Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIB seti ekki haft raunveruleg áhrif á stjórn- armyndanir síðan 1959 heldur frekar komið fram til að gæta formreglna. Það er auðvitað merkilegt en það er þá einkum vegna þess að aðstæður í stjómmálum hafa verið slíkar. Auðvitað geta komið upp þær aðstæður að forseti verði að hafa mjög drjúg áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Slíkt er raunar lögboðið og stjórnarskrárbundið. Þá er það kostur að forseti þekki til vettvangs stjóm- málanna. Menn segja að stjórnmálamaður eigi ekki að vera forseti því embættið eigi að vera hafið yfir stjórnmál. Það er rétt að embættið á að vera hafið yfír flokksþrætur. En forseti sem hefur verið stjórnmálamaður heldur ekki áfram stjórnmálastarfsemi verði hann for- seti. Hann hefur hins vegar þá reynslu sem býr að baki stjómmálastarfseminni sem getur gagnast honum í forsetaembættinu. A sama hátt getur einhver forsetaframbjóð- andi til að mynda haft það sér helst sér til ágætis að hafa verið á móti húsum. Eftir að hann eða hún væri orðinn forseti mundi hann væntanlega ekki halda því áfram að vera á móti húsum en kannski mundi sú reynsla nýtast viðkomandi í forsetaembættinu. Um leið þýðir það ekki að sá sem verið hefur stjórnmálamaður verði af þeirri ástæðu góður forseti, frekar en hitt að sá sem ekki hafi verið stjórnmálamaður verði ekki góður forseti. Við höfum dæmi sem sýna og sanna það gagnstæða. Stjórnmálareynsla er örugg- lega góð en það er jafnframt mikilvægt að persónan sé þannig að henni sé almennt treyst og hafi ekki vafasaman feril í þeim efnum.“ Ekki eftir flokkslínum - Sérðu fyrir þér að flokkarnir, þar á meðal Sjálfstæðisfíokkurinn, komi inn í kosn- ingabaráttuna með einhverjum hætti? „Nei, það er löngu liðin tíð. I fyrsta lagi geta flokkarnir ekki hugsað sér að blanda sinni starfsemi inn í þess háttar kosningabar- áttu frekar en prestkosningar forðum vegna þess að reynslan segir okkur að fólk fer eft- ir öðrum hlutum en beinum flokkslínum í forsetakosningum. Það hefur hefur verið tilhneiging í flokk- unum, a.m.k. í mínum flokki, að vona að forsetakosningar verði sem allra sjaldnast því þær hafa heldur truflandi áhrif á venju- lega fiokksstarfsemi.“ - Hvað með fyrirkomulag forsetakosn- inga. Finnst þér til dæmis að það eigi að vera tvær umferðir í ljósi þess að forseti gæti náð kjöri með innan við 20% atkvæða. „Nei. Það orkar í raun tvímælis að emb- ætti sem hefur nánast engin raunveruleg völd samkvæmt stjórnarskránni, skuli vera þjóðkjörið. Og hugmyndir um að láta þjóðina kjósa tvisvar í allsheijarkosningum til emb- ættis sem ekki hefur meiri völd en íslenska forsetaembættið, eru nokkuð sérstakar. Mér finnst ekkert ýta undir slíkt.