Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 52
varða víítæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(a>CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 14. APRÍL1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Benedikt Davíðsson forseti ASÍ tekur undir hugmyndir járniðnaðarmanna Styður samninga til aldamóta BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að sér lítist vel á hugmyndir Félags jámiðnaðar- manna um að næstu kjarasamningar_ gildi til aldamóta. Stefnumörkun fyrir þing ASÍ í vor sé í þessum anda. Aðalatriði við gerð næstu kjara- samninga sé að kaupmáttur vaxi á næstu árum. í Félagi járniðnaðarmanna og fleiri félögum innan Samiðnar er mikill stuðningur við að næstu kjarasamningar gildi til aldamóta og að í þeim verði sett upp áætlun um hækkun launa hér á landi til samræmis við laun á hinum Norðurlöndunum. „Þessar hugmyndir eru í takt við þá vinnu sem við höfum verið að vinna að undanfarin misseri, að reyna fyrst og fremst að bæta kjör með því að tryggja hækkandi kaupmátt. Það þarf ekki alltaf að vera fylgni milli hækkunar kauptaxta og kaupmáttar. Það þarf að gera áætlun til lengri tíma um með hvaða hætti við getum aukið kaupmátt. Það getur vel verið að leiðin sé að hækka kauptaxtana, en það þarf þá að tryggja að það skili sér í auknum kaupmætti." Benedikt sagði þessar hugmyndir járniðnað- armanna og fleiri félaga innan Samiðnar vera í ágætu samræmi við þá stefnumörkun sem lögð yrði fyrir þing ASI í vor. í takt við umræðu í starfshópum „Mér sýnist að í þessum hugmyndum sé tekið tillit til þeirra sveiflna sem áætla má að verði á samningstímabilinu. Það er nauðsyn- legt að hafa einhveija opnunarmöguleika ef sveiflur verða til þess að markmið samningsins fara úr böndum á annan hvorn veginn eða einhver aðila sem að samningunum standa stendur ekki við sinn hlut. Þetta er í takt við þá umræðu sem verið hefur í starfshópunum, sem vinna á vegum ASÍ. Ég held að menn greini ekki mikið á um að þetta sé líklegasta leiðin til þess að ná fram raunverulegum kjara- bótum. Menn eru sammála um að hækkun kaups, sem verður einungis til þess að valda sveiflu og hækka verðlag eða kalla fram geng- isfellingu, sé ekki aðferðin til að bæta kjörin. Við þurfum því að tryggja alla enda, bæði gagnvart vinnuveitendum og stjórnvöldum," sagði Benedikt. Davíð Oddsson forsætisráðherra um forsetakosningarnar Ummæli fram- bjóðenda grafa undan embættinu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að forsetaframbjóðendur hafi talað um forsetaembættið með þeim hætti að það sé til þess fallið að grafa undan því. I viðtali við Morgunblaðið í dag segir Davíð að einn frambjóðendanna gefi til kynna að forsetinn eigi að vera einskonar farandsendiherra sem eigi að vera á faraldsfæti og koma íslandi á kortið. „En ísland hefur Iengi verið á kortinu og ég sé engan þjóðhöfðingja fyrir mér sem farand- sendiherra." Framandi umræða Hann segir einnig annan fram- bjóðanda hafa sagt í útvarpsviðtali nt—axi til greina kæmi að hafna lögum frá Alþingi ef undirskriftasafnanir bærust um það. „Það yrði um leið hálfgerð stríðsyfirlýsing við þingið, andstætt öllum hugmyndum um þingræði í landinu og fjarri öllum hugmyndum sem menn gerðu sér um forsetaembættið í upphafi," segir Davíð. Hann bætir við að umræðan um forsetaembættið og þær forsendur sem umræddir frambjóðendur eru að tala um séu mjög framandi. „Ég tel að ef menn verða kosnir í þetta embætti á þessum forsendum og reki það á þessum forsendum, þá muni ekki líða á löngu áður en for- setaembættið hverfi úr okkar stjórn- skipun í þeirri mynd sem það er nú. Þá eru menn komnir á slíkar villigöt- ur að það nær ekki nokkurri átt,“ segir Davíð. Um það hvort þessi ummæli bendi til þess að enn sé ekki kominn fram frambjóðandi sem sem hann geti stutt segir Davíð, að hann taki enga afstöðu til þess fyrr en framboðs- frestur er úti. ■ Forsetaembættið/10-12 Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Arnór A einka- vegi MERGÐ álfta er á Lóni í Austur- Skaftafellssýslu, ekki síst á þess- um árstíma, þegar þær koma í flokkum frá vetrarstöðvum sín- um á Bretlandseyjum. Þessi álftahópur virðist vera búinn að koma sér upp einkavegi í Lóns- sveit, eða hvað á maður að halda? Hitatölur á vegskilti VEGAGERÐ ríkisins hefur sett upp nýtt skilti við Reykjanes- braut þar sem fram koma upplýs- m úigar um hitastig í lofti og við jörð. Með þessu er vonast eftir að hægt verði að auka umferðar- öryggi á veginum. Algengt er að umferðarslys hafi orðið á þessum tjölfarna vegi vegna þess að öku- menn hafa ekki gert sér grein fyrir hálku á honum. Betri upp- lýsingar auðvelda ökumönnum að haga akstri í samræmi við aðstæður. Ríkisendurskoðun um vöxt lífeyrisgreiðslna •• Ororkugreiðslur hækk- uðu um 780 millj. á 4 árum Á SÍÐUSTU fjórum árum hafa út- gjöld ríkisins vegna lífeyrisgreiðslna í almannatryggingakerfinu vaxið um 645 millj. króna eða um 6,5%. Fjölg- un ellilífeyrisþega skýrir þessa hækk- un að hiuta en í skýrslu um fram- kvæmd fjárlaga 1995 telur Ríkisend- urskoðun að skýra þurfi vöxt örorku- greiðslna sem hækkuðu um 780 millj. króna á þessu tímabili eða um 24%. Ástæður hafa ekki verið skýrðar „Engar þær breytingar hafa orðið á reglum um örorkulífeyri né hefur flárhæð bóta vaxið sem skýrt getur þessa aukningu. Þess í stað má rekja hana til mikillar fjölgunar bótaþega á undanförnum árum. Örorkulífeyr- isþegum fjölgaði um tæp 42% frá 1990 til 1994 (til samanburðar má geta þess að lífeyrisþegum fjölgaði á sama tíma um 0,8%). Ástæður þessarar fjölgunar hafa ekki verið skýrðar en málið er í athugun hjá Tryggingastofnun ríkisins. Versn- andi atvinnuástand kann þó að skýra þessa aukningu að hluta,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Rýming- arsala hjá ÁTVR VERSLANIR ÁTVR munu frá og með næsta mánudegi selja ýmsar tegundir áfengis á sérstöku afsláttarverði með- an birgðir endast. Um er að ræða vín sem tekið hefur ver- ið úr almennri sölu og sér- pantað áfengi sem ekki hefur verið sótt. Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, sagði að ÁTVR hefði tvisvar áður verið með rýmingarsölu á áfengi, síðast 1989. Höskuldur sagði að vínið yrði selt á umtalsvert lægra verði, en vildi ekki upplýsa hvað afslátturinn væri mikill. Um væri að ræða nokkur þúsund flöskur, bæði léttvín og sterkt áfengi, í ýmsum verðflokkum. Hann sagði að það færi eftir viðtökum við- skiptavina hvað rýmingarsal- an stæði lengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.