Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur sonur minn og bróðir, HELGI STEINARR KJARTANSSON, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 12. apríl. Gunnhildur Elíasdóttir, Katrfn Kjartansdóttir. t Sonur okkar, ástvinur, bróðir og mágur, TRAUSTI JÓNSSON, Stigahlíð 54, er lést 3. apríl sl. verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarfélag vangefinna eða önnur Ifknarfélög. Dollý Nielsen, Pétur Sveinsson, Jón Ólafsson, Elfn Markan, Snorri Jónsson, Stella Leifsdóttir, Davíð Ingibjartsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR EMILÍA GUÐLAUGSDÓTTIR, áður Hólabraut 8, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu þann 9. apríl sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.30. Helgi Björn Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Aðalsteinn Einarsson, Ólöf E. Guðjónsdóttir, Erna Einarsdóttir, Guðmundur E. Jónmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og barnabarn, HJALTI GUÐJÓNSSON, Suðurhólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Landsbjörg eða Slysavarnafélagið. Guðjón Sigurbergsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir, Rúnar Ingi Guðjónsson, Mari'a Guðmundsdóttir, Ómar Guðjónsson, Sigurberg Bogason, Kristín Guðjónsdóttir, Runólfur Dagbjartsson. Hjúpun matvæla Námskeið einkum ætlað þeim sem vinna við vöruþróun í matvælaiðnaði. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins heldur námskeið um hjúpun matvæla dagana 29-30. apríl á Grand Hótel Reykjavík, í samvinnu við Flair Flow Europe. Námskeiðið fer að mestu leyti fram á ensku og munu tveir sérfræðingar frá Frakklandi leggja til megnið af efninu. Þátttökugjald er 25.000. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 562 0240. íf Fyrri dagur Seinni dagur 8.45-9.00 Skráning 9.00-9.50 Notkun í fiskiðnaði 9.00-9.10 Setning 9.50-10.40 Notkun í kjötiðnaði 9.10-9.25 Inngangur og kynningá 10.40-11.00 Kaffi námskeiðinu. 11.00-11.50 Notkun í ávaxta-og græn 9.25-10.30 Nýlegar rannsóknir á metisiðnaði. pökkunarefnum/filmum úr 11.50-12.40 Notkun í sælgætisiðnaði náttúrulegum fjölliöum 12.40-12.50 Umræöur 10.30-10.50 Kaffi 12.50-13.50 Hádegisverður 10.50-11.50 Kynning á neysluhæfum 13.50-14.40 Brauð og hveitihjúpar filmum og hjúpum 14.40-15.30 Notkun hjúpa og filma í 11.50-12.00 Umræður kjötafurðum hérlendis 12.00-13.00 Hádegisverður 15.30-16.00 Hjúpaðar fiskafurðir " 13.00-14.00 Hráefni til hjúpunar 16.00-16.20 Kaffi 14.00-15.00 Eölisfræöilegir eigin 16.20-17.05 Seljendur hráefna/hjál- leikar filma parefna 15.00-15.20 Kaffi 17.05-17.30 Umræður 15.20-16.20 Stífar filmur og pökkunarefni unnin úr vööva-trefjapróteinum „ 16.20-16.35 Umræöur ELLYANNA THOMSEN AÐALSTEINSSON + Elly Thomsen fæddist 30. júni 1912 á Grettisgötu í Reykjavík. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópa- vog-i 1. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Thomas Thomsen, f. 11.4. 1883, vélvirki frá Skagen á Jótlandi, d. 20. sept. 1949, og kona hans (11.5. 1910) Sigurlaug J. Thomsen, f. 2.6. 1885, d. 28.10. 1954, en hún var dóttir Jóns Þor- valdssonar b. á Hofi í Svarfað- ardal og k.h. Onnu Guðrúnar Jónsdóttur frá Hofsá, Halldórs- sonar. Elly var einkabarn þeirra hjóna en þau tóku til fósturs bróðurson frú Sigur- laugar, Aðalstein Jóhannsson (Eyfirðings), er móðir hans lézt. Kona Aðalsteins er Hulda Ósk- arsdóttir, Árnasonar rakara í Friðfwns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skreytingar fyrir öll tilefní. Gjafavörur. Kirkjuhvoli - í Reykjavík og eiga þau þrjár dætur: Sigurlaugu, gift Eggert Jónssyni, borgarhagfræð- ingi, Guðnýju, gift Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra, og Auði Maríu, gift Vilhjálmi Bjarna- syni. Eiginmaður Ell- yjar var Friðbjörn Aðalsteinsson, f. 30.12. 