“ Gott stjórnarsamstarf - Nú er að líða að ársafmæli ríkisstjórnar- innar. Hvernig finnst þér stjórnarsamstarfið hafa tekist til þessa? „Mér finnst það hafa tekist afar vel. Menn hafa náð vel saman, hlutirnir ganga vel fyr- ir sig, það gengur vel að afgreiða mál og þau eru ekki í fjölmiðlunum meðan þau eru í vinnslu. Til að mynda ykkar blað hætti að fá þessar innanhússfréttir, sem það hafði af einhveijum ástæðum alltaf úr síðustu ríkis- stjórn, án þess að ég ætli að geta mér til hvernig á því stendur. Sama hefur gerst með Dagblaðið. I annan stað finnur maður að þingmeiri- hlutinn er afar traustur. Menn sögðu að lítið hefði verið að gerast í þinginu síðastliðið haust en þegar upp var staðið kom í ljós að þingið var eitt það afkastamesta sem verið hafði; ríkisstjórnin hafði komið sínum málum í gegn svo hávaðalítið að menn héldu að ekkert hefði gerst. Ég var gjarnan teiknaður með stór sólgler- augu fyrir síðustu kosningar af þeim ágæta stjórnmálaskríbent Sigmund, sem er oft afar naskur á hluti. Sumir héldu að ég væri of bjartsýnn og væri fyrir kosningarnar að draga upp mynd af efnahagsmálum þjóðar- innar sem ekki gæti staðist. En það hefur allt gengið fram og raunar heldur betur en ég gaf til kynna fyrir kosningar. Þá hafa vextir farið lækkandi innanlands, gengið er stöðugt, verðbólgan er lág og kaup- máttur hefur vaxið meira og öruggar nú en á löngum tíma þar á undan. Það hafa áður komið kaupmáttarstökk sem engin innistæða var fyrir en nú vex kaupmátturinn þétt og örugglega og fólk skynjar þetta.“ - Þegar þetta stjórnmálasamstarf er borið saman við síðustu ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks virðist fyrri stjórnin þó óneitanlega hafa verið líflegri. SUNNUÐAGUR 14. APRÍL1996 11 Það gat enginn borið ábyrgð á því hvort ég færi fram eða ekki nema ég sjálfur. Eg bað engan um stuðning og ýtti ekki undir nokkurn að hvetja mig. Eg sé því ekki að þetta hafi ruglað nokkurn mann í ríminu. Óþörf lausmælgi mjög gott. En það komu fyrir atvik sem pirruðu mig, ég get ekki neitað því. Til dæmis eins- konar gæjatilþrif varðandi Keflavíkurflugvöll að halda að önnur lög giltu varðandi tollamál þar, en annars staðar. Að menn gætu flutt inn einhveijar vörur gegnum hlið þar, sem ekki kæm- ust gegnum annað hlið. Það á ekki að þurfa einu sinni að standa í viðræðum um slíka hluti. Það var ekkert gaman fyrir okkur fjármálaráðherra að beina því tíl ríkistollstjóra að hirða ein- hveija vöru, sem utanríkisráð- herra hafði hleypt inn sem toll- stjóri annars staðar. Það á ekki að hleyþa mönnum í svona dellu- aðstöðu; alvarlegir stjórnmála- menn geta ekki gert slíkt. En Jón var hins vegar afar frískur stjórnmálamaður og að mörgu leyti afar gott að vinna með honum þótt einstök atvik hafi mælst svona sterkt. En allir menn eru ólíkir og ef ég er að kvarta yfir samskiptum við Jón tel ég alveg gefið að hann hafi fullan rétt til að kvarta yfir ein- hveijum samskiptum við mig. Menn eru ekki forsvarsmenn stjórnmálaflokka án þess að hafa drifkraft og forustueiginleika og þegar slíkir menn hittast er eðlilegt að það neisti svolítið." „Menn voru óþarflega lausmálir þá um mál sem enn voru á vinnslustigi. En frá mín- um bæjardyrum séð er betra að það gerist meira og minna sé talað á vinnslustiginu. Þó að ég segi þetta tel ég að ríkisstjórnin sem sat 1991 til 1995 hafi verið afar vel heppnuð. Hún kom mjög mörgu góðu til leið- ar og lagði grundvöll að því sterka efnahags- lífi sem við byggjum nú á og það var margt skemmtilegt og farsælt sem gerðist. En það samstarf hafði þennan agnúa, að menn máttu helst ekki sjá hljóðnema án þess að hlaupa í hann. Síðan var ég afar óánægður með kosninga- baráttuna sem fór þannig fram að hinn stjórnarflokkurinn virtist ætla að reka henti- stefnukosningabaráttu sem hefði ekkert með áframhaldandi stjórnarsamstarf að gera, hvorki við minn flokk né aðra. Því þau mál sem flokkurinn sagði heilög tók enginn ann- ar flokkur undir. 