin með launuðu fólki; ekki með einum framkvæmdastjóra fyrir hveija deild, heldur heildar- pakka sem sér um reksturinn þó að félagið geti áfram verið deilda- skipt eins og fyrirtæki. Atvinnu- mennimir geta svo laðað áhugafólk til starfa. Nú er verið að vinna að þessu innan Vals — að ein heildar- stjóm verði yfir öllu félaginu, fjár- hagsleg ábyrgð liggi á einum stað og það er algjör forsenda fyrir áframhaldandi starfi mínu innan Vals að uppbyggingin verði svona. Svo er annað mjög stórt vanda- ► Brynjar Harðarson er fædd- ur 9. ágúst 1961 í Reykjavík. Hann ólst upp í Hlíðunum, seg- ist fæddur Valsmaður og er nú formaður handknattleiksdeild- ar félagsins. Hann lék lengi handknattleik, bæði með Val og í Svíþjóð, en lagði skóna á hill- una vprið 1993 eftir að Valur varð Islandsmeistari. Brynjar varð stúdent frá MH 1981 og lærði viðskiptafræði við Háskól- ann í Lundi í Svíþjóð. Brynjar er kvæntur Guðrúnu Árnadótt- ur viðskiptafræðingi og eiga þau og reka fasteignasöluna Húsakaup. mál, að hin gamla félagsvitund hefur alveg vikið fyrir persónulegri vitund, menn hugsa fyrst og fremst um eigið skinn.“ Er hægt að snúa þróuninni við? „Eg held að í raun sé þetta þjóð- félagslegt vandamál en ekki bara íþróttahreyfíngarinnar. Menn bera minni virðingu fyrír skólanum, kennuram sínum og jafnvel foreldr- um en áður var. En það þýðir ekki að gráta, annaðhvort hafa félögin styrk til að vekja aftur félagsvit- undina í yngri flokkunum eða ekki. Það verður að reyna.“ Líður mönnum ekki betur en ella þegar sigrum er fagnað? „Jú, sigurinn er það sem menn lifa á. Aftur á móti er ég viss um að Grindvíkingar hafa fagnað meira þegar þeir urðu íslandsmeistarar í körfuknattleik á fímmtudaginn en við gerðum. Það er ekki eins fyrir Jón Kristjánsson að verða íslands- meistari í sjöunda sinn og Guðmund Bragason í fyrsta skipti eftir alla þessa baráttu. Sigur deyfír ekki sársaukann eins mikið og hann gerir hjá félagi úti á landi þar sem einn titill á heilli mannsævi þykir kannski hið besta mál.“ Hinar og þessar hug- myndir hafa verið nefnd- ar til aðgera handboltann skemmtilegri. Hvað telur þú að þurfí að gera? „Ég held að hreyfingin þurfi að þróast og þrosk- ast og eins er með handboltann. í samkeppni þarf að íhuga að íþrótt eins og handbolti þarf að vera skemmtun ef hún á að laða að áhorfendur. Hvað skemmtir fólki? Fyrst og fremst spenna og hraði. Það þurfa að koma inn atriði sem gera leikinn enn skemmtilegri. Ég er til dæmis eindregið með því að hægt verði að skora tvö mörk í einu; þegar skorað er með lang- skoti fyrir utan ákveðna línu og eftir að boltinn er gripinn á lofti mni í teig. Ég held við ættum að taka af skarið hér á íslandi og láta reyna á svona breytingar. Það tek- -tíma að venjast þessu en ég held að fólk vilji sjá þetta.“ Ættum að prófa breyt- ingar á leikn- um hérlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.