1890, fyrr- um skrifstofustjóri Landssíma Islands og yfirmaður fjarskipta i landinu. Þau giftu sig 29.6. 1947 og áttu heimili sitt í Loft- skeytastöðinni á Melunum. Friðbjörn lést 19.8. 1947 aðeins einum og hálfum mánuði eftir brúðkaupið. Utför Ellyjar fór fram í kyrr- þey að eigin ósk. Látin er í Reykjavík vinkona okkar hjóna eftir langvarandi veikindi. Stuttu eftir að ég hóf störf hjá Lands- símanum 1947 var ég kynnt fyrir Elly. Varðstjórinn okkar, Lára Lárus- dóttir, og Elly voru miklir mátar enda báðar af þeim skóla er bar hag stofnunarinnar fyrir bijósti. Þær voru bráðskemmtilegar konur báðar tvær og mér báðar ágætis fyrirmynd á margan hátt án þess að þær hefðu hugmynd um og ég ekki sjálf, fyrr en á seinni árum. Þegar við hittumst fyrst var ég aðeins sextán ára, en Elly þá nýorð- in ekkja aðeins 35 ára gömul. Hún var þá nýkomin aftur til starfa við stofnunina, hafði gift sig og látið af störfum eins og tíðkaðist um giftar konur á þeim árum og lífið virtist bjart framundan. Maður hennar var Friðbjörn Aðalsteinsson. Þau giftu sig 29. júní 1947 og áttu heimili sitt í Loftskeytastöðinni á Melunum, en þar hafði Friðbjöm búið áður en þau giftu sig. En þeim var ekki ætluð löng samvera, Friðbjörn lést aðeins einum og hálfum mánuði eftir brúð- kaupið. Hann varð bráðkvaddur við hlið hennar í bíl er þau voru á leið norður til Akureyrar. Elly bjó áfram í Loftskeytastöðinni til ársloka 1947 og flutti þá aftur til móður sinnar, Sigurlaugar, og bjó með henni þar til hún lézt árið 1958. Þó Elly léti lítið yfir sér þá hafði hún mörgu að miðla til þeirra sem gáfu sér tíma til að hlusta eftir þeim gullkornum sem frá henni komu. Það sem bar mest á í frásögnum hennar var gleð- in yfir öilu sem gerst hafði. Það var allt svo skemmtilegt og frásögnin svo rík að ekki var hægt annað en hríf- ast með. Hún hafði frá svo mörgu, að segja að mér fannst, og sagði svo ljómandi vel frá sínum yngri árum, skemmtilegu árunum fyrir stríð, sem mig rámaði aðeins í enda enn á barnsaldri á þeim tíma. Ekki átti ég þess kost að kynnast Friðbirni heitn- um, því hann lést árið sem ég hóf nám hjá Landssímanum, hann ku hafa verið manna skemmtilegastur í góðum hópi og leysti hvers manns vanda. Friðbjörn var einn af frum- kvöðlum Landssímans og áhugasam- ur um allt er laut að fjarskiptum landsins. Oft var hans minnst og þá að verðleikum hvort sem var í starfi eða í sambandi við árshátíðir og veisl- ur stofnunarinnar, þar sem hann var ómissandi félagi og veislustjóri enda gamansamur með afbrigðum. Glampinn í augum hennar þegar á hann var minnst sagði meira en mörg orð. Aldrei fann ég fyrir því að átján ára aldursmunur væri á okkur. Elly var svo fersk, síung og skemmtileg í daglegri umgengni. Fáa hefi ég þekkt er mér féll jafn vel við. Hún var fædd á Grettisgötu í Reykjavík, en fluttist 11 mánaða með foreldrum sínum til Vestmanna- eyja og átti þar sín bernsku- og æskuár eins og gengur við leiki og störf áhyggjulausrar æsku í föð- urhúsum. Frásögnin af lífinu í Eyjum um og eftir fyrra stríð, ferðum henn- ar til Danmerkur, gestum bæði dönskum og íslenskum sem komu á heimili foreldra hennar í Sólnesi; allt þetta gæddi hún slíku lífi að unun var á að heyra er hún hermdi eftir og hneigði sig sem væri hún á stóru leiksviði. í frásögninni af árunum, þegar hún var að alast upp í Eyjum, hefur sólin alltaf skinið skærast. Svó verð- ur oft í minningunni og er það vel. Alla tíð var hún trygglynd og ræktar- söm við alla, vini jafnt sem ættingja, og fylgdist með öllu sem fram fór jafnt hjá fjölskyldunum á Jótlandi sem hér heima. Hún heimsótti á hveiju ári ættingja sína í Skagen og vildi helst ekki missa af sumrinu þar í faðmi fjölskyldu og vina. Elly þótti mjög vænt um þessar frænkur sínar og leit á þær sem sína nánustu ætt- ingja. Elly stundaði nám heima í Eyjum en fór sextán