10% flokkur getur ekki leyft sér að gera slík mál að heilögum málum í kosningabaráttu. Það er bara leikaraskapur. Þessi málatilbúnaður gerði algerlega ómögulegt að reyna að mynda stjórn eftir kosningar því þar var farið af stað með ger- ólík mál og flokkunum stefnt sarnan." - Var þá áframhaldandi stjórnarsamstarf þessara flokka dauðadæmt frá upphafi kosn- ingabaráttunnar? „Það kom í ljós um það bil 10 dögum eft- ir kosningarnar, þegar við fórum yfir málin. Það var fullur vilji hjá mér til að halda sam- starfinu áfram því mér hafði líkað þar margt vel. Og ef við hefðum fengið 1-2 þingmönnum meira hefði ég lagt mitt ýtrasta að mörkum til að halda samstarfínu áfram. En það sam- starf hefði að vísu orðið erfitt, eins og Alþýðu- flokkurinn lagði kosningabaráttuna upp.“ Breyttar forsendur - Samstjórnir Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafa fengið á sig hagsmuna- gæslustimpil; að þær standi vörð um óbreytt ástand en horfi lítið frarn á við. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur Tsögulegu ljósi ekki farið sérlega vel úr slíku samstarfi. Óttastu ekki að það sama verði raunin nú? „Eg er þeirrar skoðunar að menn eigi að þekkja söguna vel en ég er ekki þeirrar skoð- unar að menn geti nánast ljósritað hana. Það er svo margt ólíkt og forsendur hafa breyst. Viðskiptalífið allt er opnara og öðru vísi en en áður var. Flokkarnir eru ekki að skipta þjóðfélaginu til helminga eins og hér forðum tíð. Hið gamla heiti helmingaskiptastjórn gekk út á það að menn skiptu „góssinu" eins og hægt var að segja. Þjóðfélagið hefur sem betur fer breyst svo mikið að þetta er ekki lengur uppi með þeim hætti. Það finnur maður glöggt í ríkisstjórninni.“ Gæjatilþrif - Það er greinilega öðru vísi samband milli ykkar Halldórs Asgrímssonar, en var á milli ykkar Jóns Baldvins Hannibalssonar. „Samstarfíð við Halldór er mjög gott og traust. Okkur gengur vel að tala saman og afgreiða mál og við komum beint framan hvor að öðrum. Samstarf okkar Jóns var einnig löngum Atvinnulífið farið að spjara sig - Hver eru næstu verkefni ríkisstjórnar- innar? „Það eru ýmis mál í vinnslu á Alþingi. Sum eru umdeild eins og þau sem snerta kvóta, bátaútgerðir og stórútgerðir, launþegasam- tökin, yfirfærslu grunnskólans og fjármagns- tekjuskatt. Þá eru í undirbúningi mál sem varða bank- ana og sjóðakerfið og uppstokkun í því efni. Allir þessir þættir eru hluti í viðleitni ríkis- stjórnarinnar til að bæta og jafna almenn samkeppnisskilyrði, sem við höfum gert mik- ið af síðustu fimm ár og hefur skilað sér í mun heilbrigðara viðskiptaumhverfi. Ríkis- valdið og ráðherrarnir eru ekki lengur með puttana í hagsmunum einstakra fyrirtækja eins og var dagiegt brauð áður. Ég held að þetta sé hluti af því að atvinnulífið er farið að spjara sig betur að menn vita að það er ekki lengur hægt að leita á náðir „stóru