Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 47 „Fátækrabúðir“ í Búkarest Búkarest. Reuter. OPNAÐAR hafa verið sex verslanir í Búkarest, sem sér- staklega eru ætlaðar fyrir fá- tæka íbúa höfuðborgar Rúme- níu. Ellilífeyrisþegar og aðrir þeir sem lifa við sult og seyru í Búkarest þurfa að geta sann- að að þeir séu „löggiltir fátækl- ingar“ til að fá inngöngu í verslanir þessar. Ætlast er til að viðskiptavinirnir sýni fram á að mánaðarlaun þeirra séu ekki meira en rúmar 1.500 krónur. Þetta er um fjórðung- ur af meðallaunum í landinu. „Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum," sagði Maria, ald- urhnigin kona eftir ferð í eina „öreigabúðina". „Ég hélt að þetta yrði miklu ódýrara en hér er aðeins hægt að spara 100 lei (2 krónur) á einu kílói af kart- öflum.“ Sljórnarflokkurinn í Rúm- eníu sem kennir sig við jafn- aðarmennsku en á rætur að rekja til kommúnistaflokksins sem var allsráðandi í landinu fram til 1989, átti frumkvæðið að opnun verslana þessara. Kosningar fara fram í Rúmeníu á þessu ári og telur flokksfor- ystan mikilvægt að skapa þá ímynd að þar fari stjórnmála- menn sem standa vilji vörð um hagsmuni þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Lífskjör í Rúmeníu eru víð- ast skelfileg og hafa þau farið hrakandi frá því veldi komm- únista féll 1989. Bilið á milli ríkra og fátækra hefur farið ört vaxandi og á sú þróun sér- staklega við í höfuðborginni, Búkarest. Þessi hnakkur hefur frábært sæti og knapinn er í góðu sambandi við hestinn. Kynningarverð. Ummm-BEfflTYEMBJA P" Síðumúla 3-4, sími/fax 588 3540. Söðlasmiðurinn Pétur Þórarinsson NÝSMÍÐI - VIÐGERÐIR • VERSLUN Sviss Flóttafólk sent heim Bern. Reuter. SVISSNESKA stjórnin hefur ákveðið að senda 21 þúsund stríðs- flóttamenn frá Bosníu aftur til heimkynna sína. Verður háfist handa við að senda fólkið heim á þessu ári og á flutningunum að vera lokið í ágúst á næsta ári. í yfirlýsingunni frá stjórninni segir að einhleypir einstaklingar og barnlaus hjón verði fyrst send úr landi en á næsta ári verða um 13 þúsund flóttamenn með börn séndir aftur til Bosníu. Einungis þeir sem öðlast hafa sess sem pólitískir flóttamenn fá að vera um kyrrt í landinu. Er þar í mörgum tilvikum um að ræða menn sem komu sér undan her- þjónustu eða liðhlaupa úr Bosníu- her. Fær þetta fólk að vera áfram í Sviss þar til að náðun af hálfu Bosníustjórnar liggur fyrir. Svissneska stjórnin byggir þessa ákvörðun á því mati að frið- arferlið í Bosníu muni halda áfram en gert er ráð fyrir nýju stöðu- mati í júní. Sviss er eitt sjötíu ríkja sem tekið hafa á móti flóttamönnum frá Bosníu og samþykktu á ný- legri ráðstefnu í Ósló að hvetja fólk til að fara sjálfviljugt aftur til heimkynna sinna. Ekki var þó útilokað á ráðstefnunni að fólk yrði neytt til að snúa heim. Að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna er um milljón manna vegalaus innan Bosníu, 670 þúsund í öðrum fyrrum lýð- veldum Júgóslavíu og um milljón manna í öðrum Evrópuríkjum. Engar skoðunar- ferðir á haugana New York. Reuter. BORGARSTJÓRINN í New York, Rudolph Giuliani, hef- ur sagt embættismönnum að hætta við hugmyndir um skoðunarferðir undir stjórn leiðsögumanna á sorphauga borgarinnar. Stærstu haugar í heimi, Fresh Kills, eru í borginni en þeir eru alls rúmlega 1.200 hektarar. Höfðu ráða- menn í sorphirðu mælt með því að fólki fengi að sjá með eigin augum hve mikið bær- ist af úrgangi, myndi þá stuðningur við endurvinnslu aukast. Giuliani sagði hug- myndina „tillitslausa og heimskulega". Fyrir aðeins 2,380 kr. á mánuði HR€ yF/NC/N [V'Vf-: Þú kaupir eitt kort og það gildir bæði í líkamsrækt í ÞOKKABÓT og SUNDLAUG SELTJARNARNESS þegar þér hentar. Auk venjulegrar dagskrár staóanna býóst fjölbreytt dagskrá í allt sumar og óvæntar uppákomur. Nánari upplýsingar í síma: 561 3535 Sýnishorn úr dagskrá: • Skokk • Styrktaræfingar • Vatnsleikfimi • Þolfimi • Óvæntar uppákomur SUNDLAUG SELTJARNARNESS ' Mióaó við að kort sé staðgreitt i april og gildi til 31. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.