ára að aldri til náms í píanóieik hjá prófessor Har- aldi Sigurðssyni í Kaupmannahöfn, en það var aðeins einn mánuður. Hann vildi að hún sækti um skóla- vist við Konservatoríið í Kaupmanna- höfn sem hún gerði i desember haust- ið 1938 og var þar í eitt ár, en þá voru ófriðarblikur á lofti og hún sigldi heim til íslands. Það var hrein unun að heyra hana spila og syngja gömlu dönsku slagarana frá millistríðsárun- um af mikilli snilld enda var það henni mikil sorg er hún lamaðist öðru megin og gat ekki lengur notið þess að spila á píanóið. Árið 1931 hóf hún störf á Lands- símastöðinni í Vestmanneyjum, en er foreldrar hennar fluttust til Reykjavíkur 1934 varð hún eftir í Eyjum og bjó þá hjá stöðvarstjóra- hjónunum, Þórhalli og Ingibjörgu, fram til september 1935 er hún kom á Landssímann í Reykjavík. Fyrstu árin bjuggu þau í Tjarnargötu 30 hjá töntu Þórdísi Carlquist, ljósmóð- ur, en hún var systir frú Sigurlaugar. Síðar keyptu foreldrar hennar hús í Skeijafírði í kringum 1943. Heimili hennar, bæði á Hörpugötu 3 í Skeijafirði og á Framnesvegi 27, var unaðsreitur sem gott var að koma á, enda byggt upp af arfi hennar frá Marie Thomsen, föðursystur hennar í Danmörku, munum frá heimili for- eldranna og svo hennar og Friðbjarn- ar. Hún var enda fagurkeri og hver hlutur á heimilinu átti sína sögu. Við hjónin áttum marga yndisstund á þessu fagra heimili hér á árum áður og fónim ætíð glaðari af henn- ar fundi. Árið eftir lát Friðbjarnar kom hún til starfa við talsamband v/útlönd og vann þar til starfsloka. Við kollegarnir af talsambandi við útlönd minnumst með gleði kvenna- frídagsins 24. október 1985 er við vorum allar samankomnar heima á Framnesvegi eftir fundinn á Lækjar- torgi. Fæstar þeirra höfðu áður kom- ið á heimili hennar og mér er minnis- stætt hve þær dáðust að öllu þar. Elly var góður samstarfsmaður og í flestum tilfellum var hún veitandinn en ekki þiggjandinn. Mér kenndi hún og leiðbeindi á ýmsan hátt sem ég þakka nú. Elly veiktist árið 1977 og fór þá í ársfrí. Hún átti ekki aftur- kvæmt til starfa og var sátt við það, en svo komu áföllin, heilablæðing og beinbrot hvað af öðru, uns allur kraftur var á burt. Aldrei var kvart- að þótt hugsunin væri alveg skýr. Hún var mikill aufúsugestur á heim- ili okkar Garðars og góður vinur sona okkar beggja, enda heimsóknir hennar okkur öllum gleðiefni. Aldrei hittumst við svo, að hún spyrði ekki fyrst um drengina mína, eiginmann eða barnabömin, öllu þessu fólki fylgdi hún í huganum í störfum þeirra og viðfangsefnum á hveijum tíma. Hún fylgdist með fermingu Jacobs í Danmörku og brúðkaupum sona okkar, allt var þetta henni gleði- efni og sérlega gladdist hún með okkur er hún kom í heimsókn og við sýndum henni myndbönd frá þessum atburðum. Við erum þakklát fyrir að hafa getað með þessu móti glatt hana, það er ekki svo margt sem gleður þegar maður er algjörlega ósjálfbjarga og öðrum háður. Það var svo auðvelt að gleðja Elly því hún var svo jákvæð og allt röfl var víðs- ijarri henni. Oft er ég rúllaði hjóla- stólnum hennar inn í stofuna hjá okkur sagði hún: „Nú er ég komin heim.“ Með Elly Thomsen er genginn fulltrúi þeirrar kynslóðar sem upp- lifði mestar breytingar á þessari öld, þau hjón unnu bæði við símann og gáfu þeirri stofnun krafta sína og heilsu. Nú hafa þau hist aftur eftir langan aðskilnað, nú er gleði í huga þeirra. Langri sjúkdómsgöngu er lok- ið. Við Garðar þökkum fyrir að hafa átt Elly Thomsen að vini, úr húsi okkar eru henni sendar kveðjur og þakkir fyrir langa og góða samfylgd. Ásthildur G. Steinsen. . t Eiginmaður minn og faöir okkar, DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON, 1 Háholti 7, Akranesi, lést 11. apríl. Anna Erlendsdóttir, Erlendur Daníelsson, Ingileif Daníelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.