mömmu“ í stjórnarráðinu. Það er ánægjulegt að sjá, að það er upp- gangur í nánast öllum fyrirtækjum landsins. Að vísu er ekki stórhagnaður og fyrirtækin nýta batnandi hag til að bæta sér upp lang- varandi tap með skynsamlegum hætti. Jafn- framt eru þau að byija að fjárfesta, hægt en örugglega. Maður heyrir hins vegar óróa í launþega- hreyfingunni, sem ég hef áhyggjur af. Því launþegaforustan á, ásamt vinnuveitendum og ríkisvaldi, miklar þakkir skildar fyrir að hafa lagt grundvöllinn að þessum aukna kaupmætti. Og menn mega ekki láta undan þeirri freistingu að fara að pína fram ein- hveijar gervilaunahækkanir með látum og falla þannig í gamla farið. Ég trúi því ekki að menn, sem eiga svo stóran hlut í þeim efnahagslega ávinningi, sem nú er að verða, fari í það gamla far.“ Samróð, ekki samningar - En sambandið milli ríkisstjórnarinnar og launþegahreyfingarinnar hefur versnað veru- lega á síðustu mánuðum. Fyrst vegna kjara- dóms- og þingfararkaupsmálsins sl. haust og nú vegna lagafrumvarpa um opinbera starfsmenn og stéttarfélög og vinnudeilur. Er ekki fyrirsjáanleg hætta, m.a. vegna þessa, á að næstu kjarasamningar verði erfíð- ir? „Ég hef síðustu fímm ár átt mjög gott samstarf við forustumenn á vinnumarkaði. Það hefur verið fullur trúnaður milli manna og þótt auðvitað hafi verið togstreita og átök og menn ekki alltaf sammála þá hafa þeir getað talað saman og getað treyst orðum hvers annars. A hinn bóginn hefur ríkisvaldið sagt að það geti ekki afsalað sér löggjafarvaldinu vegna þess að aðilar úti í bæ segi að um sé að ræða heilög mál sem þeir eigi einir að ráða. Við setjum leikreglur í landinu og þtessi þáttur er ef til vill sá allra mikilvægasti, því hann getur haft úrslitaþýðingu um efnahags- þróun og afkomu fólks. Mér fínnst afar vafasamt hjá stjórnarand- stöðunni, sem er hluti af löggjafarsamkom- unni, að taka blint undir kröfur um að þing- ið setji ekki leikreglur í trássi við vilja ein- hverra aðila úti í bæ. Þetta er mjög ótrúverð- ugt og skilaboðin sem almenningur fær eru þau að stjórnarandstaðan líti ekki á sig sem fulltrúa almennings á Alþingi heldur fulltrúa einhverra þrýstihópa sérhagsmuna. Við viljum setja leikreglur eftir nána sam- vinnu við þessa aðila. Það er gert; það hefur verið náið samráð og samvinna en þetta voru ekki samningar sem átti að ljúka með sam- komulagi.“ Óheimilt að gefast upp - Það hefur komið fram að félagsmálaráð- herra og ríkistjórnin eru reiðubúin til að end- urskoða umdeild atriði í frumvarpinu. Hvers vegna leggur ríkisstjórnin þá svona mikla áherslu á að afgreiða frumvarpið nú, ef frum- varpið hefur á endanum heldur litlar breyt- ingar í för með sér? „Það er nú það kaldhæðnislega að þetta eru mjög mild frumvörp og varfærin. Það er vegna þess að þau eru unnin upp úr starfi milli aðila. Það mætti halda af öllu moldviðr- inu sem þyrlað hefur verið upp, að lögin séu miklu harðari. En megininntak frumvarpanna er að auka veg hins einstaka félagsmanns. Það er hvergi tekið vald frá forustu verkalýðs- félaga og sett til ríkisins. Sums staðar er tekið svolítið vald frá verkalýðsforustunni og sett til félagsmannanna sjálfra. Og það er erfítt fyrir verkalýðsforingjana að útskýra fyrir sínu fólki að þeir séu reiðir út af þessu. Því fínnst mér sumir forustumenn verkalýðs- foringjanna á veikum grunni í gagnrýni sinni.“ - En hvers vegna þarf að afgreiða þetta nú? Er það vegna kjarasamninganna næsta vetur? „Nei. En þegar farið er af stað með að setja leikreglur um jafn viðkvæmt svið og þetta, er best að ljúka því eins fljótt og unnt er, til að tryggja öryggi og festu. Þegar kem- ur svo krafa utan úr bæ, sem sett er fram með mjög háværum hætti, um að banna lög- gjafanum að afgreiða einhver lög, þá er nán- ast búið að setja þing og ríkisstjórn upp að vegg og hún hefur ekki leyfi til að gefast upp fyrir slíkum kröfum. Hafí eitthvað ýtt undir að þessu verði að ljúka þá eru það þessi viðbrögð.“ Ganga sem lengst í stækkun NATO - Ef við snúum okkur að heimsmálunum þá hafa Rússar gert samkomulag um náið samstarf við Hvítrússa og Pólveijar segja að nú nái landamæri Rússlands upp að landa- mærum Póllands og þrýsta á að komast inn í NATO eins og fleiri. Hvaða stefnu finnst þér að Atlantshafsbandalagið eigi að taka? „Ég hef verið fylgjandi því að Atlantshafs- bandalagið notaði tækifærið, sem maður veit ekki hvað það hefur lengi, stækkaði sig í austurátt, og gengi helst sem lengst." - Og Eystrasaltsríkin yrðu þar með? „Helst vildi ég það, ég get ekki neitað því. En maður verður líka að vera raunsær. Það erum ekki við, sem mundum ábyrgjast frelsi þessara ríkja. Það yrðu ríki á borð við Bandaríkin og í því þjóðfélagi, í þinginu þar, eru miklar efasemdir um að við þessar að- stæður eigi Bandaríkin að færa út skuldbind- ingar sínar til Póllands og þessara landa. Miklar efasemdir. Stjórn Clintons er fremur hlynnt því, en repúblikanar eru fremur andvígir því. Ég átti spjall þegar ég var í Bandaríkjunum fyr- ir nokkrum mánuðum við einn af þáverandi forsetaframbjóðendum, Lamar Alexander, og ég heyrði að hann hafði miklar efasemdir um það að Bandaríkin ættu styðja að NATO stækkaði í austur. Það munaði ekki miklu að hann yrði frambjóðandi repúblikana í kosningunum og það kom mér á óvart að maður í slíkri stöðu hefði þessa skoðun.“ Höfum haldið afvinnuleysi niðri - Nýlega var fundur sjö helstu iðnríkja heims í Lille í Frakklandi og þar talaði Jacqu- es Chirac Frakklandsforseti um að fínna yrði þriðju leiðina milli atvinnuleysis og um leið velferðarkerfisins á meginlandi Evrópu ann- ars vegar og hins vegar þeirrar stefnu, sem nú er fylgt í Bandaríkjunum, og hefur leitt til þess að atvinna hefur aukist, en sagt er að fylgikvillinn sé skortur á atvinnuöryggi. Hvernig horfir þessi umræða við okkur? „Við höfum alltaf verið mjög viðkvæm fyrir atvinnuleysi, sem betur fer, og atvinnu- leysi hefur farið minnkandi jafnt og þétt hjá okkur. Línan er bein niður, ef tekin eru tvö, þijú síðustu ár, sem er mjög mikilvægt, og hlutfall atvinnuleysis hér þykir kraftaverk í Evrópu. Svo er talað um ísland sem láglauna- land. Því miður skrifaði þetta ágæta blað, Morgunblaðið, leiðara, sem hét „Láglauna- landið Island". Auðvitað er alveg fáránlegt að segja það. Þótt hægt sé að finna ríki, þar sem launin eru hærri en á íslandi, er ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.